Fleiri fréttir Vísitölurnar falla Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði í gær í kjölfar birtingu vísitölu neysluverðs, en hækkun hennar var umfram væntingar. Krónan styrktist lítillega sem skýrist af væntingum um frekari strýrivaxtahækknair Seðlabankans. 13.6.2006 07:30 Lög sett á verkfall í Noregi Norska ríkisstjórnin kom í veg fyrir verkfall og verkbann á starfsmenn fjármálafyrirtækja sem bresta átti á í gær, mánudag. 13.6.2006 06:30 Arcelor tók ekki tilboði Mittal Steel Stjórn stálframleiðandans Arcelor hefur ákveðið einróma að taka ekki yfirtökutilboði breska stálfyrirtækisins Mittal Steel í fyrirtækið. Tilboðið hljóðar upp á 22 milljarða evrur, jafnvirði rúmra 2.000 milljarða íslenskra króna. Að sögn stjórnarinnar var tilboð Mittal Steel vanmat á Arcelor. 12.6.2006 10:15 Dótturfélög Avion færa út kvíarnar Star Airlines, dótturfélag Avion Group, hefur fest kaup á franska fyrirtækinu Crystal sem sérhæfir sig í heildsölu ferða á Netinu. Crystal hefur á skömmum tíma skapað sér leiðandi stöðu í Frakklandi, en farþegar félagsins voru 32.000 á síðasta ári. 9.6.2006 15:30 Minni viðskiptahalli en búist var við Viðskiptahallinn í Bandaríkunum jókst um 2,5 prósent í apríl og var vöruskiptajöfnuður óhagstæður um 63,4 milljarða Bandaríkadali. Þetta er minni halli en fjármálasérfræðingar spáðu fyrir um en þeir óttuðust að vöruskipti yrðu óhagstæð um 65 milljarða dali. 9.6.2006 14:21 Styður samruna evrópskra kauphalla Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, er fylgjandi samruna kauphalla í Evrópu og styðjur tilraun þýsku kauphallarinnar, Deutsche Börse, til að sameinast samevrópska hlutabréfamarkaðnum Euronext. Í byrjun mánaðarins var greint frá því að búið væri að samþykkja samruna kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE) og Euronext. 9.6.2006 11:08 Star Europe semur við stærstu ferðaþjónustu Þýskalands Flugfélagið Star Europe, dótturfélag Avion Group, hefur samið við stærsta ferðaþjónustuaðila Þýskalands, T.U.I., um leigu á farþegaflugvél til fimm mánaða yfir sumarið. Star Europe sér um farþegaflug fyrir þýska flugfélagið Germanwings, samkvæmt verkkaupasamningi, og nú einnig fyrir TUI. 8.6.2006 15:45 Danir hækka stýrivexti Seðlabanki Danmerkur hefur fylgt fordæmi evrópska seðlabankans og hækkað stýrivexti um 0,25 prósentur. Stýrivextir í Danmörku standa nú í 3 prósentum. Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti fyrr í dag um fjórðung úr prósenti og standa þeir nú í 2,75 prósentum. 8.6.2006 15:36 Stýrivaxtahækkun á evrusvæðinu Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti á evrusvæðinu um 0,25 prósent í dag og standa þeir nú í 2,75 prósentum. Almennt var búist við stýrivaxtahækkuninni en nokkrir bjuggust hins vegar við 0,5 prósenta hækkun. 8.6.2006 13:59 Olíuverð lækkaði í dag Olíuverð fór niður fyrir 70 Bandaríkjadali á tunnu í dag í kjölfar fregna um dauða Abus Musab al-Zarqawis, æðsta manns hryðjuverkasamtakanna al-Qaida í Írak. Þá munu fregnir þess efnis að skæruliðar í Nígeríu muni gefa erlendum gíslum sínum frelsi hafa ýtt verðinu niður. Olíuverðið hefur ekki verið lægra í hálfan mánuð. 8.6.2006 13:30 Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Stjórn Englandsbanka ákvað á fundi sínum í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum. Stýrivextir í Bretlandi standa í 4,5 prósentum og hafa þeir haldist óbreyttir undanfarna 10 mánuði. 8.6.2006 13:21 Nikkei vísitalan ekki lægri í þrjú ár Nikkei hlutabréfavísitalan í Tókíó hrapaði um þrjú prósent í morgun og hefur ekki verið lægri í hálft ár. Margir verðbréfamiðlar voru smeykir eftir þriðju beinu lækkunina á hlutabréfamarkaðnum á Wall Street og eru japanskir verðbréfamiðlarar nú farnir að búa sig undir hugsanlegan samdrátt á Bandaríkjamarkaði sem gæti dregið úr hagvexti þar og minnkað eftirspurn eftir japönskum útflutningsvörum. 8.6.2006 11:02 Hlutabréf lækkuðu í Japan Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð í kauphöllinni í Tókýó í Japan vegna ótta fjárfesta um yfirvofandi hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum. Gengi bréfanna hefur ekki verið lægra síðan í nóvember á síðasta ári. 7.6.2006 10:30 Boðið í breska flugvelli Stjórn breska fyrirtækisins BAA Group, sem rekur sjö flugvelli í Bretlandi, m.a. Heathrow og Gatwick auk þess sem fyrirtækið hefur starfsemi á nokkrum flugvöllum í öðrum löndum í Evrópu, hefur lýst yfir samþykki við yfirtökutilboð spænska fyrirtækisins Grupo Ferrovial í fyrirtækið. Tilboðið hljóðar upp á 950,25 pens á hlut eða 10,3 milljarða punda, jafnvirði 1.408 milljarða íslenskra króna. 6.6.2006 15:34 Hagnaður Ryanair umfram væntingar Hagnaður írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair nam 302 milljónum evra á síðasta rekstrarári, sem lauk í mars, og er það 12 prósentum meiri hagnaður en árið á undan. Þá er hagnaðurinn sjö milljónum evrum meiri en stjórn flugfélagsins hafði búist við. 6.6.2006 13:44 NYSE og Euronext í eina sæng Búið er að samþykkja tilboð kauphallarinnar í New York (NYSE) í Bandaríkjunum í samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext og munu markaðirnir renna saman í einn. Með kaupunum verður til fyrsta kauphöllin sem hefur starfsemi beggja vegna Atlantshafsins. 3.6.2006 06:30 Lítil fjölgun starfa í Bandaríkjunum Fjölgun starfa í Bandaríkjunum í síðasta mánuði var sú minnsta í 7 mánuði auk þess sem dró úr launahækkunum á sama tíma. Hvort tveggja var undir væntingum markaðsaðila og hefur í kjölfarið dregið úr verðbólguvæntingum . Þá eru horfur á að stýrivaxtahækkanir séu á næsta leiti í Bandaríkjunum. 2.6.2006 17:00 Lyfjafyrirtæki berjast um keppinaut Líkur er sagðar á því að breski lyfjaframleiðandinn GlaxoSmithKline ætli að bjóða rúma 15 milljarða Bandaríkjadali, jafnvirði 1.078 milljarða íslenskra króna , í bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer Inc., sem er eitt það stærsta í heimi. Verði af kaupum GlaxoSmithKline í Pfizer Inc. er talið víst að það muni tryggja stöðu fyrirtækisins á alþjóðavettvangi. 2.6.2006 11:12 NYSE og Euronext sameinast Stjórn kauphallarinnar í New York (NYSE) í Bandaríkjunum hefur ákveðið að kaupa samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext og munu markaðirnir renna saman í einn. Með kaupunum verður til fyrsta kauphöllin sem hefur starfsemi beggja vegna Atlantshafsins. Höfuðstöðvar kauphallarinnar í Bandaríkjunum verður í New York en evrópskar höfuðstöðvar verða í París og Amsterdam. 2.6.2006 09:40 Laun knattspyrnumanna lækka Laun knattspyrnumanna í ensku úrvalsdeildinni lækkuðu í fyrsta skipti milli ára, samkvæmt árlegri knattspyrnuskýrslu endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte & Touche. Lækkunin nam þremur prósentum en áður höfðu laun hækkað um tuttugu prósent á ári að meðaltali frá stofnun deildarinnar. Skýrslan tók til tímabilsins 2004 til 2005. 2.6.2006 06:00 Heinz segir upp starfsfólki Stjórn bandaríska matvælaframleiðandans Heinz, sem þekktastur er fyrir samnefndar tómatsósur, greindi frá því að fyrirtækið ætli að segja upp 2.700 starfsmönnum á næstu tveimur árum. Þetta jafngildir 8 prósentum af starfsliði fyrirtækisins en vonast er til að uppsagnirnar muni spara fyrirtækinu 355 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 25,7 milljarða íslenskra króna. 1.6.2006 15:10 Góð smásöluverslun í Bandaríkjunum Smásöluverslun var með besta móti í Bandaríkjunum í maí og fór hún langt fram úr væntingum. Óvíst er með áframhaldandi vöxt smásöluverslunar vegna stöðu efnahagsmála og eru neytendur svartsýnir um hvað næsta hálfa árið beri í skauti sér. 1.6.2006 14:51 Hlutabréf lækkuðu í Evrópu Gengi hlutabréfa lækkaði talsvert á mörkuðum í Evrópu í dag í kjölfar ótta fjárfesta við að evrópski seðlabankinn muni hækka stýrivexti á næstunni til að koma í veg fyrir aukna verðbólgu í aðildarríkjum Evrópusambandsins (ESB). Hagvöxtur mældist 0,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi innan aðildarríkja ESB og er búist við prósenta aukningu út árið. Samfelldur hagvöxtur sem þessi hefur ekki mælst innan ESB síðan um mitt ár 2000. 1.6.2006 12:18 Olíuverð lækkaði á helstu mörkuðum Heimsmarkaðsverð á olíu hélt áfram að lækka á helstu mörkuðum í dag í kjöfar þess að Bandaríkjastjórn lýsti yfir vilja í gær til að hefja beinar samningaviðræður við Íransstjórn vegna kjarnorkuáætlunar Írana. 1.6.2006 11:11 Bjartsýni á evrusvæðinu Væntingarvísitala neytenda og fyrirtækja á evrusvæðinu mældist 106,7 stig í maí og hefur ekki verið hærri frá því í apríl fyrir fimm árum. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans segir að vöxtur á evrusvæðinu hafi aukist á síðustu mánuðum og styðji væntingarnar enn frekar þá þróun. 31.5.2006 17:21 Stýrivextir hækka í Noregi Seðlabanki Noregs hækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa þeir nú í 2,75 prósentum. Í hálf fimm fréttum greiningardeildar KB banka segir að þetta sé í fjórða sinn á innan við ári sem bankinn hækkar stýrivextina. 31.5.2006 17:03 Víetnamar semja við Bandaríkjastjórn Fulltrúar stjórnvalda frá Víetnam og Bandaríkjunum skrifuðu undir samkomulag þess efnis í Ho Chi Minh í Víetnam í dag að gjöld á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum til Víetnam verði lækkuð. Þetta eykur líkurnar á því að Víetnamar fái aðild að Heimsviðskiptastofnuninni (WTO). 31.5.2006 15:32 Ráðherraskipti í Bandaríkjunum Henry Paulson, stjórnarformaður og forstjóri bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs, hefur verið tilnefndur sem næsti fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Hann tekur við embætti af John Snow, sem gegnt hefur embætti fjármálaráðherra vestra síðastliðin þrjú ár. 30.5.2006 13:31 Ekki búist við breytingum á olíuframleiðslu Ekki er búist við breytingum á olíuframleiðslu á fundi Opec-ríkjanna, samtökum olíuframleiðsluríkja, sem haldinn verður í Caracas í Venesúela á fimmtudag. Þetta er þvert á óskir olíumálaráðherra Venesúela, sem hefur óskað eftir því að olíuframleiðsla verði minnkuð. 30.5.2006 12:59 Laun forstjóra Tesco hækka um 25 prósent Laun Terry Leahys, forstjóra bresku verslunarkeðjunnar Tesco, hafa hækkað um 25 prósent á milli ára. Árslaun forstjórans nema nú fjórum milljónum punda, jafnvirði rúmlega 524 milljóna íslenskra króna. Innifalin í launum hans eru hlunnindagreiðslur upp á 2,8 milljón pund, jafnvirði tæpra 380 milljóna íslenskra króna. 29.5.2006 16:50 Barr býður hærra í Pliva Breska viðskiptablaðið Financial Times segir bandaríska lyfjafyrirtækið Barr hafa boðið 2,1 milljarð Bandaríkjadal, jafnvirði 152 milljarða íslenskra króna, í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva. Tilboðið er 250 milljónum dölum hærra en tilboðið sem Actavis gerði í Pliva í apríl. 29.5.2006 09:16 Arcelor rennur saman við Severstal Alþjóðlega stálfyrirtækið Arcelor greindi frá því í dag að það ætli að renna saman við rússneska stálfyrirtækið Severstal. Ákvörðunin er sögð viðbrögð fyrirtækisins við óvinveittu yfirtökutilboði breska stálframleiðandans Mittal í Arcelor. 26.5.2006 14:22 Olíuverð lækkaði í dag Verð á olíu lækkaði á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birti gögn þess efnis að olíubirgðir landsins hefðu aukist. Þetta er þvert á það sem áður var talið. 24.5.2006 16:09 Meirihlutinn kýs NYSE Hluthafar í samevrópska hlutabréfamarkaðnum Euronext felldu á árlegum hluthafafundi markaðarins í dag tillögu þess efnis að ganga að tilboði þýsku kauphallarinnar, Deutsche Börsen, í markaðinn, sem lagt var fram í dag. Tilboð kauphallarinnar í New York (NYSE) í Bandaríkjunum, sem gert var í Euronext í gær, hljóðar upp á 10,3 milljarða Bandaríkjadali, jafnvirði tæpra 750 milljarða íslenskra króna. Virðist engu skipta þótt tilboð þýsku kauphallarinnar sé 8 prósentum hærra. 23.5.2006 15:42 Veðurspá hækkar olíuverð Olíuverð hækkaði um tæpan Bandaríkjadal á tunnu í framvirkum samningum á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að veðurfræðingar spáðu því að fellibyljir á Atlantshafi geti truflað olíuframleiðslu við Mexíkóflóa í sumar og haust. 23.5.2006 15:32 Deutsche Börse býður í Euronext Þýska kauphöllin, Deutsche Börse, gerði í dag tilboð í samevrópa hlutabréfamarkaðinn Euronext. Tilboðið hljóðar upp á 11 milljarða Bandaríkjadali, sem er 700 milljónum dölum meira en kauphöllin í New York (NYSE) í Bandaríkjunum bauð í hlutabréfamarkaðinn. 23.5.2006 11:11 NYSE sameinast Euronext Kauphöllin í New York í Bandaríkjunum (NYSE) og samevrópski hlutabréfamarkaðurinn Euronext munu að öllum líkindum sameinasta á næstunni. Við sameininguna mun verða til hlutabréfamarkaður beggja vegna Atlantsála sem metinn er á 16 milljarða evrur. Þýska kauphöllin Deutsche Boerse hafði áður haft áætlanir uppi um sameiningu við Euronext. 22.5.2006 12:01 Nasdaq eykur hlut sinn í LSE Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq hefur aukið hlut sinn í kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE) í 25,1 prósent. Markaðurinn hefur aukið við hlut sinn jafnt og þétt og eykur það líkurnar til muna á því að hann geri yfirtökutilboð í LSE á nýjan leik. 19.5.2006 15:45 Hlutabréf féllu á Indlandi Hlutabréf féllu á Indlandi í dag, annan daginn í röð. Bréf í kauphöll Indlands lækkuðu um 4,2 prósent en Sensex hlutabréfavísitalan fór niður um 4 prósent. Vísitalan féll um 6,8 prósent í gær en það mesta lækkun hlutabréfa í sögu landsins. 19.5.2006 13:00 Mittal Steel hækkar tilboð í Arcelor Mittal Steel, sem er í eigu indverska auðkýfingsins Lakshmi Mittal, eins ríkasta manns Bretlands, hefur hækkað yfirtökutilboð sitt í franska stálframleiðslufyrirtækinu Arcelor í 25,8 milljarða evrur en það er 34 prósenta hækkun frá fyrra tilboði. Stjórn Arcelor hefur lýst sig mótfallna tilboðinu. 19.5.2006 11:09 Mittal Steel gerir yfirtökutilboð í Arcelor Stálfyrirtækið Mittal Steel, sem er í eigu indverska aukýfingsins Lakshmi Mittals, sem samkvæmt breska blaðinu Sunday Times er ríkasti maður Bretlands, hefur gert yfirtökutilboð í franska stálfyrirtækið Arcelor. Tilboðið hljóðar upp 19,7 milljarða evrur. Stjórn Mittal í Lúxemborg hefur lýst sig andsnúna tilboðinu. 18.5.2006 14:32 Hagnaður Barnes & Noble tæpar 10 milljónir dala Bandaríska bókaverslunarkeðjan Barnes & Noble hagnaðist um 9,99 milljón Bandaríkjadali, eða 14 sent á hlut, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Ein af helstu ástæðum hagnaðarins var metsala á bókum eftir hryllingshöfundinn Stephen King og Jim Cramer, fréttaþul sjónvarpsstöðvarinnar CNBC. 18.5.2006 13:32 Töluverðar lækkanir í Japan Gengi hlutabréfa lækkaði í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag í kjölfar lækkana á mörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í gær. Þetta er sjöunda skiptið í röð sem gengi bréfanna lækkar í Japan og nemur heildarlækkunin 7 prósentum. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,35 prósent en lokagengi vísitölunnar stendur í 15.087,18 stigum. 18.5.2006 09:41 Mesta lækkun Dow Jones í tvö ár Dow Jones vísitalan í Bandaríkjunum lækkaði um tvö prósent í gær eftir mikla niðursveiflu í Kauphöllum um alla Evrópu í gær. Þetta er mesta lækkun Dow Jones vísitölunnar á einum degi í tvö ár, og er meðal annars rakin til vaxandi verðbólgu í Bandaríkjunum, og að búist er við að bandaríski seðlabankinn hækki stýrivexti alveg á næstunni. Úrvalsvísitalan lækkaði mest í Svíþjóð í gær eða um rúm fjögur prósent, en minnst á Íslandi. 18.5.2006 08:02 Bættur hagur hjá HP Tekjur bandaríska tölvuframleiðandans Hewlett-Packard (HP) námu 1,46 milljörðum Bandaríkjadala á fyrsta fjórðungi ársins en það er 51 prósenta aukning á milli ára. Tekjurnar námu 51 senti á hlut, sem er umfram væntingar fjármálasérfræðinga en þeir reiknuðu með tekjuaukningu upp á 49 sent á hlut. 17.5.2006 13:12 Sjá næstu 50 fréttir
Vísitölurnar falla Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði í gær í kjölfar birtingu vísitölu neysluverðs, en hækkun hennar var umfram væntingar. Krónan styrktist lítillega sem skýrist af væntingum um frekari strýrivaxtahækknair Seðlabankans. 13.6.2006 07:30
Lög sett á verkfall í Noregi Norska ríkisstjórnin kom í veg fyrir verkfall og verkbann á starfsmenn fjármálafyrirtækja sem bresta átti á í gær, mánudag. 13.6.2006 06:30
Arcelor tók ekki tilboði Mittal Steel Stjórn stálframleiðandans Arcelor hefur ákveðið einróma að taka ekki yfirtökutilboði breska stálfyrirtækisins Mittal Steel í fyrirtækið. Tilboðið hljóðar upp á 22 milljarða evrur, jafnvirði rúmra 2.000 milljarða íslenskra króna. Að sögn stjórnarinnar var tilboð Mittal Steel vanmat á Arcelor. 12.6.2006 10:15
Dótturfélög Avion færa út kvíarnar Star Airlines, dótturfélag Avion Group, hefur fest kaup á franska fyrirtækinu Crystal sem sérhæfir sig í heildsölu ferða á Netinu. Crystal hefur á skömmum tíma skapað sér leiðandi stöðu í Frakklandi, en farþegar félagsins voru 32.000 á síðasta ári. 9.6.2006 15:30
Minni viðskiptahalli en búist var við Viðskiptahallinn í Bandaríkunum jókst um 2,5 prósent í apríl og var vöruskiptajöfnuður óhagstæður um 63,4 milljarða Bandaríkadali. Þetta er minni halli en fjármálasérfræðingar spáðu fyrir um en þeir óttuðust að vöruskipti yrðu óhagstæð um 65 milljarða dali. 9.6.2006 14:21
Styður samruna evrópskra kauphalla Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, er fylgjandi samruna kauphalla í Evrópu og styðjur tilraun þýsku kauphallarinnar, Deutsche Börse, til að sameinast samevrópska hlutabréfamarkaðnum Euronext. Í byrjun mánaðarins var greint frá því að búið væri að samþykkja samruna kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE) og Euronext. 9.6.2006 11:08
Star Europe semur við stærstu ferðaþjónustu Þýskalands Flugfélagið Star Europe, dótturfélag Avion Group, hefur samið við stærsta ferðaþjónustuaðila Þýskalands, T.U.I., um leigu á farþegaflugvél til fimm mánaða yfir sumarið. Star Europe sér um farþegaflug fyrir þýska flugfélagið Germanwings, samkvæmt verkkaupasamningi, og nú einnig fyrir TUI. 8.6.2006 15:45
Danir hækka stýrivexti Seðlabanki Danmerkur hefur fylgt fordæmi evrópska seðlabankans og hækkað stýrivexti um 0,25 prósentur. Stýrivextir í Danmörku standa nú í 3 prósentum. Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti fyrr í dag um fjórðung úr prósenti og standa þeir nú í 2,75 prósentum. 8.6.2006 15:36
Stýrivaxtahækkun á evrusvæðinu Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti á evrusvæðinu um 0,25 prósent í dag og standa þeir nú í 2,75 prósentum. Almennt var búist við stýrivaxtahækkuninni en nokkrir bjuggust hins vegar við 0,5 prósenta hækkun. 8.6.2006 13:59
Olíuverð lækkaði í dag Olíuverð fór niður fyrir 70 Bandaríkjadali á tunnu í dag í kjölfar fregna um dauða Abus Musab al-Zarqawis, æðsta manns hryðjuverkasamtakanna al-Qaida í Írak. Þá munu fregnir þess efnis að skæruliðar í Nígeríu muni gefa erlendum gíslum sínum frelsi hafa ýtt verðinu niður. Olíuverðið hefur ekki verið lægra í hálfan mánuð. 8.6.2006 13:30
Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Stjórn Englandsbanka ákvað á fundi sínum í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum. Stýrivextir í Bretlandi standa í 4,5 prósentum og hafa þeir haldist óbreyttir undanfarna 10 mánuði. 8.6.2006 13:21
Nikkei vísitalan ekki lægri í þrjú ár Nikkei hlutabréfavísitalan í Tókíó hrapaði um þrjú prósent í morgun og hefur ekki verið lægri í hálft ár. Margir verðbréfamiðlar voru smeykir eftir þriðju beinu lækkunina á hlutabréfamarkaðnum á Wall Street og eru japanskir verðbréfamiðlarar nú farnir að búa sig undir hugsanlegan samdrátt á Bandaríkjamarkaði sem gæti dregið úr hagvexti þar og minnkað eftirspurn eftir japönskum útflutningsvörum. 8.6.2006 11:02
Hlutabréf lækkuðu í Japan Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð í kauphöllinni í Tókýó í Japan vegna ótta fjárfesta um yfirvofandi hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum. Gengi bréfanna hefur ekki verið lægra síðan í nóvember á síðasta ári. 7.6.2006 10:30
Boðið í breska flugvelli Stjórn breska fyrirtækisins BAA Group, sem rekur sjö flugvelli í Bretlandi, m.a. Heathrow og Gatwick auk þess sem fyrirtækið hefur starfsemi á nokkrum flugvöllum í öðrum löndum í Evrópu, hefur lýst yfir samþykki við yfirtökutilboð spænska fyrirtækisins Grupo Ferrovial í fyrirtækið. Tilboðið hljóðar upp á 950,25 pens á hlut eða 10,3 milljarða punda, jafnvirði 1.408 milljarða íslenskra króna. 6.6.2006 15:34
Hagnaður Ryanair umfram væntingar Hagnaður írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair nam 302 milljónum evra á síðasta rekstrarári, sem lauk í mars, og er það 12 prósentum meiri hagnaður en árið á undan. Þá er hagnaðurinn sjö milljónum evrum meiri en stjórn flugfélagsins hafði búist við. 6.6.2006 13:44
NYSE og Euronext í eina sæng Búið er að samþykkja tilboð kauphallarinnar í New York (NYSE) í Bandaríkjunum í samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext og munu markaðirnir renna saman í einn. Með kaupunum verður til fyrsta kauphöllin sem hefur starfsemi beggja vegna Atlantshafsins. 3.6.2006 06:30
Lítil fjölgun starfa í Bandaríkjunum Fjölgun starfa í Bandaríkjunum í síðasta mánuði var sú minnsta í 7 mánuði auk þess sem dró úr launahækkunum á sama tíma. Hvort tveggja var undir væntingum markaðsaðila og hefur í kjölfarið dregið úr verðbólguvæntingum . Þá eru horfur á að stýrivaxtahækkanir séu á næsta leiti í Bandaríkjunum. 2.6.2006 17:00
Lyfjafyrirtæki berjast um keppinaut Líkur er sagðar á því að breski lyfjaframleiðandinn GlaxoSmithKline ætli að bjóða rúma 15 milljarða Bandaríkjadali, jafnvirði 1.078 milljarða íslenskra króna , í bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer Inc., sem er eitt það stærsta í heimi. Verði af kaupum GlaxoSmithKline í Pfizer Inc. er talið víst að það muni tryggja stöðu fyrirtækisins á alþjóðavettvangi. 2.6.2006 11:12
NYSE og Euronext sameinast Stjórn kauphallarinnar í New York (NYSE) í Bandaríkjunum hefur ákveðið að kaupa samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext og munu markaðirnir renna saman í einn. Með kaupunum verður til fyrsta kauphöllin sem hefur starfsemi beggja vegna Atlantshafsins. Höfuðstöðvar kauphallarinnar í Bandaríkjunum verður í New York en evrópskar höfuðstöðvar verða í París og Amsterdam. 2.6.2006 09:40
Laun knattspyrnumanna lækka Laun knattspyrnumanna í ensku úrvalsdeildinni lækkuðu í fyrsta skipti milli ára, samkvæmt árlegri knattspyrnuskýrslu endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte & Touche. Lækkunin nam þremur prósentum en áður höfðu laun hækkað um tuttugu prósent á ári að meðaltali frá stofnun deildarinnar. Skýrslan tók til tímabilsins 2004 til 2005. 2.6.2006 06:00
Heinz segir upp starfsfólki Stjórn bandaríska matvælaframleiðandans Heinz, sem þekktastur er fyrir samnefndar tómatsósur, greindi frá því að fyrirtækið ætli að segja upp 2.700 starfsmönnum á næstu tveimur árum. Þetta jafngildir 8 prósentum af starfsliði fyrirtækisins en vonast er til að uppsagnirnar muni spara fyrirtækinu 355 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 25,7 milljarða íslenskra króna. 1.6.2006 15:10
Góð smásöluverslun í Bandaríkjunum Smásöluverslun var með besta móti í Bandaríkjunum í maí og fór hún langt fram úr væntingum. Óvíst er með áframhaldandi vöxt smásöluverslunar vegna stöðu efnahagsmála og eru neytendur svartsýnir um hvað næsta hálfa árið beri í skauti sér. 1.6.2006 14:51
Hlutabréf lækkuðu í Evrópu Gengi hlutabréfa lækkaði talsvert á mörkuðum í Evrópu í dag í kjölfar ótta fjárfesta við að evrópski seðlabankinn muni hækka stýrivexti á næstunni til að koma í veg fyrir aukna verðbólgu í aðildarríkjum Evrópusambandsins (ESB). Hagvöxtur mældist 0,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi innan aðildarríkja ESB og er búist við prósenta aukningu út árið. Samfelldur hagvöxtur sem þessi hefur ekki mælst innan ESB síðan um mitt ár 2000. 1.6.2006 12:18
Olíuverð lækkaði á helstu mörkuðum Heimsmarkaðsverð á olíu hélt áfram að lækka á helstu mörkuðum í dag í kjöfar þess að Bandaríkjastjórn lýsti yfir vilja í gær til að hefja beinar samningaviðræður við Íransstjórn vegna kjarnorkuáætlunar Írana. 1.6.2006 11:11
Bjartsýni á evrusvæðinu Væntingarvísitala neytenda og fyrirtækja á evrusvæðinu mældist 106,7 stig í maí og hefur ekki verið hærri frá því í apríl fyrir fimm árum. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans segir að vöxtur á evrusvæðinu hafi aukist á síðustu mánuðum og styðji væntingarnar enn frekar þá þróun. 31.5.2006 17:21
Stýrivextir hækka í Noregi Seðlabanki Noregs hækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa þeir nú í 2,75 prósentum. Í hálf fimm fréttum greiningardeildar KB banka segir að þetta sé í fjórða sinn á innan við ári sem bankinn hækkar stýrivextina. 31.5.2006 17:03
Víetnamar semja við Bandaríkjastjórn Fulltrúar stjórnvalda frá Víetnam og Bandaríkjunum skrifuðu undir samkomulag þess efnis í Ho Chi Minh í Víetnam í dag að gjöld á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum til Víetnam verði lækkuð. Þetta eykur líkurnar á því að Víetnamar fái aðild að Heimsviðskiptastofnuninni (WTO). 31.5.2006 15:32
Ráðherraskipti í Bandaríkjunum Henry Paulson, stjórnarformaður og forstjóri bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs, hefur verið tilnefndur sem næsti fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Hann tekur við embætti af John Snow, sem gegnt hefur embætti fjármálaráðherra vestra síðastliðin þrjú ár. 30.5.2006 13:31
Ekki búist við breytingum á olíuframleiðslu Ekki er búist við breytingum á olíuframleiðslu á fundi Opec-ríkjanna, samtökum olíuframleiðsluríkja, sem haldinn verður í Caracas í Venesúela á fimmtudag. Þetta er þvert á óskir olíumálaráðherra Venesúela, sem hefur óskað eftir því að olíuframleiðsla verði minnkuð. 30.5.2006 12:59
Laun forstjóra Tesco hækka um 25 prósent Laun Terry Leahys, forstjóra bresku verslunarkeðjunnar Tesco, hafa hækkað um 25 prósent á milli ára. Árslaun forstjórans nema nú fjórum milljónum punda, jafnvirði rúmlega 524 milljóna íslenskra króna. Innifalin í launum hans eru hlunnindagreiðslur upp á 2,8 milljón pund, jafnvirði tæpra 380 milljóna íslenskra króna. 29.5.2006 16:50
Barr býður hærra í Pliva Breska viðskiptablaðið Financial Times segir bandaríska lyfjafyrirtækið Barr hafa boðið 2,1 milljarð Bandaríkjadal, jafnvirði 152 milljarða íslenskra króna, í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva. Tilboðið er 250 milljónum dölum hærra en tilboðið sem Actavis gerði í Pliva í apríl. 29.5.2006 09:16
Arcelor rennur saman við Severstal Alþjóðlega stálfyrirtækið Arcelor greindi frá því í dag að það ætli að renna saman við rússneska stálfyrirtækið Severstal. Ákvörðunin er sögð viðbrögð fyrirtækisins við óvinveittu yfirtökutilboði breska stálframleiðandans Mittal í Arcelor. 26.5.2006 14:22
Olíuverð lækkaði í dag Verð á olíu lækkaði á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birti gögn þess efnis að olíubirgðir landsins hefðu aukist. Þetta er þvert á það sem áður var talið. 24.5.2006 16:09
Meirihlutinn kýs NYSE Hluthafar í samevrópska hlutabréfamarkaðnum Euronext felldu á árlegum hluthafafundi markaðarins í dag tillögu þess efnis að ganga að tilboði þýsku kauphallarinnar, Deutsche Börsen, í markaðinn, sem lagt var fram í dag. Tilboð kauphallarinnar í New York (NYSE) í Bandaríkjunum, sem gert var í Euronext í gær, hljóðar upp á 10,3 milljarða Bandaríkjadali, jafnvirði tæpra 750 milljarða íslenskra króna. Virðist engu skipta þótt tilboð þýsku kauphallarinnar sé 8 prósentum hærra. 23.5.2006 15:42
Veðurspá hækkar olíuverð Olíuverð hækkaði um tæpan Bandaríkjadal á tunnu í framvirkum samningum á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að veðurfræðingar spáðu því að fellibyljir á Atlantshafi geti truflað olíuframleiðslu við Mexíkóflóa í sumar og haust. 23.5.2006 15:32
Deutsche Börse býður í Euronext Þýska kauphöllin, Deutsche Börse, gerði í dag tilboð í samevrópa hlutabréfamarkaðinn Euronext. Tilboðið hljóðar upp á 11 milljarða Bandaríkjadali, sem er 700 milljónum dölum meira en kauphöllin í New York (NYSE) í Bandaríkjunum bauð í hlutabréfamarkaðinn. 23.5.2006 11:11
NYSE sameinast Euronext Kauphöllin í New York í Bandaríkjunum (NYSE) og samevrópski hlutabréfamarkaðurinn Euronext munu að öllum líkindum sameinasta á næstunni. Við sameininguna mun verða til hlutabréfamarkaður beggja vegna Atlantsála sem metinn er á 16 milljarða evrur. Þýska kauphöllin Deutsche Boerse hafði áður haft áætlanir uppi um sameiningu við Euronext. 22.5.2006 12:01
Nasdaq eykur hlut sinn í LSE Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq hefur aukið hlut sinn í kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE) í 25,1 prósent. Markaðurinn hefur aukið við hlut sinn jafnt og þétt og eykur það líkurnar til muna á því að hann geri yfirtökutilboð í LSE á nýjan leik. 19.5.2006 15:45
Hlutabréf féllu á Indlandi Hlutabréf féllu á Indlandi í dag, annan daginn í röð. Bréf í kauphöll Indlands lækkuðu um 4,2 prósent en Sensex hlutabréfavísitalan fór niður um 4 prósent. Vísitalan féll um 6,8 prósent í gær en það mesta lækkun hlutabréfa í sögu landsins. 19.5.2006 13:00
Mittal Steel hækkar tilboð í Arcelor Mittal Steel, sem er í eigu indverska auðkýfingsins Lakshmi Mittal, eins ríkasta manns Bretlands, hefur hækkað yfirtökutilboð sitt í franska stálframleiðslufyrirtækinu Arcelor í 25,8 milljarða evrur en það er 34 prósenta hækkun frá fyrra tilboði. Stjórn Arcelor hefur lýst sig mótfallna tilboðinu. 19.5.2006 11:09
Mittal Steel gerir yfirtökutilboð í Arcelor Stálfyrirtækið Mittal Steel, sem er í eigu indverska aukýfingsins Lakshmi Mittals, sem samkvæmt breska blaðinu Sunday Times er ríkasti maður Bretlands, hefur gert yfirtökutilboð í franska stálfyrirtækið Arcelor. Tilboðið hljóðar upp 19,7 milljarða evrur. Stjórn Mittal í Lúxemborg hefur lýst sig andsnúna tilboðinu. 18.5.2006 14:32
Hagnaður Barnes & Noble tæpar 10 milljónir dala Bandaríska bókaverslunarkeðjan Barnes & Noble hagnaðist um 9,99 milljón Bandaríkjadali, eða 14 sent á hlut, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Ein af helstu ástæðum hagnaðarins var metsala á bókum eftir hryllingshöfundinn Stephen King og Jim Cramer, fréttaþul sjónvarpsstöðvarinnar CNBC. 18.5.2006 13:32
Töluverðar lækkanir í Japan Gengi hlutabréfa lækkaði í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag í kjölfar lækkana á mörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í gær. Þetta er sjöunda skiptið í röð sem gengi bréfanna lækkar í Japan og nemur heildarlækkunin 7 prósentum. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,35 prósent en lokagengi vísitölunnar stendur í 15.087,18 stigum. 18.5.2006 09:41
Mesta lækkun Dow Jones í tvö ár Dow Jones vísitalan í Bandaríkjunum lækkaði um tvö prósent í gær eftir mikla niðursveiflu í Kauphöllum um alla Evrópu í gær. Þetta er mesta lækkun Dow Jones vísitölunnar á einum degi í tvö ár, og er meðal annars rakin til vaxandi verðbólgu í Bandaríkjunum, og að búist er við að bandaríski seðlabankinn hækki stýrivexti alveg á næstunni. Úrvalsvísitalan lækkaði mest í Svíþjóð í gær eða um rúm fjögur prósent, en minnst á Íslandi. 18.5.2006 08:02
Bættur hagur hjá HP Tekjur bandaríska tölvuframleiðandans Hewlett-Packard (HP) námu 1,46 milljörðum Bandaríkjadala á fyrsta fjórðungi ársins en það er 51 prósenta aukning á milli ára. Tekjurnar námu 51 senti á hlut, sem er umfram væntingar fjármálasérfræðinga en þeir reiknuðu með tekjuaukningu upp á 49 sent á hlut. 17.5.2006 13:12