Fleiri fréttir Milljónir gamalla farsíma safna ryki á dönskum heimilum Mikill meirihluti Dana hendir ekki gamla farsímanum sínum þegar nýr er keyptur. Milljónir gamalla farsíma safna því ryki í geymslum á dönskum heimilum. 2.1.2013 06:10 Verslun að stóreflast í Rússlandi Verslun í Rússlandi hefur stóreflst á skömmum tíma og hafa verslanir sprottið upp, einkum í nágrenni höfuðborgarinnar Moskvu. Stórar verslunarmiðstöðvar hafa verið byggðar á undanförnum árum og sér ekki fyrir endanum á uppbyggingartímabilinu, að því er fram kemur í grein New York Times um verslun í Rússlandi. 1.1.2013 23:50 Fréttaskýring: Þræðir seðlabankamanna liggja víða Þræðir margra af valdamestu seðlabankastjórum heimsins liggja saman í gegnum alþjóðlegt samstarf seðlabanka, sem hefur stóraukist eftir að þrengja tók að fjármálamörkuðum um allan heim, um mitt ár 2007. Frá haustmánuðum 2008 hefur samstarfið aukist jafnt og þétt, ekki síst í gegnum starfsemi Alþjóðagreiðslubankans í Basel. 30.12.2012 23:47 Mest lesnu erlendu viðskiptafréttir ársins 2012 Fréttir af tækninýjungum, einkum tengdum iPhone, voru mjög vinsælar á árinu. Annars voru vinsælar erlendar viðskiptafréttir af margvíslegum toga, rétt eins og innlendu fréttirnar. 28.12.2012 12:00 Bankia er minna en einskis virði Virði stærsta banka Spánar, Bankia, er talið vera neikvætt um 4,2 milljarða evra, eða sem nemur um 680 milljörðum króna. Eigið fé bankans er neikvætt um fyrrnefnda fjárhæð, samkvæmt gögnum frá sérstökum björgunarsjóði fyrir bankakerfi Spánar, sem breska ríkisútvarpið BBC vitnar til í frétt um málið 27.12.2012 23:24 Forstjóri Apple fær 4,2 milljónir dala í laun - lækka um 99 prósent milli ára Tim Cook, forstjóri Apple, fékk samtals 4,2 milljónir Bandaríkjadala í launabónus vegna starfsemi Apple á þessu ári. Það er upphæð sem svarar til tæplega 550 milljóna króna. Það er smánarupphæð í samhengi við heildarlaun hans í fyrra, en þá var hann launahæsti forstjóri fyrirtækis í heiminum, fékk samtals 378 milljónir Bandaríkjadala í laun, eða næstum 50 milljarða króna. Laun Cook lækkuðu því um næstum 99 prósent milli ára. Stærsti hluti launa Cook í fyrra voru eignarhlutir í Apple, sem stjórn fyrirtækisins ákvað að afhenda honum fyrir vel unnin störf. 27.12.2012 20:19 Skuldir Bandaríkjanna ná hámarki á nýársdag Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir að það verði að grípa til róttækra aðgerða til þess að ríkissjóður geti staðið við skuldbindingar sínar og ríkið fari ekki á hausinn. Að kvöldi nýársdags munu skuldir Bandaríkjanna náð 16400 milljörðum bandaríkjadala, en það var það takmark sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafði sagt að það mætti ná. Fari skuldir ríkissjóðs yfir þetta mark mun ríkið þurfa að grípa til alvarlegra aðgerða sem fela sér niðurskurð og skattahækkanir. 27.12.2012 09:55 Toyota greiðir 130 milljarða vegna bilana Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur samþykkt að greiða 1,1 milljarða dala, jafnvirði um 130 milljarða króna, í sektargreiðslu gegn því að fallið verði frá málsóknum á hendur fyrirtækinu, vegna bilana sem komu upp í nokkrum Toyota-bifreiðum árin 2009 og 2010 sem rekja mátti til galla. Þetta leiddi meðal annars til innkallana á mörg hundruð þúsund bílum frá fyrirtækinu um allan heim. 27.12.2012 08:00 Samsung býst við að selja hálfan milljarð síma á næsta ári Samsung býst við því að selja 510 milljónir síma á næsta ári. Þetta kemur fram á vef The Korea Times. Nái fyrirtækið markmiði sínu verður það um 20% aukning frá árinu sem nú er senn að líða undir lok en talið er að um 420 milljónir síma hafi selst. Talið er að á næsta ári muni um 390 milljónir snjallsíma seljast en um 120 milljónir af ódýrari símum. 27.12.2012 06:13 Sameiginlegt evrópskt bankaeftirlit í burðarliðnum Regluverk um starfsemi á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hefur tekið miklum breytingum undanfarin misseri. 26.12.2012 20:41 Bílasala í Rússlandi hefur stóraukist á skömmum tíma Eftir því sem rússneska millistéttin verður stærri og ríkari því mun meira máli er staða efnahagsmála í Rússlandi farin að skipta fyrir heiminn í heild. Mörg af stærstu iðnframleiðslufyrirtækjum heimsins eru nú þegar farin að horfa til Rússlands sem mikils vaxtamarkaðar, ekki síst bílaframleiðendur. 26.12.2012 20:00 Chevron veðjar á jarðgasviðskipti í Kanada Olíurisinn Chevron einblínir nú á viðskiptatækifæri í Kanada, samkvæmt frétt Wall Street Journal frá því í gær. Fyrirtækið hefur keypt sig inn í jarðgasflutninga frá Kanada til kaupenda í Asíu, með því að kaupa tvö fyrirtæki út úr verkefnum þar sem jarðgasið er unnið og flutt til kaupenda. Fyrirtækin sem Chevron hefur keypt út eru Encana og EOG Resources. 26.12.2012 17:00 Valdamesta unga fólkið í heiminum - Zuckerberg efstur Á lista yfir valdamesta fólkið í heiminum er fólk sem hefur afrekað margt þrátt fyrir ungan aldur. Í efsta sæti yfir valdamesta unga fólkið í heiminum er Mark Zuckerberg (28 ára), forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Þrátt fyrir að skráning félagsins á markað hafi ekki gengið vel, og eignir Zuckerberg lækkað í virði milli ára um þrjá milljarða dala, eða jafnvirði tæplega 380 milljarða króna, þá verða áhrif Facebook á líf fólks seint ofmetin. Notendur Facebook á heimsvísu fóru yfir einn milljarð í október á þessu ári, og fjölgar þeim stöðugt. 26.12.2012 10:30 Rosneft stækkar og stækkar Rússneska olíuframleiðslufyrirtækið Rosneft, sem er að stærstum hluta í eigu rússneska ríkisins, hyggur á frekari útþenslu og stækkun á næstunni. Fyrirtækið hefur þegar tryggt sér aðgang að 16,8 milljörðum dala, jafnvirði meira en 2.000 milljarða króna, og ætlar að bjóða í TNK-BP, þriðja stærsta olíufyrirtæki Rússlands. Með því yrði Rosneft með stærstu olíufyrirtækjum heims, og fengi auk þess aðgang að rannsóknarleyfum víðsvegar í Rússlandi, þar sem enn er ekki hafin framleiðsla en talið líklegt að olíu sé að finna. 25.12.2012 16:30 Rybolovlev keypti dýrstu fasteignina í Bandaríkjunum 2012 Rússneski auðmaðurinn Dmitry Rybolovlev borgaði eitt hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir fasteign í Bandaríkjunum í febrúar sl., en greint var fyrst frá viðskiptunum í byrjun desember á þessu ári. Hann greiddi 88 milljónir dala, jafnvirði um 11,7 milljarða króna, fyrir íbúð á efstu hæð í fjölbýlishúsi á Manhattan, en seljandinn var fyrrverandi starfsmaður Citigroup bankans. 24.12.2012 16:30 Vogunarsjóðirnir höfðu sigur í Grikklandi Gríska ríkið vildi kaupa skuldir landsins á markaði með miklum afslætti, eða um 28 til 30 sent fyrir hverja evru, og leysa þar með mikinn vanda sem ríkissjóður glímdi við. Vogunarsjóðir, sem voru eigendur ríkisskuldanna, höfðu sett sér það markmið að fá 34 til 35 sent fyrir hverja evru, en þeir keyptu skuldirnar á slikk, með það að markmiði að endurheimta meira en ráð var fyrir gert þegar þeir eignuðust skuldir. 24.12.2012 12:30 Stofnandi Go Pro orðinn milljarðamæringur eftir sölu Raftækjaframleiðandinn Foxconn frá Tævan gekk á þriðjudaginn frá kaupum á 8,8 prósent hlut í myndavélafyrirtækinu Woodman Labs, fyrir 200 milljónir dala, jafnvirði um 25,4 milljarða króna. Fyrirtækið framleiðir vinsælar myndavélar fyrir útvist og íþróttaiðkun, meðal annars snjóbretti og brimbretti, sem kallast Go Pro. 23.12.2012 20:00 Brian Dunn versti forstjóri ársins 2012 Brian Dunn, fyrrverandi forstjóri raftækjaverslanakeðjunnar Best Buy, er versti forstjóri ársins 2012, samkvæmt lista Business Week. Gengi Best Buy var slakt á árinu, félagið tapaði markaðshlutdeild, gengi hlutabréfa félagsins hrundi, og erfilega gekk að nútímavæða verslanirnar og auka sölu á vefnum, eins og keppinautarnir gerðu með góðum árangri. 23.12.2012 16:30 Beðið eftir nýju tæki frá Google Fjárfestar í Bandaríkjunum eru sagðir spenntir fyrir nýjustu afurðinni frá Google sem enn er á vinnslustigi, og hefur gengið undir nafninu X Phone. Um er að ræða blöndu af síma og handtölvu, sem á að henta vel fyrir myndatökur, samfélagsmiðla og ýmsa vinnu, að því er segir í frétt Wall Street Journal. 22.12.2012 22:00 Fyrirtæki Murdochs tapar 260 milljörðum Fjömiðlafyrirtækið News Corporation, sem að stærstum hluta í eigu Rupert Murdoch, tapaði 2,1 milljarði dala á síðasta rekstrarári, eða sem nemur ríflega 260 milljörðum króna. Tekjur félagsins minnkuðu um fimm prósent frá fyrra ári, að því er segir í tilkynningu fyrirtækisins til eftirlitsaðila í Bretlandi, en breska ríkisútvarpið BBC greinir tapi félagsins í dag. 22.12.2012 20:30 General Electric kaupir Avio Bandaríski iðnrisinn General Electric (GE) hefur gengið frá kaupum á ítalska flugiðnaðarfyrirtækinu Avio fyrir um 4,3 milljarða dala, eða sem nemur um 540 milljörðum króna. Seljandi Avio er breskur fjárfestingasjóður, Cinven. 22.12.2012 10:00 Standard og Poor´s telur Kýpur á barmi gjaldþrots Matsfyrirtækið Standard og Poor´s hefur sett lánshæfiseinkunn Kýpur enn dýpra niður í ruslflokk með neikvæðum horfum. Einkunnin var lækkuð um þrjá flokka niður í B. Raunar telur matsfyrirtækið að gjaldþrot blasi við ríkissjóði landsins. 21.12.2012 06:14 Bellota skinka var stjarnan á mataruppboði í París Það var Bellota skinka frá landamærum Spánar og Portúgal sem var stjarnan á mataruppboði til styrktar Rauða krossinum í París í vikunni. 21.12.2012 06:03 Bankastjóri Danske Bank biður dönsku þjóðina afsökunar Eivind Kolding aðalbankastjóri Danske Bank hefur beðið Dani opinberlega afsökunar á hlut bankans í fjármálakreppunni og aðdraganda hennar fyrir árið 2008. 20.12.2012 09:57 NIB heldur topplánshæfiseinkunn sinni Matsfyrirtækið Standard & Poor´s hefur staðfest topplánshæfiseinkunn eða AAA fyrir Norræna fjárfestingarbankann (NIB) með stöðugum horfum. 20.12.2012 08:26 Instagram: „Við munum ekki selja myndirnar ykkar“ Kevin Systrom, annar stofnenda Instagram samskiptasíðunnar, segir það vera af og frá að Instagram reyni að selja eða dreifa ljósmyndum notenda án þeirra samþykkis. 19.12.2012 11:06 Fréttaskýring: Bankabandalag þvert á landamæri Í síðustu viku samþykktu leiðtogar Evrópusambandsríkja að koma á fót eftirliti með fjármálastarfsemi þvert á landamæri, og hefur heildarumgjörð þessa eftirlits verið nefnd bankabandalag (Banking union). Tvennt vegur þyngst þegar að þessu yfirþjóðlega eftirliti með fjármálakerfinu kemur. 19.12.2012 10:23 Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi að nýju og er tunnan af Brentolíunni komin í 109,5 dollara. Á föstudaginn var kostaði tunnan hinsvegar innan við 107 dollara. Tunnan af bandarísku léttolíunni er komin yfir 88 dollara og hefur hækkað um 0,5% frá því í gær. 19.12.2012 09:55 Vogunarsjóður hagnast um 60 milljarða á grískum skuldabréfum Bandaríski vogunarsjóðurinn Third Point hagnaðist um 500 milljónir dollara eða yfir 60 milljarða króna á sölu á grískum ríkisskuldabréfum í síðustu viku. 19.12.2012 08:44 Lánshæfiseinkunn Grikklands hækkuð um sex flokka Matsfyrirtækið Standard & Poor´s hefur hækkað lánshæfiseinkunn Grikklands um sex flokka eða upp í B- og með stöðugum horfum. 19.12.2012 06:34 Lettland vill taka upp evruna Lettland ætlar að sækja um að fá að taka upp evrur sem gjaldmiðil sinn í febrúar á næsta ári. 19.12.2012 06:31 Samsung vill grafa stríðsöxina Suður-kóreski tæknirisinn Samsung hefur dregið lögbannskröfu sína á vörur Apple til baka. Málið tekur til sölu á vörum Apple í Evrópu. Samsung hélt því upphaflega fram að Apple hefði nýtt sér höfundarréttarvarinn hugbúnað sinn í snjallsímum sínum og spjaldtölvum. 18.12.2012 13:58 Instagram áskilur sér rétt til að selja myndirnar þínar Stjórnendur Instagram opinberuðu breytingar á notendaskilmálum sínum í dag. Instagram áskilur sér nú rétt til að selja ljósmyndir notenda sinna án þess að láta þá vita. Höfundar ljósmyndanna munu ekki geta farið fram á greiðslu frá Instagram vegna þessa. 18.12.2012 13:12 Dönsku járnbrautirnar í miklum fjárhagserfiðleikum Dönsku ríkisjárnbrautirnar eða DSB eiga nú í miklum fjárhagserfiðleikum og í dönskum fjölmiðlum er því haldið fram að DSB rambi á barmi gjaldþrots. 18.12.2012 06:32 Olíurisar vilja leita að olíu við austurströnd Grænlands Mikill áhugi er fyrir áframhaldandi olíuleit við austurströnd Grænlands. Nýlega voru boðnar út 19 blokkir, eða svæði, til olíuleitar og vinnslu á Grænlandshafi og sóttu 11 olíufélög um þessi svæði. 18.12.2012 06:30 Apple sló öll fyrri sölumet með iPhone 5 í Kína Apple sló öll fyrri sölumet sín í Kína um helgina þegar fyrirtækið seldi þar tvær milljónir iPhone 5 síma frá föstudegi og fram á sunnudagssíðdegi. 17.12.2012 08:23 Himinháar tekjur Hobbitans Það stefnir allt í það að myndin Hobbitinn: Óvænt ferðalag setji nýtt tekjumet. Tekjur vegna myndarinnar á föstudaginn, fyrsta sýningardegi í Bandaríkjunum, námu 37,5 milljónum dala. Spár gera ráð fyrir því að tekjur yfir helgina verði að minnsta kosti 85 milljónir dala. Sumir telja að tekjurnar geti farið allt upp í 100 milljónir, eða um 12,7 milljarða íslenskra króna. Aldrei hafa tekjur af nokkurri mynd, sem sýnd er í desember, verið jafn háar. Utan Bandaríkjanna hafa tekjur myndarinnar numið um 27 milljónum bandaríkjadala, eða um 3,4 milljörðum króna. 16.12.2012 14:26 Neysla Dana á skyri hefur margfaldast á síðustu árum Neysla Dana á skyri hefur margfaldast á síðustu árum. Þetta kemur fram í greiningu sem unnin var á vegum danska matvælarisans FDB sem á m.a. Coop verslunarkeðjuna. 15.12.2012 12:19 Píanóið í myndinni Casablanca selt á uppboði Píanóið sem notað var í hinni klassísku kvikmynd Casablanca var selt á uppboði í gærkvöldi hjá Sotheby´s í New York fyrir 600.000 dollara eða 72 milljónir króna. 15.12.2012 10:25 Stofnandi IKEA sagður auðugasti maður heimsins Á árlegum lista um auðugustu einstaklinganna í Svíþjóð kemur fram að Ingvar Kamprad stofnandi IKEA telst nú auðugasti maður heimsins. 14.12.2012 10:12 Bretar versla mest á netinu af stórþjóðum Netverslun er vinsælli hjá Bretum en nokkuri annarri stórþjóð í heiminum 14.12.2012 06:18 Ekkert lát á verðhækkunum á áli Ekkert lát er á hækkunum á heimsmarkaðsverði á áli. Verðið er komið í 2.132 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London. 13.12.2012 09:32 Porsche slær eigið sölumet Þýski lúxusbílaframleiðandinn Porsche hefur þegar slegið met sitt um fjölda seldra bíla á einu ári. 13.12.2012 07:07 Sömdu um bankaeftirlitsstofnunina í nótt Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna sömdu í nótt um að stofna eina bankaeftirlitsstofnun fyrir evruríkin 17 og á hún að taka til starfa í mars árið 2014. 13.12.2012 06:27 Google tekur saman árið Tæknirisinn Google hefur birt árlega samantekt sína yfir helstu vangaveltur mannkyns. Alls voru 1.2 trilljón leitir framkvæmdar árið 2012. 12.12.2012 22:10 Sjá næstu 50 fréttir
Milljónir gamalla farsíma safna ryki á dönskum heimilum Mikill meirihluti Dana hendir ekki gamla farsímanum sínum þegar nýr er keyptur. Milljónir gamalla farsíma safna því ryki í geymslum á dönskum heimilum. 2.1.2013 06:10
Verslun að stóreflast í Rússlandi Verslun í Rússlandi hefur stóreflst á skömmum tíma og hafa verslanir sprottið upp, einkum í nágrenni höfuðborgarinnar Moskvu. Stórar verslunarmiðstöðvar hafa verið byggðar á undanförnum árum og sér ekki fyrir endanum á uppbyggingartímabilinu, að því er fram kemur í grein New York Times um verslun í Rússlandi. 1.1.2013 23:50
Fréttaskýring: Þræðir seðlabankamanna liggja víða Þræðir margra af valdamestu seðlabankastjórum heimsins liggja saman í gegnum alþjóðlegt samstarf seðlabanka, sem hefur stóraukist eftir að þrengja tók að fjármálamörkuðum um allan heim, um mitt ár 2007. Frá haustmánuðum 2008 hefur samstarfið aukist jafnt og þétt, ekki síst í gegnum starfsemi Alþjóðagreiðslubankans í Basel. 30.12.2012 23:47
Mest lesnu erlendu viðskiptafréttir ársins 2012 Fréttir af tækninýjungum, einkum tengdum iPhone, voru mjög vinsælar á árinu. Annars voru vinsælar erlendar viðskiptafréttir af margvíslegum toga, rétt eins og innlendu fréttirnar. 28.12.2012 12:00
Bankia er minna en einskis virði Virði stærsta banka Spánar, Bankia, er talið vera neikvætt um 4,2 milljarða evra, eða sem nemur um 680 milljörðum króna. Eigið fé bankans er neikvætt um fyrrnefnda fjárhæð, samkvæmt gögnum frá sérstökum björgunarsjóði fyrir bankakerfi Spánar, sem breska ríkisútvarpið BBC vitnar til í frétt um málið 27.12.2012 23:24
Forstjóri Apple fær 4,2 milljónir dala í laun - lækka um 99 prósent milli ára Tim Cook, forstjóri Apple, fékk samtals 4,2 milljónir Bandaríkjadala í launabónus vegna starfsemi Apple á þessu ári. Það er upphæð sem svarar til tæplega 550 milljóna króna. Það er smánarupphæð í samhengi við heildarlaun hans í fyrra, en þá var hann launahæsti forstjóri fyrirtækis í heiminum, fékk samtals 378 milljónir Bandaríkjadala í laun, eða næstum 50 milljarða króna. Laun Cook lækkuðu því um næstum 99 prósent milli ára. Stærsti hluti launa Cook í fyrra voru eignarhlutir í Apple, sem stjórn fyrirtækisins ákvað að afhenda honum fyrir vel unnin störf. 27.12.2012 20:19
Skuldir Bandaríkjanna ná hámarki á nýársdag Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir að það verði að grípa til róttækra aðgerða til þess að ríkissjóður geti staðið við skuldbindingar sínar og ríkið fari ekki á hausinn. Að kvöldi nýársdags munu skuldir Bandaríkjanna náð 16400 milljörðum bandaríkjadala, en það var það takmark sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafði sagt að það mætti ná. Fari skuldir ríkissjóðs yfir þetta mark mun ríkið þurfa að grípa til alvarlegra aðgerða sem fela sér niðurskurð og skattahækkanir. 27.12.2012 09:55
Toyota greiðir 130 milljarða vegna bilana Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur samþykkt að greiða 1,1 milljarða dala, jafnvirði um 130 milljarða króna, í sektargreiðslu gegn því að fallið verði frá málsóknum á hendur fyrirtækinu, vegna bilana sem komu upp í nokkrum Toyota-bifreiðum árin 2009 og 2010 sem rekja mátti til galla. Þetta leiddi meðal annars til innkallana á mörg hundruð þúsund bílum frá fyrirtækinu um allan heim. 27.12.2012 08:00
Samsung býst við að selja hálfan milljarð síma á næsta ári Samsung býst við því að selja 510 milljónir síma á næsta ári. Þetta kemur fram á vef The Korea Times. Nái fyrirtækið markmiði sínu verður það um 20% aukning frá árinu sem nú er senn að líða undir lok en talið er að um 420 milljónir síma hafi selst. Talið er að á næsta ári muni um 390 milljónir snjallsíma seljast en um 120 milljónir af ódýrari símum. 27.12.2012 06:13
Sameiginlegt evrópskt bankaeftirlit í burðarliðnum Regluverk um starfsemi á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hefur tekið miklum breytingum undanfarin misseri. 26.12.2012 20:41
Bílasala í Rússlandi hefur stóraukist á skömmum tíma Eftir því sem rússneska millistéttin verður stærri og ríkari því mun meira máli er staða efnahagsmála í Rússlandi farin að skipta fyrir heiminn í heild. Mörg af stærstu iðnframleiðslufyrirtækjum heimsins eru nú þegar farin að horfa til Rússlands sem mikils vaxtamarkaðar, ekki síst bílaframleiðendur. 26.12.2012 20:00
Chevron veðjar á jarðgasviðskipti í Kanada Olíurisinn Chevron einblínir nú á viðskiptatækifæri í Kanada, samkvæmt frétt Wall Street Journal frá því í gær. Fyrirtækið hefur keypt sig inn í jarðgasflutninga frá Kanada til kaupenda í Asíu, með því að kaupa tvö fyrirtæki út úr verkefnum þar sem jarðgasið er unnið og flutt til kaupenda. Fyrirtækin sem Chevron hefur keypt út eru Encana og EOG Resources. 26.12.2012 17:00
Valdamesta unga fólkið í heiminum - Zuckerberg efstur Á lista yfir valdamesta fólkið í heiminum er fólk sem hefur afrekað margt þrátt fyrir ungan aldur. Í efsta sæti yfir valdamesta unga fólkið í heiminum er Mark Zuckerberg (28 ára), forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Þrátt fyrir að skráning félagsins á markað hafi ekki gengið vel, og eignir Zuckerberg lækkað í virði milli ára um þrjá milljarða dala, eða jafnvirði tæplega 380 milljarða króna, þá verða áhrif Facebook á líf fólks seint ofmetin. Notendur Facebook á heimsvísu fóru yfir einn milljarð í október á þessu ári, og fjölgar þeim stöðugt. 26.12.2012 10:30
Rosneft stækkar og stækkar Rússneska olíuframleiðslufyrirtækið Rosneft, sem er að stærstum hluta í eigu rússneska ríkisins, hyggur á frekari útþenslu og stækkun á næstunni. Fyrirtækið hefur þegar tryggt sér aðgang að 16,8 milljörðum dala, jafnvirði meira en 2.000 milljarða króna, og ætlar að bjóða í TNK-BP, þriðja stærsta olíufyrirtæki Rússlands. Með því yrði Rosneft með stærstu olíufyrirtækjum heims, og fengi auk þess aðgang að rannsóknarleyfum víðsvegar í Rússlandi, þar sem enn er ekki hafin framleiðsla en talið líklegt að olíu sé að finna. 25.12.2012 16:30
Rybolovlev keypti dýrstu fasteignina í Bandaríkjunum 2012 Rússneski auðmaðurinn Dmitry Rybolovlev borgaði eitt hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir fasteign í Bandaríkjunum í febrúar sl., en greint var fyrst frá viðskiptunum í byrjun desember á þessu ári. Hann greiddi 88 milljónir dala, jafnvirði um 11,7 milljarða króna, fyrir íbúð á efstu hæð í fjölbýlishúsi á Manhattan, en seljandinn var fyrrverandi starfsmaður Citigroup bankans. 24.12.2012 16:30
Vogunarsjóðirnir höfðu sigur í Grikklandi Gríska ríkið vildi kaupa skuldir landsins á markaði með miklum afslætti, eða um 28 til 30 sent fyrir hverja evru, og leysa þar með mikinn vanda sem ríkissjóður glímdi við. Vogunarsjóðir, sem voru eigendur ríkisskuldanna, höfðu sett sér það markmið að fá 34 til 35 sent fyrir hverja evru, en þeir keyptu skuldirnar á slikk, með það að markmiði að endurheimta meira en ráð var fyrir gert þegar þeir eignuðust skuldir. 24.12.2012 12:30
Stofnandi Go Pro orðinn milljarðamæringur eftir sölu Raftækjaframleiðandinn Foxconn frá Tævan gekk á þriðjudaginn frá kaupum á 8,8 prósent hlut í myndavélafyrirtækinu Woodman Labs, fyrir 200 milljónir dala, jafnvirði um 25,4 milljarða króna. Fyrirtækið framleiðir vinsælar myndavélar fyrir útvist og íþróttaiðkun, meðal annars snjóbretti og brimbretti, sem kallast Go Pro. 23.12.2012 20:00
Brian Dunn versti forstjóri ársins 2012 Brian Dunn, fyrrverandi forstjóri raftækjaverslanakeðjunnar Best Buy, er versti forstjóri ársins 2012, samkvæmt lista Business Week. Gengi Best Buy var slakt á árinu, félagið tapaði markaðshlutdeild, gengi hlutabréfa félagsins hrundi, og erfilega gekk að nútímavæða verslanirnar og auka sölu á vefnum, eins og keppinautarnir gerðu með góðum árangri. 23.12.2012 16:30
Beðið eftir nýju tæki frá Google Fjárfestar í Bandaríkjunum eru sagðir spenntir fyrir nýjustu afurðinni frá Google sem enn er á vinnslustigi, og hefur gengið undir nafninu X Phone. Um er að ræða blöndu af síma og handtölvu, sem á að henta vel fyrir myndatökur, samfélagsmiðla og ýmsa vinnu, að því er segir í frétt Wall Street Journal. 22.12.2012 22:00
Fyrirtæki Murdochs tapar 260 milljörðum Fjömiðlafyrirtækið News Corporation, sem að stærstum hluta í eigu Rupert Murdoch, tapaði 2,1 milljarði dala á síðasta rekstrarári, eða sem nemur ríflega 260 milljörðum króna. Tekjur félagsins minnkuðu um fimm prósent frá fyrra ári, að því er segir í tilkynningu fyrirtækisins til eftirlitsaðila í Bretlandi, en breska ríkisútvarpið BBC greinir tapi félagsins í dag. 22.12.2012 20:30
General Electric kaupir Avio Bandaríski iðnrisinn General Electric (GE) hefur gengið frá kaupum á ítalska flugiðnaðarfyrirtækinu Avio fyrir um 4,3 milljarða dala, eða sem nemur um 540 milljörðum króna. Seljandi Avio er breskur fjárfestingasjóður, Cinven. 22.12.2012 10:00
Standard og Poor´s telur Kýpur á barmi gjaldþrots Matsfyrirtækið Standard og Poor´s hefur sett lánshæfiseinkunn Kýpur enn dýpra niður í ruslflokk með neikvæðum horfum. Einkunnin var lækkuð um þrjá flokka niður í B. Raunar telur matsfyrirtækið að gjaldþrot blasi við ríkissjóði landsins. 21.12.2012 06:14
Bellota skinka var stjarnan á mataruppboði í París Það var Bellota skinka frá landamærum Spánar og Portúgal sem var stjarnan á mataruppboði til styrktar Rauða krossinum í París í vikunni. 21.12.2012 06:03
Bankastjóri Danske Bank biður dönsku þjóðina afsökunar Eivind Kolding aðalbankastjóri Danske Bank hefur beðið Dani opinberlega afsökunar á hlut bankans í fjármálakreppunni og aðdraganda hennar fyrir árið 2008. 20.12.2012 09:57
NIB heldur topplánshæfiseinkunn sinni Matsfyrirtækið Standard & Poor´s hefur staðfest topplánshæfiseinkunn eða AAA fyrir Norræna fjárfestingarbankann (NIB) með stöðugum horfum. 20.12.2012 08:26
Instagram: „Við munum ekki selja myndirnar ykkar“ Kevin Systrom, annar stofnenda Instagram samskiptasíðunnar, segir það vera af og frá að Instagram reyni að selja eða dreifa ljósmyndum notenda án þeirra samþykkis. 19.12.2012 11:06
Fréttaskýring: Bankabandalag þvert á landamæri Í síðustu viku samþykktu leiðtogar Evrópusambandsríkja að koma á fót eftirliti með fjármálastarfsemi þvert á landamæri, og hefur heildarumgjörð þessa eftirlits verið nefnd bankabandalag (Banking union). Tvennt vegur þyngst þegar að þessu yfirþjóðlega eftirliti með fjármálakerfinu kemur. 19.12.2012 10:23
Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi að nýju og er tunnan af Brentolíunni komin í 109,5 dollara. Á föstudaginn var kostaði tunnan hinsvegar innan við 107 dollara. Tunnan af bandarísku léttolíunni er komin yfir 88 dollara og hefur hækkað um 0,5% frá því í gær. 19.12.2012 09:55
Vogunarsjóður hagnast um 60 milljarða á grískum skuldabréfum Bandaríski vogunarsjóðurinn Third Point hagnaðist um 500 milljónir dollara eða yfir 60 milljarða króna á sölu á grískum ríkisskuldabréfum í síðustu viku. 19.12.2012 08:44
Lánshæfiseinkunn Grikklands hækkuð um sex flokka Matsfyrirtækið Standard & Poor´s hefur hækkað lánshæfiseinkunn Grikklands um sex flokka eða upp í B- og með stöðugum horfum. 19.12.2012 06:34
Lettland vill taka upp evruna Lettland ætlar að sækja um að fá að taka upp evrur sem gjaldmiðil sinn í febrúar á næsta ári. 19.12.2012 06:31
Samsung vill grafa stríðsöxina Suður-kóreski tæknirisinn Samsung hefur dregið lögbannskröfu sína á vörur Apple til baka. Málið tekur til sölu á vörum Apple í Evrópu. Samsung hélt því upphaflega fram að Apple hefði nýtt sér höfundarréttarvarinn hugbúnað sinn í snjallsímum sínum og spjaldtölvum. 18.12.2012 13:58
Instagram áskilur sér rétt til að selja myndirnar þínar Stjórnendur Instagram opinberuðu breytingar á notendaskilmálum sínum í dag. Instagram áskilur sér nú rétt til að selja ljósmyndir notenda sinna án þess að láta þá vita. Höfundar ljósmyndanna munu ekki geta farið fram á greiðslu frá Instagram vegna þessa. 18.12.2012 13:12
Dönsku járnbrautirnar í miklum fjárhagserfiðleikum Dönsku ríkisjárnbrautirnar eða DSB eiga nú í miklum fjárhagserfiðleikum og í dönskum fjölmiðlum er því haldið fram að DSB rambi á barmi gjaldþrots. 18.12.2012 06:32
Olíurisar vilja leita að olíu við austurströnd Grænlands Mikill áhugi er fyrir áframhaldandi olíuleit við austurströnd Grænlands. Nýlega voru boðnar út 19 blokkir, eða svæði, til olíuleitar og vinnslu á Grænlandshafi og sóttu 11 olíufélög um þessi svæði. 18.12.2012 06:30
Apple sló öll fyrri sölumet með iPhone 5 í Kína Apple sló öll fyrri sölumet sín í Kína um helgina þegar fyrirtækið seldi þar tvær milljónir iPhone 5 síma frá föstudegi og fram á sunnudagssíðdegi. 17.12.2012 08:23
Himinháar tekjur Hobbitans Það stefnir allt í það að myndin Hobbitinn: Óvænt ferðalag setji nýtt tekjumet. Tekjur vegna myndarinnar á föstudaginn, fyrsta sýningardegi í Bandaríkjunum, námu 37,5 milljónum dala. Spár gera ráð fyrir því að tekjur yfir helgina verði að minnsta kosti 85 milljónir dala. Sumir telja að tekjurnar geti farið allt upp í 100 milljónir, eða um 12,7 milljarða íslenskra króna. Aldrei hafa tekjur af nokkurri mynd, sem sýnd er í desember, verið jafn háar. Utan Bandaríkjanna hafa tekjur myndarinnar numið um 27 milljónum bandaríkjadala, eða um 3,4 milljörðum króna. 16.12.2012 14:26
Neysla Dana á skyri hefur margfaldast á síðustu árum Neysla Dana á skyri hefur margfaldast á síðustu árum. Þetta kemur fram í greiningu sem unnin var á vegum danska matvælarisans FDB sem á m.a. Coop verslunarkeðjuna. 15.12.2012 12:19
Píanóið í myndinni Casablanca selt á uppboði Píanóið sem notað var í hinni klassísku kvikmynd Casablanca var selt á uppboði í gærkvöldi hjá Sotheby´s í New York fyrir 600.000 dollara eða 72 milljónir króna. 15.12.2012 10:25
Stofnandi IKEA sagður auðugasti maður heimsins Á árlegum lista um auðugustu einstaklinganna í Svíþjóð kemur fram að Ingvar Kamprad stofnandi IKEA telst nú auðugasti maður heimsins. 14.12.2012 10:12
Bretar versla mest á netinu af stórþjóðum Netverslun er vinsælli hjá Bretum en nokkuri annarri stórþjóð í heiminum 14.12.2012 06:18
Ekkert lát á verðhækkunum á áli Ekkert lát er á hækkunum á heimsmarkaðsverði á áli. Verðið er komið í 2.132 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London. 13.12.2012 09:32
Porsche slær eigið sölumet Þýski lúxusbílaframleiðandinn Porsche hefur þegar slegið met sitt um fjölda seldra bíla á einu ári. 13.12.2012 07:07
Sömdu um bankaeftirlitsstofnunina í nótt Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna sömdu í nótt um að stofna eina bankaeftirlitsstofnun fyrir evruríkin 17 og á hún að taka til starfa í mars árið 2014. 13.12.2012 06:27
Google tekur saman árið Tæknirisinn Google hefur birt árlega samantekt sína yfir helstu vangaveltur mannkyns. Alls voru 1.2 trilljón leitir framkvæmdar árið 2012. 12.12.2012 22:10