Spenna á milli Indlands og Pakistan fer vaxandi
Spenna milli kjarnorkuveldanna Indlands og Pakistan fer enn vaxandi þar sem stjórnvöld ríkjanna kenna hvort öðru um að hafa valdið stigmögnun átaka. Drónar og jafnvel eldflaugar voru skotnar niður yfir bæði Indlandi og Pakistan í nótt og komið hefur til átaka við landamæri ríkjanna.