Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Viktor framlengdi við Víking

Pepsi-deildarlið Víkings heldur áfram að semja við sína ungu og efnilegu leikmenn. Í kvöld skrifaði Viktor Jónsson undir nýjan samning við félagið. Nýi samningurinn gildir til ársins 2015.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Úlfur mun aðstoða Bjarna Guðjóns

„Við leyfðum Bjarna að stjórna þessu alfarið og hann vandaði sig gríðarlega við að finna sinn aðstoðarmann. Bjarni vildi ráða inn mann sem myndi vega upp á móti hans karakter og þeir gætu unnið vel saman sem teymi,“ segir Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram. Félagið hefur ráðið Úlf Blandon sem aðstoðarþjálfara karlaliðsins og mun hann verða hægri hönd Bjarna Guðjónssonar sem tók við liðinu í síðasta mánuði.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tryggvi Sveinn Bjarnason í Fram

Framarar styrktu hjá sér vörnina í dag þegar miðvörðurinn Tryggvi Sveinn Bjarnason skrifaði undir þriggja ára samning við Safamýrarliðið. Tryggvi verður langreynslumesti nýliðinn í Framliðinu í Pepsi-deild karla í fótbolta næsta sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni Hólm og Viktor Bjarki verða áfram með Fram

Varnarmaðurinn Bjarni Hólm Aðalsteinsson og miðjumaðurinn Viktor Bjarki Arnarsson verða áfram með Fram í Pepsi-deild karla í fótbolta næsta sumar en Framara sendu frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem kemur fram að þessir reynslumiklu menn hafi framlengt samninga sína.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Við hlökkum til næsta árs

Íslenska kvennalandsliðið vann 2-1 útisigur á Serbíu í gær í lokaleiknum á eftirminnilegu ári. Þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn Freys Alexanderssonar og fyrsti leikur Margrétar Láru Viðarsdóttur sem fyrirliða.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara Björk: Duttum í smá stress í seinni hálfleik

Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn 66. landsleik í dag þegar Ísland vann 2-1 sigur á Serbíu í undankeppni HM 2015 en hún er aðeins 23 ára gömul. Sara Björk var, eins og aðrar stelpur í íslenska liðinu, ánægð með að ná í þrjú stig út úr þessum leik í Belgrad.

Fótbolti