Fleiri fréttir

Lækkanir víðast hvar á alþjóðlegum mörkuðum

Lækkanir hafa einkennt helstu hlutabréfamarkaði í Evrópu í dag. Þannig lækkaði DAX vísitalan þýska um 1,17 prósent og FTSE 100 vísitalan breska um 1,5 prósent. Lækkanir eru raktar til svartsýni hjá fjárfestum vegna nýrra atvinnuleysistalna evrópsku hagstofunnar Eurostat, en samkvæmt þeim er atvinnuleysi enn að aukast í Evrópu, en það mælist nú ríflega 11 prósent.

iPhone 5 lendir í næstu viku

Tæknirisinn Apple hefur boðað til blaðamannafundar í næstu viku. Sem fyrr gefur fyrirtækið ekki upp hvert fundarefnið sé. Það þykir þó vera nær öruggt að nýr iPhone snjallsími verði afhjúpaður á fundinum.

Aukið eftirlit með BitTorrent

Líkur eru á að þeir sem nota skráarskiptaþjónustu BitTorrent til að nálgast tónlist, kvikmyndir og hugbúnað án þess að greiða fyrir efnið, séu undir eftirliti stofnana sem fylgjast með brotum á lögum um hugverkavernd.

Snjallsími sem hægt er að hlaða þráðlaust

Raftækjaframleiðandinn Nokia mun opinbera nýjustu vörulínu sína í New York á morgun. Talið er að fyrirtækið muni svipta hulunni af nýjum snjallsíma sem hægt er að hlaða þráðlaust.

Nettengd fjarskiptatæki sjö milljarðar árið 2015

Gert er ráð fyrir að um 7.1 milljarður fjarskiptatækja sem tengst geta veraldarvefnum verði í umferð árið 2015. Þetta kemur fram í skýrslu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti á dögunum.

Lufthansa aflýsir 190 flugferðum vegna verkfalls

Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aflýst 190 af flugferðum sínum í morgun vegna yfirstandandi verkfalls flugliða hjá félaginu. Nær allar þessar flugferðir voru áætlaðar frá alþjóðaflugvellinum í Frankfurt.

Norðmenn ætla ekki að bora í Norðurpólinn

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefur sett ofan í við einn af ráðherrum sínum, sjálfan olíu- og orkumálaráðherrann Ola Borten Moe, vegna yfirlýsingar hans um að Noregur gæti leitað að olíu og gasi alla leið á Norðurskautið. Norðmenn leyfa nú þegar boranir í Barentshafi, langt norðan heimskautsbaugs, og var olíumálaráðherrann, sem situr fyrir Miðflokkinn í þriggja flokka rauðgrænni ríkisstjórn Noregs, spurður í Stafangri í síðustu viku, í tengslum við ráðstefnu olíuiðnaðarins, hve langt norður á bóginn ætti að sækja. Olíumálaráðherrann svaraði að engin ástæða væri til að hætta núna enda næði lögsaga Noregs nánast alla leið á Norðurpólinn.

Draghi ýjar að fjárinnspýtingu

Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, ýjaði að því á lokuðum fundi í Evrópuþinginu í dag að bankinn gæti þurft að koma þjóðríkjum í vanda til hjálpar með frekari kaupum á ríkisskuldabréfum. Frá þessu greindi Wall Street Journal á vef sínum í kvöld. Draghi var til svara á fundi í Evrópuþinginu, en mánaðarlegur peningastefnufundur Seðlabanka Evrópu fer fram á fimmtudaginn.

Þjóðverjar vilja Grikki úr evrusamstarfinu

Aðeins fjórðungur Þjóðverja telur að Grikkir eiga að vera áfram í evrusamstarfinu og þiggja frekari fjárhagsaðstoð frá hinum evruríkjunum, samkvæmt nýrri skoðanankönnun sem Financial Times gerði í Þýskalandi.

Apple vill banna Galaxy S3 í Bandaríkjunum

Apple krefst þess nú að lögbann verði sett á sölu Galaxy S3 snjallsímans í Bandaríkjunum. Síminn er flaggskip suður-kóreska raftækjaframleiðandans Samsung en fyrirtækið er helsti samkeppnisaðili Apple.

Aðdáendur endurgera Half-Life

Bandaríski tölvuleikjaframleiðandinn Valve tilkynnti um helgina að uppfærð útgáfa af tölvuleiknum Half-Life væri væntanlega í þessum mánuði. Síðustu átta ár hafa aðdáendur Half-Life unnið að uppfærslunni en Valve gaf út sérstök forrit sem einstaklingar gátu notað til að endurforrita leikinn.

Iceland Foods ræður nýjan viðskiptastjóra

Breska verslunarkeðjan Iceland Foods hefur ráðið fyrrverandi sölustjóra Aldi, Paul Foley, sem alþjóðlegan viðskiptastjóra fyrirtækisins. Foley mun sjá um útflutningsþjónustu Iceland Foods, ITEX, ásamt því að hafa umsjá með verslunum fyrirtækisins í Tékklandi.

Atvinnuleysi eykst enn á evrusvæðinu

Atvinnuástandið á evrusvæðinu heldur áfram að versna og enn eitt metið í fjölda atvinnulausra var slegið á svæðinu í júlímánuði.

Kallar eftir ótvíræðum aðgerðum til að leysa fjármálakreppuna

Marianno Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segir að leiðtogar ríkjanna á evrusvæðinu verði að finna varanlega lausn á skuldavandanum sem ógni tilvist evrunnar. Framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD tekur undir og gagnrýnir Seðlabanka Evrópu fyrir að gera ekki nóg vegna fjármalakrísunnar og til að treysta stoðir evrunnar sem gjaldmiðils.

iPhone 5 væntanlegur á næstu dögum

Sá orðrómur er nú í hámæli að Apple hyggist sleppa frá sér nýrri útgáfu af iPhone 12. september og "iPad mini" - smækkaðri gerð af spjaldtölvunni vinsælu - einhvern tíma í október.

Kínverjar kaupa Airbus vélar fyrir 420 milljarða

Kínversk stjórnvöld hafa gengið frá samningi við flugvélaframleiðandann Airbus um kaup á 50 flugvélum fyrir um 3,5 milljarða dala, eða sem nemur um 420 milljörðum krónum. Gengið var frá kaupunum á fundi sem skipulagður var í tengslum við opinbera tveggja daga heimsókn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til Kína.

Apple og Google leggja niður vopn í einkaleyfadeilu

Talið er að tæknirisarnir Apple og Google hafi nú samið um vopnahlé en stjórnarformenn og aðrir hátt settir stjórnendur fyrirtækjanna hafa fundað síðustu daga um hönnun snjallsíma og vernd hugverka.

Eiffel turninn er verðmætasta mannvirki Evrópu

Mannvirki sem trekkja að ferðamenn geta verið fjárhagslega mikils virði sem slík. Ítalskir talnaspekúlantar tóku sig til á dögunum og reiknuðu út fjárhagslegt virði nokkurra helstu mannvirkja heims. Þar trónir Eiffel turninn á toppnum, en turninn er 67 billjóna króna virði miðað við frétt Túrista.is.

Amazon kynnir nýja spjaldtölvu í næstu viku

Vefverslunin og tæknifyrirtækið Amazon tilkynnti í dag að spjaldtölva félagsins, Kindle Fire, væri ekki lengur fáanleg. Talið er að Amazon hafi nú hætt allri framleiðslu á spjaldtölvunni.

Meðstofnandi Facebook losar sig við hlutabréf

Dustin Moskovitz, meðstofnandi Facebook og fyrrverandi herbergisfélagi Mark Zuckerberg, seldi í dag 450 þúsund bréf í samskiptamiðlinum. Moskovitz fékk 8.7 milljónir dollara í sinn hlut fyrir bréfin eða það sem nemur tæplega 1.1 milljarði íslenskra króna.

Antony Jenkins ráðinn forstjóri Barclays

Antony Jenkins hefur verið ráðinn nýr forstjóri breska bankans Barclays. Bob Daimond, fyrrum forstjóri bankans, sagði starfi sínu lausu eftir að bankinn viðurkenndi stórfelld lögbrot sem snéru að fölsun vaxtaálags á skuldir bankans. Bankinn greiddi 290 milljónir punda, tæplega 56 milljarða króna, í sekt til breska fjármálaeftirlitsins vegna málsins.

Sony reynir á ný við spjaldtölvumarkaðinn

Tækniráðstefnan IFA í Berlín stendur nú sem hæst. Raftækjaframleiðandinn Sony kynnti í gær nýja vörulínu en þar á meðal er vatnsheld spjaldtölva og þrír spánýir snjallsímar.

Samsung gefur ekkert eftir - kynnir nýja vörulínu

Suður-Kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung kynnti nýjustu vörulínu sína á IFA tækniráðstefnunni í Berlín í gær. Enginn uppgjafartónn er í Samsung, þrátt fyrir slæma niðurstöðu í dómsmáli gegn Apple á dögunum.

Obama einblínir á samskiptamiðla - heimsótti Reddit

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sat óvænt fyrir svörum á vefsíðunni Reddit í gær. Nokkur þúsund spurninga bárust frá notendum síðunnar en forsetinn sá sér ekki annað fært en að svara aðeins tíu af þeim.

Eyjafjallajökull? - Google skilur nú íslensku

Íslensku hefur nú verið bætt við raddleit tæknirisans Google. Háskólinn í Reykjavík og Máltæknisetur hafa unnið að verkefninu síðustu ár og það í samstarfi við Google. Notendur geta nú nýtt sér þessa þjónustu. Trausti Kristjánsson, athafnarmaður og starfsmaður Google, segir tæknina bjóða upp á margskonar möguleika.

Velgengni Amazon nær nýjum hæðum

Vefverslunarrisinn Amazon tilkynnti fyrr í vikunni að rafbækur sem einskorðaðar eru við Kindle-lesbrettið hafa verið keyptar, halað niður og lánað rúmlega hundrað milljón sinnum. Rétt rúmlega 180 þúsund rafbækur eru á bókaskrá Amazon.

Lögbannskrafa á hendur Samsung tekin fyrir í desember

Krafa Apple, um að nokkrir snjallsímar raftækjafyrirtækisins Samsung verði teknir af markaði í Bandaríkjunum, verður tekin fyrir af dómstólum í desember á þessu ári. Upphaflega var áætlað að krafan yrði tekin fyrir í næsta mánuði.

Repúblikanar skoða gullfót undir dalinn

Repúblikanaflokkurinn, annar af stóru flokkunum tveimur í Bandaríkjunum, hyggst kalla eftir því í stefnuskrá sinni fyrir forsetakosningarnar í haust að stofnuð verði nefnd til að skoða tengingu Bandaríkjadals við gullfót.

Samkomulag um sparnaðaraðgerðir í Grikklandi

Grísku stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um víðtækar sparnaðaraðgerðir í ríkisfjármálum landsins en þessar aðgerðir eru skilyrði þess að landið fái áframhaldandi neyðaraðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu.

Verkfall boðað sem lamar starfsemi Lufthansa

Allar líkur eru á að starfsemi þýska flugfélagsins Lufthansa, sem er það stærsta í Evrópu, muni lamast á næstunni þar sem verkfall um 19.000 flugliða er framundan hjá félaginu.

Fjölmiðlageirinn að breytast hratt

Tækniframfarir hafa opnað fyrir nýja möguleika á miðlun efnis með ýmsum hætti. Sérstaklega er það ör útbreiðsla snjallsíma og spjaldtölva sem er að valda miklum breytingum.

Slagurinn harðnar - Apple krefst lögbanns á Samsung síma

Fjarskipta- og hugbúnaðarrisinn Apple hefur krafist lögbanns á sölu á Samsung símum, en krafan var lögð fram í Kaliforníu, þar sem höfuðstöðvar Apple eru, seinni partinn í gær. Krafan byggir á niðurstöðu dómstóla í Bandaríkjunum um að Samsung hafi brotið gegn Apple með því að nýta sér höfundarréttarvarinn hugbúnað fyrirtækisins. Var Samsung gert að greiða einn milljarða dala, jafnvirði um 120 milljarða króna, í sekt vegna málsins.

Forsvarsmenn Samsung ætla að grípa til varna

Forsvarsmenn tæknirisans Samsung ætla að grípa til varna og gera "allt sem hægt er til þess að verja fyrirtækið“, að því er segir í minnisblaði sem stjórn Samsung sendi starfsmönnum fyrirtækisins fyrr í dag.

Allt fellur með Norðmönnum - finna enn meira af olíu

Norska olíufyrirtækið Statoil, þar sem norska ríkið á tæplega 70 prósent eignarhlut, staðfesti í morgun að félagið hefði fundið vinnanlega olíu á svokölluðu Geitungen-svæði, sem er nærri Johan Sverdrup-svæðinu í Norðursjó.

Sjá næstu 50 fréttir