Fleiri fréttir

Besta sæta­nýting í septem­ber frá upp­hafi

Sætanýting Icelandair í september var 83,3 prósent. Um er að ræða bestu sætanýtingu félagsins í september frá upphafi. Heildarfarþegafjöldi félagsins í september var 387 þúsund.

Setja hús Lands­bankans á Akur­eyri á sölu

Landsbankinn mun setja hús sitt við Ráðhústorgið á Akureyri á sölu um helgina og stefnir bankinn að því að leigja hluta húsnæðisins fyrir bankastarfsemina af nýjum eigendum – en að starfsemin verði þá hýst í talsvert minna rými en nú er.

Ground Zero lokað

Netkaffihúsið og tölvuleikjamiðstöðin Ground Zero kemur til með að loka í lok október. Staðurinn var opnaður fyrst árið 2002 og hefur því verið starfræktur í um 20 ár. 

Áhyggjufullir neytendur geta andað léttar

Forstjóri Kólusar segir nýjar, látlausar umbúðir utan um súkkulaðistykkið Þrist, sem vöktu talsverðar áhyggjur netverja í gær, aðeins tímabundnar. Verið sé að bíða eftir sendingu af „gömlu góðu“ umbúðunum.

Tíðar tásu­myndir frá Tene vís­bending um kröftuga einka­neyslu

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum.

Bein­skeytt skila­boð seðla­banka­stjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“

Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður.

Heið­rún ráðin fram­kvæmda­stjóri SFF

Heiðrún Jónsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF). Hún tekur við starfinu af Katrínu Júlíusdóttur og hefur þegar hafið störf.

„Mögulega erum við búin að gera nóg“

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að 25 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabankans nú sé vísbending um að Peningastefnunefnd sé ánægð með árangurinn sem náðst hefur með miklum hækkunum stýrivaxta síðustu misseri. Mögulegt sé að toppi stýrivaxtahækkana sé náð. Það ráðist þó af þróun hagkerfisins sem og niðurstöðu væntanlegrar kjarasamningalotu.

Sama hleðslu­tengi á alla síma fyrir 2024

Evrópuþingið samþykkti í dag að skylda raftækjaframleiðendur til að hafa einu og sömu tegundina af hleðslutengi fyrir árið 2024. Tengið sem varð fyrir valinu er fyrir svokallaðar USB-C snúrur. Ákvörðun þingsins er sögð vera högg fyrir raftækjaframleiðandann Apple.

Tinna orðin sér­fræðingur í sjálf­bærni hjá Klöppum

Klappir grænar lausnir hafa ráðið Tinnu Hallgrímsdóttur til starfa. Hún mun gegna stöðu sérfræðings í sjálfbærni hjá fyrirtækinu. Grænar lausnir Klappa miða meðal ann­ars að því að hjálpa fyrirtækjum, sveit­ar­fé­lögum og stofn­unum að byggja upp inn­viði á sviði upp­lýs­inga­tækni til að takast á við miklar áskor­anir sem framundan eru í umhverf­is­mál­um, ekki síst vegna alþjóðlegra skuldbindinga um að draga úr meng­un.

Bein út­sending: Haust­fundur Lands­virkjunar

Haustfundur Landsvirkjunar hefst klukkan níu í dag og er yfirskrift fundarins að þessu sinni Breytt heimsmynd – breytt forgangsröðun. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan.

Ráðin nýr rit­stjóri Vikunnar

Guðrún Óla Jónsdóttir hefur verið ráðin ritstjóri Vikunnar. Hún tekur við af Steingerði Steinarsdóttur sem var sagt upp störfum í sumar.

Lokar Brynju á næstu vikum

Brynjólfur H. Björnsson, kaupmaður í versluninni Brynju, mun loka versluninni í síðasta skiptið eftir einn til tvo mánuði. Verslunin verður þó áfram rekin sem netverslun. Brynjólfur segir tilfinninguna vera skrítna.

Sjá næstu 50 fréttir