Víðir: Fótboltinn gæti farið á fulla ferð í júní „Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 17. apríl 2020 18:00
„Zoran myndi tækla ömmu sína í leik og ekki spyrja hana hvernig henni liði eftir tæklinguna“ Fótbolti 17. apríl 2020 17:00
Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. Íslenski boltinn 17. apríl 2020 15:46
Þekkti ekki tvíburana í sundur sem varð Arnari til happs Arnar Gunnlaugsson segir að eftirminnilegasti leikur sinn sé fyrsti leikurinn með ÍA. Hann lék sinn fyrsta leik með Skagaliðinu gegn Keflavík árið 1989, einungis sextán ára gamall, en aðdragandinn var ansi áhugaverður. Fótbolti 17. apríl 2020 13:00
Tottenham biður Pochettino um að taka á sig launalækkun Mauricio Pochettino, sem Tottenham rak úr starfi 19. nóvember 2019, hefur verið beðinn um að taka á sig launalækkun hjá félaginu vegna kórónuveirunnar. Enskir miðlar greina frá þessu. Fótbolti 17. apríl 2020 12:30
Myndi kaupa Óskar Örn og Brynjólf ef hann fengi að kaupa tvo leikmenn úr Pepsi Max-deildinni Arnar Gunnlaugsson myndi kaupa Óskar Örn Hauksson og Brynjólf Andersen Willumsson til Víkings ef hann fengi poka fullan af peningum til leikmannakaupa. Þetta kom fram í þættinum Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi. Fótbolti 17. apríl 2020 11:30
Enskur heimsmeistari lést af völdum veirunnar Einn af dáðustu leikmönnum Leeds United lést í morgun af völdum kórónuveirunnar. Enski boltinn 17. apríl 2020 10:45
Mbappe fljótastur í heimi | Fjórir úr ensku úrvalsdeildinni á topp tíu Kylian Mbappe er fljótasti leikmaður í heimi ef marka má tölfræði sem franska dagblaðið Le Figaro hefur undir höndum. Fjórir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar komast á lista yfir þá tíu fljótustu. Fótbolti 17. apríl 2020 10:00
„Blessunarlega voru ekki Instagram og samfélagsmiðlar á þessum tíma“ Arnar Gunnlaugsson segir að hann og tvíburabróðir Bjarki Gunnlaugsson hafi notið góðs af því að engir samfélagsmiðlar hafi verið þegar þeir bræðurnir voru að alast upp. Þeir hafi verið barnastjörnur og hafi fengið að æfa í friði. Fótbolti 17. apríl 2020 09:30
Enginn leikmaður ársins á Englandi? Það gæti farið sem svo að það verði ekki kosinn neinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni en enskir miðlar frá því að kosningin hefur verið stöðvuð vegna þess að enginn bolti er spilaður þessa stundina. Fótbolti 17. apríl 2020 08:30
Setur kröfur á þá leikmenn sem Man. United kaupir í sumar Bruno Fernandes hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Manchester United frá því að hann gekk í raðir félagsins í janúar. Hann setur þá kröfu á leikmenn sem koma til félagsins í sumar að þeir séu alvöru sigurvegarar, eins og hann. Fótbolti 17. apríl 2020 08:00
Gerrard segir Liverpool-liðið skrímsli Liverpool-goðsögnin Steven Gerrard hlakkar til að sjá þá rauðklæddu verða betri og betri með hverju árinu og segir liðið í ár andlega sterkara en leikmannahópurinn var þegar hann sjálfur spilaði með félaginu. Fótbolti 17. apríl 2020 07:34
Dagskráin í dag: Spurningakeppni í Körfuboltakvöldi, dramatískur oddaleikur KR og Grindavíkur, goðsagnir efstu deildar og margt fleira Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Sport 17. apríl 2020 06:00
Gæti bitnað mun verr á fótbolta kvenna Afleiðingar kórónuveirufaraldursins gætu orðið mun verri fyrir knattspyrnu kvenna en karla að mati alþjóðasamtaka leikmanna, Fifpro. Fótbolti 16. apríl 2020 22:00
Blikar bjartsýnir á að halda stærsta mótið „Við stefnum ótrauð á það að halda mótið,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, um Símamótið sem Blikar halda árlega. Það er jafnan fjölmennasta krakkamót hvers fótboltasumars. Íslenski boltinn 16. apríl 2020 20:10
UEFA með dag í huga fyrir úrslitaleik Meistaradeildar UEFA er með áætlun sem gengur út á það að úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu í fótbolta þetta árið verði leikinn 29. ágúst. Fótbolti 16. apríl 2020 19:45
Aron og Kristbjörg í hóp aðalstyrktaraðila Þórs Fyrirtæki hjónanna Kristbjargar Jónasdóttur og Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsfyrirliða í fótbolta, er komið í hóp aðalstyrktaraðila knattspyrnudeildar Þórs á Akureyri. Íslenski boltinn 16. apríl 2020 19:25
Tilbúinn að taka á sig launalækkun fyrir draumaskiptin Oliver Giroud, framherji Chelsea, er talinn vera reiðubúinn að taka á sig launalækkun til þess að geta farið til draumafélagsins, Inter Milan, en þetta er eitt af því sem kemur fram í pakkanum sem BBC tók saman í morgun. Fótbolti 16. apríl 2020 17:00
Amazon vill kaupa nafnið á heimavelli Tottenham Tottenham ætlar að selja nafnaréttinn af heimavelli sínum og tæknirisinn Amazon er áhugasamur. Enski boltinn 16. apríl 2020 15:00
„Það verður enginn 110 þúsund punda Jesse Lingard lengur til í heiminum“ Hjörvar Hafliðason sparkspekingur segir að eftir kórónuveirufaraldurinn muni bestu leikmenn heims halda áfram að fá ansi vel borgað fyrir að spila knattspyrnu en meðalleikmenn muni þurfa að taka á sig ansi miklar launalækkanir. Fótbolti 16. apríl 2020 14:00
„Finnst Stjarnan búin að vera eins í svo mörg ár“ Stöðugleiki er góður en það vantar meiri breytingu á liði Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla að mati Hjörvars Hafliðasonar sparkspekings. Stjarnan var eitt þeirra liða sem var til umræðuefni í þættinum Sportið í kvöld. Fótbolti 16. apríl 2020 12:00
Tuttugu ár síðan Íslendingalið Stoke vann Framrúðubikarinn á Wembley Guðjón Þórðarson stýrði Stoke City til sigurs í Framrúðubikarnum á þessum degi fyrir tuttugu árum síðan. Enski boltinn 16. apríl 2020 11:30
Karius er enn í sambandi við Klopp Loris Karius, markvörður Liverpool sem hefur verið á láni hjá tyrkneska félaginu Besiktas undanfarin tvö tímabil, segist ekki vita hvað framtíðin beri í skauta sér en segist þó enn ræða við Jurgen Klopp, stjóra Liverpool. Fótbolti 16. apríl 2020 10:45
Segir Messi ekki á förum þrátt fyrir öll lætin Quique Setien, stjóri Barcelona, segir að þrátt fyrir öll lætin í kringum félagið þessar vikurnar muni Lionel Messi klára feril sinn hjá félaginu. Það hafa verið stormasamar vikur að undanförnu hjá spænska risanum. Fótbolti 16. apríl 2020 10:00
„Margt skemmtilegra en að vera á bekk þar sem Guðjón Pétur er“ Guðjón Pétur Lýðsson verður ekki kátur ef hann þarf að sitja á bekknum hjá Breiðabliki í sumar. Þetta segir Hjörvar Hafliðason sparkspekingur en Breiðablik er með ansi stóran leikmannahóp fyrir tímabilið í Pepsi Max-deild karla sem áætlað er að hefjist í júní. Fótbolti 16. apríl 2020 09:30
Sænsk knattspyrnulið skipuleggja æfingamót í maí og forsætisráðherrann er ekki sáttur Stefan Löfven, sem hefur verið forsætisráðherra Svía frá árinu 2014, er mjög ósáttur með sænsk knattspyrnulið og segir að þau séu ekki að hjálpa sænsku samfélagi í baráttunni gegn kórónuveirunni með því að vera spila fótboltaleiki. Fótbolti 16. apríl 2020 08:30
„Það á að ákveða það á vellinum hverjir fara til himna og hverjir til helvítis“ Lazio mun mótmæla harkalega ef tímabilið í ítölsku úrvalsdeildinni verður ekki klárað en ítalski boltinn er á ís nú eins og flestar aðrar deildir vegna kórónuveirunnar. Fótbolti 16. apríl 2020 08:00
Segist hafa átt að svara meira fyrir sig opinberlega eftir úrslitaleikinn 2018 Markvörðurinn Loris Karius, sem hefur verið á láni hjá Besiktas undanfarin tvö tímabil frá Liverpool, sér eftir því hvernig hann brást við gagnrýninni sem hann fékk eftir að hafa gert tvö afdrífarik mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2018. Fótbolti 16. apríl 2020 07:32
Guðni reiknar með styrk úr digrum sjóðum FIFA Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist reikna með því að FIFA og UEFA nýti sína sjóði til að styðja við aðildarsambönd sín vegna fjárhagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins. Íslenski boltinn 16. apríl 2020 07:00
Dagskráin í dag: Garnirnar raktar úr Arnari Gunnlaugs, leið Selfoss að fyrsta titlinum og úrslitaleikur Keflavíkur og Snæfells Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Sport 16. apríl 2020 06:00