Skrítið að sjá tóma Grindavík
Frumvarp sem tryggja á Grindvíkingum húsnæði og fjárhagsstuðning vegna leigu verður lagt fyrir Alþingi eftir helgi. Ráðherrar heimsóttu Grindavík í fyrsta sinn í dag eftir að bærinn var rýmdur fyrir hálfum mánuði. Þeir segja skrítið að sjá bæinn mannlausan og skemmdirnar með eigin augum.