Íslandssaga 7. ágúst 2007 00:01 Faðir minn gat ekki gert upp við sig hvort hann vildi verða bóndi eða sjómaður þegar hann var yngri. Rétt rúmlega tvítugir höfðu foreldrar mínir eignast bú á Suðurlandi auk nokkurra dætra. Þegar þau höfðu byggt nýtt íbúðarhús skall óðaverðbólga á. Þegar pabbi þurfti svo að dvelja lengi á sjúkrahúsi vegna mjög skæðrar lungnabólgu var bóndadraumurinn að mestu úr sögunni og næsta grunnatvinnugrein þess tíma tók við - sjómennska. Hægt var að selja aðsetur fjölskyldunnar bónda sem ætlaði að verða ríkur á loðdýrarækt. Haldið var til Stokkseyrar, svona rétt áður en mest öll útgerð þar lagðist af. Leiðir fjölskyldunnar lágu því víðar um landið. Vestfirðir urðu þó útundan. Úr því var loksins bætt í sumar. Lagt var í hann með trausta vegahandbók, Vestfirðingasögur í gamalli útgáfu og Íslandssögu Illuga í óhandhægu broti. Þema ferðarinnar skyldi vera hryllingur liðinna tíma. Hólmavík var upphafsreitur ferðarinnar. Þar kynntum við fjölskyldan okkur hörmungar galdrafársins. Breiðavík var næsti áfangastaður. Kirkjan sem reist var af drengjunum sem þar voru geymdir fyrr á öldinnni var læst. Ég leit inn um rauðlitað glerið og virti fyrir mér kvalasvip Krists á altaristöflunni áður en við grilluðum á hvítri ströndinni. Sjöunduá er ekki hægt að skilja útundan í ferð sem þessari. Staðurinn afskekkti þar sem eitt frægasta sakamál 19. aldar átti sér stað. Gönguleiðin að bænum er torfær og grýtt. Því kom mér á óvart að sjá konu, nokkuð við aldur, sitja við rústir bæjarins. Grátt hár hennar í nákvæmlega sama lit og veðraður rekaviðurinn sem eitt sinn hafði haldið þaki bæjarins uppi. Hún var að setja nýja gestabók við bæinn. Tilkynnti mér, eftir að við höfðum kynnt okkur, að hún væri afkomandi ógæfufólksins sem bærinn er helst þekktur fyrir. Hún fræddi mig um það að á Sjöunduá hefði verið búið til 1920, afi hennar og amma hefðu verið síðustu ábúendurnir. Ögur er einnig nauðsynlegur viðkomustaður í hryllingsferð. Sýslumaðurinn Ari í Ögri er jú maðurinn sem stóð fyrir eina fjöldamorði Íslandssögunnar. Á heimleið komum við að yfirgefinni sundlaug. Hún var hrein og hlý. Ólíkt niðurníddu sturtuhúsinu sem eyðilegging og rotnun höfðu unnið á. Tómur ískælir í gangveginum með myndum af brosandi fólki var eins og ósmekklegur brandari. Svona í stíl við fallega en kalda eyðifirðina í kring. Af salerni hússins heyrði ég dynjandi vatnsnið. Ég gekk inn og reyndi að skrúfa fyrir heitavatnskrana. Úr honum hafði sjóðheitt vatn greinilega runnið lengi því mikill kísill hafði sest á stútinn. Blátt gullið - sjálfan ríkidóm framtíðarinnar - náði ég þó ekki að beisla og áfram seytlaði það ofan í niðurfallið og út í firðina þar sem menn dreymir um að koma á laggirnar stöð til að hreinsa svartagull annarra þjóða. Stað sem myndi eyða tækifærunum sem fyrir eru. Stað sem hljómar eins og hryllingur úr framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Mistök eru eitthvað, sem menn gera óvart. Dálkur Kristrúnar í bak Dags B., reyndasta og klárasta manns S, var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þau hýrast enn á Sævarhöfða Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Er ekki bara best að sýna heiðarleika? Björn Gunnlaugsson Skoðun Höldum áfram að nýta tækifærin, virkjum til framtíðar og tryggjum orkuöryggi Viktor Klimaszewski Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Gott umhverfi er gott fyrir okkur Pall Jakob Líndal Skoðun Gjafakynfrumur- dýrmæt gjöf María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Fámennt ríki á jaðrinum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Faðir minn gat ekki gert upp við sig hvort hann vildi verða bóndi eða sjómaður þegar hann var yngri. Rétt rúmlega tvítugir höfðu foreldrar mínir eignast bú á Suðurlandi auk nokkurra dætra. Þegar þau höfðu byggt nýtt íbúðarhús skall óðaverðbólga á. Þegar pabbi þurfti svo að dvelja lengi á sjúkrahúsi vegna mjög skæðrar lungnabólgu var bóndadraumurinn að mestu úr sögunni og næsta grunnatvinnugrein þess tíma tók við - sjómennska. Hægt var að selja aðsetur fjölskyldunnar bónda sem ætlaði að verða ríkur á loðdýrarækt. Haldið var til Stokkseyrar, svona rétt áður en mest öll útgerð þar lagðist af. Leiðir fjölskyldunnar lágu því víðar um landið. Vestfirðir urðu þó útundan. Úr því var loksins bætt í sumar. Lagt var í hann með trausta vegahandbók, Vestfirðingasögur í gamalli útgáfu og Íslandssögu Illuga í óhandhægu broti. Þema ferðarinnar skyldi vera hryllingur liðinna tíma. Hólmavík var upphafsreitur ferðarinnar. Þar kynntum við fjölskyldan okkur hörmungar galdrafársins. Breiðavík var næsti áfangastaður. Kirkjan sem reist var af drengjunum sem þar voru geymdir fyrr á öldinnni var læst. Ég leit inn um rauðlitað glerið og virti fyrir mér kvalasvip Krists á altaristöflunni áður en við grilluðum á hvítri ströndinni. Sjöunduá er ekki hægt að skilja útundan í ferð sem þessari. Staðurinn afskekkti þar sem eitt frægasta sakamál 19. aldar átti sér stað. Gönguleiðin að bænum er torfær og grýtt. Því kom mér á óvart að sjá konu, nokkuð við aldur, sitja við rústir bæjarins. Grátt hár hennar í nákvæmlega sama lit og veðraður rekaviðurinn sem eitt sinn hafði haldið þaki bæjarins uppi. Hún var að setja nýja gestabók við bæinn. Tilkynnti mér, eftir að við höfðum kynnt okkur, að hún væri afkomandi ógæfufólksins sem bærinn er helst þekktur fyrir. Hún fræddi mig um það að á Sjöunduá hefði verið búið til 1920, afi hennar og amma hefðu verið síðustu ábúendurnir. Ögur er einnig nauðsynlegur viðkomustaður í hryllingsferð. Sýslumaðurinn Ari í Ögri er jú maðurinn sem stóð fyrir eina fjöldamorði Íslandssögunnar. Á heimleið komum við að yfirgefinni sundlaug. Hún var hrein og hlý. Ólíkt niðurníddu sturtuhúsinu sem eyðilegging og rotnun höfðu unnið á. Tómur ískælir í gangveginum með myndum af brosandi fólki var eins og ósmekklegur brandari. Svona í stíl við fallega en kalda eyðifirðina í kring. Af salerni hússins heyrði ég dynjandi vatnsnið. Ég gekk inn og reyndi að skrúfa fyrir heitavatnskrana. Úr honum hafði sjóðheitt vatn greinilega runnið lengi því mikill kísill hafði sest á stútinn. Blátt gullið - sjálfan ríkidóm framtíðarinnar - náði ég þó ekki að beisla og áfram seytlaði það ofan í niðurfallið og út í firðina þar sem menn dreymir um að koma á laggirnar stöð til að hreinsa svartagull annarra þjóða. Stað sem myndi eyða tækifærunum sem fyrir eru. Stað sem hljómar eins og hryllingur úr framtíðinni.
Mistök eru eitthvað, sem menn gera óvart. Dálkur Kristrúnar í bak Dags B., reyndasta og klárasta manns S, var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Höldum áfram að nýta tækifærin, virkjum til framtíðar og tryggjum orkuöryggi Viktor Klimaszewski Skoðun
Mistök eru eitthvað, sem menn gera óvart. Dálkur Kristrúnar í bak Dags B., reyndasta og klárasta manns S, var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Höldum áfram að nýta tækifærin, virkjum til framtíðar og tryggjum orkuöryggi Viktor Klimaszewski Skoðun