Laddi - Í eigin persónu - 2. Þáttur

Annar þáttur af tveim. Laddi í eigin persónu eru heimildaþættir um uppsetningu gamanleiksins Laddi lengir lífið. Hvað þarf til að setja saman eitt stykki leiksýningu? Hvar byrjar maður? Hvernig byrjar maður? Hverja fær maður með sér? Hvað er fyndið? Hvað er ekki fyndið? Hvernig byrjar maður upp á nýtt? Við fylgjumst með Ladda á ferð sinni að hitta Mið-Ísland uppistandshópinn, sem er með vikuleg uppistandskvöls í Þjóðleikhúskjallaranum. Þar ætlar Laddi að prófa nýtt efni, spjalla um lífið og listina og kynslóðabilið í gríni. Siggi Sigurjóns og Karl Ágúst eru að vinna með Ladda að sýningunni hans og við fáum að vera fluga á vegg meðan þeir ræða sín á milli hvað má og hvað má ekki í gríni? Hvað vilja áhorfendur og hvað vilja þeir ekki? Hver er angist grínarans og í hverju er starf hans fólgið? Hver er tilgangurinn með þessu öllu saman? Landsþekktir grínarar leyfa okkur að skyggnast inní þeirra fag, ljóstra upp iðnaðarleyndarmálum og ræða hlutina í stóra samhenginu. Kynslóðir grínara hittast, bera saman bækur sínar og ræða sín á milli um hvað hefur breyst í grínlandslaginu síðustu 40 árin. Áhugaverð innsýn á bakvið tjöldin hjá þeim sem við þekkjum á sviði en sjáum aldrei baksviðs. Hvað er það fyrsta sem grínarinn hugsar þegar hann stígur af sviðinu? Það síðasta sem hann hugsar áður en hann stígur á svið? Á Laddi uppá pallborðið hjá áhorfendum Mið-íslandshópsins og öfugt?

7151
25:30

Vinsælt í flokknum Stöð 2

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.