Ísland í dag - Vala fór í innlit í 35 m2 íbúð! Fyrir og eftir!

Handboltastjarnan Sigurður Eggertsson og Bryndís Eva Ásmundsdóttir menningarfræðingur keyptu sér einbýlishús í Smáíbúðarhverfinu og því fylgdi gamall 35 fermetra úrsérgenginn bílskúr sem þau tóku alveg í gegn og breyttu í mega flotta íbúð. Þau ákváðu að innrétta með mjög ódýrum en töff hlutum og ýmsu sem þau áttu fyrir. Eldhúsinnréttingin er ódýr úr Ikea og mjög töff, með svartri borðplötu og vaski og búið að mála ísskápinn svartan og kemur það mjög vel út. Ódýrt borð úr Rúmfatalagernum málað svart með glerplötu er mjög flott eins og allt annað í íbúðinni. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag í innlit í bílskúrinn og varð mjög hrifin. Bryndís Eva og Sigurður eru yfir sig ástfangin og eiga orðið fimm börn samtals og segir Bryndís brosandi að það sé kærkomið að geta farið í bílskúrinn og slakað aðeins á þegar mikill hasar er í öllum börnunum í húsinu. Og svo geta elstu börnin flutt þangað í byrjun búskapar. Algjör snilld.

83696
11:56

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.