Fleiri fréttir Tískuhúsið Prada vill skrá sig á markað Ítalska tískuhúsið Prada vill skrá sig á markað í Hong Kong í júlí næstkomandi. Þetta hefur Bloomberg fréttaveitan eftir heimildarmönnum. 31.3.2011 15:24 Mikil verðhækkun á olíu í dag Mikil verðhækkun hefur orðið á heimsmarkaðsverði á olíu í dag. Tunnan af Brent olíu hefur hækkað um 2 dollara frá því í morgun og er komin í 117,25 dollara. Þetta er 1,8% hækkun innan dagsins. 31.3.2011 14:40 Fokið í skattaskjól á Seychelleseyjum Norrænu ríkin, þ.e. Ísland, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð auk Færeyja og Grænlands undirrituðu í vkunni samkomulag við yfirvöld á Seychelleseyjum um skipti á skattaupplýsingum. Samkomulagið er enn einn áfanginn í viðamiklu starfi á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar til að sporna gegn skattaflótta til annarra landa. 31.3.2011 10:58 Hæsta hótel í heimi opnar í Hong Kong Hinn 118 hæða hái turn í Hong Kong, International Commerce Center, hefur tilkynnt að búið sé að opna hótel á 16 efstu hæðum turnsins. Um er að ræða Ritz-Carlton hótelið og er það þar með orðið að hæsta hóteli heimsins. 31.3.2011 10:48 Skortur á íslenskum fiski á Grimsby markaðinum Fiskkaupendur í Bretlandi hafa nú vaxandi áhyggjur af skorti á íslenskum fiski á fiskmarkaðinum í Grimsby. Um er að ræða stærsta fiskmarkað Bretlandseyja en um 75% af fiskinum þar hefur komið frá Íslandi. 31.3.2011 09:04 Viðskipti með hluti í írskum bönkum stöðvuð Búið er að taka ákvörðun um að stöðva viðskipti með hluti í bönkunum Bank of Ireland og Allied Irsh Bank á markaðinum í Dublin í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá seðlabanka landsins. Eftir lokun markaðarins í dag verða birtar niðurstöður álagsprófa á írsku bankana. 31.3.2011 08:39 Viðræðum um kaupin á All Saints slitið Viðræðum um kaupin á bresku tískukeðjunni All Saints hefur verið slitið. Skilanefndir Kaupþings og Glitnis hafa átt í þessum viðræðum við fjárfestingarfélagið M1 Group og Rchard Sharp fyrrum starfsmann Goldman Sachs. 31.3.2011 08:22 Spánverjar vilja framseljanlegan kvóta Samtök spænskra útgerðarmanna (CEPESCA) telja að framtíðarfyrirkomulag fiskveiðistjórnunar innan Evrópusambandsins muni byggjast á framseljanlegum aflaheimildum í samræmi við reglur innri markaðar sambandsins. 31.3.2011 08:08 Allir írsku bankarnir gætu endað í ríkiseigu Írsk stjórnvöld gætu neyðst til þess að taka yfir ráðandi hlut í Bank of Ireland og Irsh Life & Permanent í kjölfar birtingar á álagsprófunum á írsku bönkunum eftir lokun markaða á morgun. Þar með væru írsk stjórnvöld komin með ráðandi hlut í öllum innlendum bönkum Írlands. 30.3.2011 11:19 Kjarnorkuslys veldur þangkreppu í sushigerð Kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan er farið að hafa áhrif á sushigerð víða um heiminn. Innflytjendur eru farnir að segja nei takk við soja, þangi, wasabi og grænmeti frá Japan. Í staðinn getur almenningur og matvælafyrirtæki utan Japan vænst þess að fá lélegri eftirlíkingar frá Kína til sushigerðar. 30.3.2011 10:50 Leituðu í höfuðstöðvum Banque Havilland Menn frá sérstökum saksóknara, efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO) og lögreglunni í Lúxemborg leituðu í höfuðstöðvum Banque Havilland í Lúxemborg í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Banque Havilland hefur sent frá sér. 29.3.2011 13:40 Pólverjar selja hluta af erfðasilfri sínu Pólsk stjórnvöld hafa ákveðið að selja hluta af eign sinni í PKO Bank Polski bankanum en hann er stærsti banki Austur-Evrópu sem er alfarið í eigu innlendra aðila. 29.3.2011 12:45 Buffett varar við Facebook bólu Ofurfjárfestirinn Warren Buffett varar við því að samskiptasíður á borð við Facebook séu verðmetnar alltof hátt og að viðskipti með hluti í þeim gæti orðið næsta bóla á markaðinum. 29.3.2011 10:13 Ekkert lát á verðhækkunum á kaffibaunum Ekkert lát er á verðhækkunum á kaffibaunum á hrávörumörkuðum heimsins. Verðið hefur nær tvöfaldast á liðnu ári og ekki er útlit fyrir annað en að verðið eigi enn eftir að hækka töluvert. 29.3.2011 09:18 Meira líf í bandarísku efnahagslífi en talið var Meira líf reyndist í bandarísku efnahagslífi en búist var við í fyrra. Hagvöxtur mældist 3,1 prósent á fjórða ársfjórðungi, sem er 0,3 prósentustigum meira en vænst var, og hagvöxtur á árinu öllu nam 2,9 prósentum. 29.3.2011 08:49 Klámfengin forn vasaúr undir hamarinn Maður nokkur í Sviss hefur sett lífsverk sitt á uppboð en hans helsta ástríða var að safna klámfengnum vasaúrum frá 17. og 18. öld. Úrasafn þetta verður boðið upp á vegum Antiquorum í Genf sem sérhæfir sig í sölu á fágætum og verðmætum úrum. 28.3.2011 15:31 Methagnaður hjá Danfoss í Danmörku Methagnaður varð hjá iðnaðarfyrirtækinu Danfoss í Danmörku á síðasta ári. Hagnaðurinn nam tæpum 3,3 milljörðum danskra kr. eða um 66 milljörðum kr. Til samanburðar nam tapið hjá Danfoss árið áður tæpum 1,5 milljörðum danskra kr. 28.3.2011 15:15 Danskur einstaklingur á að baki 101 gjaldþrot Danskur einstaklingur á að baki 101 gjaldþrot í Danmörku á síðustu tíu árum. Þrjár persónur hafa hver um sig á undanförnum tíu árum verið stjórnendur í tæplega 40 félögum/fyrirtækjum sem orðið hafa gjaldþrota í Danmörku. Tæplega 430 persónur hafa hver um sig verið stjórnendur eða forstjórar í fimm félögum sem orðið hafa gjaldþrota á síðustu tíu árum. 28.3.2011 13:52 Dönsk ríkisskuldabréf seljast eins og heitar lummur Samkvæmt nýjum upplýsingum frá Nationalbanken, danska seðlabankanum, keyptu erlendir fjárfestar dönsk ríkisskuldabréf fyrir 21 milljarð danskra kr. í febrúar s.l. Þar með eiga útlendingar nú um 321 milljarð danskra kr., eða tæplega 6.500 milljarða kr., í dönskum ríkisskuldabréfum. 28.3.2011 10:58 Óttinn eykur eftirspurn eftir dómsdagsíbúðum Óttinn er orðinn að miklum viðskiptatækifærum í Bandaríkjunum. Þeir sem framleiða svokallaðar dómsdagsíbúðir anna ekki eftirspurn eftir þeim þessa dagana. 28.3.2011 09:36 Danskir lífeyrissjóðir kaupa vind fyrir 120 milljarða Tveir danskir lífeyrissjóðir hafa keypt helminginn vindmyllugarðinum Anholt Havmöllepark af DONG Energy, hinu opinbera orkufyrirtæki Dana. Verðið er 6 milljarðar danskra kr. eða rúmlega 120 milljarðar kr. Um er að ræða stærstu einstöku fjárfestingu danskra lífeyrissjóða hingað til. 28.3.2011 09:10 Kjell Inge Røkke hvetur til meiri olíuleitar við Noreg Aðaleigandi Aker Exploration, Kjell Inge Røkke, sem sótti um að fá að leita að olíu á íslenska Drekasvæðinu fyrir tveimur árum, segir að stórauka verði olíuleit við Noreg. 28.3.2011 08:54 Solomon er nýtt andlit Iceland Stacey Solomon er nýtt andlit Iceland matvörukeðjunnar. Solomon er fyrrverandi keppandi í X Factor og komst í úrslit árið 2009. Hún mun á næstunni birtast í fjölda auglýsinga á vegum Iceland. 25.3.2011 21:37 Bretar lækka bensínskattinn og breyta fyrirkomulaginu Bíleigendur í Bretlandi fengu góðar fregnir í gær þegar tilkynnt var um skattalækkun á eldsneyti. Fjármálaráðherrann George Osborne kynnti fjárlög næsta árs í breska þinginu í gær þar sem hann greindi frá þeirri ákvörðun sinni að lækka skattinn sem nemur einu pensi á lítrann eða um 1,8 krónur íslenskar. 24.3.2011 09:07 Hættur að rannsaka Kaupþing Mick Randall, yfirmaður hjá efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, SFO, sem stýrir rannsókninni á hruni Kaupþings hefur sagt upp störfum. Þetta kemur fram á fréttavef Financial Times. Einungis tvær vikur eru síðan Randall stýrði handtökum á bræðrunum Robert og Vincent Tchenguiz og fimm öðrum mönnum í Bretlandi í þágu rannsóknar málsins. 23.3.2011 23:59 Lýst eftir lukkupeningi Jóakims frænda Iðnaðarsafn Danmerkur í Horsens leitar nú með logandi ljósi að eintaki af lukkupeningi Jóakims frænda frá Andabæ. Hefur safnið raunar lýst eftir slíkum peningi vegna sýningar sem er framundan á safninu. 23.3.2011 13:36 Líbíumenn eiga 180 milljarða geymda í Svíþjóð Muammar Gaddafi, einræðisherra í Líbíu, og samverkamenn hans eiga um 10 milljarða sænskra króna geymda í Svíþjóð. Stjórnvöld þar hafa fryst eignirnar á grundvelli Evróputilskipunar. Enn er hart barist í Líbíu þrátt fyrir flugbannið sem sett var fyrir helgi. 23.3.2011 12:13 Michelin heiðrar danska smurbrauðsstofu Michelin bókin, biblía allra matarunnenda, er loksins komin á bragðið hvað danskt smurbrauð verðar. Í nýjustu útgáfu Michelin er danska smurbrauðsstofan Restaurant Schönnenmanns sérstaklega heiðruð með lofsamlegri umfjöllun. 23.3.2011 09:34 Tjónið í Japan metið á 35.000 milljarða Samkvæmt nýju mati japanskra stjórnvalda er tjónið vegna náttúruhamfaranna þar í landi nú metið á allt að 35.000 milljarða kr. eða sem samsvarar landsframleiðslu Íslands í 200 ár. 23.3.2011 08:23 Netið dælir milljörðum í danska hagkerfið Netið spilar orðið stórt hlutverk í danska hagkerfinu. Útreikningar benda til að netið leggi hagkerfinu til um 98 milljarða danskra kr., eða um 2.000 milljarða kr., á hverju ári eða sem nemur 5,8% af landsframleiðslu landsins. 22.3.2011 12:43 Irma skilar besta uppgjöri í 124 ár Danska dagvörukeðjan Irma skilaði besta ársuppgjöri sínu, fyrir árið í fyrra, í 124 ára gamalli sögu sinni. Hagnaður af rekstrinum nam tæpum 80 milljónum danskra kr. eða um tæpum 1,6 milljarði kr. af veltu sem nam 2,2 milljörðum danskra kr. 22.3.2011 11:17 FIH var peningabaukur fyrir milljarðaklúbbinn Meðan að FIH bankinn í Danmörku var í íslenskri eigu virðist bankinn hafa virkað sem peningabaukur fyrir áhættufjárfestingar á vegum manna sem almennt gengu undir nafninu Milljarðamæringaklúbburinn. Þessir menn eru flestir orðnir gjaldþrota í dag eða á leið í þá stöðu. 22.3.2011 09:51 Kröftug uppsveifla á markaðinum í Tókýó Kröftug uppsveifla varð á hlutabréfamarkaðinum í Tókýó í nótt en Nikkei vísitalan hækkaði um tæp 4,4%. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem hlutabréf hækka í verði á markaðinum. 22.3.2011 08:28 Gaddafi situr ofan á gullfjalli Þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið hafi skorið Muammar Gaddafi og stjórn hans í Líbíu frá fjármunum sínum erlendis og fryst bankareikninga hefur Gaddafi enn aðgang að miklum fjármunum heima fyrir enda má segja að hann sitji á gullfjalli. Með því getur hann fjármagnað her sinn og málaliða jafnvel árum saman. 22.3.2011 07:58 Roman Abramovich elskar stangarstökk Milljarðamæringurinn Roman Abramovich er þekktur fyrir áhuga sinn á fótbolta en hann er eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea. Abramovich virðist einnig elska stangarstökk og aðrar frjálsíþróttagreinar. 21.3.2011 14:35 Könnun: Stóriðja ekki brýnasta atvinnumálið Í nýrri netkönnun sem Miðlun ehf. hefur unnið kemur fram að almenningur telur ekki að stóriðja sé það brýnasta í atvinnumálum Íslendinga. Í fyrsta sæti er uppbygging á innlendum iðnaði (30,8%), í öðru sæti er aukinn stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki (18,1%) og í þriðja sæti er samkomulag um starfsumhverfi sjávarútvegsins (14,7%). 21.3.2011 13:00 Vikutilboð í Netto: Geimferð fyrir 10 milljónir Tilboðabæklingur verslunarkeðjunnar Netto í Danmörku fyrir þessa viku er með nokkuð óvenjulegu sniði. Á milli auglýsinga um að kassinn af dósaöli sé á tæpar 80 danskra kr. og stór flaska af gosdrykkjum á 12 kr. danskar er að finna tilboð um geimferð á rúmlega hálfa milljón danskra kr. eða rúmlega 10 milljónir kr. 21.3.2011 12:38 Yfir 600.000 Danir þreyttir á vinnu sinni Samkvæmt nýrri könnun sem YouGov hefur gert fyrir danska blaðið metroXpress eru yfir 600.000 Danir orðnir þreyttir á þeirri vinnu sem þeir stunda og vilja skipta um starf. 21.3.2011 10:28 AGS óttast nýja kreppu á Vesturlöndunum Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) óttast að ný fjármálakreppa skelli bráðlega á Vesturlöndunum ef ekki verður gripið strax í taumanna. Það eru gríðarlegar opinberar skuldir þróuðustu ríkja heims sem valda ótta AGS en í fyrsta sinn í sögunni frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar eru þessar skuldir að meðaltali orðnar yfir 100% af landsframleiðslu þessara ríkja. 21.3.2011 09:56 Buffett sér mikil tækifæri á japanska hlutabréfamarkaðinum Ofurfjárfestirinn Warren Buffett sér nú mikil tækifæri á japanska hlutabréfamarkaðinum sem tekið hefur mikla dýfu síðan að náttúruhamfarirnar skullu á landinu fyrir rúmlega viku síðan. 21.3.2011 09:14 Morrison að skoða kaup á Iceland Foods Financial Times greinir frá því á vefsíðu sinni að William Morrison Supermarkets hafi áhuga á að skoða kaup á verslunarkeðjunni Iceland Foods sem er að mestu í eigu Landsbankans og Glitnis. 21.3.2011 08:55 Heimsmarkaðsverð á olíu fer aftur hækkandi Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi í kjölfar loftárása bandamanna á skotmörk í Líbíu yfir helgina. Verðið á Brent olíunni hefur hækkað um rúm 2% í morgun og stendur í rétt tæpum 116 dollurum á tunnuna. 21.3.2011 08:21 Meðalverð á hótelgistingu hækkar í fyrsta sinn síðan 2007 Verð á hótelgistingu í heiminum hækkaði um 2% að meðaltali á síðasta ári. Þetta kemur fram á vefsíðunni hotel.com en þar segir að þetta sé fyrsta árið síðan 2007 að hótelgisting hækkar í verði. 21.3.2011 08:07 Hafa sett þak á íbúðalánin 21.3.2011 00:01 Mágur Tchenguizbræðra flæktur í Kaupþingsmálið Viðskiptajöfurinn Vivian Imerman, mágur Tchenguiz bræðranna, hefur dregist inn í rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar á viðskiptum bræðranna við Kaupþing. 20.3.2011 08:56 Sjá næstu 50 fréttir
Tískuhúsið Prada vill skrá sig á markað Ítalska tískuhúsið Prada vill skrá sig á markað í Hong Kong í júlí næstkomandi. Þetta hefur Bloomberg fréttaveitan eftir heimildarmönnum. 31.3.2011 15:24
Mikil verðhækkun á olíu í dag Mikil verðhækkun hefur orðið á heimsmarkaðsverði á olíu í dag. Tunnan af Brent olíu hefur hækkað um 2 dollara frá því í morgun og er komin í 117,25 dollara. Þetta er 1,8% hækkun innan dagsins. 31.3.2011 14:40
Fokið í skattaskjól á Seychelleseyjum Norrænu ríkin, þ.e. Ísland, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð auk Færeyja og Grænlands undirrituðu í vkunni samkomulag við yfirvöld á Seychelleseyjum um skipti á skattaupplýsingum. Samkomulagið er enn einn áfanginn í viðamiklu starfi á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar til að sporna gegn skattaflótta til annarra landa. 31.3.2011 10:58
Hæsta hótel í heimi opnar í Hong Kong Hinn 118 hæða hái turn í Hong Kong, International Commerce Center, hefur tilkynnt að búið sé að opna hótel á 16 efstu hæðum turnsins. Um er að ræða Ritz-Carlton hótelið og er það þar með orðið að hæsta hóteli heimsins. 31.3.2011 10:48
Skortur á íslenskum fiski á Grimsby markaðinum Fiskkaupendur í Bretlandi hafa nú vaxandi áhyggjur af skorti á íslenskum fiski á fiskmarkaðinum í Grimsby. Um er að ræða stærsta fiskmarkað Bretlandseyja en um 75% af fiskinum þar hefur komið frá Íslandi. 31.3.2011 09:04
Viðskipti með hluti í írskum bönkum stöðvuð Búið er að taka ákvörðun um að stöðva viðskipti með hluti í bönkunum Bank of Ireland og Allied Irsh Bank á markaðinum í Dublin í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá seðlabanka landsins. Eftir lokun markaðarins í dag verða birtar niðurstöður álagsprófa á írsku bankana. 31.3.2011 08:39
Viðræðum um kaupin á All Saints slitið Viðræðum um kaupin á bresku tískukeðjunni All Saints hefur verið slitið. Skilanefndir Kaupþings og Glitnis hafa átt í þessum viðræðum við fjárfestingarfélagið M1 Group og Rchard Sharp fyrrum starfsmann Goldman Sachs. 31.3.2011 08:22
Spánverjar vilja framseljanlegan kvóta Samtök spænskra útgerðarmanna (CEPESCA) telja að framtíðarfyrirkomulag fiskveiðistjórnunar innan Evrópusambandsins muni byggjast á framseljanlegum aflaheimildum í samræmi við reglur innri markaðar sambandsins. 31.3.2011 08:08
Allir írsku bankarnir gætu endað í ríkiseigu Írsk stjórnvöld gætu neyðst til þess að taka yfir ráðandi hlut í Bank of Ireland og Irsh Life & Permanent í kjölfar birtingar á álagsprófunum á írsku bönkunum eftir lokun markaða á morgun. Þar með væru írsk stjórnvöld komin með ráðandi hlut í öllum innlendum bönkum Írlands. 30.3.2011 11:19
Kjarnorkuslys veldur þangkreppu í sushigerð Kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan er farið að hafa áhrif á sushigerð víða um heiminn. Innflytjendur eru farnir að segja nei takk við soja, þangi, wasabi og grænmeti frá Japan. Í staðinn getur almenningur og matvælafyrirtæki utan Japan vænst þess að fá lélegri eftirlíkingar frá Kína til sushigerðar. 30.3.2011 10:50
Leituðu í höfuðstöðvum Banque Havilland Menn frá sérstökum saksóknara, efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO) og lögreglunni í Lúxemborg leituðu í höfuðstöðvum Banque Havilland í Lúxemborg í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Banque Havilland hefur sent frá sér. 29.3.2011 13:40
Pólverjar selja hluta af erfðasilfri sínu Pólsk stjórnvöld hafa ákveðið að selja hluta af eign sinni í PKO Bank Polski bankanum en hann er stærsti banki Austur-Evrópu sem er alfarið í eigu innlendra aðila. 29.3.2011 12:45
Buffett varar við Facebook bólu Ofurfjárfestirinn Warren Buffett varar við því að samskiptasíður á borð við Facebook séu verðmetnar alltof hátt og að viðskipti með hluti í þeim gæti orðið næsta bóla á markaðinum. 29.3.2011 10:13
Ekkert lát á verðhækkunum á kaffibaunum Ekkert lát er á verðhækkunum á kaffibaunum á hrávörumörkuðum heimsins. Verðið hefur nær tvöfaldast á liðnu ári og ekki er útlit fyrir annað en að verðið eigi enn eftir að hækka töluvert. 29.3.2011 09:18
Meira líf í bandarísku efnahagslífi en talið var Meira líf reyndist í bandarísku efnahagslífi en búist var við í fyrra. Hagvöxtur mældist 3,1 prósent á fjórða ársfjórðungi, sem er 0,3 prósentustigum meira en vænst var, og hagvöxtur á árinu öllu nam 2,9 prósentum. 29.3.2011 08:49
Klámfengin forn vasaúr undir hamarinn Maður nokkur í Sviss hefur sett lífsverk sitt á uppboð en hans helsta ástríða var að safna klámfengnum vasaúrum frá 17. og 18. öld. Úrasafn þetta verður boðið upp á vegum Antiquorum í Genf sem sérhæfir sig í sölu á fágætum og verðmætum úrum. 28.3.2011 15:31
Methagnaður hjá Danfoss í Danmörku Methagnaður varð hjá iðnaðarfyrirtækinu Danfoss í Danmörku á síðasta ári. Hagnaðurinn nam tæpum 3,3 milljörðum danskra kr. eða um 66 milljörðum kr. Til samanburðar nam tapið hjá Danfoss árið áður tæpum 1,5 milljörðum danskra kr. 28.3.2011 15:15
Danskur einstaklingur á að baki 101 gjaldþrot Danskur einstaklingur á að baki 101 gjaldþrot í Danmörku á síðustu tíu árum. Þrjár persónur hafa hver um sig á undanförnum tíu árum verið stjórnendur í tæplega 40 félögum/fyrirtækjum sem orðið hafa gjaldþrota í Danmörku. Tæplega 430 persónur hafa hver um sig verið stjórnendur eða forstjórar í fimm félögum sem orðið hafa gjaldþrota á síðustu tíu árum. 28.3.2011 13:52
Dönsk ríkisskuldabréf seljast eins og heitar lummur Samkvæmt nýjum upplýsingum frá Nationalbanken, danska seðlabankanum, keyptu erlendir fjárfestar dönsk ríkisskuldabréf fyrir 21 milljarð danskra kr. í febrúar s.l. Þar með eiga útlendingar nú um 321 milljarð danskra kr., eða tæplega 6.500 milljarða kr., í dönskum ríkisskuldabréfum. 28.3.2011 10:58
Óttinn eykur eftirspurn eftir dómsdagsíbúðum Óttinn er orðinn að miklum viðskiptatækifærum í Bandaríkjunum. Þeir sem framleiða svokallaðar dómsdagsíbúðir anna ekki eftirspurn eftir þeim þessa dagana. 28.3.2011 09:36
Danskir lífeyrissjóðir kaupa vind fyrir 120 milljarða Tveir danskir lífeyrissjóðir hafa keypt helminginn vindmyllugarðinum Anholt Havmöllepark af DONG Energy, hinu opinbera orkufyrirtæki Dana. Verðið er 6 milljarðar danskra kr. eða rúmlega 120 milljarðar kr. Um er að ræða stærstu einstöku fjárfestingu danskra lífeyrissjóða hingað til. 28.3.2011 09:10
Kjell Inge Røkke hvetur til meiri olíuleitar við Noreg Aðaleigandi Aker Exploration, Kjell Inge Røkke, sem sótti um að fá að leita að olíu á íslenska Drekasvæðinu fyrir tveimur árum, segir að stórauka verði olíuleit við Noreg. 28.3.2011 08:54
Solomon er nýtt andlit Iceland Stacey Solomon er nýtt andlit Iceland matvörukeðjunnar. Solomon er fyrrverandi keppandi í X Factor og komst í úrslit árið 2009. Hún mun á næstunni birtast í fjölda auglýsinga á vegum Iceland. 25.3.2011 21:37
Bretar lækka bensínskattinn og breyta fyrirkomulaginu Bíleigendur í Bretlandi fengu góðar fregnir í gær þegar tilkynnt var um skattalækkun á eldsneyti. Fjármálaráðherrann George Osborne kynnti fjárlög næsta árs í breska þinginu í gær þar sem hann greindi frá þeirri ákvörðun sinni að lækka skattinn sem nemur einu pensi á lítrann eða um 1,8 krónur íslenskar. 24.3.2011 09:07
Hættur að rannsaka Kaupþing Mick Randall, yfirmaður hjá efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, SFO, sem stýrir rannsókninni á hruni Kaupþings hefur sagt upp störfum. Þetta kemur fram á fréttavef Financial Times. Einungis tvær vikur eru síðan Randall stýrði handtökum á bræðrunum Robert og Vincent Tchenguiz og fimm öðrum mönnum í Bretlandi í þágu rannsóknar málsins. 23.3.2011 23:59
Lýst eftir lukkupeningi Jóakims frænda Iðnaðarsafn Danmerkur í Horsens leitar nú með logandi ljósi að eintaki af lukkupeningi Jóakims frænda frá Andabæ. Hefur safnið raunar lýst eftir slíkum peningi vegna sýningar sem er framundan á safninu. 23.3.2011 13:36
Líbíumenn eiga 180 milljarða geymda í Svíþjóð Muammar Gaddafi, einræðisherra í Líbíu, og samverkamenn hans eiga um 10 milljarða sænskra króna geymda í Svíþjóð. Stjórnvöld þar hafa fryst eignirnar á grundvelli Evróputilskipunar. Enn er hart barist í Líbíu þrátt fyrir flugbannið sem sett var fyrir helgi. 23.3.2011 12:13
Michelin heiðrar danska smurbrauðsstofu Michelin bókin, biblía allra matarunnenda, er loksins komin á bragðið hvað danskt smurbrauð verðar. Í nýjustu útgáfu Michelin er danska smurbrauðsstofan Restaurant Schönnenmanns sérstaklega heiðruð með lofsamlegri umfjöllun. 23.3.2011 09:34
Tjónið í Japan metið á 35.000 milljarða Samkvæmt nýju mati japanskra stjórnvalda er tjónið vegna náttúruhamfaranna þar í landi nú metið á allt að 35.000 milljarða kr. eða sem samsvarar landsframleiðslu Íslands í 200 ár. 23.3.2011 08:23
Netið dælir milljörðum í danska hagkerfið Netið spilar orðið stórt hlutverk í danska hagkerfinu. Útreikningar benda til að netið leggi hagkerfinu til um 98 milljarða danskra kr., eða um 2.000 milljarða kr., á hverju ári eða sem nemur 5,8% af landsframleiðslu landsins. 22.3.2011 12:43
Irma skilar besta uppgjöri í 124 ár Danska dagvörukeðjan Irma skilaði besta ársuppgjöri sínu, fyrir árið í fyrra, í 124 ára gamalli sögu sinni. Hagnaður af rekstrinum nam tæpum 80 milljónum danskra kr. eða um tæpum 1,6 milljarði kr. af veltu sem nam 2,2 milljörðum danskra kr. 22.3.2011 11:17
FIH var peningabaukur fyrir milljarðaklúbbinn Meðan að FIH bankinn í Danmörku var í íslenskri eigu virðist bankinn hafa virkað sem peningabaukur fyrir áhættufjárfestingar á vegum manna sem almennt gengu undir nafninu Milljarðamæringaklúbburinn. Þessir menn eru flestir orðnir gjaldþrota í dag eða á leið í þá stöðu. 22.3.2011 09:51
Kröftug uppsveifla á markaðinum í Tókýó Kröftug uppsveifla varð á hlutabréfamarkaðinum í Tókýó í nótt en Nikkei vísitalan hækkaði um tæp 4,4%. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem hlutabréf hækka í verði á markaðinum. 22.3.2011 08:28
Gaddafi situr ofan á gullfjalli Þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið hafi skorið Muammar Gaddafi og stjórn hans í Líbíu frá fjármunum sínum erlendis og fryst bankareikninga hefur Gaddafi enn aðgang að miklum fjármunum heima fyrir enda má segja að hann sitji á gullfjalli. Með því getur hann fjármagnað her sinn og málaliða jafnvel árum saman. 22.3.2011 07:58
Roman Abramovich elskar stangarstökk Milljarðamæringurinn Roman Abramovich er þekktur fyrir áhuga sinn á fótbolta en hann er eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea. Abramovich virðist einnig elska stangarstökk og aðrar frjálsíþróttagreinar. 21.3.2011 14:35
Könnun: Stóriðja ekki brýnasta atvinnumálið Í nýrri netkönnun sem Miðlun ehf. hefur unnið kemur fram að almenningur telur ekki að stóriðja sé það brýnasta í atvinnumálum Íslendinga. Í fyrsta sæti er uppbygging á innlendum iðnaði (30,8%), í öðru sæti er aukinn stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki (18,1%) og í þriðja sæti er samkomulag um starfsumhverfi sjávarútvegsins (14,7%). 21.3.2011 13:00
Vikutilboð í Netto: Geimferð fyrir 10 milljónir Tilboðabæklingur verslunarkeðjunnar Netto í Danmörku fyrir þessa viku er með nokkuð óvenjulegu sniði. Á milli auglýsinga um að kassinn af dósaöli sé á tæpar 80 danskra kr. og stór flaska af gosdrykkjum á 12 kr. danskar er að finna tilboð um geimferð á rúmlega hálfa milljón danskra kr. eða rúmlega 10 milljónir kr. 21.3.2011 12:38
Yfir 600.000 Danir þreyttir á vinnu sinni Samkvæmt nýrri könnun sem YouGov hefur gert fyrir danska blaðið metroXpress eru yfir 600.000 Danir orðnir þreyttir á þeirri vinnu sem þeir stunda og vilja skipta um starf. 21.3.2011 10:28
AGS óttast nýja kreppu á Vesturlöndunum Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) óttast að ný fjármálakreppa skelli bráðlega á Vesturlöndunum ef ekki verður gripið strax í taumanna. Það eru gríðarlegar opinberar skuldir þróuðustu ríkja heims sem valda ótta AGS en í fyrsta sinn í sögunni frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar eru þessar skuldir að meðaltali orðnar yfir 100% af landsframleiðslu þessara ríkja. 21.3.2011 09:56
Buffett sér mikil tækifæri á japanska hlutabréfamarkaðinum Ofurfjárfestirinn Warren Buffett sér nú mikil tækifæri á japanska hlutabréfamarkaðinum sem tekið hefur mikla dýfu síðan að náttúruhamfarirnar skullu á landinu fyrir rúmlega viku síðan. 21.3.2011 09:14
Morrison að skoða kaup á Iceland Foods Financial Times greinir frá því á vefsíðu sinni að William Morrison Supermarkets hafi áhuga á að skoða kaup á verslunarkeðjunni Iceland Foods sem er að mestu í eigu Landsbankans og Glitnis. 21.3.2011 08:55
Heimsmarkaðsverð á olíu fer aftur hækkandi Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi í kjölfar loftárása bandamanna á skotmörk í Líbíu yfir helgina. Verðið á Brent olíunni hefur hækkað um rúm 2% í morgun og stendur í rétt tæpum 116 dollurum á tunnuna. 21.3.2011 08:21
Meðalverð á hótelgistingu hækkar í fyrsta sinn síðan 2007 Verð á hótelgistingu í heiminum hækkaði um 2% að meðaltali á síðasta ári. Þetta kemur fram á vefsíðunni hotel.com en þar segir að þetta sé fyrsta árið síðan 2007 að hótelgisting hækkar í verði. 21.3.2011 08:07
Mágur Tchenguizbræðra flæktur í Kaupþingsmálið Viðskiptajöfurinn Vivian Imerman, mágur Tchenguiz bræðranna, hefur dregist inn í rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar á viðskiptum bræðranna við Kaupþing. 20.3.2011 08:56