Viðtal við Hareide fyrir stórleik kvöldsins
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tekur á móti Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í kvöld. Åge Hareide, þjálfari Íslands, telur þá leikmenn sem sneru aftur í leikmannahóp liðsins fyrir yfirstandandi verkefni gefa liðinu forskot í leiknum gegn Lúxemborg í kvöld.