Fleiri fréttir Hlutabréf hækkuðu í Japan Gengi flestra hlutabréfa hækkaði í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag að undanskildum bréfum í hátæknifyrirtækinu Sony, sem frestaði útgáfu á PlayStation 3 leikjatölvunni fram í nóvember á þessu ári. 15.3.2006 09:20 Opera í þýskum farsímum Debitel Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software gerði í gær tveggja ára samning við þýska fjarskiptafyrirtækið Debitel. Samningurinn kveður á um að Debitel býður viðskiptavinum sínum upp á stuðning við öll stýrikerfi Opera, Opera Mini, Opera Mobile og Opera Platform, í farsímum fyrirtækisins. 15.3.2006 01:13 Búist við tilboði fasteignajöfurs í kráakeðju Búist er við því að íranski fasteignaauðjöfurinn Robert Tchenguiz geri fjögurra milljarða punda tilboð í bresku bjór- og veitingahúsakeðjuna Mitchells & Butlers í næstu viku. Bankarnir Royal Bank of Scotland, HBOS og Kaupþing koma að fjármögnun Tchenguiz auk Goldman Sachs, sem einnig er ráðgefandi við tilboðið, að því er fram kom í vefútgáfu breska dagblaðsins Times í gær. 15.3.2006 01:13 Blaðaútgáfur sameinast í Bandaríkjunum Bandaríska útgáfufyrirtækið Knight Ridder Inc., sem er næststærsta dagblaðaútgáfa Bandaríkjanna, hefur samþykkt yfirtökutilboð samkeppnisaðilans McClatchy Co. sem er mun smærra fyrirtæki. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á 4,5 milljarða Bandaríkjadali. Eftir sameiningu útgáfufyrirtækjanna á fyrirtækið 32 dagblöð og 50 önnur blöð. 13.3.2006 16:43 Gengi Schering hækkaði um fjórðung Gengi hlutabréfa í þýska lyfjafyrirtækinu Schering hækkaði um 25 prósent í dag eftir að fjárfestar bjuggust við að þýski lyfjarisinn Merck myndi gera nýtt yfirtökutilboð í fyrirtækið. Merk gerði óvinveitt yfirtökutilboð í Schering í gær og hljóðað tilboðið upp á 14,9 milljarða evrur eða 77 evrur á hlut. Forsvarsmenn Schering sögðu tilboðið of lágt og hvöttu hluthafa í lyfjafyrirtækinu til að hunsa það. 13.3.2006 16:10 Hlutabréf hækkuðu í Asíu Gengi hlutabréfa hækkaði á flestum mörkuðum í Asíu í kjölfar hlutabréfahækkana á mörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í síðustu viku. Gengi hlutabréfa hækkaði jafnframt á mörkuðum á Nýja-Sjálandi og hefur aldrei verið hærra. 13.3.2006 11:25 GM innkallar 900.000 pallbíla Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors Corp. tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að innkalla 900.000 pallbíla af gerðinni Chevrolet Silverado, Chevrolet Avalance, Cadillac Escalade EXT og GMS Sierra vegna galla í festingum sem styður við lok á palli bílanna. Bílarnir eru allir settir á markað á árunum 1999 til 2000. 10.3.2006 16:07 Hlutabréf lækkuðu í Evrópu Hlutabréf lækkuðu nokkuð á helstu mörkuðum í Evrópu í dag og hefur gengi bréfa á helstu mörkuðum álfunnar ekki verið lægra í þrjár vikur. Ástæðan er lækkuninni er sú að búist er við minni vexti fyrirtækja en væntingar spáðu fyrir um auk þess sem evrópski seðlabankinn hækkaði stýrivexti í annað sinn á þremur mánuðunum í byrjun þessa mánaðar. 10.3.2006 15:28 Atvinnuleysi 4,8 prósent í Bandaríkjunum Atvinnuleysi mældist 4,8 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði og er það 1,1 prósentustiga aukning frá janúarmánuði. Þrátt fyrir þetta urðu 243.000 ný störf urðu til í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Aukning atvinnuleysisins kemur fjármálasérfræðingum á óvart þar sem þeir spáðu óbreyttu atvinnuleysi á milli mánaða. 10.3.2006 14:45 Óskað eftir gjaldþroti Yukos Nokkrir bankar, sem lánuðu rússneska olíufyrirtækinu Yukos fé, hafa farið fram að að fyrirtækið verði lýst gjaldþrota. Olíufyrirtækið hefur rambað á barmi gjaldþrots allt frá því það var dæmt til að greiða 32 milljarða Bandaríkjadala skattaskuld við ríkið. Bankarnir sem farið hafa fram á að Yukos verði lýst gjaldþrota lánuðu fyrirtækinu 480 milljónir dollara áður en Yukos lenti í fjárhagskröggum. 10.3.2006 13:42 Hlutabréf hækkuðu í Japan Gengi hlutabréfa hækkaði í kauphöllinni í Japan í dag, annan daginn í röð. Stjórn seðlabanka Japans ákvað í gær að gera breytingar á peningastefnu bankans til að auka þanþol fjármálastofnana í Japan gagnvart sveiflum á erlendum hlutabréfamörkuðum. 10.3.2006 09:26 Niðurskurður hjá British Airways Breska flugfélagið British Airways ætlar á skera niður útgjöld um 450 milljónir punda, 54 milljarða íslenskra króna, á næstu tveimur árum. M.a. er búist við uppsögnum hjá flugfélaginu. Ástæðan fyrir niðurskurðinum er aukin samkeppni frá lággjaldaflugfélögum og spá um hærri eldsneytiskostnað á næstu árum. 9.3.2006 17:17 Sögulegur viðskiptahalli í Bandaríkjunum Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum jókst um 5,3 prósent í janúar og nam 68,5 milljörðum dala í mánuðinum, samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneyti landsins. Þetta er methalli í mánuðinum í sögu Bandaríkjanna en ástæða hans er aukinn innflutningur á eldsneyti, ökutækjum og vínum auk mikils innflutnings á klæðnaði og farsímum frá Kína. 9.3.2006 15:44 Strangari kröfur um lán á Grikklandi Nicholas Garganas, bankastjóri Seðlabanka Grikklands, tilkynnti í dag að í bígerð sé að setja bönkum strangari reglur um lánveitingar. Breytingin er í samræmi við reglur Evrópusambandsins um alþjóðlega bankastarfsemi en með henni er horft til þess að minnka áhættu banka í lánveitingum. 9.3.2006 15:11 Hráolíuverð lækkaði Hráolíuverð lækkaði á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að samtök olíuframleiðsluríkja (OPEC) samþykktu á fundi sínum í Vínarborg í gær að halda olíuframleiðslu óbreyttri. 9.3.2006 13:55 Stýrivextir óbreyttir í Bretlandi Bankastjórn Englandsbanka ákvað á fundi sínum í dag að hækka ekki stýrivexti í Bretlandi. Þeir eru nú 4,5 prósent og hafa haldist óbreyttir síðastliðna sjö mánuði. Stöðugleiki í bresku efnahagslífi og jákvæð breyting á fasteignamarkaði eru talin ástæða þess að bankastjórnin ákvað að halda vöxtunum óbreyttum. 9.3.2006 13:08 Hagnaður PPR dróst saman Hagnaður franska eignarhaldsfélagsins PPR, sem m.a. á ítalska tískufyrirtækið Gucci auk fleiri þekktra vörumerkja, dróst saman um tæpan helming á síðasta ári miðað við árið á undan. Hagnaður fyrirtækisins á árinu nam 535 milljónum evra, jafnvirði rúmlega 44 milljarða íslenskra króna. Árið 2004 nam hagnaðurinn hins vegar 1.09 milljörðum evra, tæplega 90 milljörðum íslenskra króna. 9.3.2006 12:36 Sala jókst hjá McDonald's Sala jókst hjá McDonald's skyndibitakeðjunni á heimsvísu um 4,7 prósent í síðasta mánuði en sala skyndibita á innanlandsmarkaði í Bandaríkjunum jókst hins vegar um 3,6 prósent. Að sögn forsvarsmanna McDonald's í Bandaríkjunum er ástæða söluaukningarinnar ný kjúklingasamloka sem notið hefur vinsælda, fleiri réttir á morgunverðarmatseðli og lengri afgreiðslutími hjá útibúum skyndibitakeðjunnar í Bandaríkjunum. 8.3.2006 13:42 Olíuverð lækkaði á helstu mörkuðum Hráolía lækkaði í verði á helstu mörkuðum í dag. Hráolía, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði um 18 sent og endaði í 61,40 dollurum á tunnu á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum en Brent Norðursjávarolía lækkaði um 8 sent í Lundúnum í Bretlandi og endaði í 61,09 dollara á tunnu. 8.3.2006 10:28 Bankastjórn Seðlabanka Japans fundar Fundur bankastjórnar Seðlabanka Japans hófst í dag. Fjármálasérfræðingar fylgjast grannt með fundinum, sem stendur yfir í tvo daga, en búist er við nokkrum breytingum á peningastefnu bankans. Hins vegar er ekki búist við hækkun stýrivaxta í Japan á næstunni líkt og áður var talið en vextirnir hafa haldist óbreyttir í fimm ár. 8.3.2006 09:54 Uppsagnir hjá AT&T Stjórnendur bandaríska fjarskiptafyrirtækisins AT&T greindu frá því í dag að allt að 10.000 manns verði sagt upp störfum hjá fyrirtækinu á næstu þremur árum. AT&T ákvað í gær að festa kaup á bandaríska farsímafyrirtækinu BellSouth fyrir 67 milljarða Bandaríkjadali og eru uppsagnirnar liður í hagræðingu hins sameinaða fjarskiptarisa. 7.3.2006 15:25 Meira ál í bílum Bílaframleiðendur hafa í auknum mæli tekið að nota ál í bíla til að m.a. létta þá og minnka eldsneytisnotkun þeirra. Svo mjög hefur notkunin aukist að ál er næstalgengasta efni í bílum á eftir stáli. Þetta kemur fram í skýrslu samtaka álframleiðenda, sem forsvarsmenn álfyrirtækjanna Alcoa og Novelis lögðu fyrir á blaðamannafundi í Detroit í Bandaríkjunum í dag. 7.3.2006 14:56 Hlutabréf lækkuðu í Japan Hlutabréf lækkuðu við lokun kauphallarinnar í Tókýó í Japan í dag. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan, sem endaði í hæsta lokagildi vísitölunnar sl. sex ár í gær, lækkaði um 1,10 prósent, 175,14 punkta, og endaði í 15.726,02 stigum í dag. Í gær hækkaði hlutabréfavísitalan hins vegar um 1,52 prósent. 7.3.2006 09:57 Norskur auðjöfur kaupir stærsta laxeldisfyrirtæki heims Eigendur hollenska laxeldisfyrirtækisins Marine Harvest N.V., sem er stærsta fyrirtæki heims á sínu sviði, hafa samþykkt yfirtökutilboð Geverans Trading Co. Ltd., sem er í eigu norska auðjöfursins Johns Fredriksens. Yfirtökutilboð Geveran Trading hljóðar upp á 1,75 milljarða evrur. 6.3.2006 16:02 Mútumál hjá DaimlerChrysler Þýski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler greindi frá því í dag að innri rannsókn fyrirtækisins, sem hefði verið gerð í kjölfar ásakana um mútuþægnihjá fyrirtækinu, hefði leitt í ljós að „ósæmilegar greiðslur“ hefðu verið inntar af hendi í Afríku, Asíu og Austur-Evrópu. Hafi nokkrum starfsmönnum verið vikið úr starfi, sumum til frambúðar en öðrum tímabundið, vegna þessa. 6.3.2006 14:11 HSBC bankinn skilaði mestum hagnaði Alþjóðlegi fjárfestingabankinn HSBC skilaði mestum hagnaði breskra banka í Bretlandi á síðasta ári. Hagnaðurinn nam 11,5 milljörðum punda fyrir skatta. Um 20 prósent af hagnaði bankans var í Bretlandi en 80 prósent á alþjóðlegum vettvangi, s.s. í nokkrum löndum í Evrópu, Asíu, í Bandaríkjunum og Mið- og Suður-Ameríku. 6.3.2006 11:55 Hlutabréf hækkuðu í Japan Gengi flestra hlutabréfa hækkaði við lokun markaða í Asíu í dag. Hækkunin nam í flestum tilvikum um hálfu prósentustigi en gengi bréfa í kauphöllinni í Tókýó í Japan hækkuðu mest. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,5 prósent og endaði í 15.901,16 stigum, sem er hæsta lokagengi vísitölunnar í sex ár. 6.3.2006 11:01 ESB spáir 1,9 prósenta hagvexti á evrusvæðinu í ár Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) gaf út hagvaxtarspá sína í dag fyrir lönd sem tekið hafa upp evruna. Spáð er á bilinu 0,4 prósenta til 0,9 prósenta hagvaxtaraukningu á evrusvæðinu á fyrsta ársfjórðungi og er búist við svipaðri aukningu á næstu tveimur ársfjórðungum. 3.3.2006 10:54 Stýrivextir hækka á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn (ECB) hækkaði stýrivexti á evrusvæðinu um 0,25 prósent í dag og standa þeir nú í 2,50 prósentum. Með hækkuninni, sem er í samræmi við spár fjármálasérfræðinga, er horft til þess að styrkja efnahag þeirra 12 aðildarlanda Evrópusambandsins (ESB), sem tekið hafa upp evruna. 2.3.2006 13:06 Olíuverð fór yfir 62 dollara Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði enn í dag þrátt fyrir að opinberar tölur bentu til að olíubirgðir hefðu aukist í Bandaríkjunum. Hráolía, sem afhent verður í næsta mánuði, hækkaði um 74 sent á mörkuðum í New York og fór 62,71 dal á tunnu en verð á Brent Norðursjávarolíu hækkaði um 76 sent í Lundúnum og fór í 63,21 dal á tunnu. 2.3.2006 11:45 Framleiða í Tékklandi Skortur á verkfræðingum í Danmörku er ástæðan fyrir því að raftækjaframleiðandinn Bang & Olufsen hefur opnað sína fyrstu verksmiðju í útlöndum. 2.3.2006 00:01 Strax kaupir more Velta Strax-samstæðunnar, sem framleiðir aukabúnað fyrir farsíma, verður um 250 milljónir bandaríkjadala á þessu ári, sem samsvarar tæpum sextán milljörðum króna, eftir að félagið keypti þýska dreifingaraðilann more International. Velta samstæðunnar meira en tvöfaldaðist við yfirtökuna. 2.3.2006 00:01 Kaupa hástökkvara Straumur-Burðarás hefur eignast 5,5 prósenta hlut í norska netleikjaframleiðandanum Funcom. Verðmæti hlutarins er í kringum 750 milljónir króna. 2.3.2006 00:01 Hráolíuverð hækkaði í Bandaríkjunum Heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem afhend verður í næsta mánuði, hækkaði bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi í dag. Verð á hráolíu hækkaði um 50 sent í New York í Bandaríkjunum og fór í 61,91 dollar á tunnu en bráðabirgðatölur benda til að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi minnkað. Þá hækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu í kauphöllinni í Lundúnum um 68 sent og stendur nú í 62,44 dollurum á tunnu. 1.3.2006 14:12 Hagnaður OM eykst Hagnaður Old Mutual (OM) jókst um 30 prósent milli áranna 2004 og 2005 sem skýrist af miklum vexti á suður-afrískum bankamarkaði í gegnum Nedbank. Var uppgjörið fyrir ofan spár markaðarins en hafði ekki áhrif til hækkunar á gengi bréfa félagsins. 1.3.2006 00:01 Methagnaður Sparikassans Föroya Sparikassi, stærsti stofnfjáreigandinn í SPRON, skilaði methagnaði á síðasta ári eða 1,3 milljörðum króna. Hagnaður fyrir skatta jókst um 47 prósent. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var um 12,8 prósent. 1.3.2006 00:01 Yfirtökuviðræðum slitið í Low & Bonar Formlegum yfirtökuviðræðum í Low & Bonar hefur verið slitið eftir margra vikna viðræður stjórnar félagsins og þriðja aðila. Nafn Atorku Group var nefnt í því sambandi en félagið er stærsti hluthafinn í Low & Bonar með um þriggja milljarða eignarhlut að marksvirði. 1.3.2006 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Hlutabréf hækkuðu í Japan Gengi flestra hlutabréfa hækkaði í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag að undanskildum bréfum í hátæknifyrirtækinu Sony, sem frestaði útgáfu á PlayStation 3 leikjatölvunni fram í nóvember á þessu ári. 15.3.2006 09:20
Opera í þýskum farsímum Debitel Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software gerði í gær tveggja ára samning við þýska fjarskiptafyrirtækið Debitel. Samningurinn kveður á um að Debitel býður viðskiptavinum sínum upp á stuðning við öll stýrikerfi Opera, Opera Mini, Opera Mobile og Opera Platform, í farsímum fyrirtækisins. 15.3.2006 01:13
Búist við tilboði fasteignajöfurs í kráakeðju Búist er við því að íranski fasteignaauðjöfurinn Robert Tchenguiz geri fjögurra milljarða punda tilboð í bresku bjór- og veitingahúsakeðjuna Mitchells & Butlers í næstu viku. Bankarnir Royal Bank of Scotland, HBOS og Kaupþing koma að fjármögnun Tchenguiz auk Goldman Sachs, sem einnig er ráðgefandi við tilboðið, að því er fram kom í vefútgáfu breska dagblaðsins Times í gær. 15.3.2006 01:13
Blaðaútgáfur sameinast í Bandaríkjunum Bandaríska útgáfufyrirtækið Knight Ridder Inc., sem er næststærsta dagblaðaútgáfa Bandaríkjanna, hefur samþykkt yfirtökutilboð samkeppnisaðilans McClatchy Co. sem er mun smærra fyrirtæki. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á 4,5 milljarða Bandaríkjadali. Eftir sameiningu útgáfufyrirtækjanna á fyrirtækið 32 dagblöð og 50 önnur blöð. 13.3.2006 16:43
Gengi Schering hækkaði um fjórðung Gengi hlutabréfa í þýska lyfjafyrirtækinu Schering hækkaði um 25 prósent í dag eftir að fjárfestar bjuggust við að þýski lyfjarisinn Merck myndi gera nýtt yfirtökutilboð í fyrirtækið. Merk gerði óvinveitt yfirtökutilboð í Schering í gær og hljóðað tilboðið upp á 14,9 milljarða evrur eða 77 evrur á hlut. Forsvarsmenn Schering sögðu tilboðið of lágt og hvöttu hluthafa í lyfjafyrirtækinu til að hunsa það. 13.3.2006 16:10
Hlutabréf hækkuðu í Asíu Gengi hlutabréfa hækkaði á flestum mörkuðum í Asíu í kjölfar hlutabréfahækkana á mörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í síðustu viku. Gengi hlutabréfa hækkaði jafnframt á mörkuðum á Nýja-Sjálandi og hefur aldrei verið hærra. 13.3.2006 11:25
GM innkallar 900.000 pallbíla Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors Corp. tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að innkalla 900.000 pallbíla af gerðinni Chevrolet Silverado, Chevrolet Avalance, Cadillac Escalade EXT og GMS Sierra vegna galla í festingum sem styður við lok á palli bílanna. Bílarnir eru allir settir á markað á árunum 1999 til 2000. 10.3.2006 16:07
Hlutabréf lækkuðu í Evrópu Hlutabréf lækkuðu nokkuð á helstu mörkuðum í Evrópu í dag og hefur gengi bréfa á helstu mörkuðum álfunnar ekki verið lægra í þrjár vikur. Ástæðan er lækkuninni er sú að búist er við minni vexti fyrirtækja en væntingar spáðu fyrir um auk þess sem evrópski seðlabankinn hækkaði stýrivexti í annað sinn á þremur mánuðunum í byrjun þessa mánaðar. 10.3.2006 15:28
Atvinnuleysi 4,8 prósent í Bandaríkjunum Atvinnuleysi mældist 4,8 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði og er það 1,1 prósentustiga aukning frá janúarmánuði. Þrátt fyrir þetta urðu 243.000 ný störf urðu til í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Aukning atvinnuleysisins kemur fjármálasérfræðingum á óvart þar sem þeir spáðu óbreyttu atvinnuleysi á milli mánaða. 10.3.2006 14:45
Óskað eftir gjaldþroti Yukos Nokkrir bankar, sem lánuðu rússneska olíufyrirtækinu Yukos fé, hafa farið fram að að fyrirtækið verði lýst gjaldþrota. Olíufyrirtækið hefur rambað á barmi gjaldþrots allt frá því það var dæmt til að greiða 32 milljarða Bandaríkjadala skattaskuld við ríkið. Bankarnir sem farið hafa fram á að Yukos verði lýst gjaldþrota lánuðu fyrirtækinu 480 milljónir dollara áður en Yukos lenti í fjárhagskröggum. 10.3.2006 13:42
Hlutabréf hækkuðu í Japan Gengi hlutabréfa hækkaði í kauphöllinni í Japan í dag, annan daginn í röð. Stjórn seðlabanka Japans ákvað í gær að gera breytingar á peningastefnu bankans til að auka þanþol fjármálastofnana í Japan gagnvart sveiflum á erlendum hlutabréfamörkuðum. 10.3.2006 09:26
Niðurskurður hjá British Airways Breska flugfélagið British Airways ætlar á skera niður útgjöld um 450 milljónir punda, 54 milljarða íslenskra króna, á næstu tveimur árum. M.a. er búist við uppsögnum hjá flugfélaginu. Ástæðan fyrir niðurskurðinum er aukin samkeppni frá lággjaldaflugfélögum og spá um hærri eldsneytiskostnað á næstu árum. 9.3.2006 17:17
Sögulegur viðskiptahalli í Bandaríkjunum Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum jókst um 5,3 prósent í janúar og nam 68,5 milljörðum dala í mánuðinum, samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneyti landsins. Þetta er methalli í mánuðinum í sögu Bandaríkjanna en ástæða hans er aukinn innflutningur á eldsneyti, ökutækjum og vínum auk mikils innflutnings á klæðnaði og farsímum frá Kína. 9.3.2006 15:44
Strangari kröfur um lán á Grikklandi Nicholas Garganas, bankastjóri Seðlabanka Grikklands, tilkynnti í dag að í bígerð sé að setja bönkum strangari reglur um lánveitingar. Breytingin er í samræmi við reglur Evrópusambandsins um alþjóðlega bankastarfsemi en með henni er horft til þess að minnka áhættu banka í lánveitingum. 9.3.2006 15:11
Hráolíuverð lækkaði Hráolíuverð lækkaði á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að samtök olíuframleiðsluríkja (OPEC) samþykktu á fundi sínum í Vínarborg í gær að halda olíuframleiðslu óbreyttri. 9.3.2006 13:55
Stýrivextir óbreyttir í Bretlandi Bankastjórn Englandsbanka ákvað á fundi sínum í dag að hækka ekki stýrivexti í Bretlandi. Þeir eru nú 4,5 prósent og hafa haldist óbreyttir síðastliðna sjö mánuði. Stöðugleiki í bresku efnahagslífi og jákvæð breyting á fasteignamarkaði eru talin ástæða þess að bankastjórnin ákvað að halda vöxtunum óbreyttum. 9.3.2006 13:08
Hagnaður PPR dróst saman Hagnaður franska eignarhaldsfélagsins PPR, sem m.a. á ítalska tískufyrirtækið Gucci auk fleiri þekktra vörumerkja, dróst saman um tæpan helming á síðasta ári miðað við árið á undan. Hagnaður fyrirtækisins á árinu nam 535 milljónum evra, jafnvirði rúmlega 44 milljarða íslenskra króna. Árið 2004 nam hagnaðurinn hins vegar 1.09 milljörðum evra, tæplega 90 milljörðum íslenskra króna. 9.3.2006 12:36
Sala jókst hjá McDonald's Sala jókst hjá McDonald's skyndibitakeðjunni á heimsvísu um 4,7 prósent í síðasta mánuði en sala skyndibita á innanlandsmarkaði í Bandaríkjunum jókst hins vegar um 3,6 prósent. Að sögn forsvarsmanna McDonald's í Bandaríkjunum er ástæða söluaukningarinnar ný kjúklingasamloka sem notið hefur vinsælda, fleiri réttir á morgunverðarmatseðli og lengri afgreiðslutími hjá útibúum skyndibitakeðjunnar í Bandaríkjunum. 8.3.2006 13:42
Olíuverð lækkaði á helstu mörkuðum Hráolía lækkaði í verði á helstu mörkuðum í dag. Hráolía, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði um 18 sent og endaði í 61,40 dollurum á tunnu á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum en Brent Norðursjávarolía lækkaði um 8 sent í Lundúnum í Bretlandi og endaði í 61,09 dollara á tunnu. 8.3.2006 10:28
Bankastjórn Seðlabanka Japans fundar Fundur bankastjórnar Seðlabanka Japans hófst í dag. Fjármálasérfræðingar fylgjast grannt með fundinum, sem stendur yfir í tvo daga, en búist er við nokkrum breytingum á peningastefnu bankans. Hins vegar er ekki búist við hækkun stýrivaxta í Japan á næstunni líkt og áður var talið en vextirnir hafa haldist óbreyttir í fimm ár. 8.3.2006 09:54
Uppsagnir hjá AT&T Stjórnendur bandaríska fjarskiptafyrirtækisins AT&T greindu frá því í dag að allt að 10.000 manns verði sagt upp störfum hjá fyrirtækinu á næstu þremur árum. AT&T ákvað í gær að festa kaup á bandaríska farsímafyrirtækinu BellSouth fyrir 67 milljarða Bandaríkjadali og eru uppsagnirnar liður í hagræðingu hins sameinaða fjarskiptarisa. 7.3.2006 15:25
Meira ál í bílum Bílaframleiðendur hafa í auknum mæli tekið að nota ál í bíla til að m.a. létta þá og minnka eldsneytisnotkun þeirra. Svo mjög hefur notkunin aukist að ál er næstalgengasta efni í bílum á eftir stáli. Þetta kemur fram í skýrslu samtaka álframleiðenda, sem forsvarsmenn álfyrirtækjanna Alcoa og Novelis lögðu fyrir á blaðamannafundi í Detroit í Bandaríkjunum í dag. 7.3.2006 14:56
Hlutabréf lækkuðu í Japan Hlutabréf lækkuðu við lokun kauphallarinnar í Tókýó í Japan í dag. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan, sem endaði í hæsta lokagildi vísitölunnar sl. sex ár í gær, lækkaði um 1,10 prósent, 175,14 punkta, og endaði í 15.726,02 stigum í dag. Í gær hækkaði hlutabréfavísitalan hins vegar um 1,52 prósent. 7.3.2006 09:57
Norskur auðjöfur kaupir stærsta laxeldisfyrirtæki heims Eigendur hollenska laxeldisfyrirtækisins Marine Harvest N.V., sem er stærsta fyrirtæki heims á sínu sviði, hafa samþykkt yfirtökutilboð Geverans Trading Co. Ltd., sem er í eigu norska auðjöfursins Johns Fredriksens. Yfirtökutilboð Geveran Trading hljóðar upp á 1,75 milljarða evrur. 6.3.2006 16:02
Mútumál hjá DaimlerChrysler Þýski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler greindi frá því í dag að innri rannsókn fyrirtækisins, sem hefði verið gerð í kjölfar ásakana um mútuþægnihjá fyrirtækinu, hefði leitt í ljós að „ósæmilegar greiðslur“ hefðu verið inntar af hendi í Afríku, Asíu og Austur-Evrópu. Hafi nokkrum starfsmönnum verið vikið úr starfi, sumum til frambúðar en öðrum tímabundið, vegna þessa. 6.3.2006 14:11
HSBC bankinn skilaði mestum hagnaði Alþjóðlegi fjárfestingabankinn HSBC skilaði mestum hagnaði breskra banka í Bretlandi á síðasta ári. Hagnaðurinn nam 11,5 milljörðum punda fyrir skatta. Um 20 prósent af hagnaði bankans var í Bretlandi en 80 prósent á alþjóðlegum vettvangi, s.s. í nokkrum löndum í Evrópu, Asíu, í Bandaríkjunum og Mið- og Suður-Ameríku. 6.3.2006 11:55
Hlutabréf hækkuðu í Japan Gengi flestra hlutabréfa hækkaði við lokun markaða í Asíu í dag. Hækkunin nam í flestum tilvikum um hálfu prósentustigi en gengi bréfa í kauphöllinni í Tókýó í Japan hækkuðu mest. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,5 prósent og endaði í 15.901,16 stigum, sem er hæsta lokagengi vísitölunnar í sex ár. 6.3.2006 11:01
ESB spáir 1,9 prósenta hagvexti á evrusvæðinu í ár Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) gaf út hagvaxtarspá sína í dag fyrir lönd sem tekið hafa upp evruna. Spáð er á bilinu 0,4 prósenta til 0,9 prósenta hagvaxtaraukningu á evrusvæðinu á fyrsta ársfjórðungi og er búist við svipaðri aukningu á næstu tveimur ársfjórðungum. 3.3.2006 10:54
Stýrivextir hækka á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn (ECB) hækkaði stýrivexti á evrusvæðinu um 0,25 prósent í dag og standa þeir nú í 2,50 prósentum. Með hækkuninni, sem er í samræmi við spár fjármálasérfræðinga, er horft til þess að styrkja efnahag þeirra 12 aðildarlanda Evrópusambandsins (ESB), sem tekið hafa upp evruna. 2.3.2006 13:06
Olíuverð fór yfir 62 dollara Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði enn í dag þrátt fyrir að opinberar tölur bentu til að olíubirgðir hefðu aukist í Bandaríkjunum. Hráolía, sem afhent verður í næsta mánuði, hækkaði um 74 sent á mörkuðum í New York og fór 62,71 dal á tunnu en verð á Brent Norðursjávarolíu hækkaði um 76 sent í Lundúnum og fór í 63,21 dal á tunnu. 2.3.2006 11:45
Framleiða í Tékklandi Skortur á verkfræðingum í Danmörku er ástæðan fyrir því að raftækjaframleiðandinn Bang & Olufsen hefur opnað sína fyrstu verksmiðju í útlöndum. 2.3.2006 00:01
Strax kaupir more Velta Strax-samstæðunnar, sem framleiðir aukabúnað fyrir farsíma, verður um 250 milljónir bandaríkjadala á þessu ári, sem samsvarar tæpum sextán milljörðum króna, eftir að félagið keypti þýska dreifingaraðilann more International. Velta samstæðunnar meira en tvöfaldaðist við yfirtökuna. 2.3.2006 00:01
Kaupa hástökkvara Straumur-Burðarás hefur eignast 5,5 prósenta hlut í norska netleikjaframleiðandanum Funcom. Verðmæti hlutarins er í kringum 750 milljónir króna. 2.3.2006 00:01
Hráolíuverð hækkaði í Bandaríkjunum Heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem afhend verður í næsta mánuði, hækkaði bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi í dag. Verð á hráolíu hækkaði um 50 sent í New York í Bandaríkjunum og fór í 61,91 dollar á tunnu en bráðabirgðatölur benda til að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi minnkað. Þá hækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu í kauphöllinni í Lundúnum um 68 sent og stendur nú í 62,44 dollurum á tunnu. 1.3.2006 14:12
Hagnaður OM eykst Hagnaður Old Mutual (OM) jókst um 30 prósent milli áranna 2004 og 2005 sem skýrist af miklum vexti á suður-afrískum bankamarkaði í gegnum Nedbank. Var uppgjörið fyrir ofan spár markaðarins en hafði ekki áhrif til hækkunar á gengi bréfa félagsins. 1.3.2006 00:01
Methagnaður Sparikassans Föroya Sparikassi, stærsti stofnfjáreigandinn í SPRON, skilaði methagnaði á síðasta ári eða 1,3 milljörðum króna. Hagnaður fyrir skatta jókst um 47 prósent. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var um 12,8 prósent. 1.3.2006 00:01
Yfirtökuviðræðum slitið í Low & Bonar Formlegum yfirtökuviðræðum í Low & Bonar hefur verið slitið eftir margra vikna viðræður stjórnar félagsins og þriðja aðila. Nafn Atorku Group var nefnt í því sambandi en félagið er stærsti hluthafinn í Low & Bonar með um þriggja milljarða eignarhlut að marksvirði. 1.3.2006 00:01