Ísland í dag - Ævintýraleg íslensk brúðkaup!

Vala Matt fór í brúðkaupsleiðangur fyrir Ísland í dag og skoðaði helstu strauma og stefnur. Það er mjög skemmtilegt hve íslensk brúðkaup eru fjölbreytt og mörg alveg ævintýralega falleg og það hefur meðal annars verið dáldið í tísku að gifta sig á Ítalíu. En einnig hefur verið vinsælt að gifta sig í íslenskri náttúru. Og brúðkaups tískan er eins fjölbreytt og brúðhjónin eru misjöfn. Vala fór og hitti ritstjóra Glamour og einn af fréttastjórum Fréttablaðsins Björk Eiðsdóttur sem alltaf er með puttann á púlsinum og Björk sýndi Völu hvað hefur verið mest í tísku. Einnig sjáum við athafnakonuna Tobbu Marinósdóttur undirbúa brúðkaup sitt á Ítalíu, en hún og Karl Sigurðsson tónlistarmaður munu giftast á ítölsku sveitasetri í haust og Tobba sem er ein af skemmtilegustu konum landsins og því var gaman að heyra hennar pælingar og sjá hana máta brúðarkjóla og tilheyrandi. Og svo sjáum við einnig myndir frá ævintýralegum brúðkaupum nokkurra íslenskra stjarna sem haldin voru á Ítalíu.

22028
12:06

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.