
Pönkhagfræði
Eftir því sem ég kemst næst er gott að græða, en slæmt að tapa. Þessa þulu tuldrar nútímamaðurinn fyrir munni sér. Samt tapa allir á endanum í gröfinni, en það er víst önnur saga. Þangað til er hámarksgróði eina markmiðið og skiptir þá litlu hvort þrælahald komi við sögu eða ekki.