Fleiri fréttir Hollinger tapaði rúmum 800 milljónum króna Bandaríska dagblaðaútgáfan Hollinger International tapaði 11,7 milljónum Bandaríkjadölum, jafnvirði 824,6 milljóna íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi 2006. Tapið nemur 13 sentum á hlut. Þetta er ófullnægjandi afkoma, að sögn stjórnar útgáfunnar. 10.5.2006 15:06 Hlutabréf hækkuðu í Japan Gengi hlutabréfa lækkaði töluvert í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag, m.a. vegna styrkingar jensins gagnvart dollar. Það kemur fyrirtækjum í útflutningi illa. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,39 prósent, 238,98 punkta, og endaði í 16.951,93 stigum. 10.5.2006 09:52 Gullverð ekki hærra í aldarfjórðung Gullverð hækkaði um 19,90 Bandaríkjadali í framvirkum samningum á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum í dag og endaði í 699,90 dölum á únsu. Verðið hefur ekki verið jafn hátt síðan í október árið 1980 en þá fór verð á únsu í 850 dali. Fjármálasérfræðingar segja verðið ekki undrunarefni í sjálfu sér heldur sé það athyglisvert hversu mikil hækkunin hafi verið. 9.5.2006 16:16 AOL segir upp 1.300 manns Bandaríska netveitan American Online (AOL) greindi frá því í dag að hún ætli að segja upp 1.300 manns, sem er um 7 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. Þá mun fyrirtækið loka þremur skrifstofum sínum í Bandaríkjunum. 9.5.2006 15:39 Olíuverð hækkaði í dag Olíuverð fór rétt yfir 70 dollara markið á helstu mörkuðum í dag vegna óvissu um hvort Íranar íhugi að draga úr olíuframleiðslu sinni vegna yfirvofandi refsiaðgerða vegna kjarnorkuáætlunar landsins. Íran er annað stærsta olíuframleiðsluríkið innan OPEC og gæti samdráttur á olíuframleiðslu landsins haft áhrif á olíuframboð á heimsvísu. 9.5.2006 15:13 Olíutunnan yfir 70 dollurum Verð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag í kjölfar vaxandi spennu vegna kjarnorkuáætlunar Írana, sem er annað stærsta landið innan OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, og það fjórða stærsta á heimsvísu. Stjórnvöld í Íran hafa hótað að draga úr olíuframleiðslu sinni vegna yfirvofandi refsiaðgerða en það hefur töluverð áhrif á olíuframboð. 8.5.2006 09:32 Fáar nýráðningar í Bandaríkjunum Nýráðningar voru með minnsta móti í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar Bandaríkjanna. Nýráðningar voru 138.000 talsins og er það með minnsta móti samanborið við síðustu sex mánuði. Laun hafa hins vegar hækkað nokkuð og vekur það ugg manna um yfirvofandi verðbólgu. Atvinnuleysi stóð í stað á milli mánaða en það mældist 4,7 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. 5.5.2006 13:08 Olíuverð hækkaði lítillega Olíuverð hækkaði lítillega á mörkuðum í dag í kjölfar lækkana síðustu daga og fór yfir 70 dollara markið á ný á helstu mörkuðum. Verð á olíu, sem afhent verður í næsta mánuði, hækkaði um 14 sent í kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum og stendur verðið í 70,08 dollurum á tunnu. Verð á Norðursjávarolíu hækkaði um 21 sent á markaði í Lundúnum í Bretlandi og stendur nú í 70,50 dollurum á tunnu. 5.5.2006 10:17 Olíuverð lækkaði Olíuverð lækkaði um rúman dal á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því í vikulegri greinargerð sinni að olíubirgðir í landinu hefðu aukist. Þetta er annar dagurinn í röð sem olíuverð lækkar. 4.5.2006 15:57 Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Stjórn Seðlabanka Bretlands ákvað á fundi sínum í morgun að halda stýrivöxtum í landinu óbreyttum. Stýrivextir í Bretlandi hafa staðið óbreyttir í 4,5 prósentum síðastliðna níu mánuði. Almennt var ekki búist við vaxtabreytingum. 4.5.2006 12:07 Hagnaður Shell jókst á milli ára Hollenska olíufélagið Royal Dutch Shell hagnaðist um 3,31 milljarð punda á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir því að olíufélagið hafi hagnast um 1,5 milljónir punda, rúmar 205 milljónir íslenskar krónur á klukkustund frá janúar til marsloka. 4.5.2006 11:05 Hagnaður UBS jókst um 33 prósent Svissneski bankinn UBS hagnaðist um 3,5 milljarða svissneskra franka, jafnvirði 210 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 33 prósenta aukning frá frá sama tímabili í fyrra. Stór hluti hagnaðarins er vegna sölu á svissneska orkufyrirtækinu Motor-Clumbus AG. 4.5.2006 09:17 Lokað fyrir viðskipti í Eurotunnel Breska fjármálaeftirlitið hefur lokað fyrir viðskipti með hlutabréf í félaginu Eurotunnel í kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE). Eurotunnel rekur umferðargöng undir Ermarsund á milli Bretlands og Frakklands. Ástæða lokunarinnar er sú að stjórn Eurotunnel skilaði ekki uppgjöri fyrir síðasta ár áður en lokafrestur rann út. 3.5.2006 12:35 Easyjet tapaði 5,5 milljörðum króna Breska lággjaldaflugfélagið Easyjet tapaði 40,3 milljón pundum, jafnvirði rúmlega 5,5 milljarða íslenskra króna, fyrir skatta í mars á sex mánaða tímabili. Á sama tímabili í fyrra tapaði fyrirtækið 21,6 milljón pundum. Helsta ástæða tapsins er 49 prósenta hækkun á eldsneytisverði og páskahátíðin, sem var í apríl. Þrátt fyrir þetta er búist við að afkoma fyrirtækisins verði allt að 15 prósent meiri en á síðasta ári. 3.5.2006 12:02 Verðbólga innan OECD 2,6 prósent í mars Verðbólga mældist að meðaltali 2,6 prósent í mars á 12 mánaða tímabili í löndum innan Efnhags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD). Í febrúar mældist verðbólgan 2,8 prósent á 12 mánaða tímabili. Verðbólga innan OECD hækkaði um 0,4 prósent frá febrúar til mars. Á milli janúar og febrúar hækkaði hún hins vegar um 0,2 prósent. 3.5.2006 10:02 Nýr forstjóri Faroe Ship Jóhanna á Bergi hefur verið ráðin forstjóri Faroe Ship frá og með 22. maí nk. Jóhanna tekur við af Árna Joensen sem fer á eftirlaun eftir tæplega 30 ára starf sem forstjóri fyrirtækisins. Árni verður stjórnarformaður Faroe Ship. 2.5.2006 09:58 Hagnaður DaimlerChrysler 299 milljón evrur Hagnaður bílaframleiðandans DaimlerChrysler nam 299 milljónum evra, jafnvirði 27,5 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársinis. Þetta er 11 milljónum evrum meira en á sama tímabili fyrir ári. 27.4.2006 12:57 Auknum hagvexti spáð í Þýskalandi Þýskir hagfræðingar spá 1,8 prósenta hagvexti í endurskoðaðri spá sinni fyrir árið. Segja þeir útflutning vera að aukast og merki vera á lofti um aukna neyslu. Hins vegar segja þeir að dragi úr hagvexti á næsta ári. Þá minnkaði atvinnuleysi í Þýskalandi og er nú 11,5 prósent. Hagfræðingarnir spáðu 1,2 prósenta hagvexti á þessu ári í spá sem birt var í október á síðasta ári. 27.4.2006 12:39 Tekjur Reuter umfram væntingar Tekjur fjölmiðlafyrirtækisins Reuters námu 633 milljónum punda, jafnvirði tæplega 85 milljörðum krónum, á fyrsta ársfjórðungi 2006. Þetta er 16 milljón pundum meira en búist var við. 27.4.2006 10:53 Atvinnuleysi í Danmörku í sögulegu lágmarki Atvinnuleysi í Danmörku mældist 4,8 prósent í síðasta mánuði. Samkvæmt upplýsingum dönsku hagstofunnar hefur atvinnuleysi aldrei verið minna í landinu í 30 ár.Þetta merkir að 133.500 hafi verið án atvinnu. 27.4.2006 09:55 Sala Roche jókst um 22 prósent Svissneski lyfjaframleiðandinn Roche greindi frá því í dag að sala fyrirtækisins hefði aukist um 22 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Sala á flensulyfinu Tamiflu hefur stóraukist en það er af mörgum talið geta komið í veg fyrir að fólk smitist af fuglaflensu. 26.4.2006 14:22 Hagnaður Boeing jókst um 29 prósent Hagnaður flugvélaframleiðandans Boeing jukust um 29 prósent á fyrsta ársfjórðungi og tekjur jukust um 48 prósent. Helsta ástæða aukningarinnar er meiri sala á flugvélum en fyrirtækið seldi 28 fleiri flugvélar á fjórðungnum en á sama tíma á síðasta ári. 26.4.2006 13:45 Hagnaður Tesco jókst um 17 prósent Breska verslunarkeðjan Tesco PLC skilaði 17 prósenta hagnaði á síðasta ári. Keðjan hefur í bígerð að hagræða í rekstri og spara þannig 5 milljarða punda á næstu 5 árum. 25.4.2006 10:07 Hættir við kaup á Liverpool Norsku viðskiptajöfrarnir Øystein Stray Spetalen og Petter Stordalen eru sagðir hættir við að gera tilboð í ráðandi hlut í breska knattspyrnufélagið Liverpool. Að sögn norska viðskiptablaðsins Dagens Næringsliv þótti þeim félagið ekki álitlegur kostur í bili. 24.4.2006 14:43 Gengi hlutabréfa lækkaði í Japan Gengi hlutabréfabréfa lækkaði nokkuð í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 2,8 prósent og er það mesta lækkun vísitölunnar á einum degi síðan í janúar á þessu ári. 18. janúar sl. lækkaði vísitalan um 2,9 prósent. 24.4.2006 10:05 Vill konur í stjórn A. P. Møller-Mærsk Jess Søderberg, forstjóri dönsku fyrirtækjasamteypunnar A. P. Møller-Mærsk, er sagður hafa á takteinum að fjölga konum í stjórn fyrirtækisins. Danskir karlar hafa frá upphafi verið einráðir í stjórninni og hafa konur þar aldrei átt sæti. 21.4.2006 15:07 Minni hagnaður hjá McDonald´s Hagnaður bandarísku skyndibitakeðjunnar McDonald´s dróst saman um 14 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2006. Þetta er mesti samdráttur keðjunnar í fjögur ár. Hagnaðurinn nam 625,3 milljónum Bandaríkjadala eða 49 sentum á hlut. Á sama tíma fyrir ári nam hagnaðurinn 727,9 milljónum eða 56 sentum á hlut. 21.4.2006 14:52 Hlutabréf hækkuðu í Evrópu Gengi hlutabréfa hækkaði á mörkuðum í Evrópu í dag í kjölfar hækkunar á Dow Jones hlutabréfavísitölunni í gær, sem hefur ekki verið hærri í sex ár. Gengi bréfa í ítalska bifreiðaframleiðandanum Fiat hækkaði um 2 prósent í eftir að greint var frá góðri afkomu fyrirtækisins á árinu. Þá hækkaði gengi finnska farsímaframleiðandans Nokia um 1,5 prósent. 21.4.2006 10:46 Olíuverð nálægt sögulegu hámarki Olíuverð fór í sögulegt hámark í helstu mörkuðum í dag þegar það fór yfir 73 dollara á tunnu. Sérfræðingar spá því að olíuverð haldi áfram að hækka á næstu vikum vegna minni olíubirgða í Bandaríkjunum og óvissu um aðgerðir gegn kjarnorkuáætlun Írana, en það er næststærsta olíuframleiðsluríkið innan OPEC. Þá hafa árásir skæruliða á olíuvinnslustöðvar í Nígeríu dregið mikið úr olíuframleiðslu þar í landi. 21.4.2006 10:21 Vísitala neysluverðs hækkaði í Bandaríkjunum Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,4 prósent í Bandaríkjunum í marsmánuði en það nemur 3,4 prósenta hækkun á ársgrundvelli. Þetta er meiri hækkun en fjármálasérfræðingar bjuggust við en helsta ástæðan er hækkun á eldsneyti og fatnaði. Þetta er engu að síður lækkun frá febrúarmánuði en þá nam hún 3,6 prósentum á ársgrundvelli. 19.4.2006 15:15 Olíuverð lækkaði lítillega Olíuverð lækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag eftir að hafa farið í sögulegt hámark í gær. Búist er við að upplýsingar bandarískra stjórnvalda, sem birtar verða í dag, sýni að olíubirgðir hafi aukist í Bandaríkjunum. 19.4.2006 10:47 Hlutabréf hækkuðu í Japan Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Tókýó í Japan hækkuðu annan daginn í röð í dag m.a. vegna þess að fjárfestar telja stýrivaxtahækkun í Bandaríkjunum lokið í bili auk þess sem spáð er góðri afkomu tæknifyrirtækja. 19.4.2006 09:31 Hrávöruverð í hæstu hæðum Verð á góðmálmum á borð við gull, kopar og silfur heldur áfram að hækka eins og olían. Únsan af gulli fór í 618 dali í gær og af silfri í 13,5 dali. Verð á gulli hefur ekki verið hærra á hrávörumarkaði í New York síðan árið 1980 og leita þarf aftur til ársins 1983 til að finna jafn hátt verð á silfri. 19.4.2006 00:01 Nestlé mögulegur kaupandi McCartneys Líkur eru sagðar á að svissneska matvælafyrirtækið Nestlé kaupi matvörufyrirtæki Lindu McCartney, sem fyrrum eiginkona bítilsins Pauls McCartneys stofnaði árið 1991. Fyrirtækið McCartney er nú í eigu bandaríska matvörufyrirtækisins Heinz. 18.4.2006 13:50 Olíuverð hækkar enn Olíuverð sveiflaðist nokkuð á mörkuðum í dag. Verðið stóð til skamms tíma í 70,85 dollurum á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum en lækkaði nokkuð og stendur nú í 70,75 sentum, sem er 35 sentum meira en í gær. Norðursjávarolía, sem afhent verður í júní, hækkaði um 5 sent í kauphöll Lundúna í Bretlandi. Til skamms tíma fór tunnan í 72,20 dollara, sem er metverð. Hún stendur nú í 71,51 dal. 18.4.2006 11:39 Hagnaður Pepsi minnkar á milli ára Bandaríska gosdrykkjafyrirtækið Pepsi Bottling Group Inc. skilaði 34 milljóna dollara hagnaði á fyrsta ársfjórðungi 2006. Þetta er 5 milljónum minna en á sama tíma á síðasta ári. Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hækkaði um 14 sent eftir að greint var frá afkomu fyrirtækisins. 18.4.2006 11:17 Adidas og NBA ná samningum Samningar hafa náðst á milli þýska íþróttavöruframleiðandans Adidas og bandarísku körfuboltadeildarinnar NBA um notkun Adidas búninga í karla- og kvennadeildum næstu 11 árin. Gengi bréfa í Adidas hækkað um 3 prósent í kjölfarið. 12.4.2006 16:53 Nasdaq íhugar aukin kaup í LSE Stjórn Nasdaq-markaðarins útiloka ekki að fleiri hlutir verði keyptir í kauphöllinni í Lundúnum (LSE) í Bretlandi. Markaðurinn keypti tæp 15 prósent af tveimur stórum hluthöfum í kauphöllinni í gær og er nú stærsti einstaki hluthafinn í LSE. Gengi bréfa LSE hækkuðu um 13 prósent í kjölfar kaupanna. 12.4.2006 16:38 Góð afkoma Lauru Ashley Gengi hlutabréfa í bresku tísku- og húsgagnakeðjunni Lauru Ashley hækkuðu um 16 prósent í gær eftir að greint var frá því að afkoma keðjunnar hfafi verið umfram væntingar. Stjórn eignarhaldsfélags fyrirtækisins ákvað í kjölfarið að greiða hluthöfum arð í fyrsta skipti í átta ár. 12.4.2006 12:40 Nasdaq stærsti hluthafi í LSE Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Lundúnum (LSE) í Bretlandi hækkuðu um 14 prósent í morgun eftir að Nasdaq-markaðurinn greindi frá því eftir lokun markaða í New York í Bandaríkjunum í gær að hann hefði keypt 14,99 prósent í LSE og væri orðinn stærsti hluthafi hennar. 12.4.2006 11:52 Afkoma Alcoa umfram væntingar Gengi hlutabréfa í bandaríska álframleiðandanum Alcoa Inc. hækkuðu um 6,4 prósent í fyrstu viðskiptum í kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í dag. Skömmu áður greindi fyrirtækið frá því að hagnaður fyrirtækisins hafi rúmlega tvöfaldast á fyrsta ársfjórðungi 2006 vegna hás álverðs og mikillar eftirspurnar eftir áli. 11.4.2006 14:38 Norðmenn finna olíu í Írak Gengi bréfa í norska olíufyrirtækinu DNO hækkuðu um tæp 11 prósent í kauphöllinni í Ósló í Noregi í gær eftir að forsvarsmenn fyrirtækisins greindu frá því að fyrirtækið hefði fundið olíu í Kúrdahéruðunum í norðurhluta Íraks. Ekki liggur ljóst fyrir um hversu mikið magn er að ræða. 11.4.2006 13:59 Aukin samþjöppun í norsku laxeldi Norska laxeldisfyrirtækið Pan Fish hefur keypt tæplega 18 prósenta hlut í Fjord Seafood. Í Morgunkorni Glitnis banka segir að samþjöppun haldi áfram í norsku laxeldi en Pan Fish á nú samtals 57 prósenta hlut í Fjord og undirbýr yfirtökutilboð. 11.4.2006 12:28 Gullverð ekki hærra í 25 ár Verð á gulli fór yfir 600 dollara á únsu á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum í dag og hefur það ekki verið hærra í aldarfjórðung. Ástæðan eru mikil kaup fjárfesta, sem vilja tryggja sig fyrir yfirvofandi verðbólgu og verðhækkunum í framtíðinni. 11.4.2006 11:38 Búist við hærri stýrivöxtum í Japan Stjórn Seðlabanka Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum, eða nálægt núlli. Sérfræðingar spá að stjórnin hækki stýrivexti um 0,25 prósent í júlí eða ágúst til að halda aftur af verðbólgu. 11.4.2006 10:29 Sjá næstu 50 fréttir
Hollinger tapaði rúmum 800 milljónum króna Bandaríska dagblaðaútgáfan Hollinger International tapaði 11,7 milljónum Bandaríkjadölum, jafnvirði 824,6 milljóna íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi 2006. Tapið nemur 13 sentum á hlut. Þetta er ófullnægjandi afkoma, að sögn stjórnar útgáfunnar. 10.5.2006 15:06
Hlutabréf hækkuðu í Japan Gengi hlutabréfa lækkaði töluvert í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag, m.a. vegna styrkingar jensins gagnvart dollar. Það kemur fyrirtækjum í útflutningi illa. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,39 prósent, 238,98 punkta, og endaði í 16.951,93 stigum. 10.5.2006 09:52
Gullverð ekki hærra í aldarfjórðung Gullverð hækkaði um 19,90 Bandaríkjadali í framvirkum samningum á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum í dag og endaði í 699,90 dölum á únsu. Verðið hefur ekki verið jafn hátt síðan í október árið 1980 en þá fór verð á únsu í 850 dali. Fjármálasérfræðingar segja verðið ekki undrunarefni í sjálfu sér heldur sé það athyglisvert hversu mikil hækkunin hafi verið. 9.5.2006 16:16
AOL segir upp 1.300 manns Bandaríska netveitan American Online (AOL) greindi frá því í dag að hún ætli að segja upp 1.300 manns, sem er um 7 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. Þá mun fyrirtækið loka þremur skrifstofum sínum í Bandaríkjunum. 9.5.2006 15:39
Olíuverð hækkaði í dag Olíuverð fór rétt yfir 70 dollara markið á helstu mörkuðum í dag vegna óvissu um hvort Íranar íhugi að draga úr olíuframleiðslu sinni vegna yfirvofandi refsiaðgerða vegna kjarnorkuáætlunar landsins. Íran er annað stærsta olíuframleiðsluríkið innan OPEC og gæti samdráttur á olíuframleiðslu landsins haft áhrif á olíuframboð á heimsvísu. 9.5.2006 15:13
Olíutunnan yfir 70 dollurum Verð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag í kjölfar vaxandi spennu vegna kjarnorkuáætlunar Írana, sem er annað stærsta landið innan OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, og það fjórða stærsta á heimsvísu. Stjórnvöld í Íran hafa hótað að draga úr olíuframleiðslu sinni vegna yfirvofandi refsiaðgerða en það hefur töluverð áhrif á olíuframboð. 8.5.2006 09:32
Fáar nýráðningar í Bandaríkjunum Nýráðningar voru með minnsta móti í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar Bandaríkjanna. Nýráðningar voru 138.000 talsins og er það með minnsta móti samanborið við síðustu sex mánuði. Laun hafa hins vegar hækkað nokkuð og vekur það ugg manna um yfirvofandi verðbólgu. Atvinnuleysi stóð í stað á milli mánaða en það mældist 4,7 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. 5.5.2006 13:08
Olíuverð hækkaði lítillega Olíuverð hækkaði lítillega á mörkuðum í dag í kjölfar lækkana síðustu daga og fór yfir 70 dollara markið á ný á helstu mörkuðum. Verð á olíu, sem afhent verður í næsta mánuði, hækkaði um 14 sent í kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum og stendur verðið í 70,08 dollurum á tunnu. Verð á Norðursjávarolíu hækkaði um 21 sent á markaði í Lundúnum í Bretlandi og stendur nú í 70,50 dollurum á tunnu. 5.5.2006 10:17
Olíuverð lækkaði Olíuverð lækkaði um rúman dal á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því í vikulegri greinargerð sinni að olíubirgðir í landinu hefðu aukist. Þetta er annar dagurinn í röð sem olíuverð lækkar. 4.5.2006 15:57
Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Stjórn Seðlabanka Bretlands ákvað á fundi sínum í morgun að halda stýrivöxtum í landinu óbreyttum. Stýrivextir í Bretlandi hafa staðið óbreyttir í 4,5 prósentum síðastliðna níu mánuði. Almennt var ekki búist við vaxtabreytingum. 4.5.2006 12:07
Hagnaður Shell jókst á milli ára Hollenska olíufélagið Royal Dutch Shell hagnaðist um 3,31 milljarð punda á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir því að olíufélagið hafi hagnast um 1,5 milljónir punda, rúmar 205 milljónir íslenskar krónur á klukkustund frá janúar til marsloka. 4.5.2006 11:05
Hagnaður UBS jókst um 33 prósent Svissneski bankinn UBS hagnaðist um 3,5 milljarða svissneskra franka, jafnvirði 210 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 33 prósenta aukning frá frá sama tímabili í fyrra. Stór hluti hagnaðarins er vegna sölu á svissneska orkufyrirtækinu Motor-Clumbus AG. 4.5.2006 09:17
Lokað fyrir viðskipti í Eurotunnel Breska fjármálaeftirlitið hefur lokað fyrir viðskipti með hlutabréf í félaginu Eurotunnel í kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE). Eurotunnel rekur umferðargöng undir Ermarsund á milli Bretlands og Frakklands. Ástæða lokunarinnar er sú að stjórn Eurotunnel skilaði ekki uppgjöri fyrir síðasta ár áður en lokafrestur rann út. 3.5.2006 12:35
Easyjet tapaði 5,5 milljörðum króna Breska lággjaldaflugfélagið Easyjet tapaði 40,3 milljón pundum, jafnvirði rúmlega 5,5 milljarða íslenskra króna, fyrir skatta í mars á sex mánaða tímabili. Á sama tímabili í fyrra tapaði fyrirtækið 21,6 milljón pundum. Helsta ástæða tapsins er 49 prósenta hækkun á eldsneytisverði og páskahátíðin, sem var í apríl. Þrátt fyrir þetta er búist við að afkoma fyrirtækisins verði allt að 15 prósent meiri en á síðasta ári. 3.5.2006 12:02
Verðbólga innan OECD 2,6 prósent í mars Verðbólga mældist að meðaltali 2,6 prósent í mars á 12 mánaða tímabili í löndum innan Efnhags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD). Í febrúar mældist verðbólgan 2,8 prósent á 12 mánaða tímabili. Verðbólga innan OECD hækkaði um 0,4 prósent frá febrúar til mars. Á milli janúar og febrúar hækkaði hún hins vegar um 0,2 prósent. 3.5.2006 10:02
Nýr forstjóri Faroe Ship Jóhanna á Bergi hefur verið ráðin forstjóri Faroe Ship frá og með 22. maí nk. Jóhanna tekur við af Árna Joensen sem fer á eftirlaun eftir tæplega 30 ára starf sem forstjóri fyrirtækisins. Árni verður stjórnarformaður Faroe Ship. 2.5.2006 09:58
Hagnaður DaimlerChrysler 299 milljón evrur Hagnaður bílaframleiðandans DaimlerChrysler nam 299 milljónum evra, jafnvirði 27,5 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársinis. Þetta er 11 milljónum evrum meira en á sama tímabili fyrir ári. 27.4.2006 12:57
Auknum hagvexti spáð í Þýskalandi Þýskir hagfræðingar spá 1,8 prósenta hagvexti í endurskoðaðri spá sinni fyrir árið. Segja þeir útflutning vera að aukast og merki vera á lofti um aukna neyslu. Hins vegar segja þeir að dragi úr hagvexti á næsta ári. Þá minnkaði atvinnuleysi í Þýskalandi og er nú 11,5 prósent. Hagfræðingarnir spáðu 1,2 prósenta hagvexti á þessu ári í spá sem birt var í október á síðasta ári. 27.4.2006 12:39
Tekjur Reuter umfram væntingar Tekjur fjölmiðlafyrirtækisins Reuters námu 633 milljónum punda, jafnvirði tæplega 85 milljörðum krónum, á fyrsta ársfjórðungi 2006. Þetta er 16 milljón pundum meira en búist var við. 27.4.2006 10:53
Atvinnuleysi í Danmörku í sögulegu lágmarki Atvinnuleysi í Danmörku mældist 4,8 prósent í síðasta mánuði. Samkvæmt upplýsingum dönsku hagstofunnar hefur atvinnuleysi aldrei verið minna í landinu í 30 ár.Þetta merkir að 133.500 hafi verið án atvinnu. 27.4.2006 09:55
Sala Roche jókst um 22 prósent Svissneski lyfjaframleiðandinn Roche greindi frá því í dag að sala fyrirtækisins hefði aukist um 22 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Sala á flensulyfinu Tamiflu hefur stóraukist en það er af mörgum talið geta komið í veg fyrir að fólk smitist af fuglaflensu. 26.4.2006 14:22
Hagnaður Boeing jókst um 29 prósent Hagnaður flugvélaframleiðandans Boeing jukust um 29 prósent á fyrsta ársfjórðungi og tekjur jukust um 48 prósent. Helsta ástæða aukningarinnar er meiri sala á flugvélum en fyrirtækið seldi 28 fleiri flugvélar á fjórðungnum en á sama tíma á síðasta ári. 26.4.2006 13:45
Hagnaður Tesco jókst um 17 prósent Breska verslunarkeðjan Tesco PLC skilaði 17 prósenta hagnaði á síðasta ári. Keðjan hefur í bígerð að hagræða í rekstri og spara þannig 5 milljarða punda á næstu 5 árum. 25.4.2006 10:07
Hættir við kaup á Liverpool Norsku viðskiptajöfrarnir Øystein Stray Spetalen og Petter Stordalen eru sagðir hættir við að gera tilboð í ráðandi hlut í breska knattspyrnufélagið Liverpool. Að sögn norska viðskiptablaðsins Dagens Næringsliv þótti þeim félagið ekki álitlegur kostur í bili. 24.4.2006 14:43
Gengi hlutabréfa lækkaði í Japan Gengi hlutabréfabréfa lækkaði nokkuð í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 2,8 prósent og er það mesta lækkun vísitölunnar á einum degi síðan í janúar á þessu ári. 18. janúar sl. lækkaði vísitalan um 2,9 prósent. 24.4.2006 10:05
Vill konur í stjórn A. P. Møller-Mærsk Jess Søderberg, forstjóri dönsku fyrirtækjasamteypunnar A. P. Møller-Mærsk, er sagður hafa á takteinum að fjölga konum í stjórn fyrirtækisins. Danskir karlar hafa frá upphafi verið einráðir í stjórninni og hafa konur þar aldrei átt sæti. 21.4.2006 15:07
Minni hagnaður hjá McDonald´s Hagnaður bandarísku skyndibitakeðjunnar McDonald´s dróst saman um 14 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2006. Þetta er mesti samdráttur keðjunnar í fjögur ár. Hagnaðurinn nam 625,3 milljónum Bandaríkjadala eða 49 sentum á hlut. Á sama tíma fyrir ári nam hagnaðurinn 727,9 milljónum eða 56 sentum á hlut. 21.4.2006 14:52
Hlutabréf hækkuðu í Evrópu Gengi hlutabréfa hækkaði á mörkuðum í Evrópu í dag í kjölfar hækkunar á Dow Jones hlutabréfavísitölunni í gær, sem hefur ekki verið hærri í sex ár. Gengi bréfa í ítalska bifreiðaframleiðandanum Fiat hækkaði um 2 prósent í eftir að greint var frá góðri afkomu fyrirtækisins á árinu. Þá hækkaði gengi finnska farsímaframleiðandans Nokia um 1,5 prósent. 21.4.2006 10:46
Olíuverð nálægt sögulegu hámarki Olíuverð fór í sögulegt hámark í helstu mörkuðum í dag þegar það fór yfir 73 dollara á tunnu. Sérfræðingar spá því að olíuverð haldi áfram að hækka á næstu vikum vegna minni olíubirgða í Bandaríkjunum og óvissu um aðgerðir gegn kjarnorkuáætlun Írana, en það er næststærsta olíuframleiðsluríkið innan OPEC. Þá hafa árásir skæruliða á olíuvinnslustöðvar í Nígeríu dregið mikið úr olíuframleiðslu þar í landi. 21.4.2006 10:21
Vísitala neysluverðs hækkaði í Bandaríkjunum Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,4 prósent í Bandaríkjunum í marsmánuði en það nemur 3,4 prósenta hækkun á ársgrundvelli. Þetta er meiri hækkun en fjármálasérfræðingar bjuggust við en helsta ástæðan er hækkun á eldsneyti og fatnaði. Þetta er engu að síður lækkun frá febrúarmánuði en þá nam hún 3,6 prósentum á ársgrundvelli. 19.4.2006 15:15
Olíuverð lækkaði lítillega Olíuverð lækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag eftir að hafa farið í sögulegt hámark í gær. Búist er við að upplýsingar bandarískra stjórnvalda, sem birtar verða í dag, sýni að olíubirgðir hafi aukist í Bandaríkjunum. 19.4.2006 10:47
Hlutabréf hækkuðu í Japan Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Tókýó í Japan hækkuðu annan daginn í röð í dag m.a. vegna þess að fjárfestar telja stýrivaxtahækkun í Bandaríkjunum lokið í bili auk þess sem spáð er góðri afkomu tæknifyrirtækja. 19.4.2006 09:31
Hrávöruverð í hæstu hæðum Verð á góðmálmum á borð við gull, kopar og silfur heldur áfram að hækka eins og olían. Únsan af gulli fór í 618 dali í gær og af silfri í 13,5 dali. Verð á gulli hefur ekki verið hærra á hrávörumarkaði í New York síðan árið 1980 og leita þarf aftur til ársins 1983 til að finna jafn hátt verð á silfri. 19.4.2006 00:01
Nestlé mögulegur kaupandi McCartneys Líkur eru sagðar á að svissneska matvælafyrirtækið Nestlé kaupi matvörufyrirtæki Lindu McCartney, sem fyrrum eiginkona bítilsins Pauls McCartneys stofnaði árið 1991. Fyrirtækið McCartney er nú í eigu bandaríska matvörufyrirtækisins Heinz. 18.4.2006 13:50
Olíuverð hækkar enn Olíuverð sveiflaðist nokkuð á mörkuðum í dag. Verðið stóð til skamms tíma í 70,85 dollurum á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum en lækkaði nokkuð og stendur nú í 70,75 sentum, sem er 35 sentum meira en í gær. Norðursjávarolía, sem afhent verður í júní, hækkaði um 5 sent í kauphöll Lundúna í Bretlandi. Til skamms tíma fór tunnan í 72,20 dollara, sem er metverð. Hún stendur nú í 71,51 dal. 18.4.2006 11:39
Hagnaður Pepsi minnkar á milli ára Bandaríska gosdrykkjafyrirtækið Pepsi Bottling Group Inc. skilaði 34 milljóna dollara hagnaði á fyrsta ársfjórðungi 2006. Þetta er 5 milljónum minna en á sama tíma á síðasta ári. Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hækkaði um 14 sent eftir að greint var frá afkomu fyrirtækisins. 18.4.2006 11:17
Adidas og NBA ná samningum Samningar hafa náðst á milli þýska íþróttavöruframleiðandans Adidas og bandarísku körfuboltadeildarinnar NBA um notkun Adidas búninga í karla- og kvennadeildum næstu 11 árin. Gengi bréfa í Adidas hækkað um 3 prósent í kjölfarið. 12.4.2006 16:53
Nasdaq íhugar aukin kaup í LSE Stjórn Nasdaq-markaðarins útiloka ekki að fleiri hlutir verði keyptir í kauphöllinni í Lundúnum (LSE) í Bretlandi. Markaðurinn keypti tæp 15 prósent af tveimur stórum hluthöfum í kauphöllinni í gær og er nú stærsti einstaki hluthafinn í LSE. Gengi bréfa LSE hækkuðu um 13 prósent í kjölfar kaupanna. 12.4.2006 16:38
Góð afkoma Lauru Ashley Gengi hlutabréfa í bresku tísku- og húsgagnakeðjunni Lauru Ashley hækkuðu um 16 prósent í gær eftir að greint var frá því að afkoma keðjunnar hfafi verið umfram væntingar. Stjórn eignarhaldsfélags fyrirtækisins ákvað í kjölfarið að greiða hluthöfum arð í fyrsta skipti í átta ár. 12.4.2006 12:40
Nasdaq stærsti hluthafi í LSE Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Lundúnum (LSE) í Bretlandi hækkuðu um 14 prósent í morgun eftir að Nasdaq-markaðurinn greindi frá því eftir lokun markaða í New York í Bandaríkjunum í gær að hann hefði keypt 14,99 prósent í LSE og væri orðinn stærsti hluthafi hennar. 12.4.2006 11:52
Afkoma Alcoa umfram væntingar Gengi hlutabréfa í bandaríska álframleiðandanum Alcoa Inc. hækkuðu um 6,4 prósent í fyrstu viðskiptum í kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í dag. Skömmu áður greindi fyrirtækið frá því að hagnaður fyrirtækisins hafi rúmlega tvöfaldast á fyrsta ársfjórðungi 2006 vegna hás álverðs og mikillar eftirspurnar eftir áli. 11.4.2006 14:38
Norðmenn finna olíu í Írak Gengi bréfa í norska olíufyrirtækinu DNO hækkuðu um tæp 11 prósent í kauphöllinni í Ósló í Noregi í gær eftir að forsvarsmenn fyrirtækisins greindu frá því að fyrirtækið hefði fundið olíu í Kúrdahéruðunum í norðurhluta Íraks. Ekki liggur ljóst fyrir um hversu mikið magn er að ræða. 11.4.2006 13:59
Aukin samþjöppun í norsku laxeldi Norska laxeldisfyrirtækið Pan Fish hefur keypt tæplega 18 prósenta hlut í Fjord Seafood. Í Morgunkorni Glitnis banka segir að samþjöppun haldi áfram í norsku laxeldi en Pan Fish á nú samtals 57 prósenta hlut í Fjord og undirbýr yfirtökutilboð. 11.4.2006 12:28
Gullverð ekki hærra í 25 ár Verð á gulli fór yfir 600 dollara á únsu á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum í dag og hefur það ekki verið hærra í aldarfjórðung. Ástæðan eru mikil kaup fjárfesta, sem vilja tryggja sig fyrir yfirvofandi verðbólgu og verðhækkunum í framtíðinni. 11.4.2006 11:38
Búist við hærri stýrivöxtum í Japan Stjórn Seðlabanka Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum, eða nálægt núlli. Sérfræðingar spá að stjórnin hækki stýrivexti um 0,25 prósent í júlí eða ágúst til að halda aftur af verðbólgu. 11.4.2006 10:29