Bestu atriðin úr þætti Þorsteins J. - Ísland - Japan

Guðmundur Guðmundsson, Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon eru menn leiksins eftiir 14 marka sigur Íslands gegn Japan. Þetta var samdóma álit handbolta sérfræðinga Stöðvar 2 sport í þættinum Þorsteinn J. & gestir á Stöð 2 sport í kvöld. Samantekt úr þættinum er hægt að skoða með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan. „75% af þessum sigri vannst áður en leikurinn byrjaði,“ sagði Hafrún Kristjánsdóttir en hún fór einnig yfir dæmi ur sóknarleik íslenska liðsins. „Það skín í gegn hvað liðið kemur vel undirbúið til leiks, það var algjörlega búið að kortleggja allar hreyfingar japanska liðsins,“ sagði Geir Sveinsson. „Við hlökkum til að mæta Austurríki,“ sagði Guðmundur Guðmundsson í viðtali við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport og vitnaði þar í orð þjálfara Austurríkis, Magnus Andersson, sem sagði í viðtali við visir.is að íslenska liðið væri betra núna en þegar Austuríkismenn rúlluðu yfir það í undankeppni EM í október. Geir fór vel yfir ýmis atriði í „Pekingvörn“ íslenska liðsins en varnarleikur Íslands fram til þess á HM er í einu orði sagt stórkostlegur. Guðjón Guðmundsson vitnaði í leikmenn íslenska liðsins og sagði að þeir hefðu sett sér það markmið að leika 10 leiki á HM í Svíþjóð – sem þýðir aðeins eitt. Liðið verður að komast í undanúrslit til þess að ná því markmiði. Allt þetta og meira til í þessar samantekt úr þætti Þorsteins J & gestir.

2683
08:46

Vinsælt í flokknum Handbolti