Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Gömlu góðu dagarnir

Í æfingaleiknum gegn Rússlandi á Spáni í febrúar bauð Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari upp á afar forvitnilegt byrjunarlið. Alls fimm sóknarþenkjandi leikmenn, lipra og marksækna, með tveimur snöggum bakvörðum þar að auki. Á miðjunni var svo eitt akkeri (Emil Hallfreðsson) og svo miðverðir og markvörður fyrir aftan hann.

Fótbolti
Fréttamynd

Sól og blíða í Ljubljana

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu æfði í morgun á Stožice Stadium þar sem leikur liðsins við Slóvena í undankeppni HM 2014 fer fram á föstudaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilji til að breyta reglunum

HSÍ og KSÍ vilja fara að fordæmi KKÍ og breyta reglugerð um félagaskipti. Erlendir knattspyrnumenn og handboltamenn geta í dag spilað með liðum hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi.

Sport
Fréttamynd

Valur vann fyrir norðan

Tveir leikir fóru fram í Lengjubikar karla í dag. Valsmenn gerðu góða ferð norður til Akureyrar þar sem þeir unnu 4-0 sigur á Völsungi í Boganum.

Fótbolti
Fréttamynd

Passa betur upp á boltann

Lars Lagerbäck lagði í gær línurnar fyrir landsleikinn gegn Slóveníu í næstu viku, er hann tilkynnti val sitt á landsliðinu. "Ég hef alltaf stefnt á sigur og geri það í þessum leik líka,“ sagði landsliðsþjálfarinn í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eiga að vera í formi

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér níunda sætið í Algarve-bikarnum með sannfærandi 4-1 sigri á Ungverjalandi í lokaleik sínum í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mawejje kemur aftur til ÍBV

Eyjamenn fengu góðar fréttir í dag en Úgandamaðurinn Tonny Mawejje staðfestir við fjölmiðla í heimalandinu að hann sé að ganga frá nýjum samningi við ÍBV.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stelpurnar tryggðu sér níunda sætið

Íslenska kvennalandsliðið vann sannfærandi 4-1 sigur á Ungverjum í leiknum um níunda sætið Algarve mótinu í fótbolta í dag. Íslenska liðið hafði tapað fyrstu þremur leikjum sínum á mótinu en hafði mikla yfirburði í leiknum í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

James færist nær ÍBV

Markvörðurinn David James hefur fengið sig lausan hjá enska C-deildarliðinu Bournemouth. Það stendur því ekkert í vegi fyrir því að hann gangi í raðir ÍBV hafi hann áhuga á því.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fékk að æfa með strákaliði

Katrín Jónsdóttir er á leiðinni á sitt níunda Algarve-mót, en íslensku stelpurnar mæta Bandaríkjunum í fyrsta leik á morgun. Katrín er á fyrsta ári með Umeå auk þess að vera í sérnámi í heimilislækningum.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristinn kosinn vallarstjóri ársins

Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, var kjörinn vallarstjóri ársins 2012 þegar Samtök íþrótta og golfvallastarfsmanna (SÍGÍ) héldu ráðstefnu um uppbyggingu og viðhald golf og knattspyrnuvalla á laugardaginn.

Fótbolti