EM kvenna: Rússneski þjálfarinn brjálaðist á blaðamannafundi

Evgeny Trefilov, hinn skrautlegi landsliðsþjálfari Rússa, var brjálaður á blaðamannafundi eftir tapið gegn Svartfellingum á B-riðli EM í Danmörku og Noregi í gær. Eins og sjá má hefur túlkur Trefilov ekki undan við að þýða enda er hann sjálfur ekkert endilega að bíða eftir því að hún klári sitt. Trefilov kvartaði til að mynda sáran undan því hversu oft leikmenn Svartfjallalands meiddust í leiknum. Fyrst þær voru svona meiddar - af hverju væri þá ekki farið með þær upp á sjúkrahús. Rússar eru ríkjandi heimsmeistarar en máttu þola tap í gær, 24-22, eftir að hafa verið með sjö marka forystu í fyrri hálfleik, 15-8.

34041
00:35

Vinsælt í flokknum Handbolti