Fleiri fréttir Líkur á óbreyttum vöxtum Líkur eru sagðar á því að peningamálanefnd Englandsbanka ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum en bankinn tilkynnir á morgun hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi í Bretlandi. Búist er við að bankinn hækki stýrivexti í 5 prósent í næsta mánuði. 4.10.2006 12:39 Enn fleiri rafhlöður innkallaðar Japanski tölvuframleiðandinn Fujitsu hefur bæst í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa ákveðið að innkalla rafhlöður frá Sony, sem seldar voru með fartölvum fyrirtækisins. Um 287.000 rafhlöður er að ræða að þessu sinni, sem verða innkallaðar í varúðarskyni. 4.10.2006 09:01 Tafir á afhendingu risaþota frá Airbus Mörg af stærstu flugfélögum í heimi munu vera að endurskoða pantanir sínar á A380 risaþotum eftir að stjórn EADS, móðurfélags evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, greindi frá því að afhending á risaþotunum myndi dragast fram á haustið 2007. 4.10.2006 09:01 Hagkerfið í Færeyjum vex Danski Seðlabankinn býst áfram við áframhaldandi framþróun í færeyska hagkerfinu. Eftir nokkur samdráttarár sýnir færeyska hagkerfið framfarir. Þetta sést sérstaklega á hækkandi launum og umbótum á vinnumarkaði. Hagvöxtur er drifinn áfram af háu fiskverði og vaxandi fjárfestingu í fasteignum. 4.10.2006 06:30 Nissan flytur framleiðslu til Japans Japanski bílaframleiðandinn Nissan Motors ætlar að flytja framleiðslu á einni gerð fjölskyldubíla frá Bandaríkjunum til Japans. Ákvörðunin er sögð í hagræðingarskyni, auk þess sem fyrirtækið vill rýma fyrir framleiðslu á nýrri gerð bíla frá Nissan í Bandaríkjunum. 4.10.2006 00:01 Rafhlöður innkallaðar Lenovo og IBM hafa ákveðið að innkalla tilteknar rafhlöður framleiddar af Sony Corporation sem seldar voru með ThinkPad-fartölvum á tímabilinu febrúar 2005 til september 2006. Þetta er gert þar sem einstaka rafhlöður geta í undantekningartilvikum ofhitnað. Þó er einungis vitað um eitt tilfelli þar sem rafhlaða í ThinkPad-fartölvu hefur bilað af rúmlega 500.000 sem eru í notkun. Verður þessum rafhlöðum skipt út viðskiptavinum að kostnaðarlausu. 4.10.2006 00:01 Tilboð í bandaríska spilavítakeðju Tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, Apollo Management og Texas Pacific Group, hafa gert yfirtökutilboð í bandarísku hótel- og spilavítakeðjuna Harrahs Entertainment. Tilboðið hljóðar upp á 15,1 milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði 1.000 milljarða íslenskra króna. Ef boðið gengur eftir munu þetta verða fjórðu stærstu fyrirtækjakaup sem gerð hafa verið í Bandaríkjunum. 4.10.2006 00:01 Hulunni svipt af andlitinu á Mars Sérfræðingar Evrópsku geimvísindastofnunarinnar (ESA) hafa svipt hulunni af bungunni leyndardómsfullu á Mars. Um er að ræða hæð eða lítið fjall á yfirborði plánetunnar. 4.10.2006 00:01 Yfirtöku TM á NEMI lokið TM hefur lokið við yfirtöku á norska tryggingafélaginu NEMI. Á hluthafafundi var Óskar Magnússon kjörinn stjórnarformaður en auk þess tók Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar TM, sæti í stjórn auk Anne Gro Sundby, Erling Christiansen og Bjørn Mæhlum. Ivar S. Williksen hefur verið ráðinn forstjóri. 4.10.2006 00:01 Microsoft ætlar gegn YouTube Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft ætlar að setja á laggirnar þjónustu við myndskrárhluta MSN Video, sem gerir netverjum kleift að setja myndskrár af öllum toga á netið. Með þessu er fyrirtækið að demba sér í samkeppni við vefsetrið YouTube, Google og MySpace. 4.10.2006 00:01 Styttist í sveigjanlega tölvuskjái Hópur verkfræðinga við Cambridge-háskóla í Bretlandi hefur búið til sveigjanlegar og þunnar plötur úr málmblöndu. Vonir eru bundnar við að hægt verði að búa til örþunnan tölvuskjá úr sveigjanlegu efni úr málmblöndunni, sem hægt verður að rúlla upp líkt og blaði. 4.10.2006 00:01 Olíuverðið aftur niður Heimsmarkaðsverð á hráolíu hélt áfram að lækka í dag, annan daginn í röð, á helstu fjármálamörkuðum eftir nokkrar verðhækkanir í síðustu viku. Ástæðan fyrir lækkuninni er bjartsýni fjárfesta um auknar olíubirgðir í Bandaríkjunum. 3.10.2006 09:42 Olíuverð hækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að Nígería og Venesúela, sem eru aðildarríki samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, ákváðu að draga úr útflutningi til að bregðast við talsverðum verðlækkunum síðustu vikurnar og draga úr framboð á olíu. 2.10.2006 09:15 Vill fleiri hluti í GM 29.9.2006 15:32 Ryanair spáir auknum hagnaði Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair spáir því að hagnaður félagsins á yfirstandandi rekstrarári, sem lýkur í mars á næsta ári, muni nema 335 milljónum evra, jafnvirði tæpra 30 milljarða króna. Þetta er 11 prósenta hækkun á milli ára. 29.9.2006 14:35 2,5 prósenta verðbólga í Bandaríkjunum Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2 prósent í Bandaríkjunum í ágúst. Þetta jafngildir 2,5 prósenta verðbólgu á ársgrundvelli ef undan er skilin hækkun á matvöru- og raforkuverði, samkvæmt útreikningum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Verðbólga hefur ekki verið meiri í Bandaríkjunum í rúm 11 ár. 29.9.2006 12:58 Sony innkallar eigin rafhlöður Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell og hinn japanski Toshiba greindu frá því í dag að fyrirtækin ætli að innkalla rúmlega 900.000 rafhlöður, sem fylgdu fartölvum fyrirtækjanna. Innköllunin nú er gerð að ósk Sony. Fréttirnar geta vart talist góðar fyrir fyrirtækið, en nokkur tölvufyrirtæki hafa nú innkallað tæplega 7 milljónir rafhlaða sem fyrirtækið framleiddi. 29.9.2006 12:29 Starfsmenn Airbus óttast uppsagnir Stjórn EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans Airbus, fundar síðar í dag um stöðu félagsins og tafir á framleiðsu A380 risafarþegaþotunnar sem félagið framleiðir. Starfsmenn óttast að EADS muni grípa til víðtækra uppsagna í hagræðingarskyni. 29.9.2006 10:33 Rafhlöður frá Sony innkallaðar á ný Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo hefur ákveðið að innkalla hálfa milljón rafhlaða, sem fylgja fartölvum fyrirtækisins á heimsvísu. Sony framleiddi rafhlöðurnar. Lenovo framleiðir fartölvur undir eigin merkjum og IBM. 29.9.2006 08:52 Endurnýja ekki flugflotann Alexander Lebedev, einn af stærstu hluthöfum rússneska flugfélagsins Aeroflot, vísar því á bug að skrifað hafi verið undir samning um kaup á 22 farþegaflugvélum frá Boeing og jafnmörgum vélum frá Airbus. 29.9.2006 00:01 Norska ríkið horfir til SAS Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segir í samtali við norska dagblaðið Dagsavisen koma til greina að norska ríkið kaupi hluti sænska og danska ríkisins í norræna flugfélaginu SAS. 29.9.2006 00:01 Dow Jones náði sögulegu hámarki Bandaríska Dow Jones hlutabréfavísitalan fór í 11.724,86 stig í morgun og sló þar með sögulegt hámark. Vísitalan hefur ekki náð viðlíka hæðum síðan í janúar árið 2000. 28.9.2006 15:02 Hagvöxtur undir væntingum Hagvöxtur jókst um 2,6 prósent í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt endurskoðuðum útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er nokkuð undir væntingum en almennt var reiknað með því að hagvöxtur myndi aukast um 2,9 prósent. Þá er um talsvert minni hagvöxt að ræða en á fyrsta fjórðungi ársins, sem nam 5,6 prósentum. 28.9.2006 14:31 Norðmenn vilja SAS Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segir koma til greina að norska ríkið kaupi hluti sænska og danska ríkisins í norræna flugfélaginu SAS. Stoltenberg segir ríkisstjórnir landanna hafa hug á að selja hluti sína í félaginu. Markaðsvirði hlutanna nemur rúmum 87 milljörðum íslenskra króna. 28.9.2006 10:37 GM vill greiðslu vegna samstarfs Stjórn bandaríska bílaframleiðandans General Motors (GM) er sögð ætla að fara fram á að bílaframleiðendurnir Nissan og Renault greiði fyrirtækinu milljarða bandaríkjadali í meðgjöf verði af samstarfi fyrirtækjanna á sviði bílaframleiðslu. Forstjórar fyrirtækjanna funduðu um samstarfið í París í Frakklandi í dag. 27.9.2006 14:31 Dow Jones nálægt sögulegu hámarki Bandaríska Dow Jones hlutabréfavísitalan er við það að ná nýjum sögulegum hæðum. Ástæðan fyrir því er hækkun á gengi hlutabréfa á fjármálamörkuðum vestra í kjölfar bjartsýni fjárfesta vegna minnkandi verðbólgu. 27.9.2006 13:25 Bílarisar ræðast við Rick Wagoner, forstjóri bandaríska bílaframleiðandans General Motors, og Carlos Ghosn, forstjóri bílaframleiðendanna Nissan Motors og Renault SA hittast í París í Frakklandi í dag til að ræða um hugsanlegt samstarf fyrirtækjanna. Greiningaraðilar segja viðræðurnar fram til þessa hafa strandað á því hversu víðtækt samstarfið eigi að vera og telja það jafnvel ólíklegt. 27.9.2006 09:42 Fall í olíukauphöllinni Norski hlutabréfamarkaðurinn hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að olíuverð tók að lækka en markaðurinn er mjög háður því og því oft kallaður Olíukauphöllin. 27.9.2006 00:01 Volvo í útrás í Austurlöndum Sænski vöruflutningabílaframleiðandinn Volvo greindi frá því á mánudag að fyrirtækið hefði keypt 6 prósenta hlut japanska bílaframleiðandans Nissan í vöruflutningaarmi fyrirtækisins, Nissan Diesel Motor. 27.9.2006 00:01 Sameiningin hefur áhrif í Færeyjum Búist er við því að sameining OMX og Kauphallar Íslands auki hraða framþróunar á Virðisbrævamarkaði Føroya eða VMF, sem Kauphöll Íslands rekur. 27.9.2006 00:01 Ikea ræður þúsundir starfsmanna Sænski húsgagnarisinn Ikea ætlar að ráða tugþúsundir nýrra starfsmanna víða um heim á næstu árum. Anders Dahlvig, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir ástæðuna vera mikinn fyrirhugaðan vöxt Ikea og opnun fjölda nýrra verslana um allan heim á næstunni. 27.9.2006 00:01 Lufthansa kaupir ekki í SAS Thomas Jachnow, talsmaður þýska flugfélagsins Lufthansa, og talsmaður SAS í Svíþjóð, vísuðu báðir þeim orðrómi á bug í byrjun vikunnar að Lufthansa ætlaði að kaupa allt að helmingshlut í norræna flugfélaginu og hugsanlega gera yfirtökutilboð í það. 27.9.2006 00:01 Umframeftirspurn í útboði Sparikassans Sökum mikillar eftirspurnar fjárfesta eftir hlutabréfum í Föroya Sparikassi ákváðu stjórnendur Sparikassagrunnsins, stærsta hluthafans, að selja sautján prósenta hlut í stað tíu prósenta. 27.9.2006 00:01 Branson berst gegn gróðurhúsaáhrifum Breski auðkýfingurinn og orkuboltinn Richard Branson greindi frá því á samráðsfundi Bills Clinton um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, sem haldinn var í New York í Bandaríkjunum í síðustu viku, að hann ætli að verja jafnvirði 400 milljarða íslenskra króna á næstu tíu árum í baráttuna við gróðurhúsaáhrifin. 27.9.2006 00:01 Forstjóri í steininn Bernard Ebbers, stofnandi og fyrrum forstjóri bandaríska fjarskiptafélagsins WorldCom, fór í fangelsi í Bandaríkjunum í gær til að afplána dóm sem hann hlaut í fyrra. 27.9.2006 00:01 Fjármálastjóri Enron í steininn Andrew Fastow, fyrrum fjármálastjóri bandaríska orkurisans Enron, hlaut sex ára fangelsisdóm vegna aðildar sinnar að fjár- og bókhaldssvikum, sem leiddu til gjaldþrots fyrirtæksins í lok árs 2001, í Houston í Texas í Bandaríkjunum í gær. 27.9.2006 00:01 Starfsmannastjóri Ford segir upp Steven Hamp, starfsmannastjóri bandaríska bílaframleiðandans Ford og næstráðandi Alan Mulally forstjóra, ætlar að láta af störfum hjá fyrirtækinu öðru hvoru megin við næstu áramót. 27.9.2006 00:01 Virgin leyfir fartölvur Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur gefið farþegum sínum grænt ljós á að nota fartölvur frá Dell og Apple í millilandaflugi gegn ákveðnum skilyrðum. 27.9.2006 00:01 Hækkun á hráolíuverði Heimsmarkaðsverð á hráolíu bæði hækkaði og lækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag vegna ótta fjárfesta við að OPEC, samtök olíuútflutningsolíuríkja, muni draga úr framleiðslukvóta vegna snarpra lækkana á olíuverði upp á síðkastið. 26.9.2006 16:28 Enronmaður bíður dóms Dómur fellur í Houston í Texas í Bandaríkjunum í dag í máli Andrew Fastows, fyrrum fjármálastjóra bandaríska orkurisans Enron, vegna aðildar hans að fjár- og bókhaldssvikum, sem leiddu til gjaldþrots fyrirtæksins í lok árs 2001. Búist er við að hann hljóti allt að 10 ára fangelsisdóm vegna málsins. 26.9.2006 14:23 Fyrrum forstjóri WorldCom í fangelsi Bernard Ebbers, fyrrum forstjóri bandaríska fjarskiptafélagsins WorldCom, fer í fangelsi í dag. Hann var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir fjársvik, bókhalds- og skjalafals í mars á síðasta ári en hefur margsinnis áfrýjað dóminum. Verði Ebbers allan tímann í fangelsi fær hann lausn árið 2028. 26.9.2006 08:35 Starfsmannastjóri Ford segir upp Steven Hamp, starfsmannastjóri bandaríska bílaframleiðandans Ford og næstráðandi Alan Mulally, forstjóra, ætlar að láta af störfum hjá fyrirtækinu öðru hvoru megin við næstu áramót. Hamp varð starfsmannastjóri Ford í nóvember á síðasta ári undir stjórn Bill Ford, fráfarandi forstjóra, en þeir Hamp eru mágar. 25.9.2006 20:19 FlyMe hætt við Lithuanian Airlines Sænska lággjaldaflugfélagið FlyMe hefur hætt við yfirtöku á Lithuanian Airlines eftir að niðurstöður áreiðanleikakönnunar lágu fyrir. Fons, stærsti hluthafinn í FlyMe, eignaðist um þriðjungshlut í Lithuanian Airlines snemma á árinu og var ætlunin að FlyMe eignast allt félagið. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að kaupa ekki rúman helming í breska leigflugfélaginu Astraeus. 25.9.2006 13:56 Nasdaq eykur við í LSE Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq hefur aukið við hlut sinn í Kauphöll Lundúna (LSE) í Bretlandi. Nasdaq, sem er stærsti hluthafi LSE átti fyrir 24,1 prósent í breska markaðnum en hefur með kaupum á 2,2 milljónum bréfa aukið hann í 25,1 prósent eða rétt rúman fjórðung. 25.9.2006 10:21 Olíuverð undir 60 dölum Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 60 bandaríkjadali á tunnu á nokkrum helstu fjármálamörkuðum í dag. Hráolíuverðið hefur ekki verið lægra í rúmt hálf ár. 25.9.2006 09:07 Sjá næstu 50 fréttir
Líkur á óbreyttum vöxtum Líkur eru sagðar á því að peningamálanefnd Englandsbanka ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum en bankinn tilkynnir á morgun hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi í Bretlandi. Búist er við að bankinn hækki stýrivexti í 5 prósent í næsta mánuði. 4.10.2006 12:39
Enn fleiri rafhlöður innkallaðar Japanski tölvuframleiðandinn Fujitsu hefur bæst í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa ákveðið að innkalla rafhlöður frá Sony, sem seldar voru með fartölvum fyrirtækisins. Um 287.000 rafhlöður er að ræða að þessu sinni, sem verða innkallaðar í varúðarskyni. 4.10.2006 09:01
Tafir á afhendingu risaþota frá Airbus Mörg af stærstu flugfélögum í heimi munu vera að endurskoða pantanir sínar á A380 risaþotum eftir að stjórn EADS, móðurfélags evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, greindi frá því að afhending á risaþotunum myndi dragast fram á haustið 2007. 4.10.2006 09:01
Hagkerfið í Færeyjum vex Danski Seðlabankinn býst áfram við áframhaldandi framþróun í færeyska hagkerfinu. Eftir nokkur samdráttarár sýnir færeyska hagkerfið framfarir. Þetta sést sérstaklega á hækkandi launum og umbótum á vinnumarkaði. Hagvöxtur er drifinn áfram af háu fiskverði og vaxandi fjárfestingu í fasteignum. 4.10.2006 06:30
Nissan flytur framleiðslu til Japans Japanski bílaframleiðandinn Nissan Motors ætlar að flytja framleiðslu á einni gerð fjölskyldubíla frá Bandaríkjunum til Japans. Ákvörðunin er sögð í hagræðingarskyni, auk þess sem fyrirtækið vill rýma fyrir framleiðslu á nýrri gerð bíla frá Nissan í Bandaríkjunum. 4.10.2006 00:01
Rafhlöður innkallaðar Lenovo og IBM hafa ákveðið að innkalla tilteknar rafhlöður framleiddar af Sony Corporation sem seldar voru með ThinkPad-fartölvum á tímabilinu febrúar 2005 til september 2006. Þetta er gert þar sem einstaka rafhlöður geta í undantekningartilvikum ofhitnað. Þó er einungis vitað um eitt tilfelli þar sem rafhlaða í ThinkPad-fartölvu hefur bilað af rúmlega 500.000 sem eru í notkun. Verður þessum rafhlöðum skipt út viðskiptavinum að kostnaðarlausu. 4.10.2006 00:01
Tilboð í bandaríska spilavítakeðju Tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, Apollo Management og Texas Pacific Group, hafa gert yfirtökutilboð í bandarísku hótel- og spilavítakeðjuna Harrahs Entertainment. Tilboðið hljóðar upp á 15,1 milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði 1.000 milljarða íslenskra króna. Ef boðið gengur eftir munu þetta verða fjórðu stærstu fyrirtækjakaup sem gerð hafa verið í Bandaríkjunum. 4.10.2006 00:01
Hulunni svipt af andlitinu á Mars Sérfræðingar Evrópsku geimvísindastofnunarinnar (ESA) hafa svipt hulunni af bungunni leyndardómsfullu á Mars. Um er að ræða hæð eða lítið fjall á yfirborði plánetunnar. 4.10.2006 00:01
Yfirtöku TM á NEMI lokið TM hefur lokið við yfirtöku á norska tryggingafélaginu NEMI. Á hluthafafundi var Óskar Magnússon kjörinn stjórnarformaður en auk þess tók Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar TM, sæti í stjórn auk Anne Gro Sundby, Erling Christiansen og Bjørn Mæhlum. Ivar S. Williksen hefur verið ráðinn forstjóri. 4.10.2006 00:01
Microsoft ætlar gegn YouTube Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft ætlar að setja á laggirnar þjónustu við myndskrárhluta MSN Video, sem gerir netverjum kleift að setja myndskrár af öllum toga á netið. Með þessu er fyrirtækið að demba sér í samkeppni við vefsetrið YouTube, Google og MySpace. 4.10.2006 00:01
Styttist í sveigjanlega tölvuskjái Hópur verkfræðinga við Cambridge-háskóla í Bretlandi hefur búið til sveigjanlegar og þunnar plötur úr málmblöndu. Vonir eru bundnar við að hægt verði að búa til örþunnan tölvuskjá úr sveigjanlegu efni úr málmblöndunni, sem hægt verður að rúlla upp líkt og blaði. 4.10.2006 00:01
Olíuverðið aftur niður Heimsmarkaðsverð á hráolíu hélt áfram að lækka í dag, annan daginn í röð, á helstu fjármálamörkuðum eftir nokkrar verðhækkanir í síðustu viku. Ástæðan fyrir lækkuninni er bjartsýni fjárfesta um auknar olíubirgðir í Bandaríkjunum. 3.10.2006 09:42
Olíuverð hækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að Nígería og Venesúela, sem eru aðildarríki samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, ákváðu að draga úr útflutningi til að bregðast við talsverðum verðlækkunum síðustu vikurnar og draga úr framboð á olíu. 2.10.2006 09:15
Ryanair spáir auknum hagnaði Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair spáir því að hagnaður félagsins á yfirstandandi rekstrarári, sem lýkur í mars á næsta ári, muni nema 335 milljónum evra, jafnvirði tæpra 30 milljarða króna. Þetta er 11 prósenta hækkun á milli ára. 29.9.2006 14:35
2,5 prósenta verðbólga í Bandaríkjunum Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2 prósent í Bandaríkjunum í ágúst. Þetta jafngildir 2,5 prósenta verðbólgu á ársgrundvelli ef undan er skilin hækkun á matvöru- og raforkuverði, samkvæmt útreikningum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Verðbólga hefur ekki verið meiri í Bandaríkjunum í rúm 11 ár. 29.9.2006 12:58
Sony innkallar eigin rafhlöður Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell og hinn japanski Toshiba greindu frá því í dag að fyrirtækin ætli að innkalla rúmlega 900.000 rafhlöður, sem fylgdu fartölvum fyrirtækjanna. Innköllunin nú er gerð að ósk Sony. Fréttirnar geta vart talist góðar fyrir fyrirtækið, en nokkur tölvufyrirtæki hafa nú innkallað tæplega 7 milljónir rafhlaða sem fyrirtækið framleiddi. 29.9.2006 12:29
Starfsmenn Airbus óttast uppsagnir Stjórn EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans Airbus, fundar síðar í dag um stöðu félagsins og tafir á framleiðsu A380 risafarþegaþotunnar sem félagið framleiðir. Starfsmenn óttast að EADS muni grípa til víðtækra uppsagna í hagræðingarskyni. 29.9.2006 10:33
Rafhlöður frá Sony innkallaðar á ný Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo hefur ákveðið að innkalla hálfa milljón rafhlaða, sem fylgja fartölvum fyrirtækisins á heimsvísu. Sony framleiddi rafhlöðurnar. Lenovo framleiðir fartölvur undir eigin merkjum og IBM. 29.9.2006 08:52
Endurnýja ekki flugflotann Alexander Lebedev, einn af stærstu hluthöfum rússneska flugfélagsins Aeroflot, vísar því á bug að skrifað hafi verið undir samning um kaup á 22 farþegaflugvélum frá Boeing og jafnmörgum vélum frá Airbus. 29.9.2006 00:01
Norska ríkið horfir til SAS Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segir í samtali við norska dagblaðið Dagsavisen koma til greina að norska ríkið kaupi hluti sænska og danska ríkisins í norræna flugfélaginu SAS. 29.9.2006 00:01
Dow Jones náði sögulegu hámarki Bandaríska Dow Jones hlutabréfavísitalan fór í 11.724,86 stig í morgun og sló þar með sögulegt hámark. Vísitalan hefur ekki náð viðlíka hæðum síðan í janúar árið 2000. 28.9.2006 15:02
Hagvöxtur undir væntingum Hagvöxtur jókst um 2,6 prósent í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt endurskoðuðum útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er nokkuð undir væntingum en almennt var reiknað með því að hagvöxtur myndi aukast um 2,9 prósent. Þá er um talsvert minni hagvöxt að ræða en á fyrsta fjórðungi ársins, sem nam 5,6 prósentum. 28.9.2006 14:31
Norðmenn vilja SAS Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segir koma til greina að norska ríkið kaupi hluti sænska og danska ríkisins í norræna flugfélaginu SAS. Stoltenberg segir ríkisstjórnir landanna hafa hug á að selja hluti sína í félaginu. Markaðsvirði hlutanna nemur rúmum 87 milljörðum íslenskra króna. 28.9.2006 10:37
GM vill greiðslu vegna samstarfs Stjórn bandaríska bílaframleiðandans General Motors (GM) er sögð ætla að fara fram á að bílaframleiðendurnir Nissan og Renault greiði fyrirtækinu milljarða bandaríkjadali í meðgjöf verði af samstarfi fyrirtækjanna á sviði bílaframleiðslu. Forstjórar fyrirtækjanna funduðu um samstarfið í París í Frakklandi í dag. 27.9.2006 14:31
Dow Jones nálægt sögulegu hámarki Bandaríska Dow Jones hlutabréfavísitalan er við það að ná nýjum sögulegum hæðum. Ástæðan fyrir því er hækkun á gengi hlutabréfa á fjármálamörkuðum vestra í kjölfar bjartsýni fjárfesta vegna minnkandi verðbólgu. 27.9.2006 13:25
Bílarisar ræðast við Rick Wagoner, forstjóri bandaríska bílaframleiðandans General Motors, og Carlos Ghosn, forstjóri bílaframleiðendanna Nissan Motors og Renault SA hittast í París í Frakklandi í dag til að ræða um hugsanlegt samstarf fyrirtækjanna. Greiningaraðilar segja viðræðurnar fram til þessa hafa strandað á því hversu víðtækt samstarfið eigi að vera og telja það jafnvel ólíklegt. 27.9.2006 09:42
Fall í olíukauphöllinni Norski hlutabréfamarkaðurinn hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að olíuverð tók að lækka en markaðurinn er mjög háður því og því oft kallaður Olíukauphöllin. 27.9.2006 00:01
Volvo í útrás í Austurlöndum Sænski vöruflutningabílaframleiðandinn Volvo greindi frá því á mánudag að fyrirtækið hefði keypt 6 prósenta hlut japanska bílaframleiðandans Nissan í vöruflutningaarmi fyrirtækisins, Nissan Diesel Motor. 27.9.2006 00:01
Sameiningin hefur áhrif í Færeyjum Búist er við því að sameining OMX og Kauphallar Íslands auki hraða framþróunar á Virðisbrævamarkaði Føroya eða VMF, sem Kauphöll Íslands rekur. 27.9.2006 00:01
Ikea ræður þúsundir starfsmanna Sænski húsgagnarisinn Ikea ætlar að ráða tugþúsundir nýrra starfsmanna víða um heim á næstu árum. Anders Dahlvig, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir ástæðuna vera mikinn fyrirhugaðan vöxt Ikea og opnun fjölda nýrra verslana um allan heim á næstunni. 27.9.2006 00:01
Lufthansa kaupir ekki í SAS Thomas Jachnow, talsmaður þýska flugfélagsins Lufthansa, og talsmaður SAS í Svíþjóð, vísuðu báðir þeim orðrómi á bug í byrjun vikunnar að Lufthansa ætlaði að kaupa allt að helmingshlut í norræna flugfélaginu og hugsanlega gera yfirtökutilboð í það. 27.9.2006 00:01
Umframeftirspurn í útboði Sparikassans Sökum mikillar eftirspurnar fjárfesta eftir hlutabréfum í Föroya Sparikassi ákváðu stjórnendur Sparikassagrunnsins, stærsta hluthafans, að selja sautján prósenta hlut í stað tíu prósenta. 27.9.2006 00:01
Branson berst gegn gróðurhúsaáhrifum Breski auðkýfingurinn og orkuboltinn Richard Branson greindi frá því á samráðsfundi Bills Clinton um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, sem haldinn var í New York í Bandaríkjunum í síðustu viku, að hann ætli að verja jafnvirði 400 milljarða íslenskra króna á næstu tíu árum í baráttuna við gróðurhúsaáhrifin. 27.9.2006 00:01
Forstjóri í steininn Bernard Ebbers, stofnandi og fyrrum forstjóri bandaríska fjarskiptafélagsins WorldCom, fór í fangelsi í Bandaríkjunum í gær til að afplána dóm sem hann hlaut í fyrra. 27.9.2006 00:01
Fjármálastjóri Enron í steininn Andrew Fastow, fyrrum fjármálastjóri bandaríska orkurisans Enron, hlaut sex ára fangelsisdóm vegna aðildar sinnar að fjár- og bókhaldssvikum, sem leiddu til gjaldþrots fyrirtæksins í lok árs 2001, í Houston í Texas í Bandaríkjunum í gær. 27.9.2006 00:01
Starfsmannastjóri Ford segir upp Steven Hamp, starfsmannastjóri bandaríska bílaframleiðandans Ford og næstráðandi Alan Mulally forstjóra, ætlar að láta af störfum hjá fyrirtækinu öðru hvoru megin við næstu áramót. 27.9.2006 00:01
Virgin leyfir fartölvur Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur gefið farþegum sínum grænt ljós á að nota fartölvur frá Dell og Apple í millilandaflugi gegn ákveðnum skilyrðum. 27.9.2006 00:01
Hækkun á hráolíuverði Heimsmarkaðsverð á hráolíu bæði hækkaði og lækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag vegna ótta fjárfesta við að OPEC, samtök olíuútflutningsolíuríkja, muni draga úr framleiðslukvóta vegna snarpra lækkana á olíuverði upp á síðkastið. 26.9.2006 16:28
Enronmaður bíður dóms Dómur fellur í Houston í Texas í Bandaríkjunum í dag í máli Andrew Fastows, fyrrum fjármálastjóra bandaríska orkurisans Enron, vegna aðildar hans að fjár- og bókhaldssvikum, sem leiddu til gjaldþrots fyrirtæksins í lok árs 2001. Búist er við að hann hljóti allt að 10 ára fangelsisdóm vegna málsins. 26.9.2006 14:23
Fyrrum forstjóri WorldCom í fangelsi Bernard Ebbers, fyrrum forstjóri bandaríska fjarskiptafélagsins WorldCom, fer í fangelsi í dag. Hann var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir fjársvik, bókhalds- og skjalafals í mars á síðasta ári en hefur margsinnis áfrýjað dóminum. Verði Ebbers allan tímann í fangelsi fær hann lausn árið 2028. 26.9.2006 08:35
Starfsmannastjóri Ford segir upp Steven Hamp, starfsmannastjóri bandaríska bílaframleiðandans Ford og næstráðandi Alan Mulally, forstjóra, ætlar að láta af störfum hjá fyrirtækinu öðru hvoru megin við næstu áramót. Hamp varð starfsmannastjóri Ford í nóvember á síðasta ári undir stjórn Bill Ford, fráfarandi forstjóra, en þeir Hamp eru mágar. 25.9.2006 20:19
FlyMe hætt við Lithuanian Airlines Sænska lággjaldaflugfélagið FlyMe hefur hætt við yfirtöku á Lithuanian Airlines eftir að niðurstöður áreiðanleikakönnunar lágu fyrir. Fons, stærsti hluthafinn í FlyMe, eignaðist um þriðjungshlut í Lithuanian Airlines snemma á árinu og var ætlunin að FlyMe eignast allt félagið. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að kaupa ekki rúman helming í breska leigflugfélaginu Astraeus. 25.9.2006 13:56
Nasdaq eykur við í LSE Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq hefur aukið við hlut sinn í Kauphöll Lundúna (LSE) í Bretlandi. Nasdaq, sem er stærsti hluthafi LSE átti fyrir 24,1 prósent í breska markaðnum en hefur með kaupum á 2,2 milljónum bréfa aukið hann í 25,1 prósent eða rétt rúman fjórðung. 25.9.2006 10:21
Olíuverð undir 60 dölum Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 60 bandaríkjadali á tunnu á nokkrum helstu fjármálamörkuðum í dag. Hráolíuverðið hefur ekki verið lægra í rúmt hálf ár. 25.9.2006 09:07