Fjármálastjóri Enron í steininn 27. september 2006 00:01 Andew Fastow fyrrum fjármálastjóri bandaríska orkurisans Enron er hann kom til dómshússins í Houston í gær. MYND/AP Andrew Fastow, fyrrum fjármálastjóri bandaríska orkurisans Enron, hlaut sex ára fangelsisdóm vegna aðildar sinnar að fjár- og bókhaldssvikum, sem leiddu til gjaldþrots fyrirtæksins í lok árs 2001, í Houston í Texas í Bandaríkjunum í gær. Búist var við allt að tíu ára fangelsisdómi. Fastow viðurkenndi aðild að svikamálinu fyrir tveimur og hálfu ári ásamt þeim Kenneth Lay, fyrrum forstjóra Enron, og Jeff Skilling, eins af æðstu yfirmönnum orkurisans. Lay lést í byrjun júlí en dómur fellur í máli Skillings í næsta mánuði og á hann yfir höfði sér áratuga fangelsisvist. Fastow var lykilvitni í réttarhöldum í máli tvímenninganna. Andew Fastow var í upphafi ákærður fyrir bókhaldssvik, innherjasvik og peningaþvætti. Hann gekkst við tveimur ákæruliðum um aðild að bókhaldssvikum sem fólu í sér að skuldir Enron voru faldar með það fyrir augum að láta sem fyrirtækið sýndi hagnað í stað taps. Hann auðgaðist verulega við sölu á bréfum sínum í félaginu en var dæmdur til að greiða til baka 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 2.100 milljarðar íslenskra króna, í reiðufé og eignum. Viðskipti Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Andrew Fastow, fyrrum fjármálastjóri bandaríska orkurisans Enron, hlaut sex ára fangelsisdóm vegna aðildar sinnar að fjár- og bókhaldssvikum, sem leiddu til gjaldþrots fyrirtæksins í lok árs 2001, í Houston í Texas í Bandaríkjunum í gær. Búist var við allt að tíu ára fangelsisdómi. Fastow viðurkenndi aðild að svikamálinu fyrir tveimur og hálfu ári ásamt þeim Kenneth Lay, fyrrum forstjóra Enron, og Jeff Skilling, eins af æðstu yfirmönnum orkurisans. Lay lést í byrjun júlí en dómur fellur í máli Skillings í næsta mánuði og á hann yfir höfði sér áratuga fangelsisvist. Fastow var lykilvitni í réttarhöldum í máli tvímenninganna. Andew Fastow var í upphafi ákærður fyrir bókhaldssvik, innherjasvik og peningaþvætti. Hann gekkst við tveimur ákæruliðum um aðild að bókhaldssvikum sem fólu í sér að skuldir Enron voru faldar með það fyrir augum að láta sem fyrirtækið sýndi hagnað í stað taps. Hann auðgaðist verulega við sölu á bréfum sínum í félaginu en var dæmdur til að greiða til baka 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 2.100 milljarðar íslenskra króna, í reiðufé og eignum.
Viðskipti Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira