Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Fjaðrárgljúfur opnað á ný

Umhverfisstofnun hefur opnað fyrir umferð gesta um Fjaðrárgljúfur á ný. Svæðinu var lokað fyrir allri umferð í febrúar síðastliðnum vegna aurbleytu og gróðurskemmda í kjölfar leysinga.

Innlent
Fréttamynd

Telur verkfallsaðgerðir hótelstarfsmanna hafa valdið gríðarlegu tekjutapi

Gistnóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um fjórtán prósent í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Formaður fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að fækkun gistinátta megi fyrst og fremst rekja til boðaðra verkfallsaðgerða verkalýðsfélaga. Hótelin hafi orðið af gríðarlegum fjármunum.

Innlent
Fréttamynd

Mörg ljót sár í Friðlandi að Fjallabaki

Ólöglegur utanvegaakstur í Friðlandi að Fjallabaki hefur skilið eftir sig mörg ljót sár. Þetta kom í ljós nú þegar landverðir Umhverfisstofnunar mættu til starfa fyrr en vanalega enda hefur vorað snemma á miðhálendinu í ár.

Innlent
Fréttamynd

Næg eftirspurn eftir Íslandi en skortur á flugsætum

Ferðamálastjóri telur að samdráttur í ferðaþjónustu á þessu ári verði meiri en spáð hefur verið eða um fimmtán til tuttugu prósent. Þetta muni helst koma niður á landsbyggðinni. Eftirspurn eftir Íslandsferðum sé ennþá mikil en ekki sé nægilegt framboð af flugsætum.

Innlent
Fréttamynd

Kalla eftir viðbrögðum stjórnvalda vegna samdráttar í ferðaþjónustu

Samdrátturinn í ferðaþjónustunni á þessu ári jafnast á við fimm loðnubresti að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún segir afar brýnt að stjórnvöld bregðist við þessari grafalvarlegu stöðu með öflugu markaðsátaki. Ef ekkert verði aðhafst verði niðursveiflan í ferðaþjónustunni mun lengri en spáð hefur verið.

Innlent
Fréttamynd

Hagnast um 339 milljónir króna 

Framtakssjóðurinn Icelandic Tourism Fund, sem er í rekstri Landsbréfa, hagnaðist um 339 milljónir króna á síðasta ári og dróst hagnaðurinn saman um 28 milljónir króna frá fyrra ári, samkvæmt nýjum ársreikningi sjóðsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reddast þetta bara?

Í dag bendir flest til að a.m.k. 14% fækkun ferðamanna til Íslands verði staðreynd. Það þýðir um 100 milljarða króna tapaðar gjaldeyristekjur fyrir samfélagið – um fimmfaldur loðnubrestur.

Skoðun
Fréttamynd

Fyllibyttur og sóðar stöðva næturopnun

Heitu pottarnir í Sandvíkurfjöru við Hauganes eru ekki lengur opnir almenningi um nætur. Umgengni og ónæði gera það að verkum að eigandinn ætlar að loka þeim á kvöldin. Vill ekki sjá fyllibyttur en hugar að frekari uppbyggingu.

Innlent
Fréttamynd

Flest bendir til mjúkrar lendingar

Dósent í hagfræði segir Íslendinga nú geta beitt peningastefnunni meira í líkingu við önnur lönd til þess að milda niðursveiflu hagkerfisins. Hingað til hafi hagsveiflur endað með gengisfalli og verðbólgu.

Viðskipti innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.