Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Senegal Afríkumeistari

Senegal varð í kvöld Afríkumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Egyptalandi í vítaspyrnukeppni. Segja má að markverðir beggja liða hafi stolið sviðsljósinu en staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu.

Fótbolti
Fréttamynd

Asensio hetja Real Madríd

Real Madríd jók forskot sitt á toppi La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, með naumum 1-0 sigri á Granada í síðasta leik dagsins. Marco Asensio var hetja heimamanna en hann skoraði eina mark leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Klopp um Elliott: „Óttalaus og frábær fótboltamaður“

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í góðu skapi eftir 3-1 sigur liðsins gegn Cardiff í fjórðu umferð FA-bikarsins í dag. Þjóðverjinn hrósaði Harvey Elliott sérstaklega eftir leik, en leikmaðurinn ungi skoraði þriðja mark Liverpool eftir langa fjarveru vegna meiðsla.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ótrúleg endurkoma tryggði Kamerún bronsið

Kamerún tryggði sér þriðja sæti Afríkumótsins í fótbolta með sigri gegn Búrkína Fasó í vítaspyrnukeppni í kvöld. Kamerún lenti 3-0 undir snemma í síðari hálfleik, en snéru leiknum við á lokamínútunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Markalaust í botnslagnum

Burnley og Watford gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust á Turf Moor, heimavelli Burnley, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Enski boltinn
Fréttamynd

Tíu leikmenn Bolton björguðu stigi

Jón Daði Böðvarsson og félagar hans í Bolton björguðu stigi er liðið heimsótti Morecambe í ensku C-deildinni í dag. Lokatölur urðu 1-1, en jöfnunarmark Bolton kom seint í uppbótartíma.

Enski boltinn