Ísland í dag - "Viðskiptavinir eru hræddir og sumir ókurteisir."

Fólk í heilbrigðisgeiranum, læknar, hjúkrunarfræðingar og fleiri hafa staðið sig gríðarlega vel í Kórónuveirufaraldrinum svo ekki sé talað um Ölmu, Þórólf og Víði. Starfsfólk margra annarra greina hefur einnig staðið sig vel og má þar nefna starfsfólk matvöruverslana sem er í mikilli hættu á að smitast, stendur þó vaktina og sér til þess að við sjáum ekki tómar hillur eins og gerst hefur víða. Í þætti kvöldsins hittum við þetta fólk, heyrum sögur af viðskiptavinum, í hverju starfsfólk er að lenda, hvernig andrúmsloftið er, hvort viðskiptavinir séu að fara eftir reglum og hvað gerist ef viðskiptavinir neita að fara eftir þeim.

6608
10:53

Vinsælt í flokknum Ísland í dag