Icelandair kaupir WOW

Icelandair kaupir WOW

Stjórn Icelandair Group gerði kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í WOW air í byrjun nóvember 2018 en féll síðar frá kaupunum.

Fréttamynd

Skammaðist sín fyrir að vera Ís­lendingur

Hundrað og sjötíu farþegar sátu fastir á flugvellinum í Glasgow í hátt í fjörutíu tíma, á meðan þeir biðu þess að komast um borð í vél til Íslands. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan tvö í nótt. Ástæða seinkunarinnar var bilun í vélinni. Þegar varahlutur barst reyndist hann síðan ónothæfur. Einn farþega segist hafa skammast sín fyrir að vera Íslendingur.

Neytendur
Fréttamynd

Lentu loksins í Kefla­vík eftir næstum 40 tíma seinkun

Flugvél Icelandair með farþegum innanborðs sem setið höfðu fastir í næstum fjörutíu klukkustundir á flugvellinum í Glasgow tók loks á loft í kringum miðnætti að íslenskum tíma í gærkvöldi og var lent á Keflavíkurflugvelli upp úr tvö í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta flugið til Detroit

Fyrsta áætlunarflug Icelandair til bandarísku borgarinnar Detroit fór í loftið á fimmta tímanum í dag. Félagið stefnir á að fljúga fjórum sinnum í viku til borgarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flug­á­höfnum bannað að nota ADHD-lyf

Icelandair tilkynnti áhöfnum sínum að notkun á ADHD-lyfjum sé alfarið bönnuð í dag. Þeir starfsmenn sem eru á slíkum lyfjum þurfa að fá flughæfi sitt metið hjá lækni. Tímafrekt getur verið að vera metinn hæfur aftur eftir notkun lyfjanna.

Innlent
Fréttamynd

Sænsk flugvélaleiga kaupir fjörutíu rafmagnsflugvélar

Sænska flugvélaleigan Rockton hefur samið um kaup á allt að fjörutíu rafmagnsflugvélum af gerðinni ES-30 frá sænska flugvélaframleiðandanum Heart Aerospace. Með samningnum breytti Rocton fyrri viljayfirlýsingu í skuldbindandi kaupsamning um tuttugu flugvélar og um kauprétt á tuttugu flugvélum til viðbótar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Metsæta­nýting hjá Icelandair í apríl

Metsætanýting var hjá Icelandair í apríl en heildarfjöldi farþega var um 296 þúsund og um 22 prósent fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar farþegar voru 242 þúsund. Sætaframboð í apríl jókst um 17 prósent miðað við fyrra ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Máli skulda­bréfa­eig­enda gegn stjórn­endum WOW air ekki vísað frá

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað frávísunarkröfum Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra og eiganda WOW air, og stjórnarmanna flugfélagsins vegna máls sem var höfðað af hópi skuldabréfaeigenda. Ekki var fallist á að vísa málinu frá dómi vegna ákvæðis í skuldabréfunum um að ágreiningur um tiltekna þætti útboðsins félli undir lögsögu sænskra dómstóla.

Innherji
Fréttamynd

Nýja Airbus A321-þotan flugprófuð í fimbulkulda

Hin nýja langdræga Airbus A321XLR-þota gengst um þessar mundir undir viðamiklar flugprófanir og var hún á dögunum reynd í fimbulkulda. Prófanirnar fóru fram á Iqaluit-flugvellinum við Frobisher-flóa í Norður-Kanada þar sem Airbus segir að frostið hafi farið niður í allt að -40 gráður.

Erlent
Fréttamynd

Alger sprenging í framboði íslensku flugfélaganna

Sjaldan eða aldrei hefur verið hægt að fljúga til fleiri áfangastaða frá Íslandi og á komandi sumri. Bæði íslensku flugfélögin hafa bætt við sig áfangastöðum en auk þeirra fljúga tuttugu og fjögur erlend flugfélög til Keflavíkur í sumar.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum að ná vopnum okkar aftur“

Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum og kauprétt að tólf flugvélum umfram það. Ljóst er að um gríðarlegar upphæðir er að ræða og segir fjármálastjóri fyrirtækisins að félagið sé að ná vopnum sínum á ný eftir erfiða tíma.

Innlent
Fréttamynd

Fjölda flug­ferða seinkað vegna veðurs

Seinkanir verða á flugferðum til og frá Evrópu í dag vegna veðurs. Þær munu hafa keðjuverkandi áhrif á flugferðir til Bandaríkjanna í nótt og frá Bandaríkjunum í fyrramálið segir upplýsingafulltrúi Icelandair.

Innlent
Fréttamynd

Flugfreyjur í stuttum pilsum þurftu að teygja sig upp

Þær byrjuðu margar að fljúga á árunum upp úr 1960 og voru fyrsta kynslóðin sem gerði flugfreyjustarfið að ævistarfi. Þær halda enn hópinn, sem telur meira að segja fyrrverandi forsætisráðherra, og rifja upp gamlar sögur úr fluginu.

Lífið
Fréttamynd

Jafnar byrðar – ekki undan­þágur

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að íslensk stjórnvöld hafa lagt talsverða vinnu í að Evrópusambandið taki landfræðilega legu Íslands til greina þegar aukinn kostnaður mun leggjast á flugfélög innan álfunnar vegna kolefnislosunar á næstu árum.

Skoðun
Fréttamynd

Kerfi sem bjóði þing­mönnum upp á spillingu

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir fyrirkomulag við bókanir ríkisstarfsmanna á flugferðum bjóða upp á spillingu. Þarna sé verið að viðhalda kerfi sem hvetji starfsmenn ríkisins til þess að beina viðskiptum sínum til ákveðins flugfélags. 

Innlent
Fréttamynd

Þing­menn fá punkta á sitt kort fyrir flug­ferðir greiddar af ríkinu

Þingmenn sem ferðast til útlanda vegna starfs síns fá flugpunkta á kort sín fljúgi þeir með ákveðnum flugfélögum, þrátt fyrir að ferðin sé greidd af ríkinu. Punktana geta þeir svo notað sjálfir þegar flogið er í persónulegum erindagjörðum. Forstjóri Play segir að þarna sé svakalegur hvati sem stýri viðskiptum þingmannanna. 

Innlent
Fréttamynd

„Árangur okkar þarf ekki að vera á kostnað Icelandair“

„Ég lít á þetta eins og verslun. Ég er ekki að fara að bjóða upp á gosdrykkjamerki sem enginn vill kaupa. Ég er ekki af hrifinn af hugmyndinni að þú „þurfir að gefa þessu eitt til tvö ár,“ eða eitthvað þvíumlíkt. Þetta er eins og að hafa tilfinningu fyrir einhverju. Annaðhvort bregst markaðurinn við eða ekki,“ segir Birgir Jónsson forstjóri flugfélagsins Play.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun

Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Bréfið fæst ekki heldur af­hent frá Evrópu

Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða.

Innlent