Fleiri fréttir AGS vill mikinn niðurskurð á Ítalíu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill að Ítalía ráðist í veigamiklar niðurskurðaráætlanir til að draga úr skuldum ríkissjóðs landsins. Óttast er að Ítalía verði næsta land á evrusvæðinu sem lendi í miklum vandræðum vegna skulda sinna. 13.7.2011 21:07 Cameron segir Murdoch að gleyma BSkyB David Cameron forsætisráðherra Bretlands segir að fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch eigi að hætt að hugsa um yfirtökuna á breska sjónvarpsrisanum BSkyB. Í staðinn eigi Murdoch að einbeita sér að hneykslismálinu sem skekur nú fjölmiðlaveldi hans. 13.7.2011 13:22 Evrópskir ráðamenn lýsa yfir stríði gegn matsfyrirtækjum Talið er að lækkun á lánshæfismati Írlands muni seinka efnahagslegum bata landsins. Evrópskir stjórnmálamenn hafa lýst stríði á hendur stóru matsfyrirtækjunum. 13.7.2011 12:03 Gull slær aftur verðmet sitt Heimsmarkaðsverð á gulli sló fyrra met sitt í gærkvöldi þegar það náði rúmum 1.562 dollurum á únsuna í framvirkum samningum til ágústmánaðar. Þetta er hækkun um 0,9% yfir daginn að því er segir í frétt á CNNMoney. 13.7.2011 10:55 Olíusjóðurinn með 1.800 milljarða í ruslbréfum Norski olíusjóðurinn átti 84 milljarða norskra kr. eða rétt tæplega 1.800 milljarða kr. í ruslbréfum og öðrum áhættufjárfestingum um síðustu áramót. Þetta kemur fram í Finansavisen í dag. 13.7.2011 08:21 Moody´s setur Írland í ruslflokk Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfi Írlands niður í ruslið. Einkunnin var lækkuð niður í Ba1 með neikvæðum horfum. 13.7.2011 08:09 Logn á mörkuðum eftir storminn Ró er komin á fjármálamarkaði Evrópu eftir storminn sem þar hefur geisað undanfarna tvo daga. Flestir helstu hlutabréfamarkaðir opnuðu í morgun í grænum litum. 13.7.2011 08:03 Eftirgjöf skulda Grikklands ekki útilokuð Hálfgert óðagot varð á mörkuðum í gær vegna verðfalls ítalskra verðbréfa, sem rakið er til erfiðrar skuldastöðu ítalska ríkisins. 13.7.2011 03:00 Hagfræðingur: Orðrómur kom á stöðugleika Frank Öland Hansen aðalhagfræðingur Danske Bank segir að orðrómur sem fór eins og eldur um sinu um klukkan 10 í morgun, að evrópskum tíma, olli því að stöðugleiki komast á fjármálamarkaði. Mínúturnar fram að þessum tímapunkti ríkti hinsvegar mikil örvænting og taugatitringur á mörkuðunum. 12.7.2011 18:00 Þrýstingnum léttir af Ítalíu og Spáni Fjármálamarkaðir Evrópu virðast hafa náð áttum um hádegisbilið í dag og hefur þrýstingnum létt af Ítalíu og Spáni. Ítölsk stjórnvöld stóðu fyrir velheppnuðu skuldabréfaútboði í dag upp á 6,75 milljarða evra og kom það ró á markaðina. 12.7.2011 13:15 Olíuverðið heldur áfram að lækka Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka vegna óróans á fjármálamörkuðum Evrópu. Verðlækkunin í morgun er meiri en varð í gærdag. 12.7.2011 12:06 Vilja sniðganga fisk frá HB Granda í Bretlandi Sue Fisher talskona hvalaverndunarsamtakanna Whale and Dolphin Conservation Society vill að Bretar sniðgangi fisk frá HB Granda sem seldur er til „fiskur og franskar“ veitingastaða í Bretlandi. 12.7.2011 11:19 Orðrómur réttir af hlutabréfamarkaðina Hlutabréfamarkaðir í Evrópu af rétt sig aðeins af undir hádegið og dregið hefur úr falli hlutabréfa. Ástæðan er talin vera orðrómur um að evrópski seðlabankinn ECB hafi gripið inni í þróunina og kaupi nú ríkisskuldabréf af miklum krafti. 12.7.2011 11:08 Evrópa rambar á barmi fjármálahruns Skuldakreppan í Evrópu fer versnandi með hverri mínútunni. Greining Danske Bank telur að álfan rambi á barmi fjármálahruns og ef ekki verði gripið í taumana strax blasi ný fjármálakreppa við í Evrópu. 12.7.2011 10:06 Kvóti fyrir 22 milljarða skráður á danskan togara Alls er kvóti fyrir rúmlega milljarð danskra kr. eða um 22 milljarða kr. skráður á togarann Ísafold sem gerður er út frá Hirsthals í Danmörku. Þar með er togarinn meira virði en stærstu gámaskip Mærsk skipafélagsins, svokölluð E-skip, sem geta tekið 18.000 til 20.000 gáma hvert. 12.7.2011 08:49 Alcoa á blússandi siglingu Bandaríski álrisinn Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, er á blússandi siglingu. Uppgjör félagsins fyrir annan ársfjórðung er umfram væntingar sérfræðinga. Salan jókst um 27% og hagnaðurinn nær þrefaldaðist miðað við sama tímabil í fyrra. 12.7.2011 08:08 Hrunið á hlutabréfamörkuðum heldur áfram Hrunið á hlutabréfamörkum í Evrópu heldur áfram í dag eftir blóðugan dag á Asíumörkuðum í nótt. Mest lækkar úrvalsvísitalan í kauphöllinni í Mílanó á Ítalíu eða um 4%. 12.7.2011 08:00 Hlutabréf féllu í verði í Asíu Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í verði í nótt í kjölfar frétta um að Ítalía verði hugsanlega næsta fórnarlamb skuldakreppunnar í Evrópu. Í gær varð varðfall á hlutabréfum í kauphöllum beggja megin við Atlantshafið. 12.7.2011 06:32 Angela Merkel í Kenía Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt til Kenía í dag eftir að hafa fundað með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra Íslands, í Þýskalandi. Merkel ætlar að funda með leiðtogum Kenía. Þar á meðal eru forsetinn og forsætisráðherra Kenía. Tilgangur Merkel með heimsókninni er einkum sá að efla fjárfestingu milli Þýskalands og Kenía. 11.7.2011 22:46 Örvænting ríkir á öllum mörkuðum Örvænting hefur gripið um sig á öllum fjármálamörkuðum heimsins í kjölfar fréttanna í morgun um að Ítalía muni hugsanlega vera næsta fórnarlamb skuldakreppunnar í Evrópu. Hlutabréf falla í verði í kauphöllum beggja megin við Atlantshafið. 11.7.2011 14:00 Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað frá því í morgun. Ástæðan eru fréttir um að Ítalía sé hugsanlega næsta fórnarlamb skuldakreppunnar í suðurhluta Evrópu. 11.7.2011 13:29 Ítalía ógnar tilvist evrunnar Neyðarfundur æðstu embættismanna ESB í dag er til vitnis um að evrusamstarfið hefur aldrei verið í jafnmikilli hættu og nú. Fundurinn fjallar um stöðuna á Ítalíu en hún ógnar nú tilvist evrunnar. 11.7.2011 13:11 Starfsmenn sprengdu bíl forstjórans í loft upp Tölvufyrirtækið Adaptive Computing í Utah í Bandaríkjunum notar óhefðbundnar aðferðir til að hvetja starfsmenn sína áfram. Ein þeirra var að leyfa þeim að sprengja bíl forstjórans í loft upp. 11.7.2011 10:49 Vogunarsjóðir gera viðamikla árás á Ítalíu Bandarískir vogunarsjóðir eru nú í viðamikilli fjárhagsárás á ítölsk ríkisskuldabréf. Stormurinn sem nú geisar á ítölskum fjármálamörkuðum gæti verið alfarið verk bandarískra spákaupmanna. 11.7.2011 10:24 Bandaríkin í hættu á tæknilegu þjóðargjaldþroti Fari svo að Demókrötum og Repúblikönum á bandaríska þinginu takist ekki að sameinast um að lyfta skuldahámarki landsins fyrir 2. ágúst er hætta á að Bandaríkin lendi í tæknilegu þjóðargjaldþroti. 11.7.2011 09:05 ESB boðar til neyðarfundar vegna Ítalíu Herman Van Rompuy forseti Evrópuráðsins hefur boðað háttsetta embættismenn ESB til neyðarfundar í dag vegna Ítalíu. Óttast er að Ítalía sé að enda í sömu sporum og Grikkland hefur hjakkað í undanfarið ár. Meðal annars berast fréttir af því að vogunarsjóðir séu nú farnir að veðja á að Ítalía lendi í sömu vandræðum og Grikkland. 11.7.2011 08:31 Berlusconi sektaður um 93 milljarða Fininvest, eignarhaldsfélag Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið sektað um 560 milljónir evra eða um 93 milljarða kr. 9.7.2011 14:16 Englandsbanki segir tölvudómsdag vera ógn Englandsbanki vill að sjálfvirkir slökkvarar verði settir í öll tölvukerfi kauphalla í heiminum, það er kerfin sem stunda sjálfvirk viðskipti. 8.7.2011 13:32 Getur komið evruríkjum illa Evrópski seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í gær og fara vextir við það í 1,5 prósent. Þetta er önnur vaxtahækkun seðlabankans síðan í apríl. 8.7.2011 11:45 Örlátur Buffett gefur 205 milljarða Ofurfjárfestirinn Warren Buffett hefur gefið 1,78 milljarða dollara eða um 205 milljarða kr. til góðgerðarsamtaka. Megnið af þessari gjöf fer til Bill and Melinda Gates Foundation. 8.7.2011 08:12 Þjóðverjar að eignast kauphöllina í New York Fyrsta þröskuldinum fyrir eignarhaldi Þjóðverja á kauphöllinni í New York (NYSE) hefur verið rutt úr veginum. Hluthafar í NYSE Euronext hafa samþykkt að selja meirihlutaeign í kauphöllinni til Deutsche Börse sem hefur höfuðstöðvar í fjármálahverfi Frankfurt í Þýskalandi. 7.7.2011 14:01 Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar ört Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar ört þessa stundina. Brentolían hefur hækkað úr 114 dollurum á tunnuna og upp í rúma 116 dollara á síðustu tveimur tímum og bandaríska léttolían nálgast 99 dollara á tunnuna eftir að hafa byrjað daginn í rúmum 96 dollurum. 7.7.2011 13:24 ECB hækkar stýrivexti eins og vænst var Evrópski seðlabankinn (ECB) hækkaði stýrivexti sína um 0,25 prósentustig í dag eins og vænst var. Þar með eru stýrivextir bankans komnir í 1,5% og hafa ekki verið hærri síðan í mars 2009. 7.7.2011 12:09 CMA: Minnsta lánaáhættan hjá Norðurlöndunum Norðurlöndin, fyrir utan Íslands, eru í efstu sætunum hjá gagnaveitunni CMA hvað varðar minnstu lánaáhættuna á ríkisskuldabréfum. Þetta kemur fram í ársfjórðungsskýrslu CMA fyrir annan ársfjórðung ársins. 7.7.2011 11:10 Bretar hafa endurheimt 113 milljarða frá KSF Tryggingasjóður innistæðueigenda í Bretlandi (FSCS) hefur endurheimt 614 milljónir punda eða ríflega 113 milljarða kr. frá Kaupthing Singer & Freidlander (KSF) dótturbanka Kaupþings í London. 7.7.2011 10:33 Dr. Doom spáir djúpri niðursveiflu árið 2013 Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, auknefndur dr. Doom, spáir því að efnahagskerfi heimsins muni taka mjög djúpa niðursveiflu árið 2013. 7.7.2011 09:20 Sjá ýmsar vísbendingar um aðra bólu í tæknigeiranum Þegar netbólan svokallaða sprakk árið 2000 hrundi hlutabréfaverð þúsunda nýsköpunar- og tæknifyrirtækja um allan heim eins og um spilaborg hefði verið að ræða. 7.7.2011 05:15 Hyggst gera AGS fjölbreyttari og leysa skuldavanda heimilanna Christine Lagarde, nýji forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, ætlar að gera stofnunina fjölbreyttari auk þess sem hún hyggst beita sér fyrir því að leysa skuldavanda heimilanna í Evrópu. Þetta tilkynnti hún í dag á fyrsta blaðamannafundi sínum sem forstjóri stofnunarinnar. 6.7.2011 21:30 Evrópuleiðtogar æfir af reiði í garð Moody´s Ýmsir leiðtogar í Evrópulöndum og í framkvæmdanefnd ESB eru æfir af reiði í garð matsfyrirtækisins Moody´s fyrir að hafa lækkað lánshæfiseinkunn Portúgal niður í ruslflokk. 6.7.2011 14:33 Spenna á markaði vegna vaxtaákvörðunar ECB Nokkur spenna ríkir á markaði yfir morgundeginum, sem er næsti vaxtaákvörðunardagur Evrópska Seðlabankans (ECB). Almennt er reiknað með því að stýrivextir bankans verði hækkaðar á morgun og samkvæmt fréttaveitunni Reuters hefur hækkunin þegar verið verðlögð inn í gengi evrunnar. 6.7.2011 12:49 Þrefalt sölumet hjá Mercedes Benz Árið í ár hefur verið gjöful fyrir framleiðendur Mercedes Benz bifreiða. Þrefalt sölumet hefur verið slegið. Um er að ræða mestu sölu í einstökum mánuði, það er júní s.l., mestu sölu á einum ársfjórðungi og mestu sölu á hálfu ári. 6.7.2011 10:26 Olíuverðið hækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi og er tunnan af Brentolíunni komin yfir 114 dollara sem er hæsta verðið undanfarnar tvær vikur. Bandaríska léttolían fylgir lit og er komin í tæpa 98 dollara á tunnuna. 6.7.2011 07:52 Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn Portúgal í ruslflokk Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Portúgal niður í ruslflokk með neikvæðum horfum. Einkunnin var lækkuð um fjóra flokka eða úr Baa1 og niður í Ba2. 6.7.2011 07:43 Mark Zuckerberg vinsælastur á Google+ Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, státar af töluvert fleiri "fylgjendum" á Google+ en báðir stofendur Google, en Google+ er nýr samskiptavefur sem fyrirtækið opnaði þann 28. júní síðastliðinn. 5.7.2011 23:30 Grísk skuldabréf veðhæf hjá ECB hvað sem tautar og raular Evrópski seðlabankinn (ECB) mun taka við grískum ríkisskuldabréfum sem veðum gegn lánum þótt að öll matsfyrirtæki heimsins nema eitt setji lánshæfiseinkunn Grikklands niður úr ruslflokki og í greiðslufall. 5.7.2011 13:46 Sjá næstu 50 fréttir
AGS vill mikinn niðurskurð á Ítalíu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill að Ítalía ráðist í veigamiklar niðurskurðaráætlanir til að draga úr skuldum ríkissjóðs landsins. Óttast er að Ítalía verði næsta land á evrusvæðinu sem lendi í miklum vandræðum vegna skulda sinna. 13.7.2011 21:07
Cameron segir Murdoch að gleyma BSkyB David Cameron forsætisráðherra Bretlands segir að fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch eigi að hætt að hugsa um yfirtökuna á breska sjónvarpsrisanum BSkyB. Í staðinn eigi Murdoch að einbeita sér að hneykslismálinu sem skekur nú fjölmiðlaveldi hans. 13.7.2011 13:22
Evrópskir ráðamenn lýsa yfir stríði gegn matsfyrirtækjum Talið er að lækkun á lánshæfismati Írlands muni seinka efnahagslegum bata landsins. Evrópskir stjórnmálamenn hafa lýst stríði á hendur stóru matsfyrirtækjunum. 13.7.2011 12:03
Gull slær aftur verðmet sitt Heimsmarkaðsverð á gulli sló fyrra met sitt í gærkvöldi þegar það náði rúmum 1.562 dollurum á únsuna í framvirkum samningum til ágústmánaðar. Þetta er hækkun um 0,9% yfir daginn að því er segir í frétt á CNNMoney. 13.7.2011 10:55
Olíusjóðurinn með 1.800 milljarða í ruslbréfum Norski olíusjóðurinn átti 84 milljarða norskra kr. eða rétt tæplega 1.800 milljarða kr. í ruslbréfum og öðrum áhættufjárfestingum um síðustu áramót. Þetta kemur fram í Finansavisen í dag. 13.7.2011 08:21
Moody´s setur Írland í ruslflokk Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfi Írlands niður í ruslið. Einkunnin var lækkuð niður í Ba1 með neikvæðum horfum. 13.7.2011 08:09
Logn á mörkuðum eftir storminn Ró er komin á fjármálamarkaði Evrópu eftir storminn sem þar hefur geisað undanfarna tvo daga. Flestir helstu hlutabréfamarkaðir opnuðu í morgun í grænum litum. 13.7.2011 08:03
Eftirgjöf skulda Grikklands ekki útilokuð Hálfgert óðagot varð á mörkuðum í gær vegna verðfalls ítalskra verðbréfa, sem rakið er til erfiðrar skuldastöðu ítalska ríkisins. 13.7.2011 03:00
Hagfræðingur: Orðrómur kom á stöðugleika Frank Öland Hansen aðalhagfræðingur Danske Bank segir að orðrómur sem fór eins og eldur um sinu um klukkan 10 í morgun, að evrópskum tíma, olli því að stöðugleiki komast á fjármálamarkaði. Mínúturnar fram að þessum tímapunkti ríkti hinsvegar mikil örvænting og taugatitringur á mörkuðunum. 12.7.2011 18:00
Þrýstingnum léttir af Ítalíu og Spáni Fjármálamarkaðir Evrópu virðast hafa náð áttum um hádegisbilið í dag og hefur þrýstingnum létt af Ítalíu og Spáni. Ítölsk stjórnvöld stóðu fyrir velheppnuðu skuldabréfaútboði í dag upp á 6,75 milljarða evra og kom það ró á markaðina. 12.7.2011 13:15
Olíuverðið heldur áfram að lækka Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka vegna óróans á fjármálamörkuðum Evrópu. Verðlækkunin í morgun er meiri en varð í gærdag. 12.7.2011 12:06
Vilja sniðganga fisk frá HB Granda í Bretlandi Sue Fisher talskona hvalaverndunarsamtakanna Whale and Dolphin Conservation Society vill að Bretar sniðgangi fisk frá HB Granda sem seldur er til „fiskur og franskar“ veitingastaða í Bretlandi. 12.7.2011 11:19
Orðrómur réttir af hlutabréfamarkaðina Hlutabréfamarkaðir í Evrópu af rétt sig aðeins af undir hádegið og dregið hefur úr falli hlutabréfa. Ástæðan er talin vera orðrómur um að evrópski seðlabankinn ECB hafi gripið inni í þróunina og kaupi nú ríkisskuldabréf af miklum krafti. 12.7.2011 11:08
Evrópa rambar á barmi fjármálahruns Skuldakreppan í Evrópu fer versnandi með hverri mínútunni. Greining Danske Bank telur að álfan rambi á barmi fjármálahruns og ef ekki verði gripið í taumana strax blasi ný fjármálakreppa við í Evrópu. 12.7.2011 10:06
Kvóti fyrir 22 milljarða skráður á danskan togara Alls er kvóti fyrir rúmlega milljarð danskra kr. eða um 22 milljarða kr. skráður á togarann Ísafold sem gerður er út frá Hirsthals í Danmörku. Þar með er togarinn meira virði en stærstu gámaskip Mærsk skipafélagsins, svokölluð E-skip, sem geta tekið 18.000 til 20.000 gáma hvert. 12.7.2011 08:49
Alcoa á blússandi siglingu Bandaríski álrisinn Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, er á blússandi siglingu. Uppgjör félagsins fyrir annan ársfjórðung er umfram væntingar sérfræðinga. Salan jókst um 27% og hagnaðurinn nær þrefaldaðist miðað við sama tímabil í fyrra. 12.7.2011 08:08
Hrunið á hlutabréfamörkuðum heldur áfram Hrunið á hlutabréfamörkum í Evrópu heldur áfram í dag eftir blóðugan dag á Asíumörkuðum í nótt. Mest lækkar úrvalsvísitalan í kauphöllinni í Mílanó á Ítalíu eða um 4%. 12.7.2011 08:00
Hlutabréf féllu í verði í Asíu Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í verði í nótt í kjölfar frétta um að Ítalía verði hugsanlega næsta fórnarlamb skuldakreppunnar í Evrópu. Í gær varð varðfall á hlutabréfum í kauphöllum beggja megin við Atlantshafið. 12.7.2011 06:32
Angela Merkel í Kenía Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt til Kenía í dag eftir að hafa fundað með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra Íslands, í Þýskalandi. Merkel ætlar að funda með leiðtogum Kenía. Þar á meðal eru forsetinn og forsætisráðherra Kenía. Tilgangur Merkel með heimsókninni er einkum sá að efla fjárfestingu milli Þýskalands og Kenía. 11.7.2011 22:46
Örvænting ríkir á öllum mörkuðum Örvænting hefur gripið um sig á öllum fjármálamörkuðum heimsins í kjölfar fréttanna í morgun um að Ítalía muni hugsanlega vera næsta fórnarlamb skuldakreppunnar í Evrópu. Hlutabréf falla í verði í kauphöllum beggja megin við Atlantshafið. 11.7.2011 14:00
Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað frá því í morgun. Ástæðan eru fréttir um að Ítalía sé hugsanlega næsta fórnarlamb skuldakreppunnar í suðurhluta Evrópu. 11.7.2011 13:29
Ítalía ógnar tilvist evrunnar Neyðarfundur æðstu embættismanna ESB í dag er til vitnis um að evrusamstarfið hefur aldrei verið í jafnmikilli hættu og nú. Fundurinn fjallar um stöðuna á Ítalíu en hún ógnar nú tilvist evrunnar. 11.7.2011 13:11
Starfsmenn sprengdu bíl forstjórans í loft upp Tölvufyrirtækið Adaptive Computing í Utah í Bandaríkjunum notar óhefðbundnar aðferðir til að hvetja starfsmenn sína áfram. Ein þeirra var að leyfa þeim að sprengja bíl forstjórans í loft upp. 11.7.2011 10:49
Vogunarsjóðir gera viðamikla árás á Ítalíu Bandarískir vogunarsjóðir eru nú í viðamikilli fjárhagsárás á ítölsk ríkisskuldabréf. Stormurinn sem nú geisar á ítölskum fjármálamörkuðum gæti verið alfarið verk bandarískra spákaupmanna. 11.7.2011 10:24
Bandaríkin í hættu á tæknilegu þjóðargjaldþroti Fari svo að Demókrötum og Repúblikönum á bandaríska þinginu takist ekki að sameinast um að lyfta skuldahámarki landsins fyrir 2. ágúst er hætta á að Bandaríkin lendi í tæknilegu þjóðargjaldþroti. 11.7.2011 09:05
ESB boðar til neyðarfundar vegna Ítalíu Herman Van Rompuy forseti Evrópuráðsins hefur boðað háttsetta embættismenn ESB til neyðarfundar í dag vegna Ítalíu. Óttast er að Ítalía sé að enda í sömu sporum og Grikkland hefur hjakkað í undanfarið ár. Meðal annars berast fréttir af því að vogunarsjóðir séu nú farnir að veðja á að Ítalía lendi í sömu vandræðum og Grikkland. 11.7.2011 08:31
Berlusconi sektaður um 93 milljarða Fininvest, eignarhaldsfélag Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið sektað um 560 milljónir evra eða um 93 milljarða kr. 9.7.2011 14:16
Englandsbanki segir tölvudómsdag vera ógn Englandsbanki vill að sjálfvirkir slökkvarar verði settir í öll tölvukerfi kauphalla í heiminum, það er kerfin sem stunda sjálfvirk viðskipti. 8.7.2011 13:32
Getur komið evruríkjum illa Evrópski seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í gær og fara vextir við það í 1,5 prósent. Þetta er önnur vaxtahækkun seðlabankans síðan í apríl. 8.7.2011 11:45
Örlátur Buffett gefur 205 milljarða Ofurfjárfestirinn Warren Buffett hefur gefið 1,78 milljarða dollara eða um 205 milljarða kr. til góðgerðarsamtaka. Megnið af þessari gjöf fer til Bill and Melinda Gates Foundation. 8.7.2011 08:12
Þjóðverjar að eignast kauphöllina í New York Fyrsta þröskuldinum fyrir eignarhaldi Þjóðverja á kauphöllinni í New York (NYSE) hefur verið rutt úr veginum. Hluthafar í NYSE Euronext hafa samþykkt að selja meirihlutaeign í kauphöllinni til Deutsche Börse sem hefur höfuðstöðvar í fjármálahverfi Frankfurt í Þýskalandi. 7.7.2011 14:01
Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar ört Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar ört þessa stundina. Brentolían hefur hækkað úr 114 dollurum á tunnuna og upp í rúma 116 dollara á síðustu tveimur tímum og bandaríska léttolían nálgast 99 dollara á tunnuna eftir að hafa byrjað daginn í rúmum 96 dollurum. 7.7.2011 13:24
ECB hækkar stýrivexti eins og vænst var Evrópski seðlabankinn (ECB) hækkaði stýrivexti sína um 0,25 prósentustig í dag eins og vænst var. Þar með eru stýrivextir bankans komnir í 1,5% og hafa ekki verið hærri síðan í mars 2009. 7.7.2011 12:09
CMA: Minnsta lánaáhættan hjá Norðurlöndunum Norðurlöndin, fyrir utan Íslands, eru í efstu sætunum hjá gagnaveitunni CMA hvað varðar minnstu lánaáhættuna á ríkisskuldabréfum. Þetta kemur fram í ársfjórðungsskýrslu CMA fyrir annan ársfjórðung ársins. 7.7.2011 11:10
Bretar hafa endurheimt 113 milljarða frá KSF Tryggingasjóður innistæðueigenda í Bretlandi (FSCS) hefur endurheimt 614 milljónir punda eða ríflega 113 milljarða kr. frá Kaupthing Singer & Freidlander (KSF) dótturbanka Kaupþings í London. 7.7.2011 10:33
Dr. Doom spáir djúpri niðursveiflu árið 2013 Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, auknefndur dr. Doom, spáir því að efnahagskerfi heimsins muni taka mjög djúpa niðursveiflu árið 2013. 7.7.2011 09:20
Sjá ýmsar vísbendingar um aðra bólu í tæknigeiranum Þegar netbólan svokallaða sprakk árið 2000 hrundi hlutabréfaverð þúsunda nýsköpunar- og tæknifyrirtækja um allan heim eins og um spilaborg hefði verið að ræða. 7.7.2011 05:15
Hyggst gera AGS fjölbreyttari og leysa skuldavanda heimilanna Christine Lagarde, nýji forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, ætlar að gera stofnunina fjölbreyttari auk þess sem hún hyggst beita sér fyrir því að leysa skuldavanda heimilanna í Evrópu. Þetta tilkynnti hún í dag á fyrsta blaðamannafundi sínum sem forstjóri stofnunarinnar. 6.7.2011 21:30
Evrópuleiðtogar æfir af reiði í garð Moody´s Ýmsir leiðtogar í Evrópulöndum og í framkvæmdanefnd ESB eru æfir af reiði í garð matsfyrirtækisins Moody´s fyrir að hafa lækkað lánshæfiseinkunn Portúgal niður í ruslflokk. 6.7.2011 14:33
Spenna á markaði vegna vaxtaákvörðunar ECB Nokkur spenna ríkir á markaði yfir morgundeginum, sem er næsti vaxtaákvörðunardagur Evrópska Seðlabankans (ECB). Almennt er reiknað með því að stýrivextir bankans verði hækkaðar á morgun og samkvæmt fréttaveitunni Reuters hefur hækkunin þegar verið verðlögð inn í gengi evrunnar. 6.7.2011 12:49
Þrefalt sölumet hjá Mercedes Benz Árið í ár hefur verið gjöful fyrir framleiðendur Mercedes Benz bifreiða. Þrefalt sölumet hefur verið slegið. Um er að ræða mestu sölu í einstökum mánuði, það er júní s.l., mestu sölu á einum ársfjórðungi og mestu sölu á hálfu ári. 6.7.2011 10:26
Olíuverðið hækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi og er tunnan af Brentolíunni komin yfir 114 dollara sem er hæsta verðið undanfarnar tvær vikur. Bandaríska léttolían fylgir lit og er komin í tæpa 98 dollara á tunnuna. 6.7.2011 07:52
Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn Portúgal í ruslflokk Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Portúgal niður í ruslflokk með neikvæðum horfum. Einkunnin var lækkuð um fjóra flokka eða úr Baa1 og niður í Ba2. 6.7.2011 07:43
Mark Zuckerberg vinsælastur á Google+ Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, státar af töluvert fleiri "fylgjendum" á Google+ en báðir stofendur Google, en Google+ er nýr samskiptavefur sem fyrirtækið opnaði þann 28. júní síðastliðinn. 5.7.2011 23:30
Grísk skuldabréf veðhæf hjá ECB hvað sem tautar og raular Evrópski seðlabankinn (ECB) mun taka við grískum ríkisskuldabréfum sem veðum gegn lánum þótt að öll matsfyrirtæki heimsins nema eitt setji lánshæfiseinkunn Grikklands niður úr ruslflokki og í greiðslufall. 5.7.2011 13:46