Fleiri fréttir

Nauðsynlegt að endurskipuleggja Seðlabanka Evrópu

Markus C. Kerber, einn virtasti prófessor TU háskólans í Berlín, segir helsta vandamálið í Evrópu snúa að Seðlabanka Evrópu, fremur en evrunni sem slíkri. Nauðsynlegt sé að endurskipuleggja hann.

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar töluvert

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað töluvert frá því fyrir helgina. Bandarísk léttolían hefur lækkað um 2% og er komin niður í 98 dollara á tunnuna, Brentolían er komin niður í 110 dollara á tunnuna að nýju og hefur lækkað um rúmt prósent.

Kína reiðir sig 175,6% á Bandaríkin

Gordon Chang, sérfræðingur viðskiptatímaritsins Forbes í málefnum Kína og Asíu, segir að nýjustu tölur um vöruskiptajöfnuð Kína sýna að samband landsins við Bandaríkin sé að verða enn nánara en áður.

Besti janúarmánuður í fimmtán ár

Það er útlit fyrir að þessi mánuður verði besti janúarmánuður í Kauphöllinni á Wall Street síðustu fimmtán árin. Óstöðugleikinn hefur ekki verið minni á markaðnum síðan í júlí síðastliðnum.

Yfir 800 milljarða hagnaður á þremur mánuðum

Hagnaður Microsoft, stærsta hugbúnaðarfyrirtækis í heimi, nam 6,64 milljörðum dollara á síðustu þremur mánuðum síðasta árs, eða sem nemur 823 milljörðum króna. Það er örlítil hagnaðarminnkun frá sama tímabili ársins á undan.

Danska bankahrunið að verða stærra en það íslenska

Ef einn danskur banki, eða sparisjóður, í viðbót kemst í þrot í Danmörku er danska bankahrunið orðið meira en það íslenska. Þetta kemur fram í umfjöllun danska viðskiptaritsins Ugebrevet A4. Þegar hafa 10 danskir bankar fallið frá hruninu haustið 2008.

Allir starfsmenn IKEA í heiminum fá bónus

Ingvar Kamprad stofnandi og aðaleigandi IKEA verslunarkeðjunnar segir að allir 126.000 starfsmenn IKEA í heiminum, þar á meðal á Íslandi, eigi að fá bónusa í samræmi við árangur keðjunnar.

Einn þingmaður tók Warren Buffett á orðinu

Ofurfjárfesturinn Warren Buffett skoraði nýlega á þingmenn Repúblikanaflokksins að gefa hluta af launum sínum í ríkissjóð til að styrkja afleita stöðu sjóðsins. Buffett myndi leggja fram sömu upphæð sjálfur. Einn þeirra tók Buffett strax á orðinu.

Markaðir einkenndust af grænum tölum

Hlutabréfamarkaðir einkenndust víðast hvar af grænum tölum í dag. Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu á bilinu 1 til 2 prósent, þar af nam hækkun Nasdaq vísitölunnar 0,67 prósentum.

eBay með methagnað fyrir jól í fyrra

Netfyrirtækið eBay skilaði methagnaði á síðustu þremur mánuðum síðasta árs. Heildartekjurnar á fyrrnefndu tímabili námu tæplega tveimur milljörðum dollara, tæplega 260 milljörðum króna, samanborið við 559 milljónir dollara tekjur árið undan, eða sem nemur tæplega 72 milljörðum króna. Tekjurnar því meira en þrefölduðust.

4,5 milljónir mótmæltu SOPA hjá Google

Tölvurisinn Google segir að fjórar og hálf milljón manna hafi skrifað undir áskorun til þingmanna á Bandaríkjaþingi þess efnis að komið verði í veg fyrir að tvö frumvörp sem tryggja eiga hugverkarétt á Netinu verði samþykkt.

Indverjar tvöfalda tolla á innflutningi á gulli og silfri

Stjórnvöld á Indlandi hafa ákveðið að hækka innflutningstolla á gulli um 90% og á silfri um 100%. Þar sem Indland er annar stærsti innflytjandi heimsins á gulli er talið að þetta muni hafa áhrif til lækkunnar á heimsmarkaðsverði þess.

Kodak sækir um greiðslustöðvun

Eastman Kodak, fyrirtækið sem fann upp myndavélar eins og þær eru í núverandi mynd, hefur sótt um greiðslustöðvun. Það þýðir að lánadrottnar fyrirtækisins geta ekki sótt um að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Fyrirtækið mun því fá gálgafrest til þess að endurskipuleggja fjárhag sinn. BBC fréttastofan segir að fyrirtækið sé hætt, í það minnsta um stundarsakir, að þróa myndavélar og er nú mest í framleiðslu á tölvuprenturum. Fyrirtækið hefur átt í mestu erfiðleikum með að halda í við samkeppnisaðila um að þróa starfræna tækni.

Tveir evrópskir stórbankar á hættusvæði

Tveir evrópskir stórbankar eru á hættusvæði og talið að þeir nái ekki að uppfylla nýjar reglur um 9% lágmark á eiginfjárhlutfalli evrópskra banka sem tekur gildi á morgun, föstudag, án þess að viðkomandi stjórnvöld dæli í þá fé.

Lokað vegna mótmæla

Áform Bandaríkjaþings um að tryggja hugverkarétt á netinu gagnrýnd fyrir að ganga of langt. Bandaríkjaforseti hefur tekið undir gagnrýnina.

Borgin Detroit á leiðinni í gjaldþrot

Góðar líkur eru á að borgin Detroit í Bandaríkjunum lýsi sig gjaldþrota. Ef svo fer verður þetta stærsta borgin í sögu Bandaríkjanna sem fer þá leið.

Markaðir í uppsveiflu

Áætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að auka útlánagetu sína upp í nær 1.000 milljarða dollara til að berjast gegn skuldakreppunni á evrusvæðinu olli töluverðum hækkunum á mörkuðum í Bandaríkjunum í gærkvöldi og Asíumörkuðum í nótt.

Bílasafn Saab selt í útboði

Á föstudag rennur út frestur til að skila inn tilboðum til þrotabús Saab-bílaverksmiðjunnar í Trollhättan í Svíþjóð vegna sölu á bílasafni Saab. Á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) segir að þá komi í ljós hvaða verð fáist fyrir bílana 123 og sömuleiðis hvort safnið verði "selt í heilu lagi eða bílarnir dreifist út um tvist og bast“.

Sjö ákærðir í innherjamáli á Wall Street

Bandaríska alríkislögreglan handtók í dag sjö menn sem grunaðir eru um innherjasvik. Handtökurnar fóru fram í New York, Boston og Los Angeles. Allir hafa verið ákærðir, en þeir eru grunaðir um að hafa hagnast um 62 milljónir dollara, eða um átta milljarða króna.

Nauðsynlegt að afskrifa skuldir Grikklands

Viðræður standa nú yfir milli grískra ráðamanna og fulltrúa kröfuhafa landsins en vonir standa til þess að samkomulag náist um 50% afskrift á opinberum skuldum landsins.

Tæplega 2,7 milljónir án vinnu í Bretlandi

Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki mælst meira í janúar í sextán ár, samkvæmt nýjustu tölum um atvinnuleysi í Bretlandi. Það jókst lítillega milli ára, fór úr 8,3 prósent í 8,4 prósent.

Margar af stærstu vefsíðum heims loka

Margar af stærstu vefsíðum heims hafa lokað í dag eða munu loka til að mótmæla svokölluðu SOPA frumvarpi sem liggur fyrir þinginu. Aðrar vefsíður sem munu loka eru til að mynda tenglasíðan Reddit. Þegar farið er inn á Google úr tölvum í Bandaríkjunum sést svo Google merkið ritskoðað.

Bónusar vekja aftur reiði í garð Goldman Sachs

Mikil reiði ríkir enn og aftur í garð fjárfestingabankans Goldman Sachs vegna áforma stjórnenda bankans um að greiða starfsmönnum sínum bónusa sem nema samtals 12,6 milljörðum dollara eða yfir 1.500 milljörðum króna fyrir síðasta ár.

Rafmagn í stað olíu?

Rafmagnsbílar eru framtíðin, hefur verið sagt árum saman. Nú er svo komið að þeir verða að teljast vera nútíðin. Fjölmargir bílaframleiðlendur veðja á rafmagnsbíla fremur en olíubíla nú til dags.

Apple er 8. verðmætasta vörumerki veraldar

Tæknirisinn Apple er í áttunda sæti yfir verðmætustu vörumerki veraldar. Áætlað heildarvirði fyrirtækisins er 33.49 milljarðar dollara - þannig er Apple stærri en Disney, Mercedes-Benz og Budweiser.

Samsung kynnir snertiskjá sem er gegnsær

Tæknirisinn Samsung kynnti byltingarkenndan snertiskjá á CES tækniráðstefnunni í Las Vegas en var haldin í vikunni. Skjárinn er gegnsær og er honum ætlað að vera komið fyrir í glugga. Skjárinn fékk nýsköpunarverðlaun ráðstefnunnar.

Ísland á forsíðu Washington Post í dag

Fjallað er ítarlega um stöðu efnahagsmála í bandaríska stórblaðinu Washington Post í dag. Útdráttur úr fréttaskýringu blaðamannsins Brady Dennis, er á forsíðu blaðsins.

Verðbólga minnkar í Bretlandi

Verðbólga í Bretlandi mældist 4,2 prósent í desember sl. samanborið við 4,8% mánuðinn á undan. Hún féll því um 0,6 prósentustig milli mánaða sem telst vera mikið fall, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC.

Geithner ræðir stuðning Kínverja við Íran

Spennan í samskiptum Bandaríkjanna og Írans magnast. Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var á dögunum staddur í Kína til þess að ræða stuðning alþýðulýðveldisins við Íran. Sjá má myndband um heimsókn Geithners, og þá efnahagslegu hagsmuni sem eru í húfi, inn á viðskiptavef Vísis.

Murdoch segir Google stuðla að lögbrotum

Rupert Murdoch, fjölmiðlafjárfestirinn umdeildi, sakar Google um aðstoða við þjófnað á höfundarréttarvörðu efni. Þetta kom fram á Twitter-síðu Murdochs. Hann sagði Google meðal annars stuðla að því að hægt væri að nálgast kvikmyndir frítt.

Moody's heldur Frakklandi í hæsta flokki

Matsfyrirtækið Moody´s hefur ákveðið að halda lánshæfi Frakklands áfram í hæstu einkunn, AAA. Þetta er þvert á niðurstöðu Standard & Poor's sem ákvað að lækka lánshæfi Frakklands, og átta annarra ríkja, á dögunum.

Black segir Lehman hafa stundað svik árum saman

Íslandsvinurinn William Black, sem á árum áður stýrði eftirlitsdeild innan Seðlabanka Bandaríkjanna, sagði frammi bandarískri þingnefnd að hinn fallni fjárfestingabanki Lehman Brothers hefði stundað sviksama starfsemi í það minnsta frá árinu 2001.

Forstjóri Pimco: Gjaldþrot Grikklands óumflýjanlegt

Bill Groos einn af forstjórum Pimco, stærsta skuldabréfasjóðs heimsins, segir að sú ákvörðun Standard & Poor´s að lækka lánshæfiseinkunnir níu ESB landa þýði að þjóðargjaldþrot Grikklands sé óumflýjanlegt.

Sjá næstu 50 fréttir