Innlent

Málning skemmir bíla á Suðurlandsvegi

Boði Logason skrifar
Bíllinn hans Smára er illa farinn eftir málninguna.
Bíllinn hans Smára er illa farinn eftir málninguna. Myndir/Smári Örn
„Við erum hérna þrír ökumenn og erum alveg gáttaðir," segir Smári Örn Árnason sem var að keyra um Suðurlandsveginn í átt að Selfossi í dag þegar hann keyrið í málningu sem slettist úr fötu af veginum skömmu áður hann kom að Litlu-Kaffistofunni. Smári Örn segir að bíllinn hans sé óökufær og hann sé búinn að bíða eftir lögreglunni í tvo klukkutíma.

„Ég var bara að keyra og held að bíllinn fyrir framan mig sé að fara taka vinstribeygju og tek fram úr honum hægramegin. Um leið og ég geri það, fæ ég bara gusuna yfir bílinn minn. Þegar lögreglan kemur þá mun hún setja mig í akstursbann, því það sést ekki út um gluggann og bíllinn hefur orðið fyrir miklu tjóni."

Hann hefur ásamt öðrum ökumönnum sem lentu í sama óhappi beðið eftir lögreglunni í tvo klukkutíma. „Ég hringdi í lögregluna og fékk þau svör að þetta væri á okkar ábyrgð. Ekkert af okkur er sátt við þær skýringar lögreglunnar að við þurfum hugsanlega að borga tjónið sjálf, það kemur bara ekki til greina. Ef þú kæmir hingað uppeftir myndir þú strax skilja mig, bíllinn er allur hvítur."



Eins og sést hafa bílarnir orðið fyrir miklu tjóni eftir málninguna sem var á veginum
Hann segist ekki vita hvers vegna málningin sé á veginum. „Þetta er líklegast frá einhverjum einkaaðila sem hefur misst þetta á veginn."

Auk Smára eru að minnsta kosti þrír bílar sem hafa orðið fyrir miklu tjóni. „Við erum þau einu sem nennum að bíða ennþá eftir lögreglunni, hinir eru bara farnir, enda beðið í tvo klukkutíma." Smári kemst hvorki lönd né strönd þar sem bíllinn er allur hvítur. „Ég var bara heppinn að láta ekki rúðuþurrkurnar á þegar ég fékk málninguna á framrúðuna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×