Arnar í viðtali eftir leik gegn Val
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur, sem tók út leikbann í leik liðsins gegn Val á dögunum, greindi frá því í viðtali í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir leik, að hann hefði verið í sambandi við aðstoðarmenn sína á hliðarlínunni í gegnum síma á meðan að leiknum stóð.