Níu félög vilja ekki hætta á að spila eftir 30. júní Að minnsta kosti níu félög úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta vilja að tekin verði skýr ákvörðun um það að keppnistímabilinu verði lokið 30. júní. Enski boltinn 15. apríl 2020 23:00
Guðni um Rúmeníuleikinn: „Yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. Fótbolti 15. apríl 2020 22:00
Engir áhorfendur verði tímabilið klárað í Þýskalandi Ef takast á að ljúka keppnistímabilinu í boltaíþróttunum í Þýskalandi í sumar þá verður það gert fyrir luktum dyrum. Stórar samkomur eru bannaðar í landinu út ágúst. Sport 15. apríl 2020 21:00
Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. Fótbolti 15. apríl 2020 19:00
Pogba hélt með Arsenal á sínum yngri árum Paul Pogba greindi frá því í viðtali á dögunum að hann hafi haldið með Arsenal á sínum yngri árum. Það hafi verið vegna þess að landi hans, Thierry Henry, spilaði með liðinu þegar Pogba var ungur og hélt Pogba mikið upp á Henry. Fótbolti 15. apríl 2020 17:00
Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. Íslenski boltinn 15. apríl 2020 16:33
Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. Íslenski boltinn 15. apríl 2020 15:41
Eitt heitasta framherjaparið spjallar saman á svölunum í útgöngubanni Romelu Lukaku og Lautaro Martinez voru framan af vetri eitt heitasta framherjaparið í heiminum en þeir fóru algjörlega á kostum í ítalska boltanum áður en hann var settur á ís. Þeir halda þó áfram sambandinu þrátt fyrir útgöngubannið á Ítalíu. Fótbolti 15. apríl 2020 15:00
Valdi Mane fram yfir Salah Liverpool-goðsögnin og nú álitsgjafi Sky Sports, Jamie Carragher, segir að hann myndi velja Sadio Mane fram yfir Mohamed Salah en þetta sagði hann í spjalli við fylgjendur sína á Instagram í gærkvöldi. Fótbolti 15. apríl 2020 14:00
„Hann þurfti að stilla einhverjum upp við vegg og hann tók mig“ Hörður Björgvin Magnússon segir að aðal ástæðan fyrir því að hann hafi ákveðið að yfirgefa enska B-deildarliðið Bristol City sé það að hann hafi ekki verið í náðinni hjá þjálfara liðsins og því hafi hann ekki verið lengi að stökkva á tilboð CSKA Moskvu þegar það kom. Fótbolti 15. apríl 2020 11:30
Krakkamótin gætu farið fram með breyttu sniði í sumar Ekki er útilokað að stóru fótboltamótin fyrir yngri iðkendur fari fram í sumar þrátt fyrir takmarkanir á samkomum. Þau verða þó með breyttu sniði. Íslenski boltinn 15. apríl 2020 10:45
Klopp vill einkafund með Werner til að kynnast honum betur Þýska dagblaðið Bild greinir frá því í dag að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vilji hitta Timo Werner á næstunni til þess að kynnast honum betur og sannfæra hann um að koma til Bítlaborgarinnar þegar hann tekur sitt næsta skref. Fótbolti 15. apríl 2020 10:00
Souness svaraði Pogba til baka og bað hann um að sýna sér medalíurnar Graeme Souness hefur verið óhræddur við að gagnrýna Paul Pogba undanfarnar vikur og mánuði eftir að hann snéri aftur til Englands en Pogba steig svo fram í gær og viðurkenndi að hann vissi ekkert hver Souness væri. Fótbolti 15. apríl 2020 09:30
Kane breytir Man. United í lið sem myndi berjast um titilinn Alan McInally, sparkspekingur og fyrrum leikmaður m.a. Bayern Munchen, segir að Harry Kane gæti hjálpað liði Manchester United ansi mikið. Hann gæti létt álaginu á Marcus Rashford og hjálpað liðinu í baráttunni á toppnum. Fótbolti 15. apríl 2020 08:30
Carragher valdi úrvalslið leikmanna sem hann spilaði á móti: Henry bestur í sögu úrvalsdeildarinnar Jamie Carragher var einn spekinganna í fótboltaþættinum The Football Show á Sky Sports í gær þar sem Jamie Carragher, Greame Souness og Gary Neville fóru yfir stöðuna. Carragher valdi þá ellefu erfiðustu leikmenn sem hann hefur mætt á ferlinum. Fótbolti 15. apríl 2020 07:45
Eins og barn í sælgætisbúð Hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt var hreinskilinn þegar hann lýsti því hvernig það hefði verið að koma fyrst til Juventus og hitta menn á borð við Cristiano Ronaldo og Gianluigi Buffon. Fótbolti 15. apríl 2020 07:00
Dagskráin í dag: Leikurinn sem markar upphaf gullaldar KR, Sport-þættirnir, NBA og enski bikarinn Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Sport 15. apríl 2020 06:00
Arnór rifjaði upp markið gegn Real Madrid: „Þeir voru helvíti hrokafullir“ „Þetta er klárlega hápunkturinn á dvölinni hingað til,“ sagði Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður CSKA Moskvu, þegar hann rifjaði upp frammistöðu sína gegn stórveldi Real Madrid. Fótbolti 14. apríl 2020 23:00
KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. Íslenski boltinn 14. apríl 2020 19:30
Pogba vissi ekki hver Souness var Franski heimsmeistarinn vissi ekki hver Greame Souness var. Enski boltinn 14. apríl 2020 15:30
Óttast að Sadio Mane geri sömu mistök og Coutinho Það vita allir hvernig fór fyrir Philippe Coutinho eftir að hann yfirgaf Liverpool og ein gömul keppa segir að saga Brassans sé víti til varnaðar. Enski boltinn 14. apríl 2020 14:30
Bandaríski heimsmeistarinn æfir enn á fullu komin níu mánuði á leið Alex Morgan, ein besta knattspyrnukona heims, á að eiga sitt fyrsta barn í þessum mánuði en hún er enn að æfa á fullum krafti. Fótbolti 14. apríl 2020 12:30
Efast um að landsleikirnir verði spilaðir í september Victor Montagliani, varaforseti FIFA, óttast að ekki verði hægt að spila landsleiki í fótbolta fyrr en á næsta ári vegna kórónuveirunnar. Hann segir að ástandið sé afar erfitt og formsatriðið verði að klára deildirnar. Fótbolti 14. apríl 2020 12:00
Tók strætó með Zlatan í miðju útihlaupi Zlatan Ibrahimovic á íslenskan æskuvin sem segir skemmtilegar sögur af strákapörum þeirra frá því í byrjun aldarinnar. Fótbolti 14. apríl 2020 11:30
Þarf að taka á sig launalækkun upp á 140 milljónir á mánuði til þess að vera áfram Fjölmiðlar á Englandi greina frá því að nígeríski framherjinn Odion Ighalo þurfi að taka á sig ansi veglega launalækkun ætli hann sér að vera áfram í herbúðum Manchester United. Fótbolti 14. apríl 2020 10:45
Segja að Everton vonist nú til að fá tuttugu milljónir fyrir Gylfa Gylfi Þór Sigurðsson gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Everton verði tímabilið í ensku úrvalsdeildinni ekki klárað. Enski boltinn 14. apríl 2020 09:30
Rakitic: Er ekki kartöflupoki sem er hægt að gera hvað sem er við Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar hefur verið mikið orðaður við endurkomu til Barcelona en hann fór frá spænska félaginu til PSG sumarið 2017. Í því samhengi hefur verið nefnt að Ivan Rakitic fari sem hluti af kaupverðinu til franska liðsins en Króatinn vandar Barcelona ekki kveðjurnar í nýju viðtali. Fótbolti 14. apríl 2020 09:00
Segir að gengið sé framhjá leikmönnum City og Liverpool-maður fái líklega verðlaunin í ár Bernardo Silva, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, segir að gengið hafi verið framhjá leikmönnum liðsins þegar einstaklingsverðlaun hafi verið veitt á Englandi undanfarin ár fyrir bestu leikmenn tímabilsins. Fótbolti 14. apríl 2020 08:00
„Því lengur sem þú sérð ekki einhvern sem þú kannt vel við því erfiðara verður það“ Það er ljóst að hléið á Englandi vegna kórónuveirunnar er farið að hafa áhrif á knattspyrnumenn þar í landi sem og knattspyrnustjóra. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er byrjaður að sakna lærisveina sinna og rúmlega það. Fótbolti 14. apríl 2020 07:33
Manchester risarnir bítast um franskan varnarmann Man Utd og Man City munu ekki þurfa að fara sér hægt á leikmannamarkaðnum í sumar þrátt fyrir kórónaveirufaraldurinn. Enski boltinn 14. apríl 2020 07:00