Ófeigur gengur aftur - Fyrsta sýnishorn

Vísir frumsýnir hér fyrsta sýnishorn úr gamansamri draugamynd eftir Ágúst Guðmundsson, Ófeigur gengur aftur. Myndin gerist í miðborg Reykjavíkur. Ófeigur, nýlátinn faðir Önnu Sólar, gengur aftur og fer að hlutast til um líf hennar og kærasta hennar. Í helstu hlutverkum eru Gísli Örn Garðarsson, Ilmur Kristjánsdóttir og Laddi, en auk þeirra koma fram Halldóra Geirharðsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Vignir Rafn Valþórsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Edda Arnljótsdóttir, Edda Björgvinsdóttir og Hilmir Snær Guðnason. Ágúst Guðmundsson leikstýrir eigin handriti, en kvikmyndatöku stjórnar Bergsteinn Björgúlfsson. Anna Katrín Guðmundsdóttir framleiðir fyrir Ísfilm ehf. Ófeigur gengur aftur er Páskamyndin 2013.

3336
01:14

Næst í spilun: Íslenskar kvikmyndir

Vinsælt í flokknum Íslenskar kvikmyndir