Fólkið sem bjó við 9 eldgos á 9 árum

Kröflueldar og Kópaskersskjálftinn eru rifaðir upp með heimafólki í þættinum „Um land allt“. Fjörutíu ár verða liðin í ár frá því hrina eldgosa og jarðskjálfta hófst norðan við byggðina í Mývatnssveit. Umbrotin stóðu yfir í níu ár, frá 1975 til 1984, og höfðu einnig mikil áhrif í Kelduhverfi og Öxarfirði. Kröfluvirkjun var í smíðum fáa kílómetra frá jarðeldunum, þar lék allt á reiðiskjálfi, glóandi kvika skvettist upp um borholur, og setti framkvæmdir í uppnám.

<span>9978</span>
27:49

Vinsælt í flokknum Um land allt

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.