Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Norðurlandamót í golfi í Osló

Norðurlandamótið í golfi hófst í morgun í Osló í Noregi. Íslendingar tefla fram 16 kylfingum í fjórum flokkum, pilta- og stúlknaliði og karla- og kvennalið. Hægt er að fylgjast með gangi mála á kylfingur.is.

Sport
Fréttamynd

Birgir í 19.-31. sæti í Rotterdam

Birgir Leifur Hafþórsson er í 19. til 31 sæti á Rotterdam-mótinu í áskorendamótaröð Evrópu í golfi. Birgir Leifur lék fyrsta hring sinn í gær á 71 höggi, einu undir pari. Birgir Leifur hóf annan hring sinn rétt í þessu.

Sport
Fréttamynd

Fréttir af íslenskum kylfingum

Íslenskir golfarar stóðu í ströngu um víðan völl í dag. Birgir Leifur Hafþórsson lék annan hring á Rotterdam mótinu í golfi á pari í dag og kemst að öllum líkindum áfram á mótinu. Ólöf María Jónsdóttir hefur leikið níu holur á KLM-mótinu í Hollandi og er á fjórum höggum yfir pari.

Sport
Fréttamynd

David Toms hné niður á golfmóti

Einn þekktasti kylfingur Bandaríkjanna, David Toms, hné niður á golfvellinum í gær þegar hann var leika fyrsta hring sinn á Lumber Classic mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi. Toms kvartaði yfir verk í brjósti og örum hjartslætti og var fluttur á sjúkrahús. Líðan hans er góð og hann er ekki í lífshættu eins og óttast var í fyrstu.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur á tveimur undir

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, hóf í dag keppni á áskorendamóti í Rotterdam í Hollandi. Birgir Leifur var tveimur höggum undir pari eftir níu holur.

Sport
Fréttamynd

Evrópska mótaröðin í Þorlákshöfn

Stórhuga golfáhugamenn með Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur í broddi fylkingar, hafa stofnað nýtt félag, Golf ehf., sem undirbýr byggingu golfvallar á heimsmælikvarða í Þorlákshöfn. Þegar er búið að skrifa undir viljayfirlýsingu við sveitarfélagið Ölfus um leigu á 300 hektara svæði við Þorlákshöfn undir völlinn.

Sport
Fréttamynd

Bandaríkin sigruðu í Solheim-bikar

Kvennalið Bandaríkjanna í golfi endurheimti Solheim-bikarinn af Evrópuúrvalinu í gærkvöld. Jafnt var fyrir lokadaginn, 8-8, en bandarísku stúlkurnar voru sterkari og unnu með 15 og hálfum vinningi gegn 12 og hálfum. Þetta var sjötti sigur Bandaríkjanna í Solheim-bikarnum en liðið hefur aldrei tapað á heimavelli.

Sport
Fréttamynd

Calcavecchia sigraði í Kanada

Bandaríkjamaðurinn Mark Calcavecchia vann fyrsta sigur sinn í fjögur ár í bandarísku mótaröðinni í golfi þegar hann hrósaði sigri á Opna kanadíska mótinu sem lauk í gærkvöldi. Calcavecchia lék samtals á 275 höggum, fimm undir pari, en landar hans, Ben Crane og Ryan Moore, voru jafnir í öðru sæti aðeins einu höggi á eftir.

Sport
Fréttamynd

Lokahóf golfara í gær

Íslenskir kylfingar fögnuðu uppskeru ársins 2005 á lokahófi á Broadway í gærkvöldi. Heiðar Davíð Bragason Kili og Ragnhildur Sigurðardóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, hlutu flest stig í Toyota-mótaröð ársins.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í Solheim-bikarkeppninni

Staðan í Solheim-bikarkeppni kvenna í golfi er jöfn fyrir síðasta daginn. Úrvalslið Bandaríkjanna jafnaði metin gegn Evrópuúrvalinu í gærkvöldi. Bæði lið eru því með átta vinninga.

Sport
Fréttamynd

Calcavecchia með 5 högga forystu

Bandaríkjamaðurinn Mark Calcavecchia hefur 5 högga forystu þegar keppni á Opna kanadíska mótinu í golfi er hálfnuð. Calcaveccia erá 8 höggum undir pari en annar er Bandaríkjamaðurinn Lukas Glover á 3 undir pari.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur á fjórum yfir

Birgir Leifur Hafþórsson lék á fjórum yfir pari í gær á áskorendamóti í Svíþjóð og var þá í 128.-135. sæti af 144 kylfingum. Svíinn Christian Nilsson hefur örugga forystu, er á 12 höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Calcavecchia og Glove leiða

Bandaríkjamennirnir Mark Calcavecchia og Lukas Glove hafa forystu á Opna kandadíska mótinu í golfi. Þeir léku í gær á 68 höggum eða fimm undir pari. Sænski

Sport
Fréttamynd

Ragnhildur bætti vallarmetið

Ragnhildur Sigurðardóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, bætti í gær vallarmetið á Hvaleyrarvelli þegar hún lék á 68 höggum eða þremur undir pari vallarins. Ragnhildur bætti árangur Þórdísar Geirsdóttur um tvö högg.

Sport
Fréttamynd

Ólafur fór vel af stað á lokahring

Ólafur Már Sigurðsson úr GR fór vel að stað í morgun á lokahringnum á Holledau-mótinu á þýsku EPD-mótaröðinni. Að loknum fjórum holum var á Ólafur á tveimur höggum undir pari og er sem stendur í öðru sæti á 12 höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Ollie sigraði á Deutsche Bank

Hinn 46 ára gamli Bandaríkjamaður Olin Browne fer upp um 138 sæti á stigalista kylfinga eftir sigur á Deutsche Bank mótinu í Bandarísku mótaröðinni í golfi í gær.

Sport
Fréttamynd

Garcia Evrópumeistari

Spánverjinn Sergio Garcia vann sigur á Evrópska meistaramótinu í golfi sem lauk í Sviss í gær. Sigur Spánverjans var naumur en hann lauk leik samtals á fjórtán höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Spennan eykst á Deutshe Bank

Gífurleg spenna er um sigurinn á Deutshe Bank mótinu í Bandarísku mótaröðinni í golfi. Fimm kylfingar eru efstir og jafnir á tíu höggum undir pari samtals eftir 54 holur. John Rollins, Jason Bohn,Billy Andrade, Olin Browne frá Bandaríkjunum og Carl Petterson frá Svíþjóð.

Sport
Fréttamynd

Stigameistarar Toyota

Heiðar Davíð Bragason GKJ og Ragnhildur Sigurðardóttir GR eru stigameistarar Toyota mótaraðarinnar í golfi en sjötta og síðasta stigamót sumarsins lauk í gær á Korpúlfstaðavelli.

Sport
Fréttamynd

Tinna efst fyrir lokahring

Tinna Jóhanssdóttir úr Keili var í efsta sæti að loknum fyrsta hring á lokamóti Toyota-mótaraðarinnar sem lýkur í dag en Ragnhildur Sigurðarsdóttir úr GR hafði þegar tryggt sér titilinn og sigur í stigakeppninni. Heiðar Davíð Bragason, Íslandsmeistari úr GKJ, er í efsta sæti í karlaflokki ásamt Hlyni Geir Hjartarsyni frá Selfossi, en Heiðar Davíð og Sigurpáll Geir Sveinsson berjast um sigurinn í karlaflokki á mótaröðinni.

Sport
Fréttamynd

Ólöf María á þremur yfir pari

Ólöf María Jónsdóttir er í 38.-43.sæti fyrir lokahringinn á Nykredit-mótinu í golfi í Danmörku, en hún var á parinu í gær og er samtals á þremur höggum yfir pari eftir þrjá hringi.

Sport
Fréttamynd

Tiger gekk illa á öðrum degi

Tiger Woods fór illa að ráði sínu á öðrum keppnisdegi á Deutsche Bank mótinu í Boston, en hann lék annan hringinn á tveimur höggum yfir pari, en Tiger sem lék á 73 höggum var í efsta sæti á mótinu að loknum fyrsta keppnisdegi. Hann er fjórum höggum undir pari en Bandaríkjamennirnir Jeff Brehaut og Olin Brown eru efstir á níu höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Barist á Korpúlfsstaðavelli

Lokamótið á Toyota-mótaröðinni í golfi hófst í morgun við Korpúlfsstaði. Þar eru flestir bestu kylfingar landssins mættir til leiks. Heiðar Davíð Bragsson og Sigurpáll Geir Sveinsson, báðir úr GKJ, berjast um stigameistaratitilinn í karlaflokki en Ragnhildur Sigurðardóttir GR hefur þegar tryggt sér titilinn í kvennaflokki. Leiknar verða 36 holur, 18 í dag og 18 á morgun, sunnudag.

Sport
Fréttamynd

Tiger efstur í Boston

Tiger Woods hefur forytsu að loknum fyrsta keppnisdegi á Deutshe Bank meistaramótinu í golfi sem fram fer í Boston. Hann lék fyrsta hringinn á 65 höggum og er á sex höggum undir pari. Tiger hefur eins höggs forystu á Carlos Franco, Briny Baird, Steve Lowery og Billy Andrade. Vijay Singh, sem vann mótið í fyrra, hætti við þátttöku vegna bakmeiðsla.

Sport
Fréttamynd

Ólöf slapp í gegnum niðurskurðinn

Ólöf María Jónsdóttir, kylfingur úr Keili í Hafnarfirði, keppir nú á næst síðasta mótinu í Evrópumótaröð kvenna en það fer fram á Kokkedal-vellinum í Danmörku. Hún lék á 70 höggum í dag og er samtals á þremur höggum yfir pari og slapp í gegnum niðurskurðinn. Hún er í 40.-49. sæti eftir keppni dagsins en alls komust 65 kylfingar í gegnum niðurskurðinn.

Sport
Fréttamynd

Ólöfu gengur illa í Danmörku

Kylfingurinn Ólöf María Jónsdóttir lék í dag fyrsta hringinn á alþjóðlega golfmótinu sem fram fer í Kokkedal í Danmörku. Ólöf lék á 5 höggum yfir pari og er sem stendur í 71-96 sæti. Mótið er liður í evrópsku mótaröðinni. Lora Fairclough frá Englandi hefur forystu eftir fyrsta hringinn á 7 höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Rose enn með forystu

Englendingurinn Justin Rose er enn með forystuna á Buick meistaramótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi. Forysta Rose er aðeins eitt högg en var fjögur eftir tvo hringi. Bandararíkjamaðurinn Ben Curtis er í öðru sæti ellefu undir pari en mótinu lýkur í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Ólöf María í 92-95 sæti

Ólöf María Jónsdóttir er sem stendur í 92 til 95 sæti á finnska meistaramótinu í golfi í kvennamótaröð Evrópu. Hún lauk öðrum hring sínum rétt áðan á sex yfir pari á 77 höggum en fresta varð leik í gær vegna veðurs.

Sport
Fréttamynd

Donald og Rumford efstir

Englendingurinn Luke Donald og Ástralinn Brett Rumford voru efstir og jafnir á tólf höggum undir pari eftir 36 holur á sterku móti í Munchen í Þýskalandi í Evrópumótaröð kylfinga. Svíinn Niclas Fasth er sem stendur með forystuna á 13 undir eftir að hafa leikið á 64 höggum í dag.

Sport
Fréttamynd

Ólöf náði sér ekki á strik í gær

Kylfingurinn Ólöf María Jónsdóttir náði sér ekki nægilega vel á strik á fyrstu tveimur hringjunum á Opna finnska meistaramótinu í Helsinki um helgina, en hún lék á ellefu höggum yfir pari vallarins.

Sport