Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Breiðablik 3-4

Blikar sýndu ótrúlegan karakter í 4-3 sigri á Val í leik liðanna í í 14. umferð Pepsi-deildar karla á Vodafonevellinum í kvöld. Blikar skoruðu fjögur mörk á síðustu tuttugu mínútum leiksins en þeir misstu markvörð sinn Ingvar Þór Kale að velli með rautt spjald á 66. mínútu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Íslenska landsliðið gerði jafntefli við Skota

Íslenska kvennalandsliðið gerði 1-1 jafntefli við Skota í æfingaleik sem fór fram í Glasgow. Sandra María Jessen kom íslensku stúlkunum yfir eftir að hafa komið inn á sem varamaður en Skotarnir jöfnuðu á lokamínútum leiksins og jafntefli því staðreynd.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Glódís Perla í byrjunarliði í sínum fyrsta A-landsleik

Nú rétt í þessu er að hefjast æfingaleikur íslenska kvennalandsliðsins og Skota, en leikurinn fer fram í Glasgow. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarliðið og vekur athygli að Glódís Perla Viggósdóttir, sem er að leika sinn fyrsta landsleik er í byrjunarliðinu í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur fær langmest frá Knattspyrnusambandi Evrópu

Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að þau félög sem áttu leikmenn í landsliðum sem tóku þátt í Evrópukeppni landsliða 2012 fái hlutdeild í hagnaði keppninnar, alls 100 milljónir evra. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ og þar kemur líka fram að Valsmenn fá langstærsta hluta þessarar upphæðar. Hér hefur mest að segja að með Valsliðinu léku nokkrir færeyskir landsliðsmenn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jóni Páli sagt upp störfum hjá Fylki

Jóni Páli Pálmasyni, þjálfara meistaraflokks kvenna hjá Fylki, hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Ásgrímur Helgi Einarsson og Kjartan Stefánsson stýra liði Fylkis út tímabilið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þróttur 3-0 | Stjarnan í bikarúrslit

Stjarnan mun leika til úrslita í Borgunar-bikarnum í fyrsta sinn eftir góðan 3-0 sigur á Þrótti í undanúrslitum á Samsung-vellinum í kvöld. Stjarnan vann fyllilega verðskuldaðan sigur og var hreinlega einu númeri of stórir fyrir 1. deildar lið Þróttar R. sem barðist þó vel og hefði með smá heppni getað komið sér inn í leikinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ingvar: Þetta var meira í framtíðardraumunum

"Ég fékk bara að heyra af þessu í gærkvöldi," sagði Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar og nú íslenska landsliðsins eftir að Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, valdi hann í hóp sinn fyrir vináttuleik á móti Færeyjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Shaneka hetja Eyjakvenna gegn Blikum

Shaneka Gordon skoraði bæði mörk ÍBV í 2-1 útisigri á Breiðablik í 12. umferð Pepsi-deildar kvenna í dag. Sigurmarkið kom í viðbótartíma en Blikar höfðu ráðið gangi mála lengst af í leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

"Hlægilegt hjá greyið manninum"

Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, gefur ekki mikið fyrir þau orð sem Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, lét falla eftir leik liðanna í Pepsideildinni í gærkvöld. Þar sakaði Þórður, Kjartan um "óþverraskap" þegar sá síðarnefndi steig ofan á hönd Guðjóns Sveinssonar með þeim afleiðingum að 18 spor þurfti til að sauma saman sárið.

Íslenski boltinn