Viðskipti innlent

Lokar Brynju á næstu vikum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Verslun Brynju við Laugaveg 29 verður lokað á næstu vikum. 
Verslun Brynju við Laugaveg 29 verður lokað á næstu vikum.  Bjarni Einarsson

Brynjólfur H. Björnsson, kaupmaður í versluninni Brynju, mun loka versluninni í síðasta skiptið eftir einn til tvo mánuði. Verslunin verður þó áfram rekin sem netverslun. Brynjólfur segir tilfinninguna vera skrítna.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

Í maí á þessu ári var verslunin auglýst til sölu en hún hefur staðið við Laugaveg 29 síðan árið 1929. Verslunin sjálf var sett á sölu ásamt öllum fasteignum við Laugaveg 29 en ekki tókst að finna kaupanda að rekstrinum, einungis að húsnæðinu.

Brynjólfur H. Björnsson, eigandi Brynju, segir í samtali við Morgunblaðið að kúnnarnir séu miður sín og að um sé að ræða afar erfiða tíma fyrir miðborgina. Sjálfum finnist honum tilfinningin vera skrítin en Brynjólfur hefur starfað í versluninni í sextíu ár, síðan hann var tvítugur.

Netverslun Brynju tekur við en dóttir Brynjólfs og tengdasonur munu sjá um þann rekstur. Því ættu viðskiptavinir enn að geta nálgast allar þær vörur sem þeir keyptu áður fyrr hjá Brynju.

Ekki er búið að ákveða nákvæmlega hvaða dag versluninni verður lokað en Brynjólfur telur að það verði eftir einn til tvo mánuði.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×