Fleiri fréttir

Fá ekki "eu" endingu

Aðilar utan Evrópusambandsins geta aðeins fengið "eu" endingu að því tilskyldu að þeir séu með skráð vörumerki eða útibú innan ESB-landanna. Þessu hafa EES- og EFTA-ríkin mótmælt harðlega. Evrópusambandið hefur hafið skráningu á lénum með "eu" endingu. Búist er við hundruð þúsunda skráninga fyrstu dagana.

Methalli í Bandaríkjunum

Viðskiptahalli í Bandaríkjunum í september nam 66 milljörðum dala, um það bil 4.300 milljörðum króna. Innflutningur jókst um 2,4 prósent á meðan útflutningur dróst saman um 2,6 prósent. Á sama tima var viðskiptajöfnuður Kínverja við útlönd jákvæður um 12 milljarða dollara, jafnvirði 780 milljarða króna.

Microsoft brýtur lög

Microsoft var dæmt til greiðslu 32 milljóna dollara, rúma tvo milljarða íslenskra króna sektar af samkeppnisstofnun Suður-Kóreu. Samkeppnisstofnunin komst að þeirri niðurstöðu að það væri brot á samkeppnislögum að msn-skilaboðaforritið væri innifalið með windows-stýrikerfinu.

Á 100 milljarða í Aker-samsteypunni

Verðmæti hlutabréfa orska athafnamannsins Kjells Inge Rökke í Aker-fyrirtækjasamsteypunni eru orðin eitt hundruð milljarða króna virði. Á árinu hefur eignarhluturinn hækkað um hvorki meira né minna en 360 prósent samkvæmt frétt Aftenposten, eða sem nemur 80 milljörðum króna.

Framleiðniaukning í Bandaríkjunum

Framleiðni í Bandaríkjunum jókst meira en væntingar stóðu til um á þriðja ársfjórðungi þessa árs eða um 4,7 prósent. Þetta er mesti framleiðnivöxtur þar vestra í 2 ár. Athygli vekur að þessi mikli framleiðnivöxtur verður þrátt fyrir að að þúsundir starfa hafi tapast eftir að fellibylirnir Ríta og Katrín riðu yfir suðurströnd Bandaríkjanna.

Kögun kaupir hugbúnaðarfyrirtæki í Bandaríkjunum

Kögun hf. hefur skrifað undir samning um kaup á bandarísku hugbúnaðarfyrirtæki. Ekki hefur verið greint frá nafni fyrirtækisins. Það verður ekki gert fyrr en áreiðanleikakönnun hefur verið framkvæmd af hálfu endurskoðenda og lögfræðinga Kögunar.

Hækkanir í Evrópu og BNA

Evrópskar kauphallir náðu í gær hæstu gildum í meira en í þrjú og hálft ár en einnig hækkuðu hlutabréf í Bandaríkjunum. Olíuverð hefur haldist undir 60 dölum á fatið sem sem hefur jákvæð áhrif á hlutabréfamarkaði en einnig voru birtar tölur um 4,7 prósenta framleiðniaukningu í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi sem er mesta hækkun í tvö ár.

Sjá næstu 50 fréttir