Magdeburg tryggði sér sæti
Íslendingaliðið Magdeburg tryggði sér í dag sæti í úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta á dramatískan hátt. Liðið varð þó fyrir áfalli þegar íslenski landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson þurfti að fara meiddur af velli.