Aron Einar nýttir sér bjargráð Gylfa Þórs og Alfreðs
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, segir ljóst að allt þurfi að ganga upp til að liðið tryggi sér beint sæti á EM að næstu tveimur leikjum liðsins loknum. Ísland mætir Slóvakíu á fimmtudaginn kemur í Bratislava og Aron, sem hefur ekkert spilað upp á síðkastið, hefur verið að æfa stíft og styttist í að það dragi til tíðinda og að hann færi sig um set innan Katar.