Kringlan, 2067 9. ágúst 2007 06:45 Voðalega er þessi krúttlegur, segir forseti Íslands, Guðrún Lára Dagbjartsdóttir, og veifar ævagömlum gemsa. Hún og forsætisráðherrann, Ari Walczak-Thors, eru mætt til að vera viðstödd þegar tímahylkið í Kringlunni er opnað, 68 árum eftir að það var innsiglað. Ha, ha, ég man eftir svona frá afa, segir Guðrún og lyftir upp kaffivél. Nú, þegar næstum tveir áratugir eru liðnir síðan herferðin Kaffilaust Ísland 2050 bar tilætlaðan árangur, eru kaffivélar jafn sjaldséðar og strásykurskör. Fréttamenn mynda í gríð og erg þegar Guðrún og Ari skoða gamla dótið sem árið 1999 þótti lýsandi fyrir samfélagið. Fremst eru myndavélar NFS, sem opnaði aftur þegar það þótti raunhæft, sama mánuð og íbúatala Íslands fór yfir fimm milljónir. Ísland er ríkasta land í heimi og hér búa eintómir auðmenn. Öllum álverksmiðjum landsins hefur fyrir löngu verið breytt í vatnsátöppunarverksmiðjur og Jón Ólafsson - Waterking, eins og hann er kallaður - er valdamesti maður í heimi og enn í fullu fjöri þökk sé Liv4ever-pillunum frá Decode, verðmætasta fyrirtæki í heimi. Opnun tímahylkisins er fyrsta skrefið í niðurrifi Kringlunnar. Stórvirkar vinnuvélar bíða mallandi í kring á meðan mektarfólkið skoðar gamla dótið. Rekstur Kringlunnar hefur ekki gengið vel síðasta áratuginn, enda liggur straumurinn í stærri verslunarmiðstöðvar, Geldinganeshöllina, Esjudraum og í stærstu búð í heimi, Þingvallahofið. Á lóð Kringlunnar er fyrirhugað að koma upp svartholi, en manngerð svarthol, bæði stór og smá, hafa fyrir löngu leyst öll mengunarvandamál. Man einhver eftir þessu?, spyr Guðrún glettin. Kliður fer um viðstadda þegar forsetinn bendir á kókflösku í hrúgunni. Eiturefnadeild íslenska hersins er sem betur fer á staðnum og fjarlægir flöskuna varlega. Framleiðslu á kók var hætt árið 2029 eftir mörg döpur ár. Heims-heilsubylgjan og vatnsskorturinn gerði út af við drykkinn, sem margir töldu eilífan. Lífrænt ræktaða kókið festi sig aldrei í sessi. Nei sko, hérna er tekjublaðið frá 1999, segir Ari og flettir gulnuðu blaðinu. Það er ýkt steikt hvað margt hefur breyst á ekki lengri tíma, segir Guðrún og kíkir yfir öxlina á honum. Já, að hugsa sér að jafn tilgangslítið fólk hafi einu sinni toppað þessa lista, segir Ari og hristir hausinn. Tekjublaðið 2067 eru einmitt nýkomið út og eins og vanalega raða kennarar sér í öll efstu sæti. Á eftir Waterking og Kára Stefáns auðvitað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun
Voðalega er þessi krúttlegur, segir forseti Íslands, Guðrún Lára Dagbjartsdóttir, og veifar ævagömlum gemsa. Hún og forsætisráðherrann, Ari Walczak-Thors, eru mætt til að vera viðstödd þegar tímahylkið í Kringlunni er opnað, 68 árum eftir að það var innsiglað. Ha, ha, ég man eftir svona frá afa, segir Guðrún og lyftir upp kaffivél. Nú, þegar næstum tveir áratugir eru liðnir síðan herferðin Kaffilaust Ísland 2050 bar tilætlaðan árangur, eru kaffivélar jafn sjaldséðar og strásykurskör. Fréttamenn mynda í gríð og erg þegar Guðrún og Ari skoða gamla dótið sem árið 1999 þótti lýsandi fyrir samfélagið. Fremst eru myndavélar NFS, sem opnaði aftur þegar það þótti raunhæft, sama mánuð og íbúatala Íslands fór yfir fimm milljónir. Ísland er ríkasta land í heimi og hér búa eintómir auðmenn. Öllum álverksmiðjum landsins hefur fyrir löngu verið breytt í vatnsátöppunarverksmiðjur og Jón Ólafsson - Waterking, eins og hann er kallaður - er valdamesti maður í heimi og enn í fullu fjöri þökk sé Liv4ever-pillunum frá Decode, verðmætasta fyrirtæki í heimi. Opnun tímahylkisins er fyrsta skrefið í niðurrifi Kringlunnar. Stórvirkar vinnuvélar bíða mallandi í kring á meðan mektarfólkið skoðar gamla dótið. Rekstur Kringlunnar hefur ekki gengið vel síðasta áratuginn, enda liggur straumurinn í stærri verslunarmiðstöðvar, Geldinganeshöllina, Esjudraum og í stærstu búð í heimi, Þingvallahofið. Á lóð Kringlunnar er fyrirhugað að koma upp svartholi, en manngerð svarthol, bæði stór og smá, hafa fyrir löngu leyst öll mengunarvandamál. Man einhver eftir þessu?, spyr Guðrún glettin. Kliður fer um viðstadda þegar forsetinn bendir á kókflösku í hrúgunni. Eiturefnadeild íslenska hersins er sem betur fer á staðnum og fjarlægir flöskuna varlega. Framleiðslu á kók var hætt árið 2029 eftir mörg döpur ár. Heims-heilsubylgjan og vatnsskorturinn gerði út af við drykkinn, sem margir töldu eilífan. Lífrænt ræktaða kókið festi sig aldrei í sessi. Nei sko, hérna er tekjublaðið frá 1999, segir Ari og flettir gulnuðu blaðinu. Það er ýkt steikt hvað margt hefur breyst á ekki lengri tíma, segir Guðrún og kíkir yfir öxlina á honum. Já, að hugsa sér að jafn tilgangslítið fólk hafi einu sinni toppað þessa lista, segir Ari og hristir hausinn. Tekjublaðið 2067 eru einmitt nýkomið út og eins og vanalega raða kennarar sér í öll efstu sæti. Á eftir Waterking og Kára Stefáns auðvitað.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun