Bergur Ebbi Benediktsson

Bergur Ebbi Benediktsson

Pistlar eftir Berg Ebba úr Fréttablaðinu.

Fréttamynd

Úr iðrum Sjöunnar

Nokkrir hlutir verða útskýrðir í þessum pistli. Fyrst þarf ég að útskýra titilinn. "Sjöan“ er 8. áratugurinn. Hvers vegna sjöan? Vegna þess að persónulega hefur mér alltaf fundist það til trafala í íslensku að árin sem byrja á orðunum "sjötíu” séu nefnd eftir áratug sem heitir "áttundi“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að sjá í gegnum glerið

Þessi frásögn hefst á röð hversdagslegra atburða. Fyrir jól brotnaði skjárinn á gömlum iPad sem til var á heimilinu. Ég man ekki hvernig hann brotnaði. Hann bara gaf sig einhvern veginn. Ég fór með hann í viðgerð þó að það svaraði varla kostnaði og fékk splunkunýtt gler á hann. Þegar heim var komið tók ég eftir því að nýja glerið var alsett litlum fíngerðum sprungum

Fastir pennar
Fréttamynd

Á milli kerfa

Hvað nákvæmlega gerðist mánudaginn 6. mars 2017 og dagana þar á eftir í íslensku samfélagi? Fjölmiðlar voru undirlagðir af einu málefni sem snerist um viðtal sem fréttamaður á Stöð 2 tók við talsmann hagsmunahóps sem berst fyrir líkamsvirðingu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ananaskismi

„Af hverju vill forseti Íslands banna ananas?“ var spurning sem kanadískur félagi minn spurði mig um á dögunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

F###ing konseptið

Þrátt fyrir að nánast hvert heimili eigi spjaldtölvu, rafbókalesara og nokkra snjallsíma þá er enn verið að prenta blek á pappír.

Fastir pennar
Fréttamynd

Farvegur illskunnar

Eins og sagt hefur verið frá í fréttum var íslensk-íranska íþróttamanninum Meisam Rafiei meinað að ferðast til Bandaríkjanna síðastliðinn mánudag.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dæner-sakleysi

Nostalgía selur. Kannski aldrei meira en nú. Það er yndislegt að fara á Star Wars í bíó í nýju Air Jordan re-issue skónum sínum. Maður er í svo góðum málum. Maður getur verið viss um að búið sé að taka Star Wars hugmyndina og nútímavæða hana hæfilega mikið.

Fastir pennar
Fréttamynd

EULA, YOLO

Við höfum öll hlaðið niður forriti á tölvurnar okkar eða snjallsíma. Það er ekkert mál. Það er nóg að ýta á einn takka og svo koma upp varúðargluggar og maður tikkar í box þar sem stendur: "I have read and agree to the terms“

Fastir pennar
Fréttamynd

Það hentar heimsmynd minni betur ef þið haldið ykkur í Afríku

Þegar ég var lítill og vildi ekki klára matinn af diskinum mínum var mér sagt að ég ætti að gera það fyrir börnin í Afríku. Ég sé þessi börn enn þá fyrir mér, með mjóa útlimi, innfellda brjóstkassa og útþembda maga. Börnin í Afríku höfðu stór og stirðnuð augu sem fönguð voru af linsu myndavélanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Castro og kjarninn

Fidel Castro er kominn ofan í jörðina. Það lá alltaf fyrir að hann myndi deyja en það segir ekki alla söguna. Hann var brenndur og askan var jörðuð. Lík hans var ekki varðveitt og komið fyrir í grafhýsi eins og líki Leníns. Það er ekki sjálfgefið að svo varð ekki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Handan sannleikans

Oxford-orðabókin hefur valið orð ársins á alþjóðavettvangi. Orðið er "post-truth“. Það hefur mikið verið notað af fjölmiðlum í tengslum við pólitík. Sem dæmi má nefna rakalausar lygar Donalds Trump um að Barack Obama sé fæddur utan Bandaríkjanna eða málflutning Brexit-stuðningsmanna um að vera Bretlands í Evrópusambandinu hafi kostað skattgreiðendur

Fastir pennar
Fréttamynd

Dust Pneumonia Blues

Mér liggur mikið á hjarta varðandi Ameríku. Fyrst smá formáli. Í Chicago stendur Wrigley-byggingin, tæplega 100 ára gamalt 130 metra háhýsi, sem reist var sem höfuðstöðvar Wrigley tyggjófyrirtækisins. Wrigley-húsið er ævintýralega reisulegt, flúrað í nýgotneskum stíl, klætt gljáðu ljósleitu keramiki og upp úr norðurenda þess skagar glæsilegur kirkjulegur turn með trjónandi spíru.

Fastir pennar
Fréttamynd

Morgundagurinn

Það eru kosningar á morgun. Spennandi kosningar. Þetta eru ekki eins og kosningarnar sem ég man eftir úr æsku minni. 1995, 1999, 2003, 2007. Fjögurra ára kjörtímabil og landsfaðir með hendur á stýrinu, tíu mínútur í tvö (eða það héldu allavega margir). Bogi Ágústs að lesa upp úrslit, snakk í skálum en samt engin rosaleg spenna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sulta. Árgerð 2016

Æi, til hvers er maður að eyða tíma í matargerð? Þukla á ávöxtum í stórmarkaði til að finna réttan þroska. Ekki of lina lárperu. Ekki of harða. Passlega gulnaðan banana. Brauð bakað að morgni dags. Ferskar kryddjurtir. Ekkert þurrkað rusl. Rétti osturinn, rétt meðhöndlaða kjötið, súkkulaði með 65% kakómassa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að borða eftir heimsálfum

Hver ert þú? Því er auðsvarað. Þú ert það sem þú borðar. Þú ert seríosið sem þú fékkst þér í morgun. Þú ert hafrarnir og mjólkin. Þú ert allur pakkinn. Þú ert vinna grafísku hönnuðanna sem settu skálina á gulan bakgrunninn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stjórnarkreppa

Ég man eftir því óljóst úr barnæsku minni að það var alltaf eitthvert vesen að stýra landinu. Á 9. áratugnum voru margar ríkisstjórnir myndaðar og mikið um rifrildi og bakstungur. Það var líka óðaverðbólga og samningar milli launþega og vinnuveitanda höfðu ekki mikinn líftíma.

Fastir pennar
Fréttamynd

13 gef mér, 18 gef mér, sprunginn

Öll kerfi eru þess eðlis að þau hafa takmörk. Flest kerfi eru þó einnig þeim kostum búin að senda frá sér varúðarmerki áður en þau hrynja. Gasblöðrur verða þrútnar og gegnsæjar áður en þær springa. Bílar ryðga áður en þeir hætta að fara í gang. Og svo framvegis.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mörk mennskunnar

Það er vísindalega sannað að allir eru eins. Sami grauturinn. Litningar í spíral. 57% vatn. Síka-veirunni er alveg sama hvort þú ert bókasafnsfræðingur eða fitness-drottning.

Fastir pennar
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.