Fleiri fréttir

Óbreyttir vextir í Bandaríkjunum

Bandaríski seðlabankinn hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem bankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum og telja greiningaraðilar líkur á að hækkanaferlið sé á enda.

Woolworths tapar

Breska verslanakeðjan Woolworths tapaði 8,5 milljörðum króna fyrir skatta á fyrri hluta ársins. Afkoma fyrir óreglulega liði er nærri tvöfalt verri en á sama tímabili árið 2005.

Sensex-vísitalan upp fyrir 12.000 stig

Sensex hlutabréfavísitalan á Indlandi rauf 12.000 stiga múrinn í dag en vísitalan hefur ekki verið jafn há síðan í maí síðastliðnum. Helsta ástæðan fyrir hækkun vísitölunnar er bjartsýni fjárfesta þar í landi um góðan hagvöxt á árinu.

Spáir mikilli lækkun á olíuverði

Adnan Shihab-Eldin, fyrrum formaður OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, segir heimsmarkaðsverð á hráolíu geta farið allt niður í 40 bandaríkjadali á tunnu um mitt næsta ár. Litlar líkur eru hins vegar á að það verði sambærilegt við hráolíuverðið árið 2003.

Airbus tilkynnir um tafir

EADS, móðurfélag flugvélaframleiðandans Airbus hefur greint frá því að enn muni dragast að afhenda nýjar A380 farþegaflugvélar frá félaginu. Ýjað var að þessu í gær en félagið vildi þá ekkert láta hafa eftir sér. Sextán flugfélög hafa pantað vélar frá Airbus og er búist við að þau fari fram á skaðabætur vegna þessa.

Mikið ber í milli Evrópu og Ameríku

Enn ber mikið í milli Bandaríkjanna og Evrópu í tilraunum til að koma aftur af stað viðræðum um landbúnaðarafurðir á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Lagðar voru fram nýjar tillögur á fundi svokallaðs Cairns-hóps í Ástralíu, en í honum eru fulltrúar átján landa sem flytja út landbúnaðarvörur. Mark Veile, viðskiptaráðherra Ástralíu, kynnir tillögurnar á fundinum sem hófst í Cairns í Ástralíu í gær og lýkur á morgun.

Búist við óbreyttum stýrivöxtum

Seðlabanki Bandaríkjanna greinir frá breytingum á stýrivaxtastigi bankans í dag. Sérfræðingar búast almennt við því að hækkanaferli bankans sé á enda og reikna með því að ákveðið verði að halda stýrivöxtum óbreyttum vestra í 5,25 prósentum.

Frekari tafir hjá Airbus?

Franska dagblaðið Les Echos greinir frá því í dag að hugsanlega muni evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus tilkynna um tafir á afhendingu A380 risaþota frá félaginu á næstu dögum. Ef rétt reynist verður þetta í þriðja sinn á árinu sem tafir verða á afhendingu þessara stærstu risaþotu í heimi.

Einhugur um óbreytta vexti

Allir meðlimir peningamálanefndar Englandsbanka voru sammála um að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum á síðasta vaxtaákvörðunarfundi nefndarinnar fyrr í þessum mánuði. Hagfræðingar telja líkur á hækkun vaxta í nóvember.

Olíuverð niður fyrir 62 dali

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, samþykkti að fara diplómatíska leið í viðræðum við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra. Síðar í dag er að vænta upplýsinga um olíubirgðastöðu í Bandaríkjunum.

Rússar kaupa vélar frá Boeing og Airbus

Rússneska flugfélagið Aeroflot ætlar að endurnýja vélaflota sinn með 22 Boeing 787 Dreamliner farþegaflugvélum og 22 vélum frá Airbus af gerðinni A350 XWB á næstu 4 til 10 árum.

Napster í sölu

Netfyrirtækið Napster greindi frá því í upphafi vikunnar að það hefði leitað til svissneska fjárfestingabankans UBS vegna hugsanlegrar sölu á fyrirtækinu.

Háar álögur á bjúgaldin í Evrópu

Verð á banönum hefur hækkað um tíu prósent milli ára í Bandaríkjunum sökum slakrar afkomu framleiðandans Chiquita í Evrópu. Bananaverð í Evrópu hefur aftur á móti lækkað um 17 prósent innan aðildarríkja Evrópusambandsins, í Sviss, Noregi og hér á landi, að sögn fyrirtækisins.

Microsoft kynnir People-Ready

Microsoft á Íslandi ætlar í næstu viku að ráðast í mikla kynningar­herferð á People-Ready. Um er að ræða nýtt hugtak sem er afsprengi mikillar hugmyndavinnu hjá Microsoft.

Ný DVD-kynslóð í haust

Toshiba og Sony, sem berjast um næstu kynslóð í DVD-tækni, setja splunkunýja myndspilara sína á markað í Evrópu í nóvember. Spilarar frá báðum fyrirtækjum hafa verið fáanlegir í Bandaríkjunum og í Japan frá því í vor.

Poppstjarna fer ekki út í geim

Rússneska þingið neitaði í síðustu viku að verða við bón bandarísku poppdrottningarinnar Madonnu um að fá að kaupa far með rússneska Soyuz-geimfarinu til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar árið 2008. Hefði þingið orðið við bón Madonnu hefði hún orðið önnur konan til að kaupa sér farmiða út í geim.

Banna rafhlöður í flugi

Breska lággjaldaflugfélagið Virgin Atlantic hefur skikkað farþega í millilandaflugi til að taka rafhlöður úr fartölvum sínum ef þær eru frá Dell og Apple. Ástæðan er eldhætta af völdum rafhlaðanna, en Dell innkallaði í ágúst fjórar milljónir af rafhlöðum í tölvum sem Sony framleiddi fyrir fyrirtækið og Apple innkallaði tæplega tvær milljónir rafhlaða frá fyrirtækinu fyrir skömmu.

Hræringar í Thorntons

Peter Burdon, forstjóri bresku súkkulaðikeðjunnar Thorntons, hefur sagt starfi sínu lausu eftir að fyrirtækið birti afkomutölur sem sýndu að hagnaður á hlut lækkaði um 36 prósent milli ára; úr 8,1 milljón punda í 5,2 milljónir punda.

Bílaverð í hæstu hæðum á eBay

Rauður Ferrari Enzo sportbíll er við það að slá verðmet í útibúi uppboðsvefsins eBay í Bretlandi Hæsta boð í bílinn nú stendur í rúmum 300.000 pundum eða um 40 milljónum íslenskra króna.

Olíuverð hækkar á ný

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á ný á helstu fjármálamörkuðum í dag og fór yfir 64 bandaríkjadali á tunnu. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem slíkt gerist eftir talsverðar lækkanir í síðustu viku. Ástæðan fyrir hækkuninni eru tafir á olíuframleiðslu við nýja olíuvinnslustöð við Mexíkóflóa.

Toshiba innkallar rafhlöður

Japanska hátæknifyrirtækið Toshiba ætlar að innkalla um 340.000 rafhlöður fyrir tvær gerðir fartölva frá fyrirtækinu um allan heim. Sony framleiddi rafhlöðurnar og er þetta þriðja stóra innköllunin á rafhlöðum frá fyrirtækinu síðan um miðjan ágúst.

Olíuverð hækkaði lítillega

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar orðróms um að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, muni gera breytingar á framleiðslukvótum sínum með það fyrir augum að hækka olíuverð áður en eftirspurn eftir eldsneytis minnkar.

Bílaframleiðendur ræða saman

Forstjórar bandarísku bílaframleiðendanna General Motors og Ford hafa rætt saman um hugsanlegt samstarf. Frá þessu var fyrst greint í dag en stjórnendur fyrirtækjanna hafa neitað að láta hafa nokkuð eftir sér.

Scania felldi tilboð Man

Stjórn sænska bílaframleiðandans Scania fundaði um yfirtökutilboð frá þýska keppinautinum Man í gær og ákvað að taka því ekki. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á 9,6 milljarða evrur eða jafnvirði tæpra 859 milljarða íslenskra króna.

Man gerir tilboð í Scania

Þýski vöruflutningabílaframleiðandinn Man gerði yfirtökutilboð í sænska samkeppnisaðila sinn, hinn sænska Scania, í síðustu viku. Yfirtökutilboð Man hljóðar upp á 9,6 milljarða evrur eða jafnvirði tæpra 859 milljarða íslenskra króna. Verði af samruna fyrirtækjanna verður til stærsti bílaframleiðandi á þessu sviði í Evrópu.

Fleiri uppsagnir hjá Ford

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford ætlar að segja upp 14.000 manns á næstu tveimur árum til viðbótar við þá 30.000 sem þegar hefur verið sagt upp og gefa 75.000 starfsmönnum fyrirtækisins í Bandaríkjunum kost á að hefja töku lífeyris fyrr en áætlað er. Þetta jafngildir uppsögnum á þriðjungi starfsfólks Ford í Bandaríkjunum.

Minni verðbólga á evrusvæðinu

Vísitala neysluverðs í ágúst mældist 2,3 prósent á ársgrundvelli á evrusvæðinu. Þetta jafngildir því að verðbólga hafi minnkað um 0,1 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Ford býður starfsmönnum lífeyri

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford ætlar að gefa 75.000 starfsmönnum fyrirtækisins í Bandaríkjunum kost á að hefja töku lífeyris fyrr en áætlað var. Hverjum þeim sem tekur þessu verða boðin 140.000 bandaríkjadali eða tæpar 9,8 milljónir íslenskra króna.

Tafir á afhendingu risaþota?

Mike Turner, forstjóri breska hergagnaframleiðandans BAE Systems, sem á 20 prósenta hlut í EADS, móðurfélagi flugvélaframleiðandans Airbus, segir líkur á að Airbus muni á næstu dögum tilkynna um enn frekari tafir á afhendingu A380 risafarþegaflugvéla frá félaginu.

Hagræðing í vændum hjá Ford

Búist er við því að bandaríski bílaframleiðandinn Ford tilkynni um viðamiklar uppsagnir hjá fyrirtæki á næstunni. Ford hefur þegar ákveðið að segja 30.000 manns upp störfum og loka 14 verksmiðjum í Bandaríkjunum í hagræðingarskyni.

Atvinnuleysi minnkar á evrusvæðinu

Atvinnuleysi dróst saman um 0,4 prósent á öðrum fjórðungi ársins á evrusvæðinu. Þetta er 1,2 prósentum minna atvinnuleysi en fyrir ári, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Hráolíuverð hækkar

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í fyrstu viðskiptum dagsins. Ástæðan er verkfall starfsmanna við olíuvinnslustöðvar í Nígeríu og meiri samdráttur í olíubirgðum á milli vikna í Bandaríkjunum en gert hafi verið ráð fyrir.

IMF spáir 5,1 prósents hagvexti á árinu

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) spáir því að hagvöxtur verði að meðaltali 5,1 prósent á þessu ári og 4,9 prósent á næsta ári í helstu hagkerfum heimsins. Þetta er 0,25 prósentum meira en fyrri hagvaxtarspá sjóðsins gerði ráð fyrir í apríl.

Íraksstríðið jók hagnað BAE

Breska félagið BAE Systems (BAE), stærsti hergagnaframleiðandi í Evrópu, skilaði 405 milljóna punda eða tæplega 54 milljarða íslenskra króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 28 prósenta meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra og umfram væntingar. Ástæðan eru aukin kaup bandaríska hersins á herbílum til nota í Írak.

Olíuverð hækkar

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag. Fjárfestar bíða upplýsinga um olíubirgðastöðu í Bandaríkjunum en þær verða birtar síðar í dag. Búist er við að birgðirnar hafi dregist saman á milli vikna.

Soros berst gegn fátækt

Bandaríski auðkýfingurinn George Soros hefur ákveðið að veita Sameinuðu þjóðunum 50 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 3,5 milljarða íslenskra króna, á næstu fimm árum til að berjast gegn fátækt og útbreiðslu alnæmis í Afríku.

Margir án atvinnu í Bretlandi

Atvinnuleysi mældist 5,5 prósent í Bretlandi á öðrum fjórðungi ársins en þetta jafngildir því að 1,7 milljónir manna hafa verið án atvinnu í landinu. Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið meira í sex ár, samkvæmt útreikningum bresku hagstofunnar.

Greitt undir fjölmiðlamógúl

Bandaríska fjölmiðlasamsteypan News Corporation, sem er í eigu ástralska fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdochs, er sögð greiða leigu fyrir íbúð hans í námunda við Central Park í New York í Bandaríkjunum.

Sjá næstu 50 fréttir