Fleiri fréttir Niðursveifla á mörkuðum Niðursveiflan á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum í gærdag og gærkvöldi hélt áfram á Asíumörkuðunum í nótt. Þannig lækkaði Nikkei vísitalan í Tókýó um rúmt prósent og Hang Seng vísitalan í Hong Kong um tæpt prósent. 3.8.2012 06:27 Yfirlýsingar Draghis ollu vonbrigðum Seðlabankastjóri ESB boðar bein inngrip bankans í skuldabréfamarkaði til að styðja við evruna, en útskýrði ekki nánar í hverju þau áform væru fólgin. Þau verði útfærð nánar á næstu vikum. Verðbréf féllu í kjölfarið víða í verði. 3.8.2012 00:01 83 milljón plat einstaklingar á facebook Yfir 83 milljón notendur á facebook eru plat. Þetta tilkynnti fyrirtækið í síðustu viku. 2.8.2012 14:38 Stærstu seðlabankar heimsins grípa enn til aðgerða Seðlabankar Bandaríkjanna og Evrópu segja í tilkynningum, í sitt hvoru lagi, að þeir muni gera það sem til þarf til þess að styðja við efnahagslegan vöxt. Haft er eftir Ben Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, að vöxtum verði haldið við "allra lægstu mörk“ í það minnsta fram á árið 2014, í þeirri von að það styðji við framgang atvinnulífsins og vinni gegn stöðnun og samdrætti í efnahagslífi, jafnt í Bandaríkjunum sem annars staðar. 2.8.2012 10:20 Íhuga að þjóðnýta Royal Bank of Scotland að fullu Breska ríkisstjórnin íhugar nú að þjóðnýta stórbankann Royal Bank of Scotland að fullu. 2.8.2012 10:13 Þriðja borgin í Kaliforníu orðin gjaldþrota Þriðja borgin í Kaliforníu er orðin gjaldþrota. Nú er það San Bernardino og borgaryfirvöld þar segja að þau geti ekki lengur borgað reikninga borgarinnar en skuldirnar nema hátt í milljarði dollara. 2.8.2012 06:48 Grikkir hafa ekki lengur efni á að borga mútur til embættismanna Verulega hefur dregið úr mútugreiðslum til embættismanna í Grikklandi undanfarin ár. Ástæðan er sú að grískur almenningur hefur ekki lengur efni á þessum greiðslum. 2.8.2012 06:36 Hlutabréf í Bandaríkjunum lækka Verð á hlutabréfum í Bandaríkjunum lækkaði þó nokkuð í dag. S&P lækkaði um 0.29 prósent og stendur nú í 1.375.32. 1.8.2012 23:48 Fasteignaverð í Bretlandi heldur áfram að lækka Fasteignaverð í Bretlandi heldur áfram að lækka samkvæmt tölum sem breska hagstofan birti í morgun. Lækkunin í júlímánuði er sú hraðasta síðan 2009 en hún var 0,7 prósent í mánuðinum. Undanfarið ár hefur fasteignaverð á landsvísu í Bretlandi lækkað um 2,6 prósent. 1.8.2012 14:53 Millistjórnandi Citigroup sýknaður Brian Stoker, fyrrverandi millistjórnandi hjá bandaríska fjárfestingabankanum Citigroup, var í gær sýknaður af ásökunum um að hafa selt fjárfestum skuldabréfavafninga (CDO) á sama tíma og hann vissi, eða mátti vita, að eignirnar væru ofmetnar. Málareksturinn gegn Stoker hófst í október í fyrra þegar ákærunni á hendur honum var þinglýst. 1.8.2012 09:21 Man. Utd. hyggst safna 40 milljörðum á markaði Enska knattspyrnufélagið Manchester United hyggst safna 330 milljónum dala, jafnvirði um 40 milljörðum króna, með nýju hlutafé með skráningu á markað í New York í Bandaríkjunum. Hver hlutur verður seldur á bilinu 16 til 20 dali, að því er segir í skráningarlýsingu vegna útboðsins sem vitnað er til á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. 1.8.2012 08:45 Hátt í 60.000 störf í boði í norska olíuiðnaðinum Hátt í 60.000 störf eru nú í boði innan norska olíuiðnaðarins. Sökum þessa hafa norsku olíufélögin ákveðið að opna sérstaka ráðningarskrifstofu í Kaupmannahöfn. 1.8.2012 06:37 Færeyingar ætla sér stóra hluti þegar norðurleiðin opnast Færeyingar ætla sér stóra hluti þegar siglingarleiðin yfir Norðurpólinn opnast ef marka má orð Kaj Leo Johannesen lögmanns Færeyja. 1.8.2012 06:42 Snjallsímar taka yfir - niðurhal eykst Algjör kúvending hefur orðið á farsímanotkun hér á landi að undanförnu þar sem gagnaniðurhal hefur margfaldast. Þrátt fyrir það erum við nokkru á eftir Norðurlöndunum, segir framkvæmdastjóri Nova. Gríðarlega hröð sala á vinsælum snjallsímum á heimsvísu hefur haft afgerandi áhrif á farsímanotkun. 31.7.2012 18:30 Atvinnulausum í Evrópu fjölgaði um tvær milljónir á einu ári Meðalatvinnuleysi í Evrópu er nú í hæstu hæðum samkvæmt tilkynningu sem hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, birti í morgun. Atvinnuleysi mælist nú 11,2 prósent, svipað og í maí mánuði, en atvinnulausum í Evrópu hefur fjölgað um tvær milljónir manna á einu ári, en í júní í fyrra mældist meðalatvinnuleysi í Evrópu 10,4 prósent. 31.7.2012 17:20 Málið gegn Robert látið niður falla Yfirréttur (e. High court) í Englandi hefur ákveðið að láta mál Roberts Tchenguiz niður falla, en í síðasta mánuði var mál bróður hans Roberts látið niður falla. Breska blaðið Financial Times greinir frá þessu. 31.7.2012 11:52 UBS tapaði 42,2 milljörðum á Facebook Svissneski risabankinn UBS tapaði 349 milljónum dala, jafnvirði um 42,2 milljörðum króna, á viðskiptum og lánveitingum til kaupa á hlutabréfum í Facebook. Á vef breska ríkisútvarpsins BBC segir að hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi þessa árs hafi numið 425 milljónum dala, eða litlu meira en sem nam tapinu vegna Facebook bréfanna. 31.7.2012 10:01 AGK, lið Ólafs Stefánssonar, er gjaldþrota AGK, handboltaliðið sem Ólafur Stefánsson og fleiri Íslendingar leika með í Kaupmannahöfn, er gjaldþrota. 31.7.2012 09:26 Holland er „miðlunarríki“ Hollenska hagkerfið byggist ekki síst á þeirri sérþekkingu sem byggst hefur upp í kringum vörumiðlun, m.a. í gegnum stórar hafnir í landinu. 31.7.2012 08:56 Sjórán kosta neytendur yfir 200 milljarða í hækkuðu vöruverði Reikna má með að starfsemi sjóræningja undan ströndum Sómalíu muni kosta neytendur í heiminum í ár yfir 200 milljarða króna í hækkuðu vöruverði. 31.7.2012 06:20 Aldarafmæli Friedmanns minnst Þess er minnst í dag að einn af þekktustu hagfræðingum tuttugustu aldarinnar, Milton Friedman, hefði orðið hundrað ára gamall ef hann hefði lifað. Friedman var jafnan talinn til hóps Chicago hagfræðinga, en þeir áttu það sameiginlegt að leggja áherslu á frjálst markaðshagkerfi. Á Wikipedia kemur fram að Friedman er talinn vera næstáhrifamesti hagfræðingur síðustu aldar á eftir John Maynard Keynes. Friedman var einn af efnahagsráðgjöfum Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og hafði mikil áhrif á efnahagsstefnu Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. 31.7.2012 09:54 Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að lækka Heimsmarkaðsverð á áli er komið niður í 1.886 dollara á tonnið en það hefur stöðugt farið lækkandi frá því í febrúar s.l. þegar það stóð í um 2.350 dollurum á tonnið. Hefur verðið því lækkað um 20% á þessum tímabili. 31.7.2012 08:36 Rúmlega þriðjungur Evrópuríkja telst vera í kreppu Af 31 ríki í Evrópu sem skila inn upplýsingum um landsframleiðslu sína til Hagstofu Evrópu teljast 13 þeirra vera í kreppu samkvæmt alþjóðlegum viðmiðunum. 31.7.2012 06:25 Apple kynnir nýja vörulínu í september Líklegt þykir að tæknirisinn Apple muni kynna nýja vörulínu í september. Þá er talið nýr iPhone snjallsími verði opinberaður, sem og minni útgáfa af iPad spjaldtölvunni. 30.7.2012 21:00 HSBC aðstoðaði efnaða Breta við tugmilljarða skattsvik Rannsókn á vegum ríkisskattstjóra Bretlands hefur leitt í ljós skattsvik efnaðara Breta upp á um 200 milljónir punda eða um 40 milljarða króna en þessir Bretar áttu bankareikninga hjá einkabankaþjónustu HSBC bankans í Sviss. 30.7.2012 06:30 Vextir á spænskum ríkisskuldabréfum niður í 6,5% Vextir á spænskum ríkisskuldabréfum til 10 ára eru komnir niður í rúmlega 6,5%. Hafa vextirnir því lækkað um meir en eitt prósentustig frá því í síðustu viku. 30.7.2012 10:59 Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum undir 6% Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum til 10 ára fóru niður fyrir 6% í útboði í morgun eða í 5,96%. Þetta er nokkru lægra en í sambærilegu útboði í síðasta mánuði þegar vextirnir voru 6,19%. 30.7.2012 10:14 Berlín gæti skuldað smábæ þúsundir milljarða evra Nær fimmhundruð ára gamalt skuldabréf er komið í leitirnar en samkvæmt því skuldar Berlínarborg þýska þorpinu Mittenwalde 122 milljónir evra eða um 18 milljarða króna. 30.7.2012 06:44 Bretland heldur toppeinkunn sinni Matsfyrirtækið Standard and Poor's hefur tilkynnt að Bretland muni halda toppeinkun sinni AAA að sinni. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að breskur efnahagur muni ná sér aftur á strik eftir óhagstæðan fyrrihluta ársins 2012. 28.7.2012 16:25 Starfsmenn fleiri banka gegndu lykilhlutverki í Libor-hneykslinu Nýjar upplýsingar úr dómsskjölum sem lögð hafa verið fram benda til þess að hópar verðbréfamiðlara frá þremur evrópskum bönkum hafi gegnt lykilhlutverki í markaðsmisnotkun með svokallaða LIBOR-vexti, millibankavexti á fjármálamarkaði. 28.7.2012 10:12 Aldrei meira atvinnuleysi á Spáni - tæplega 6 milljónir án atvinnu Atvinnuleysi á Spáni hefur aldrei mælst meira í sögu landsins og er nú 24,6 prósent, en 5,7milljónir Spánverja eru án atvinnu. Sífellt fleiri leita á náðir hjálparstofnana til að fá matargjafir, jafnvel í millistéttarhverfum. 27.7.2012 19:09 Ætla að vernda evruna Forseti Frakklands, Francois Hollande, og Angela Merkel, Þýskalandskanslari, sögðu í dag að þau myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vernda evruna. 27.7.2012 16:10 Facebook í frjálsu falli Hlutabréf í samskiptamiðlinum Facebook voru í frjálsu falli við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í New York í dag. Virði hlutabréfanna féll um 16 prósent og standa þau nú í 22.37 dollurum á hvern hlut eða það sem nemur rúmum 2.700 íslenskum krónum. 27.7.2012 14:57 Atvinnuleysi eykst á Spáni Atvinnuleysi á Spáni heldur áfram að aukast. Samkvæmt nýjustu tölum eru 5.7 milljón Spánverjar nú atvinnulausir. Þetta þýðir að einn af hverjum fjórum Spánverjum á vinnufærum aldri leitar nú atvinnu. 27.7.2012 12:38 Írland komið inn úr kuldanum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum Írar eru komni inn úr kuldanum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum eftir velheppnað skuldabréfaútboð írska ríkisins síðdegis í gær. 27.7.2012 07:58 Hlutabréf í Facebook hröpuðu eftir uppgjör Hlutabréf í Facebook hröpuðu niður í 24 dollara stykkið í gærkvöldi eftir að Facebook birti uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung. 27.7.2012 06:46 Allt gert til að bjarga evrunni Mario Draghi, yfirmaður Seðlabanka Evrópusambandsins, segir að bankinn muni gera allt sem í hans valdi stendur til að bjarga evrunni úr þeim vanda sem nú steðjar að. 27.7.2012 03:00 Röskun á þjónustu Twitter rétt fyrir Ólympíuleika Röskun varð á þjónustu Twitter í dag. Heimasíða samskiptamiðilsins hrundi og var óaðgengileg í rúma klukkustund, notendur gátu þó birt skilaboð í gegnum smáforrit. 26.7.2012 17:10 Óvissa um hagnað Facebook eftir slæmt gengi Zynga Uppgjör bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga fyrir síðasta ársfjórðung var neikvætt. Margir óttast að slæmt gengi fyrirtækisins gefi til kynna að uppgjör samskiptamiðilsins Facebook verði einnig neikvætt en rekstur fyrirtækjanna er nátengdur. 26.7.2012 13:56 Stjörnur og áhrifamenn fjárfesta í Stamped Mikið hefur verið rætt um smáforritið Stamped síðustu vikur. Í dag var nýjasta útgáfa þess kynnt en um leið var opinberað hverjir hafa fjárfest í þessum litla en þó ört stækkandi samskiptamiðli. 26.7.2012 12:37 Samskiptamiðlar slíta barnsskónum og málin flækjast Bandaríska greiningarfyrirtækið Gartner áætlar að tekjur samskiptamiðla á þessu ári komi til með að nema tæpum 17 milljörðum dollara, eða það sem nemur 2.114 milljörðum íslenskra króna. Helmingur upphæðarinnar kemur frá auglýsingatekjum. 26.7.2012 11:50 Bandaríkjamenn varaðir við verðhækkunum á matvælum Bandaríska landbúnaðarráðuneytið hefur varað almenning í Bandaríkjunum við því að töluverðar verðhækkanir eru framundan á matvælum í landinu. 26.7.2012 09:53 HSBC bankinn sektaður um 3,5 milljarða í Mexíkó Fjármálaeftirlitið í Mexíkó hefur sektað HSBC bankann um tæplega 3,5 milljarða króna vegna brota á lögum um peningaþvætti í landinu. 26.7.2012 06:47 Hagnaður Statoil langt umfram væntingar sérfræðinga Hagnaður norska olíufélagsins Statoil var langt umfram væntingar sérfræðinga á öðrum ársfjórðungi ársins. 26.7.2012 09:19 Rúmlega 700 milljarða hagnaður hjá Shell Royal Dutch Shell stærsta olíufélag Evrópu skilaði 5,7 milljarða dollara, eða rúmlega 700 milljarða kr. hagnaði á öðrum ársfjórðungi ársins. 26.7.2012 09:08 Sjá næstu 50 fréttir
Niðursveifla á mörkuðum Niðursveiflan á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum í gærdag og gærkvöldi hélt áfram á Asíumörkuðunum í nótt. Þannig lækkaði Nikkei vísitalan í Tókýó um rúmt prósent og Hang Seng vísitalan í Hong Kong um tæpt prósent. 3.8.2012 06:27
Yfirlýsingar Draghis ollu vonbrigðum Seðlabankastjóri ESB boðar bein inngrip bankans í skuldabréfamarkaði til að styðja við evruna, en útskýrði ekki nánar í hverju þau áform væru fólgin. Þau verði útfærð nánar á næstu vikum. Verðbréf féllu í kjölfarið víða í verði. 3.8.2012 00:01
83 milljón plat einstaklingar á facebook Yfir 83 milljón notendur á facebook eru plat. Þetta tilkynnti fyrirtækið í síðustu viku. 2.8.2012 14:38
Stærstu seðlabankar heimsins grípa enn til aðgerða Seðlabankar Bandaríkjanna og Evrópu segja í tilkynningum, í sitt hvoru lagi, að þeir muni gera það sem til þarf til þess að styðja við efnahagslegan vöxt. Haft er eftir Ben Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, að vöxtum verði haldið við "allra lægstu mörk“ í það minnsta fram á árið 2014, í þeirri von að það styðji við framgang atvinnulífsins og vinni gegn stöðnun og samdrætti í efnahagslífi, jafnt í Bandaríkjunum sem annars staðar. 2.8.2012 10:20
Íhuga að þjóðnýta Royal Bank of Scotland að fullu Breska ríkisstjórnin íhugar nú að þjóðnýta stórbankann Royal Bank of Scotland að fullu. 2.8.2012 10:13
Þriðja borgin í Kaliforníu orðin gjaldþrota Þriðja borgin í Kaliforníu er orðin gjaldþrota. Nú er það San Bernardino og borgaryfirvöld þar segja að þau geti ekki lengur borgað reikninga borgarinnar en skuldirnar nema hátt í milljarði dollara. 2.8.2012 06:48
Grikkir hafa ekki lengur efni á að borga mútur til embættismanna Verulega hefur dregið úr mútugreiðslum til embættismanna í Grikklandi undanfarin ár. Ástæðan er sú að grískur almenningur hefur ekki lengur efni á þessum greiðslum. 2.8.2012 06:36
Hlutabréf í Bandaríkjunum lækka Verð á hlutabréfum í Bandaríkjunum lækkaði þó nokkuð í dag. S&P lækkaði um 0.29 prósent og stendur nú í 1.375.32. 1.8.2012 23:48
Fasteignaverð í Bretlandi heldur áfram að lækka Fasteignaverð í Bretlandi heldur áfram að lækka samkvæmt tölum sem breska hagstofan birti í morgun. Lækkunin í júlímánuði er sú hraðasta síðan 2009 en hún var 0,7 prósent í mánuðinum. Undanfarið ár hefur fasteignaverð á landsvísu í Bretlandi lækkað um 2,6 prósent. 1.8.2012 14:53
Millistjórnandi Citigroup sýknaður Brian Stoker, fyrrverandi millistjórnandi hjá bandaríska fjárfestingabankanum Citigroup, var í gær sýknaður af ásökunum um að hafa selt fjárfestum skuldabréfavafninga (CDO) á sama tíma og hann vissi, eða mátti vita, að eignirnar væru ofmetnar. Málareksturinn gegn Stoker hófst í október í fyrra þegar ákærunni á hendur honum var þinglýst. 1.8.2012 09:21
Man. Utd. hyggst safna 40 milljörðum á markaði Enska knattspyrnufélagið Manchester United hyggst safna 330 milljónum dala, jafnvirði um 40 milljörðum króna, með nýju hlutafé með skráningu á markað í New York í Bandaríkjunum. Hver hlutur verður seldur á bilinu 16 til 20 dali, að því er segir í skráningarlýsingu vegna útboðsins sem vitnað er til á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. 1.8.2012 08:45
Hátt í 60.000 störf í boði í norska olíuiðnaðinum Hátt í 60.000 störf eru nú í boði innan norska olíuiðnaðarins. Sökum þessa hafa norsku olíufélögin ákveðið að opna sérstaka ráðningarskrifstofu í Kaupmannahöfn. 1.8.2012 06:37
Færeyingar ætla sér stóra hluti þegar norðurleiðin opnast Færeyingar ætla sér stóra hluti þegar siglingarleiðin yfir Norðurpólinn opnast ef marka má orð Kaj Leo Johannesen lögmanns Færeyja. 1.8.2012 06:42
Snjallsímar taka yfir - niðurhal eykst Algjör kúvending hefur orðið á farsímanotkun hér á landi að undanförnu þar sem gagnaniðurhal hefur margfaldast. Þrátt fyrir það erum við nokkru á eftir Norðurlöndunum, segir framkvæmdastjóri Nova. Gríðarlega hröð sala á vinsælum snjallsímum á heimsvísu hefur haft afgerandi áhrif á farsímanotkun. 31.7.2012 18:30
Atvinnulausum í Evrópu fjölgaði um tvær milljónir á einu ári Meðalatvinnuleysi í Evrópu er nú í hæstu hæðum samkvæmt tilkynningu sem hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, birti í morgun. Atvinnuleysi mælist nú 11,2 prósent, svipað og í maí mánuði, en atvinnulausum í Evrópu hefur fjölgað um tvær milljónir manna á einu ári, en í júní í fyrra mældist meðalatvinnuleysi í Evrópu 10,4 prósent. 31.7.2012 17:20
Málið gegn Robert látið niður falla Yfirréttur (e. High court) í Englandi hefur ákveðið að láta mál Roberts Tchenguiz niður falla, en í síðasta mánuði var mál bróður hans Roberts látið niður falla. Breska blaðið Financial Times greinir frá þessu. 31.7.2012 11:52
UBS tapaði 42,2 milljörðum á Facebook Svissneski risabankinn UBS tapaði 349 milljónum dala, jafnvirði um 42,2 milljörðum króna, á viðskiptum og lánveitingum til kaupa á hlutabréfum í Facebook. Á vef breska ríkisútvarpsins BBC segir að hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi þessa árs hafi numið 425 milljónum dala, eða litlu meira en sem nam tapinu vegna Facebook bréfanna. 31.7.2012 10:01
AGK, lið Ólafs Stefánssonar, er gjaldþrota AGK, handboltaliðið sem Ólafur Stefánsson og fleiri Íslendingar leika með í Kaupmannahöfn, er gjaldþrota. 31.7.2012 09:26
Holland er „miðlunarríki“ Hollenska hagkerfið byggist ekki síst á þeirri sérþekkingu sem byggst hefur upp í kringum vörumiðlun, m.a. í gegnum stórar hafnir í landinu. 31.7.2012 08:56
Sjórán kosta neytendur yfir 200 milljarða í hækkuðu vöruverði Reikna má með að starfsemi sjóræningja undan ströndum Sómalíu muni kosta neytendur í heiminum í ár yfir 200 milljarða króna í hækkuðu vöruverði. 31.7.2012 06:20
Aldarafmæli Friedmanns minnst Þess er minnst í dag að einn af þekktustu hagfræðingum tuttugustu aldarinnar, Milton Friedman, hefði orðið hundrað ára gamall ef hann hefði lifað. Friedman var jafnan talinn til hóps Chicago hagfræðinga, en þeir áttu það sameiginlegt að leggja áherslu á frjálst markaðshagkerfi. Á Wikipedia kemur fram að Friedman er talinn vera næstáhrifamesti hagfræðingur síðustu aldar á eftir John Maynard Keynes. Friedman var einn af efnahagsráðgjöfum Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og hafði mikil áhrif á efnahagsstefnu Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. 31.7.2012 09:54
Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að lækka Heimsmarkaðsverð á áli er komið niður í 1.886 dollara á tonnið en það hefur stöðugt farið lækkandi frá því í febrúar s.l. þegar það stóð í um 2.350 dollurum á tonnið. Hefur verðið því lækkað um 20% á þessum tímabili. 31.7.2012 08:36
Rúmlega þriðjungur Evrópuríkja telst vera í kreppu Af 31 ríki í Evrópu sem skila inn upplýsingum um landsframleiðslu sína til Hagstofu Evrópu teljast 13 þeirra vera í kreppu samkvæmt alþjóðlegum viðmiðunum. 31.7.2012 06:25
Apple kynnir nýja vörulínu í september Líklegt þykir að tæknirisinn Apple muni kynna nýja vörulínu í september. Þá er talið nýr iPhone snjallsími verði opinberaður, sem og minni útgáfa af iPad spjaldtölvunni. 30.7.2012 21:00
HSBC aðstoðaði efnaða Breta við tugmilljarða skattsvik Rannsókn á vegum ríkisskattstjóra Bretlands hefur leitt í ljós skattsvik efnaðara Breta upp á um 200 milljónir punda eða um 40 milljarða króna en þessir Bretar áttu bankareikninga hjá einkabankaþjónustu HSBC bankans í Sviss. 30.7.2012 06:30
Vextir á spænskum ríkisskuldabréfum niður í 6,5% Vextir á spænskum ríkisskuldabréfum til 10 ára eru komnir niður í rúmlega 6,5%. Hafa vextirnir því lækkað um meir en eitt prósentustig frá því í síðustu viku. 30.7.2012 10:59
Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum undir 6% Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum til 10 ára fóru niður fyrir 6% í útboði í morgun eða í 5,96%. Þetta er nokkru lægra en í sambærilegu útboði í síðasta mánuði þegar vextirnir voru 6,19%. 30.7.2012 10:14
Berlín gæti skuldað smábæ þúsundir milljarða evra Nær fimmhundruð ára gamalt skuldabréf er komið í leitirnar en samkvæmt því skuldar Berlínarborg þýska þorpinu Mittenwalde 122 milljónir evra eða um 18 milljarða króna. 30.7.2012 06:44
Bretland heldur toppeinkunn sinni Matsfyrirtækið Standard and Poor's hefur tilkynnt að Bretland muni halda toppeinkun sinni AAA að sinni. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að breskur efnahagur muni ná sér aftur á strik eftir óhagstæðan fyrrihluta ársins 2012. 28.7.2012 16:25
Starfsmenn fleiri banka gegndu lykilhlutverki í Libor-hneykslinu Nýjar upplýsingar úr dómsskjölum sem lögð hafa verið fram benda til þess að hópar verðbréfamiðlara frá þremur evrópskum bönkum hafi gegnt lykilhlutverki í markaðsmisnotkun með svokallaða LIBOR-vexti, millibankavexti á fjármálamarkaði. 28.7.2012 10:12
Aldrei meira atvinnuleysi á Spáni - tæplega 6 milljónir án atvinnu Atvinnuleysi á Spáni hefur aldrei mælst meira í sögu landsins og er nú 24,6 prósent, en 5,7milljónir Spánverja eru án atvinnu. Sífellt fleiri leita á náðir hjálparstofnana til að fá matargjafir, jafnvel í millistéttarhverfum. 27.7.2012 19:09
Ætla að vernda evruna Forseti Frakklands, Francois Hollande, og Angela Merkel, Þýskalandskanslari, sögðu í dag að þau myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vernda evruna. 27.7.2012 16:10
Facebook í frjálsu falli Hlutabréf í samskiptamiðlinum Facebook voru í frjálsu falli við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í New York í dag. Virði hlutabréfanna féll um 16 prósent og standa þau nú í 22.37 dollurum á hvern hlut eða það sem nemur rúmum 2.700 íslenskum krónum. 27.7.2012 14:57
Atvinnuleysi eykst á Spáni Atvinnuleysi á Spáni heldur áfram að aukast. Samkvæmt nýjustu tölum eru 5.7 milljón Spánverjar nú atvinnulausir. Þetta þýðir að einn af hverjum fjórum Spánverjum á vinnufærum aldri leitar nú atvinnu. 27.7.2012 12:38
Írland komið inn úr kuldanum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum Írar eru komni inn úr kuldanum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum eftir velheppnað skuldabréfaútboð írska ríkisins síðdegis í gær. 27.7.2012 07:58
Hlutabréf í Facebook hröpuðu eftir uppgjör Hlutabréf í Facebook hröpuðu niður í 24 dollara stykkið í gærkvöldi eftir að Facebook birti uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung. 27.7.2012 06:46
Allt gert til að bjarga evrunni Mario Draghi, yfirmaður Seðlabanka Evrópusambandsins, segir að bankinn muni gera allt sem í hans valdi stendur til að bjarga evrunni úr þeim vanda sem nú steðjar að. 27.7.2012 03:00
Röskun á þjónustu Twitter rétt fyrir Ólympíuleika Röskun varð á þjónustu Twitter í dag. Heimasíða samskiptamiðilsins hrundi og var óaðgengileg í rúma klukkustund, notendur gátu þó birt skilaboð í gegnum smáforrit. 26.7.2012 17:10
Óvissa um hagnað Facebook eftir slæmt gengi Zynga Uppgjör bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga fyrir síðasta ársfjórðung var neikvætt. Margir óttast að slæmt gengi fyrirtækisins gefi til kynna að uppgjör samskiptamiðilsins Facebook verði einnig neikvætt en rekstur fyrirtækjanna er nátengdur. 26.7.2012 13:56
Stjörnur og áhrifamenn fjárfesta í Stamped Mikið hefur verið rætt um smáforritið Stamped síðustu vikur. Í dag var nýjasta útgáfa þess kynnt en um leið var opinberað hverjir hafa fjárfest í þessum litla en þó ört stækkandi samskiptamiðli. 26.7.2012 12:37
Samskiptamiðlar slíta barnsskónum og málin flækjast Bandaríska greiningarfyrirtækið Gartner áætlar að tekjur samskiptamiðla á þessu ári komi til með að nema tæpum 17 milljörðum dollara, eða það sem nemur 2.114 milljörðum íslenskra króna. Helmingur upphæðarinnar kemur frá auglýsingatekjum. 26.7.2012 11:50
Bandaríkjamenn varaðir við verðhækkunum á matvælum Bandaríska landbúnaðarráðuneytið hefur varað almenning í Bandaríkjunum við því að töluverðar verðhækkanir eru framundan á matvælum í landinu. 26.7.2012 09:53
HSBC bankinn sektaður um 3,5 milljarða í Mexíkó Fjármálaeftirlitið í Mexíkó hefur sektað HSBC bankann um tæplega 3,5 milljarða króna vegna brota á lögum um peningaþvætti í landinu. 26.7.2012 06:47
Hagnaður Statoil langt umfram væntingar sérfræðinga Hagnaður norska olíufélagsins Statoil var langt umfram væntingar sérfræðinga á öðrum ársfjórðungi ársins. 26.7.2012 09:19
Rúmlega 700 milljarða hagnaður hjá Shell Royal Dutch Shell stærsta olíufélag Evrópu skilaði 5,7 milljarða dollara, eða rúmlega 700 milljarða kr. hagnaði á öðrum ársfjórðungi ársins. 26.7.2012 09:08