Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Löng bið Elínar Mettu á enda

Valskonan Elín Metta Jensen skoraði tvö langþráð mörk í 6-0 sigri Vals á HK/Víkingi í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi. Elín Metta er áfram önnur markahæst í deildinni, nú með 14 mörk, en hún var engu að síður búin að bíða lengi eftir marki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsi-mörkin: Blautt innslag frá Eyjum

"Það verður að viðurkennast að það rignir stundum í Vestmannaeyjum," segir Sighvatur Jónsson í upphafi stórskemmtilegs innslags síns í Pepsi-mörkunum í gær en Sighvatur fjallaði þá um ástæður þess að ekkert varð af leik ÍBV og Vals í 18. umferð Pepsi-deildar karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þór/KA vann á Selfossi

Akureyringar gerðu sér góða ferð suður og unnu 2-1 sigur gegn Selfyssingum í Pepsi deild kvenna í dag. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í fimmta og sjötta sæti.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Frestað á Akranesi

Búið er að fresta öðrum leik í Pepsi-deild karla. Nú er búið að blása af leik ÍA og KR sem átti að hefjast klukkan 18.00.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þór - Fram 1-1

Fram mætti á Þórsvöllinn þar sem þeir spiluðu við heimamenn í Þór í rigningunni á Akureyri. Liðin skildu jöfn, 1-1, í frekar bragðdaufum leik. Ármann Pétur Ævarsson kom heimamönnum yfir en Hólmbert Aron Friðjónsson jafnaði fyrir gestina.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Auðvitað koma upp öðruvísi mál hjá stelpunum

Freyr Alexandersson var í gær ráðinn landsliðsþjálfari kvenna til tveggja ára. Hann tekur við liðinu af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni sem náði mögnuðum árangri með liðið. Freyr segir að það sé lítill munur á því að þjálfa stráka og stelpur en hann þjálfar karlallið Leiknis í 1. deild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsi-mörkin: Dansinn hjá Óla Kristjáns

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, fagnaði langþráðum sigri í Pepsi-deildinni í gærkvöldi þegar Blikar unnu 2-1 sigur á Stjörnunni á Kópavogsvellinum en þetta var fyrsti deildarsigur Breiðabliksliðsins í ágústmánuði.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Freyr tekur við kvennalandsliðinu

Freyr Alexandersson hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi karlalandsins í dag.

Fótbolti