Fleiri fréttir

Breytt fjármögnun lækkaði tilboð í Hornafjörð um 2,2 milljarða króna

Lægsta boð í lagningu nýs hringvegar um Hornafjörð lækkaði um 2,2 milljarða króna við það að langtímafjármögnun var undanskilin. Þrátt fyrir hökt í þessu fyrsta útboði verkefna í einkafjármögnun telur innviðaráðherra að annað verk í ferlinu, ný Ölfusárbrú, verði á áætlun og tilbúin árið 2025.

Hagnaður Landsvirkjunar tæpir fimmtán milljarðar

Landsvirkjun hagnaðist um 14,7 milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins og tæplega fjórfaldaðist á milli ára. Meðalverð til stórnotenda rafmagns hefur aldrei verið hærra á einum ársfjórðungi í sögu fyrirtækisins.

Stór skref þurfi til að kæla eftispurnina á húsnæðismarkaði

Íbúðaverð heldur áfram að hækka töluvert en forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans gerir ráð fyrir rólegri þróun á næstunni samhliða vaxtahækkunum og frekari uppbyggingu. Starfshópur á vegum forsætisráðherra mun í dag kynna tillögur að aðgerðum til að bæta stöðuna á húsnæðismarkaði.

Verðbólga átta prósent á þessu ári og sex prósent stýrivextir

Verðbólga mun ná hámarki í haust þegar hún verður rúmlega 8% en lækka síðan aftur, ef marka má nýja hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Þá muni stýrivextir halda áfram að hækka og ná 6% í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði töluverður og atvinnuleysi haldi áfram að minnka samhliða því.

Harpa nýr fjár­mála­stjóri Norvik

Harpa Vífilsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Norvik, móðurfélag BYKO. Hún tekur við starfinu af Brynju Halldórsdóttur sem hefur ákveðið að hætta störfum.

Davíð Helga­­son beinir sjónum sínum að lofts­lags­málum

Davíð Helgason, stofnandi fyrirtækisins Unity, hefur komið á fót fyrirtækinu Transition Labs, ásamt Kjartani Erni Ólafssyni, frumkvöðli og tæknifjárfesti. Markið félagsins er að gera Ísland að suðupunkti loftslagsverkefna á heimsvísu.

Hlut­fall kvenna í stjórnum sums staðar lækkað milli ára

Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með fimmtíu launamenn eða fleiri, þar sem stjórnarmenn voru fjórir eða fleiri, var 41,5% í tilfelli almennra hlutafélaga á árinu 2021 og 38,3% í einkahlutafélögum. Í stjórnum með þrjá stjórnarmenn var hlutfall kvenna 34,8% fyrir almenn hlutafélög og 29,3% fyrir einkahlutafélög. Í einkahlutafélögum með tvo stjórnarmenn var hlutfallið 19,7%.

Hækkað úr 80 milljónum í 129

Ásett verð raðhúsaíbúðar í Árbæ í Reykjavík hefur hækkað um ríflega sextíu prósent frá því í febrúar 2019 og farið úr 79,9 milljónum í 129,3. Þar af hefur eignin hækkað um rúmar 9 milljónir króna frá því í mars síðastliðnum. Fasteignasali segir alla sammála um að fasteignamarkaðurinn sé kominn úr böndunum.

Ný stjórn og framkvæmdastjóri FVH

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga (FVH) þann 10. maí síðastliðinn, ásamt því að nýr framkvæmdastjóri félagsins var kynntur til starfa.

Fimm ferða­þjónustu­fyrir­tæki sam­einast undir nafni Icelandia

Fimm ferðaþjónustufyriræki – Reykjavík Excursions/Kynnisferðir, Icelandic Mountain Guides, Iceland Rovers, Dive.is og Flybus – verða sameinuð undir merkjum regnhlífaheitisins Icelandia. Er ætlunin með nýju nafni að með skapa brú milli fyrirtækjanna með samlegðaráhrifum í markaðsstarfi.

Lands­bankinn hækkar vexti á ó­verð­tryggðum lánum

Vextir óverðtryggðra lána og sparireikninga hjá Landsbankanum hækka um 0,7 til eitt prósentustig á morgun. Bankinn vísar til þess að Seðlabankinn hafi hækkað vexti um eitt prósentustig fyrr í þessum mánuði. 

Bein út­sending: Opnun Ný­sköpunar­viku

Nýsköpunarvika 2022 verður sett í dag og hefst opnunarviðburðurinn í Grósku klukkan 9. Fjöldi leiðtoga nýsköpunarfyrirtækja flytja erindi á viðburðinum og segja sögur af sínum fyrirtækjum.

Nær öll fjárfesting fólks hafi þurrkast út á örskotsstundu

Sérfræðingur í rafmyntum segir ljóst að Íslendingar hafi tapað milljónum í stærsta hruni minni rafmynta í manna minnum nú í vikunni. Fólk sem lagt hafi fé í aðrar rafmyntir en þær stærstu, Bitcoin og Ethereum, hafi tapað nær öllu.

Spá því að verðbólgan nái toppi í lok sumars

Bæði Íslandsbanki og Landsbankinn spá því að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum. Íslandsbanki spáir 7,5 prósent verðbólgu í maí, Landsbankinn 7,6 prósent. Báðir bankar spá því að verðbólgan nái toppi í sumar, en fari svo hægt hjaðnandi

Eim­skip hagnaðist um 1,5 milljarða á fyrsta árs­fjórðungi

Tekjur Eimskipa námu 239,7 milljónum evra á fyrsta ársfjórðungi 2022 og hækkuðu um 33% milli ára. Hagnaður tímabilsins nam 10,5 milljónum evra, jafnvirði um 1.472 milljóna króna. Það er hátt í fjórföldun frá sama tíma í fyrra þegar fyrirtækið skilaði 2,8 milljóna evra hagnaði. 

Auður ráðin forstjóri Orkunnar

Orkan IS ehf. hefur ráðið Auði Daníelsdóttur sem nýjan forstjóra. Auður kemur til Orkunnar frá Sjóvá þar sem hún hefur starfað síðan 2002.

Styrmir frá HR til N1

Styrmir Hjalti Haraldsson hefur verið ráðinn í stöðu sérfræðings á Orkusviði N1. Munu helstu verkefni hans þar snúa að greiningum á raforkumarkaði.

Hlutafé fiskeldisfélags Samherja aukið um þrjá og hálfan milljarð

Um þriggja og hálfs milljarðs króna hlutafjáraukning Samherja fiskeldis ehf. er sögð verða nýtt til að byggja upp tilraunaverkefni í Öxarfirði og framkvæmdir við Reykjanesvirkjun. Fyrrverandi forstjóri stærsta fiskeldisfyrirtækis heims er á meðal fjárfesta og tekur sæti í stjórn.

Aukinn hagnaður Sýnar milli ára

Hagnaður Sýnar á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 207 milljónum krónum samanborið við 231 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. Tekjur félagsins á ársfjórðungnum námu 5,7 milljörðum krónum og jukust um tæplega 700 milljónir á milli ára.

Bein útsending: AGS kynnir mat sitt á stöðu mála á Íslandi

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur verið hér á landi undanfarna daga og lagt mat á stöðu mála hér á landi. Sendinefndin greinir frá niðurstöðu sinni á blaðamannafundi í fundarsal í Hannesarholti í Þingholtunum í Reykjavík.

Opna verslun sína í Borgar­túni á morgun

Krónan mun opna nýja 700 fermetra matvöruverslun sína í Borgartúni á morgun, í húsnæði þar sem Vínbúðin, Fylgifiskar og Blackbox voru áður til húsa.

Gera ráð fyrir 5,7 milljónum far­þega

Farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir að 5,7 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár. Gerir spáin ráð fyrir að í ár verði fjöldi farþega 79 prósent af þeim fjölda sem fór um völlinn árið 2019.

Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi

Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.