Jóhann Berg: Það er öll pressan á þeim
Jóhann Berg Guðmundsson mun bera fyrirliðabandið er Ísland heimsækir Slóvakíu í undankeppni EM í fótbolta í Bratislava í kvöld. Íslenska liðið á harma að hefna eftir fyrri leik liðanna fyrr á árinu og ætlar sér að skemma partýhöld Slóvaka sem geta tryggt sér EM sæti með jafntefli eða sigri.