Kallar eftir ótvíræðum aðgerðum til að leysa fjármálakreppuna 2. september 2012 12:17 Marianno Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segir að leiðtogar ríkjanna á evrusvæðinu verði að finna varanlega lausn á skuldavandanum sem ógni tilvist evrunnar. Marianno Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segir að leiðtogar ríkjanna á evrusvæðinu verði að finna varanlega lausn á skuldavandanum sem ógni tilvist evrunnar. Framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD tekur undir og gagnrýnir Seðlabanka Evrópu fyrir að gera ekki nóg vegna fjármalakrísunnar og til að treysta stoðir evrunnar sem gjaldmiðils. Angel Gurria, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, segir að Seðlabanki Evrópu verði að gera meira til að leysa skuldavandann á evrusvæðinu og treysta stoðir evrunnar sem myntar. Gurria lét þessi orð falla á ráðstefnu í Slóveníu í gær, en það er Reuters sem greinir frá. Gurria sagði að það væri ekki nóg að hafa björgunarsjóðina tvo sem eru notaðir til að aðstoða skuldsett ríki á evrusvæðinu, Seðlabanki Evrópu yrði að grípa inn í. Framtíð fjármálakerfisins í Evrópu væri í húfi og ekki ætti að stofna evrunni í hættu. Gurria sagði að Seðlabankinn ætti í raun strax að hefja kaup á ríkisskuldabréfum á evrusvæðinu í miklum mæli. European Financial Stability Facility og European Stability Mechanism, ESM, eru sjóðirnir tveir sem notaðir eru, en þýski stjórnlagadómstóllinn á að skera úr um lögmæti ESM hinn 12. september næstkomandi eftir að Bundestag, þýska þjóðþingið samþykkti lög um sjóðinn í júní. Margir hafa spáð því að ef dómstóllinn teli lögin um sjóðinn andstæð þýsku stjórnarskránni þýði það endalok sjóðsins. Gurria sagði jafnframt á ráðstefnunni í Slóveníu að hann hefði enga trú á því að evrusamstarfið myndi brotna upp með útgöngu einhverra ríkja, eins og Grikklands eða Spánar. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, kallaði í gær eftir ótvíræðum aðgerðum til að leysa fjármálakreppuna á evrusvæðinu og eyða óvissu um framtíð evrunnar sem myntar. Rajoy sagði í viðtali við þýska dagblaðið Bild í gær að það yrði að laga þá stöðu sem væri uppi á evrusvæðinu, sem fæli í sér að sum ríki fjármögnuðu sig með neikvæðum vöxtum á meðan önnur þyrftu að þola gífurlega háa vexti á ríkisskuldabréf sín, eins og Spánn. Staðan væri ósjálfbær til framtíðar. Fjárfestar virðast ekki hafa trú á þeim björgunaraðgerðum sem ráðist hefur verið í til handa Spáni því ávöxtunarkrafa á spænsk ríkisskuldabréf er nú 7 prósent og náði hámarki fyrr í sumar þegar hún var nálægt 8 prósentum. Rajoy sagði við Bild að að eyða yrði óvissu um evruna, en hrósaði Angelu Merkel Þýskalandskanslara fyrir vinnu hennar við að takast á við fjármálakrísuna. Merkel mun sækja Spán heim í vikunni þegar hún fer í opinbera heimsókn til höfuðborgarinnar Madríd. Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Marianno Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segir að leiðtogar ríkjanna á evrusvæðinu verði að finna varanlega lausn á skuldavandanum sem ógni tilvist evrunnar. Framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD tekur undir og gagnrýnir Seðlabanka Evrópu fyrir að gera ekki nóg vegna fjármalakrísunnar og til að treysta stoðir evrunnar sem gjaldmiðils. Angel Gurria, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, segir að Seðlabanki Evrópu verði að gera meira til að leysa skuldavandann á evrusvæðinu og treysta stoðir evrunnar sem myntar. Gurria lét þessi orð falla á ráðstefnu í Slóveníu í gær, en það er Reuters sem greinir frá. Gurria sagði að það væri ekki nóg að hafa björgunarsjóðina tvo sem eru notaðir til að aðstoða skuldsett ríki á evrusvæðinu, Seðlabanki Evrópu yrði að grípa inn í. Framtíð fjármálakerfisins í Evrópu væri í húfi og ekki ætti að stofna evrunni í hættu. Gurria sagði að Seðlabankinn ætti í raun strax að hefja kaup á ríkisskuldabréfum á evrusvæðinu í miklum mæli. European Financial Stability Facility og European Stability Mechanism, ESM, eru sjóðirnir tveir sem notaðir eru, en þýski stjórnlagadómstóllinn á að skera úr um lögmæti ESM hinn 12. september næstkomandi eftir að Bundestag, þýska þjóðþingið samþykkti lög um sjóðinn í júní. Margir hafa spáð því að ef dómstóllinn teli lögin um sjóðinn andstæð þýsku stjórnarskránni þýði það endalok sjóðsins. Gurria sagði jafnframt á ráðstefnunni í Slóveníu að hann hefði enga trú á því að evrusamstarfið myndi brotna upp með útgöngu einhverra ríkja, eins og Grikklands eða Spánar. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, kallaði í gær eftir ótvíræðum aðgerðum til að leysa fjármálakreppuna á evrusvæðinu og eyða óvissu um framtíð evrunnar sem myntar. Rajoy sagði í viðtali við þýska dagblaðið Bild í gær að það yrði að laga þá stöðu sem væri uppi á evrusvæðinu, sem fæli í sér að sum ríki fjármögnuðu sig með neikvæðum vöxtum á meðan önnur þyrftu að þola gífurlega háa vexti á ríkisskuldabréf sín, eins og Spánn. Staðan væri ósjálfbær til framtíðar. Fjárfestar virðast ekki hafa trú á þeim björgunaraðgerðum sem ráðist hefur verið í til handa Spáni því ávöxtunarkrafa á spænsk ríkisskuldabréf er nú 7 prósent og náði hámarki fyrr í sumar þegar hún var nálægt 8 prósentum. Rajoy sagði við Bild að að eyða yrði óvissu um evruna, en hrósaði Angelu Merkel Þýskalandskanslara fyrir vinnu hennar við að takast á við fjármálakrísuna. Merkel mun sækja Spán heim í vikunni þegar hún fer í opinbera heimsókn til höfuðborgarinnar Madríd.
Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira