Ísland í dag - Sígrænir garðar sem þurfa enga vinnu og garðhús úr afgöngum

Nú þegar haustið er komið með allri sinni dýrð er gaman að sjá hvernig hægt er að gera garðinn sígrænan og viðhaldsfrían og fallegan í allan vetur. Hvaða tré og runnar eru sígrænir og hvaða hellur eru fallegastar? Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og ræddi við einn vinsælasta landslagsarkitekt landsins Björn Jóhannsson og hann sýndi okkur hvað er helst í tísku og vinsælast í garðhönnun og svo skoðaði Vala garðhús sem byggt er úr timburafgöngum og nýtist allan veturinn. Og einnig svalir og tröppur sem settar voru útí garðinn sem eigandinn Kolbrún Kristleifsdóttir segir hafa stækkað íbúðina í raun um fermetra garðsins. Og svo fór Vala einnig í gróðrarstöðina Mörk og ræddi við garðyrkjufræðingana Guðmund Vernharðsson og Sigríði Helgu Sigurðardóttur og skoðaði með þeim helstu sígrænu plönturnar sem gleðja í allan vetur því nú er góður tími til að gróðursetja tré og runna.

5038
12:13

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.