Tvöfaldar tolla á vörur frá Indlandi
Donald Trump Bandaríkjaforseti boðaði í dag tvöföldun tolla á vörur frá Indlandi í refsingarskyni vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi. Þannig verða tollar á Indland fimmtíu prósent þegar nýju tollarnir taka gildi. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, fundaði með Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í dag en á föstudag rennur út frestur sem Trump veitti Pútin til að semja um frið í Úkraínu.