Fleiri fréttir

Bjart yfir Evrópu

Það bárust jákvæðar tölur frá hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag. FTSE vísitalan hækkaði um 0,19%, franska CAC 40 vísitalan hækkaði um 1,01% og þýska Dax hækkaði um 0,22%.

16,5 milljónir atvinnulausra á evrusvæðinu

Samtals eru um 16,5 milljónir manna án vinnu á evrusvæðinu samkvæmt tölum Hagstofu Evrópu (Eurostat) sem birtar voru í morgun. Atvinnulausum á svæðinu hefur fjölgað um 751 þúsund frá því árið á undan.

Japan að rétta úr kútnum

Efnahagur Japans heldur áfram að rétta úr kútnum eftir að hafa orðið fyrir miklu höggi er jarðskjálfti skók landið 11. mars í fyrra. Nýjar hagtölur um framleiðslu bílaframleiðenda í landinu þykja sýna að landið er á réttri leið, að því er fram kemur vef breska ríkiútvarpsins BBC

Atvinnuleysi minnkar áfram í Þýskalandi

Atvinnuleysi heldur áfram að minnka í Þýskalandi og hefur ekki verið minna í tvo áratugi. Atvinnuleysið minnkaði í janúar niður í 6,7% en sérfræðingar höfðu vænst þess að það yrði óbreytt í 6,8%.

Rauður dagur á mörkuðum

Það var rauður dagur beggja megin Atlantsála í dag. Vestanhafs lækkaði Nasdaq vísitalan um 0,16%, S&P 500 lækkaði um 0,25% og Dow Jones lækkaði um 0,86%. FTSE vísitalan lækkaði um 1,09%, þýska Dax vísitalan lækkaði um 1,04% og franska Cac 40 lækkaði um 1,60%.

Osborne fagnar því að bankamaður þiggi ekki bónusinn

George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, segir þá ákvörðun Stephen Hester, forstjóra Royal Bank of Scotland, að þiggja ekki bónusgreiðslu upp á eina milljóna punda, jafnvirði ríflega 190 milljóna króna, vera skynsamlega og rökrétta. "Skattgreiðendur settu milljarða punda inn í rekstur bankans þegar hann var að falla, og það er eðlilegt að þeir njóti forgangs þegar vel gengur," sagði Osborne í viðtali við breska blaðið The Guardian í morgun.

Forstjóri RBS neitaði að taka við bónusinum

Forstjóri breska bankans Royal Bank of Scotland (RBS), Stephen Hester, hefur ákveðið að þiggja ekki bónusgreiðslur upp eina milljón punda, eða sem jafngildir ríflega 190 milljónum króna, vegna rekstrarársins í fyrra. Breska ríkisútvarpið BBC greindi frá þessu í morgun.

Facebook er að breyta heiminum hratt

Facebook er í ótrúlegri stöðu til þess að kortleggja hegðun mörg hundruð milljóna manna um heim allan og nýta sér upplýsingarnar til fjárhagslegs ávinnings. Hópur Facebook notenda fer hratt stækkandi. Fyrirtækið er sífellt að þróa nýja möguleika til þess að nýta sér gríðarlegt magn upplýsinga um þá sem skráðir eru á vefinn.

Grikkir ósáttir við Þjóðverja

Grískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við áformum þýskra stjórnvalda, sem láku í fjölmiðla fyrir helgi, um að leggja til að Evrópusambandið fái synjunarvald yfir skattastefnu og útgjöldum gríska ríkisins.

Eitt af stærstu flugfélögum Spánar rambar á barmi gjaldþrots

Spanair, eitt af stærstu flugfélögum Spánar, hefur aflýst öllum flugferðum vegna mikillar óvissu um fjárhagslega framtíð fyrirtækisins. Spanair hefur átt við mikla rekstrarerfiðleika að glíma frá því að vél þess fórst í flugslysi fyrir fjórum árum.

Millibankamarkaðir enn frostnir

Mario Draghi, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir að enn sé langt þangað til fjármagnsmarkaðir komist í það sem talist geti eðlilegt ástand. Þetta kom fram í erindi sem Draghi hélt á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) í Davos í Sviss.

Nethagkerfið mun tvöfaldast á fjórum árum

Vefhagkerfi heimsins mun tvöfaldast að stærð á næstu fjórum árum samkvæmt skýrslu sem Boston Consulting Group vann fyrir hugbúnaðarrisann Google. Velta þeirrar þjónustu sem boðið er upp á vefnum nemur 2.300 milljörðum dollara á ári eða sem nemum 285 þúsund milljörðum króna. Talið er að veltan muni fara í 4.200 milljarða dollara, yfir 5.000 milljarða króna, á árinu 2016 að því er fram kemur í skýrslunni.

Rússar neyðast til að lækka skatta á olíu- og gasvinnslu

Það eru ekki aðeins íslensk stjórnvöld sem neyðast til að breyta skattareglum vegna olíu- og gasvinnslu. Nú hafa rússnesk stjórnvöld tilkynnt að endurskoða þurfi rússnesku skattalöggjöfina vegna olíu- og gasvinnslu á hafsbotni. Með því vonast þau til að uppbygging hefjist á rússneska Shtokman-svæðinu í Barentshafi, djúpt norðaustur af Múrmansk.

Gates gefur 92 milljarða til baráttu gegn sjúkdómum

Milljarðamæringurinn Bill Gates er með gjafmildari mönnum heimsins. Nú hefur hann og eiginkona hans Melinda tilkynnt að þau muni gefa 750 milljónir dollara eða sem svarar til 92 milljarða króna í þágu baráttunnar gegn eyðni, berklum og malaríu.

Hlutabréf hækkuðu og lækkuðu

Yfirlýsing Seðlabanka Bandaríkjanna frá því í gær, þess efnis að bankinn ætlaði að halda vöxtum niðri fram til ársins 2014, hafði þau áhrif á mörkuðum í Evrópu í dag að þeir sýndu grænar hækkunartölur víðast hvar, að því er fram kemur á vefsíðu The New York Times.

Angela Merkel: Þörf á alveg nýrri nálgun

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) í Davos í Sviss, að þörf væri á alveg nýrri nálgun á stjórnun ríkisfjármála og efnahagsmála. "Kerfislægar breytingar sem leiða til þess að fleiri störf skapist er það sem þarf að gera núna,“ sagði Merkel á blaðamannafundi, eftir fundahöld leiðtoga víða að.

iPhone 5 í júní?

Það eru margir sem bíða spenntir eftir nýjustu útgáfunni af iPhone-símanum sem er gríðarlega vinsæll á meðal Íslendinga. Í haust kom út iPhone 4S en margir aðdáendur símans urðu fyrir miklum vonbrigðum enda voru margir búnir að spá fyrir að iPhone 5 kæmi út í haust.

Kröfuhafar vilja raunhæfa áætlun Grikkja

Stjórnvöld í Grikklandi freista þess enn að ná samkomulagi við kröfuhafa sína, en skuldir ríkisins eru almennt álitnar það íþyngjandi fyrir rekstur ríksins, að óhjákvæmilegt sé að afskrifa stóran hluta skuldanna. Þetta kemur fram á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Airbus viðurkennir galla í vængjum A380

Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur viðurkennt að gallar séu til staðar í vængjum júmbóþotu sinnar A380. Hinsvegar sé öruggt að fljúga með þessum þotum.

Vöxtum haldið niðri til árið 2014

Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti um það í dag að líklegt væri að stýrivöxtum yrði haldið niðri til árið 2014. Vextir verða ekki lægri en nú, en þeir eru 0 til 0,25 prósent.

Eiríkur rauði verður tekjuhæsti borpallur heims

Breska olíufyrirtækið Ophir, sem sérhæfir sig í olíuleit undan ströndum Afríku, hefur samið við borfyrirtækið Ocean Rig um leigu á borpallinum Eirik Raude, eða Eiríki rauða, í 60 daga borverkefni í landgrunni Miðbaugs-Gíneu fyrir 52 milljónir dollara.

Tim Cook: "iPad étur upp vinsældir Windows"

Tim Cook, stjórnarformaður Apple, hafði ríka ástæðu til að fagna í dag þegar uppgjörstölur fyrirtækisins voru kynntar. Hann notaði því tækifærið til að skjóta harkalega að helsta keppinaut Apple.

Ótrúlegar hagnaðartölur Apple

Hugbúnaðarrisinn Apple hagnaðist um 13,6 milljarða dollara, eða sem nemur tæplega 1.700 milljörðum króna, á síðustu þremur mánuðum síðasta árs. Hagnaðurinn hækkað um 118% samanborið við sama tímabil árið 2010.

Fyrsti viðskipahalli í Japan í 30 ár

Stjórnvöld í Japan hafa tilkynnt að verulegur halli varð á viðskiptajöfnuði landsins í fyrra og er það í fyrsta sinn í 30 ár sem halli er á jöfnuðinum.

Tveir sjóðir og Walker berjast um Iceland

Baráttan um kaupin á verslunarkeðjunni Iceland Foods stendur nú á milli fjárfestingarsjóðanna BC Partners og Bain Capital annarsvegar og Malcolm Walker hinsvegar.

Stýrivextir í Indlandi 8,5 prósent

Seðlabanki Indlands heldur áfram að berjast við töluverða verðbólgu í landinu, sem mælist nú 7,47 prósent samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC. Stýrivöxtum var í dag haldið í 8,5 samkvæmt ákvörðun seðlabankans.

Slaki í Evrópu dregur hagvöxtinn niður

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur endurskoðað hagvaxtarspá sína og spáir því nú að árið 2012 verði örlítið verra í efnahagslegu tilliti en fyrri spá gerði ráð fyrir. Meðaltalshagvöxtur verður 3,3 prósent samanborið við tæplega fjögur prósent miðað í fyrri spá.

Forstjóri Renault óttast árið 2012

Forstjóri Renault, Carlos Ghosn, segir að horfur í efnahagsmálum á þessu ári séu slæmar. Hann telur að sala á bifreiðum gæti dregist saman um tvö til þrjú prósent á árinu og jafnvel enn meira í Frakklandi heldur en annars staðar. "Þetta verður erfitt fyrir alla, ekki aðeins Renault," sagði Ghosn í samtali við Wall Street Journal.

Rauðar tölur á hlutabréfamörkuðum

Hlutabréfamarkaðir hafa víðast hvar einkennst af rauðum lækkunartölum. Markaðir í Bandaríkjunum opnuðu með lækkun. Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum hefur lækkað um 0,55% en í Evrópu eru lækkunartölurnar heldur skarpari. Flestar vísitölur hafa lækkað um ríflega eitt prósent.

Gullæði runnið á hóteleigendur í Úkraníu

Gullæði er runnið á eigendur hótela og gistihúsa í borgunum Kharkiv og Lviv í Úkraníu þar sem Evrópumeistaramótið í fótbolta fer fram í sumar. Dæmi eru um 4.700% hækkun á gistinóttum.

Sjá næstu 50 fréttir